Vísir - 26.03.1973, Síða 1
Yakir fyrir heimsmet - t f
VISIR og góðgerðarfé P, J
Sjálfdœmi
stofnana
um kostnað
„Astandið i Tryggingastofn-
uninni er skýrt dæmi um,
hvernig rikisbákniö getur
þanizt út og sligað þjóö-
félagið. Cti i atvinnulifinu
keppast fyrirtækin við að
halda rekstrarkostnaði i
skefjum til að lifa af i harðri
samkeppni. Rikisstofn-
anirnar finna ekki fyrir
slikum hvata samkeppn-
innar. Þær hafa meira eða
minna sjálfdæmi um sinn
rekstrarkostnað”. Svo segir
m.a. i leiðara VIsis i dag, en
þar er fjallaö um rekstrar-
rannsóknina á Trygginga-
stofnuninni og lærdóma, sem
af henni má draga.
Sjá leiðara á bls. 6.
og frétt á bls. 2.
Nú smygla þeir
skynlausum
skepnum
Meinleysislegt koffort, sem
var merkt „verkfæri”, kom
á hraðbrautarstöðina I New-
Jersey I mai I fyrra. Einn
starfsmanna undraðist brak
og urr, sem barst frá einu
koffortinu. Hér reyndist um
að ræða smygl á dýrum, en
það er eitt af nýjustu vanda-
málum tollgæzlunnar vestra.
— Sjábls.6.
Laxness hefur
víða flogið — 35
tungumúl
og 172 þýðingar
— sjá menningarsíðu á
bls. 7
,í þetta hús á að
vera gott að koma'
— sagði borgarstjóri
við opnun
sýningarhússins á
Miklatúni.
— Sjá bls. 3.
ÉG BYGGI AFTUR
Á SAMA STAD...
Snjór og blcyta. bleyta og snjór. Það skiptir oft
um veður þessa dagana. Maður veit aldrei fyrir
víst, hvaöa veöur er úti, nema maöur sé úti
sjálfur. Jafnvel þá er maöur ekki alveg viss
stundum.
Þeim, sem þetta skrifar, fannst vissara að Ifta
út um gluggann, meðan hann var aöskrifa þetta,
til að fullvissa sig um, að það væri ennþá þlöa,
og næstum allur snjór væri farinn. En þaö er
eins vist, að einhver detti á hausinn i hálku, á
meðan hann er að tesa þetta i Visi klukkan
rúmlega eitt.
Að visu vár spáin ekki alveg svo róttæk hjá
Jónasi Jakobssyni. Hann spáir skúrum og
stydduéljum idag, en snjóéljum ekki fyrr en siö-
degis og frosti ekki fyrr en I nótt. Næstu daga
verða aö likindum umhleypingar.
—LÓ
arg SKUTU HVOR Á ANNAN
Ægir skaut kúlu og púðri og Brucella neyðarblysi
Skotið var kúluskoti
púðurskotum og
neyðarblysi og reynt að
sigla skip niður.
Siðustu ásiglingartil-
raun lauk með hala-
klippingu. Það mátti
heita, að raunverulega
væri barizt á iand-
helginni.
Sá bardagi stóð frá um fjögur
i gær fram til miðnættis, að
kalla.
Þar áttust við brezku tog-
ararnir Wyre Defense og
Brucella og varöskipið Ægir.
Þetta byrjaði um fjögur-
leytið, þegar varðskipið Ægir
stuggaði við brezkum tog-
urunum tveimur, sem voru að
veiðum 12 sjómilur suður af
Surtsey. Brucella hifði fljótlega
og gerði itrekaðar tilraunir til
að sigla á varöskipið. Hitt skipið
hélt i fyrstu áfram veiðum.
Varðskipið skaut einu kúluskoti
fyrir framan Brucellu til að fá
Bretann til að hætta viö fyrir-
ætlun sina og tveimur púður-
skotum að togaranum.
A meðan hafði Wyre Defense
hift og tekið þátt i ásiglingartil-
raunum Brucellu um hrið. Þeir
hættu þó, eftir að skotiö hafði
verið.
Varðskipið átti siðan viðskipti
við Brucellu rétt fyrir klukkan
sex og hindraði togarann i að
hefja veiðar. Brucella skaut þá
neyðarblysi að Ægi, en skotið
fór yfir. Lina blyssins lenti þó á
varðskipinu
Laust fyrir miðnættið klippti
Ægir á báða togvira Wyre
Defense, eftir að Bretinn hafði
gróflega reynt að sigla á varð-
skipið.
Þaö gerðist 15 sjómilum suð-
vestur af Surtsey. Lauk svo
þessari lotu. —HH
Enn skorið í morgun
Enn var skorið á togvira i
morgun. Varðskip skar um tiu-
leytið á báða togvira brezka
togarans St. Leger, sem var að
ólöglegum veiðum 17,5 sjómilur
suðvcstur af Surtsey. —HH
— sagði
Vestmannaeyingur,
sem hafði horft á
5 milljóna króna hús
sitt fara undir hraun
Talið er að um 20 hús hafi farið
undir hraun i nótt eftir aö mikill
skriður koinst á rennslið að Vest-
mannaeyjabæ um klukkan nlu i
gærkveldi. Um tima rann hraunið
áfram á 45 metra hraða á
klukkustund og lagöi hvert húsið
á fætur öðru á kaf.
1 morgun átti hraunið eftir um
30 metra i lifæö Vestmannaeyja
þessa daga, nefnilega rafstöðina.
Ef rafstöðin fer undir hraun, er
hætt viðað litið verði úr starfsemi
og björgunaraögeröum hér i
Eyjum.
Um klukkan niu fór skriður að
komast á hraunið á svæðinu frá
Heimagötu niður að sundlaug
staðarins á um það bil 300 metra
breiðu svæði.
Litill skriður var á hraun-
rennslinu i fyrstu og var það ekki
fyrren undir miðnætti, sem virki-
lega fór að kveða að þvi. Glóandi
hraunið skreið þá hægt og sigandi
áfram og enginn mannlegur
máttur gat varnað því að komast
leiöar sinnar.
Þeirri tilfinningu, sem greip
áhorfendur verður sennilega
aldrei með oröum lýst. Einn af
þeim, sem misstu, 5 til 6 milljón
króna hús, Hjörtur Hermannsson,
sagði, þegar hann var að þvi
spurður, hvernig honum litist á:
— Eg byggi aftur á sama síað.
Hús Hjartar var aðeins þriggja
ára gamalt.
Aðrir tveir húseigendur, sem i
gær horfðu á heimili sin hverfa
undir hraunið sögðu, að þeir væru
búnir að horfa á hraunið gleypa i
sig svo mörg önnur hús, að þótt
þarna hafi horfiö þeirra eigin
heimili, þá tæki það þá ekki svo
sárt. Það hefði ekki svo mikið
meiri áhrif á þá að horfa sin
eigin hús hverfa en annara
„Ö, að ég hefði bara rúllað upp
teppunum i gærkveldi eins og ég
ætlaði mér”, sagöi ung kona, sem
horfði á hús sitt brenna.
Búið er að koma fyrir dælum
við rafstöðina, og eru sex dælur
þar, og aðrar sex við Heimagötu.
Reynt er á allan hátt að hefta
framrás hraunsins. Og eru vonir
bundnar við það að þannig megi
koma i veg fyrir meiri skemmdir
en ella, þegar hraunrennslið svo
loksins stöðvast.
Starfsemin i rafstöðinni gengur
sinn vanagang og mun að öllum
likindum gera það fram undir það
siöasta. En ef skriöur helzt áfram
á hrauninu fram eftir degi, má
gera ráð fyrir, að rafstöðin verði
horfin undir það áður en dagurinn
er allur.
1 morgun virtist hraunið vera
farið að hægja á sér, en áfram var
dælt á það sjó af fullum krafti.
Gos var mikið i gærkveldi og
sprengingar geysilega miklar. 1
morgun var gosið fabið að lægja,
en enn heyrðust þó talsverðar
sprengingar.
—EA
Síðustu fréttir kl. 12.10:
Vatnsleiðslan frá landi
er komin í sundur á
Skansinum. Hraunið er
komið nœr rafstöðinni.
Nokkur hús brenna.