Vísir - 20.03.1973, Síða 3
Vlsir. Þriöjudagur 20. marz. 1973
3
„Sérkennilegur minnisvarði"
— ef núverandi kynslóð blœs á landsofmœli,
segir Indriði G. Þorsteinsson,
framkvœmdastjóri Þjóðhótíðarnefndar 1974
„Það yröi sérkennilegur
minnisvaröi, sem núverandi
kynslóö reisti sér, ef hún ætlar
sér aö veröa fyrsta kynslóðin,
sem blæs af hátiðahöld á lands-
afmæli”, sagöi Indriöi G. Þor-
steinsson framkv.stjóri þjóö-
hátíöarnefndar 1974, þegar
blaöiö spurði um afstööu hans til
þeirra sjónarmiða, aö ekki
skuii haldin þjóöhátlö 1974.
Þaö er misskilningur, segir
Indriöi, ef fólk hefur haldiö, að
við ætluðum okkur að fram-
kvæma allt það sem við höfum
nefnt, að til greina kæmi við
þjóðhátiðarhaldið.
Þjóðhátiðarnefnd hefur það
verkefni að hreyfa málum og
viðra þau, og siðan fram-
kvæma, eftir að Alþingi og
rikisstjórn hafa afráðið um þau.
Þess vegna, segir hann, er eöli-
legt, að málin hafa „grisjazt”
þeim fækkað, þegar á reyndi.
„Okkar hlutverk hefur m.a.
verið að taka vel i hugmyndir,
sem menn hafa komið fram með
og viöra þær”.
„Nefndin biður eftir
ákvörðun um tvö stór atriði i
hátiðahöldunum, sem nú eru til
athugunar i þingflokkunum,
um Þingvallahátið og sögu-
aldarbæ. Þá erum við að undir-
búa þróunarsýningu atvinnu-
veganna. Við höfum nóg aö
starfa við framkvæmdir á þeim
fjölmörgu atriðum, sem þegar
hafa verið samþykkt.
8 milljónum lofað
i sögualdarbæ.
I sögualdarbæ hafa þegar
komið loforð um framlög frá
ýmsum aðilum, alls um átta
milljónir króna, en bærinn átti
að kosta tólf milljónir, svo að
það er aðeins litill hluti, sem
rikið yrði að leggja fram, en það
hefur ekki enn ákveðið
framlög”.
Nefndinni fannst timabært að
reyna að snúa vörn i sókn varð-
andi landgræðslu, á þessum
timamótum. Nefndin hefur sent
forsætisráðherra tillögur um
þetta.
Visindamenn segja, að 40
þúsund ferkilómetrar landsins
hafi veriö grónir, þegar menn
komu fyrst til íslands. Nú eru
aðeins 20 þúsund ferkilómetrar
grónir.
Það má kalla það, að verja
innri landhelgi landsins að
græða þaö og hindra að á
gróðurlendi gangi sifellt.
Þá hafa nokkur atriði verið
lögð fram, sem eru verkefni
annarra aðila en okkar, til
dæmis um knörrinn, segir
Indriði. „Við veitum slikum
málum siðferðilegan stuðning,
en við höfum ekki ákveðið að
leggja fé til þeirra. —HH
FISKARNIR
ÁLAND
ÞEGAR
GENGU
„Furðuverkið" frumsýnt í Grindavík
„Ég kann ekki við þetta, ég er
bara ekkert taugaóstyrk. Þetta
hefur aldrei komiöfyrir mig áöur
að vera að fara að leika á frum-
sýningu og finna ekki fyrir þvi”.
Þaö var Halla Guömundsdóttir,
sem þetta sagöi á leiðinni til
Grindavikur. Hún og þrir aörir
leikarar ætluðu að fara aö sýna
Grindvikingum „Furöuverkiö”
á sunnudaginn.
Ekki viljum við segja, að Halla
hafi haft ástæðu til að vera tauga-
óstyrk, þvi að sýningin gekk vel.
En hitt er annað mál, að þetta var
timamóta frumsýning að þvi
leyti, að hún er sú fyrsta, sem
Þjóðleikhúsið gengst fyrir utan
eigin húss.
Mun hún liklega lengur i
minnum höfð en ýmsar aðrar
fyrir þær sakir og einnig vegna
þess, að þetta er i fyrsta sinn, sem
áhorfendum hefur gefizt kostur á
að leika með á frumsýningu.
Klukkutima áður en sýningin
byrjaði i hinu stórglæsilega
félagsheimili Grindvikinga voru
krakkarnir byrjaðir að koma og
biðu frammi i forstofu.
Aö siðaðra manna hætti rööuðu
börnin sér upp i biðröð og stóðu
þolinmóð, horfandi i gegnum
glerrúðu inn i helgidóminn
Blaðamaðurinn spjallaði við
dyravörðinn fyrir innan glerið, og
sagði dyravörðurinn honum, að
ekki léti fólk alltaf svona stillilega
fyrir framan þessar dyr eins og
nú væri. öldin væri önnur á
sveitaböllunum stundum.
En nú rennur stundin upp,
öllum er hleypt inn, úlpurnar,
frakkarnir og kápurnar eru sett i
fatahengið. Keyptur smáslatti af
gotterii, og siðan er setzt inn.
Klukkan er að verða.
„Það þýðir aldrei að byrja neitt
á réttum tima úti á landi”, segir
dreifbýlismaður einn, sem situr
við hlið blaðamannsins. „Við
sveitamennirnir erum ekkert að
æsast að koma á réttum tima.
Jæja, mér sýnast Grindvikingar
vera fyrirmyndar dreifbýlisfólk
hvað stundvisi varðar”.
Það er vist ekki að undra, þó að
þeir séu komnir á réttum tima,
þegar þeir eiga i vændum að sjá
Furðuverk, frumsýningu, sköpun
heimsins, sköpun mannsins og
margt annað, allt á einu bretti.
Þegar klukkan var orðin þrjú,
slokknuðu ljósin og Arni Elfar
byrjaði aö laða fram furðuhljóma
úr rafmagnsorgeli úti undir
einum veggnum.
Strax og leikurinn byrjaði var
auðséð, að krakkarnir máttu vera
með og gripa fram i þegar þau
lysti. Krakkarnir voru spurðir um
Sköpunina, og var greinilegt, að
himnavaldið átti sér trúa fylgis-
menn meðal barnanna. Þessir
málsvarar almættisins skutu svo
inn i öðru hvoru, að þetta hefði nú
guð gert á sinum tima.
Krakkarnir I Grindavlk eru siöaöar manneskjur, fara I röö og blöa stillt
og prúö eftir aö komast inn aö sjá leikritiö I flna félagsheimilinu slnu.
Þaö var uppselt á frumsýninguna.
Reykjavíkurleikrit í Iðnó:
SKÓIASTJÓRI FYRIR AUSTAN
SEMUR, - LEIKSTJÓRINN ER
sagðist hafa haft mikla ánægju af
þvi aö vinna við þetta verk, þetta
væri siður en svo nein lognmolla,
heldur hvini hressilega i tálknum
á stundum.
Leikmyndir gerir Steinþór
Sigurðsson. Leikendur eru Arnar
Jónsson og Hrönn Steingrims-
dóttir, sem leika Pétur og Rúnu,
Sigriður Hagalin, Sigurður Karls-
son, Margrét H. Jóhannsdóttir,
Jón Sigurbjörnsson, Karl
Guðmundsson og Pétur
Einarsson.
Ætlunin er, að hitt verðlauna-
verkið úr afmælissamkeppninni,
Kertalog, eftir Jökul Jakobsson,
verði fyrsta verk Leikhússins
næsta haust.
—ÓG
BÓNDI í SÖMU SVEIT
Þaö er ekki á hverjum degi sem
frumsýnt er nýtt fslenzkt leikhús-
verk, en þaö ætlar Leikfélag
Reykjavikur aö gera i næstu viku.
Leikritið heitir Pétur og Rúna
og er eftir Birgi Sigurðsson. Þetta
er fyrsta leikverk Birgis, sem
kemur fyrir almenningssjónir, en
áður hefur hann gefið út ljóða-
bókina Réttu mér fána, sem kom
út hjá AB 1968.
Birgir sagði okkur, að leikritið
væri um ungt fólk i Reykjavik á
okkar timum. Aðalpersónurnar
eru Pétur og Rúna, ung nýgift
hjónakorn. Þau eiga auðvitað við
sin persónulegu og þjóðfélagslegu
vandamál að striða og leikurinn
er um siglingu þeirra gegnum til-
veruna. Einnig koma þar við
sögu tengdamóðirin, ættingjar og
vinir. Höfundurinn, sem er skóla-
stjóri i Gnúpverjahreppi, hlaut
verðlaun fyrir þetta verk sitt i
samkeppni Leikfélagsins i tilefni
af 75 ára afmæli þess.
Leikstjóri er Eyvindur
Erlendsson, en undanfarin ár
hefur hann leiðbeint og stjórnað
leikritum viðsvegar um landið.
Eyvindur rekur nú myndarlegt
kúabú austur i sveitum. Hann
Hér yfirgefa leikararnir leikhúsiö sitt til aö frumsýna á þess vegum úti
á landsbyggöinni. Þaö er ekki annaö aö sjá en aö feröin leggist vel I
þau. Aö neöan og uppúr sjáum viö Kristlnu Magnúss Guöbjartsdóttur
leikara, leikstjóra og aöalhöfund, Herdisi Þorvaldsdóttur, Iiöllu Guö-
mundsdóttur, Sigmund örn Arngrimsson og dóttur hans og efstan sjá-
um viö siöan Ijósameistara Þjóöleikhússins Kristin Danielsson.
Hann hefur liklega verið i
þessum hópi, strákurinn, sem við
spurðum i hléinu: Hvernig finnst
þér? „Það er voða gaman að
þessu". — Trúirðu þvi sem fólkið
segir? „Neeei, svo mikið barn er
ég nú ekki! Maður ætti nú ekki
annað eftir en að trúa, að fiskar
hafi allt i einu gengið á land”.
En hvora, sem við eigum að
kalla vantrúðaða, þá, sem ekki
trúðu þvi, sem Furðuverkið sagði
frá, eða hina, sem ekki leggja
trúnað á sköpunarsögu bibli-
unnar, þá áttu báðir hópar þarna
marga fylgismenn.
Meðal þess, sem krakkarnir
gerðu meðan á sýningunni stóð,
má nefna, að þegar leikararnir
voru i hálfgerðum feluleik, þá var
aldrei verið lengi að finna, þvi að
krakkarnir voru hjálpsamir að
visa á felustaðina. Einu sinni,
þegar Sigmundur Orn Arngrims-
son lék fumstæðan apa i leit að
æti, hoppandi á hækjum sinum
leitandi að æti á sviðinu, þá var
hent til hans sælgæti. Þegar
Kristin Magnús mjálmaði einu
sinni hástöfum og spurði, hvaða
dýr gæfi frá sér svona hljóð, þá
heyrðist fyrst ekki mannsins mál
i salnum. Hver talaði i kapp við
annan og sagði Kristinu, hvaða
dýr þetta væri. Loksins gnæfði ein
rödd upp úr: Það er ljón!
Herdis Þorvaldsdóttir bað
krakkana um skilaboð til hinna
leikaranna, þegar hún var á
sviðinu og þurfti að skreppa burt.
Og það voru engin vandkvæði á að
fá þvi skilað. Um leið og hinir
leikararnir komu inn á sviðið og
fóru að furða sig á, hvar Herdis
væri, þá kom skriða af skila-
boðum utan úr sal.
Ef öll börn eru jafnhress i anda
og börnin i Grindavik, þá ætti
Furðuverkið að verða vinsælt,
þegar það verður sýnt um allar
trissur nú á næstunni.
—LÓ