Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 2
2
riSKSm:
Eruð þér synd(ur)?
Ari Sigurvinsson, sendill: Já, þaö
er ég, en ég syndi ekki reglulega.
Ég kann bringusund, baksund og
björgunarsund. Ég læröi sund i
skóla.
Knstinn Guömundsson, stööu-
mælavöröur:Nei, ég kann ekki að
synda og hef aldrei um ævina
hvorki gert það né getaö það. Ég
hef bara haldið mig á þurru
landi.
Guðrún Kvaran, húsmóðir:
Auðvitað kann ég að synda. Ég
fer oft i laugarnar og maðurinn
minn fer þangað á hverjum degi.
Ég kann baksund, bringusund og
svolitið kann ég að krola. Sund
lærði ég á iþróttaskóla á Alafossi i
eina tið.
Bergþór Úlfarsson, verzlunar-
maður: Já, ég held nú það. Ég
syndi talsvert, sérstaklega gerði
ég mikið af þvi i fyrra. Ég syndi
helzt skriösund og bringusund.
Sigriður Hálfdánardóttir,
húsmóðir: Nei, ég hef aldrei
getað synt, enda ekkert gert til
að læra það. Það var ekki skylda
að læra sund, þegar ég var i
skóla. Ég hef aldrei þurft á sund-
kunnáttu að halda sem betur fer.
Björn Einarsson: Já, ég er flug-
syndur. Ég fer alltaf átta sinnum
i mánuði að minnsta kosti i sund.
Það er lfka ætlast til að við gerum
þetta i lögreglunni. Ef verðandi
lögregluþjónar kunna ekki að
synda, þegar þeir fara i lögreglu-
skólann, eru þeir látnir læra sund
þar. Það er ennfremur nauðsyn-
legt að kunna sund, þegar maður
vinnur á miðborgarstöðinni hérna
við höfnina.
f
Vlsir. Mánudagur 26. marz. 1973.
„Slík yfirvinna ofraun
venjulegu fólki"
sem hér greinir, verður að álfta,
að verulega erfitt sé fyrir utanað-
komandi að segja til um, hvort
yfirvinna deildarstjóra og
annarra yfirmanna sé unnin,
enda krefst slfk yfirvinna svo
langs vinnudags, að venjulegu
fólki á bezta aldri með fulla
starfsorku mun reynast ofraun
nema um mjög takmarkað
timabil.”
Þessar athyglisverðu stað-
hæfingar eru i úttekt Hagvangs
h.f. á Tryggingastofnun rikisins.
Segir, að deildarstjóri lifeyris-
deildar hafi unnið mesta yfir-
vinnu, fyrir 507.122 krónur fyrstu
10 mánuði ársins 1972. Hann hafi
hins vegar mætt alls 7900 minút-
um of seint til vinnu á timabilinu
frá 1.6 1971 til 31.5 1972. Svo segir i
skýrslunni: „Ef dregið er frá
unninn umframminútufjöldi, alls
100 minútur, erueftir7800 minút-
ur, sem svara um 3,4 vinnuvik-
um, ef miðað er við 35 stunda
vinnuviku eða tæplega einum
mánuði. Ber þvi umyrðalaust að
draga vinnutap slikrar óstundvisi
frá yfirvinnu, áður en greiðslur
hefjást fyrir hana.”
„Stundvisi starfsmanna stofn-
unarinnar er allbreytileg, eins og
vænta má,” segir i skýrslunni. „Á
timabilinu 1.6 1970 til 31.5 ’71 var
91 starfsmaður skráður of seinn
til vinnu og nam vinnutap alls
208.273 minútum. Miðað við 8
stunda minnudag hafa þvi tapazt
... 433,9 vinnudagar eða um 1,9'
mannár.”
„Að meðaltali mætti þvi hver
þessara 91 starfsmanna 9,95
minútum of seint hvern vinnudag
á timabilinu.”
— HH
„Aberandi er, hversu yfirmenn
og fulltrúar þeirra hafa mikla
yfirvinnu.... rúmlega 40% af allri
yfirvinnu stofnunarinnar...
Greiöslur til yfirmanna og full-
trúa þeirra voru kr. 214.000 að
meðaltali fyrstu 10 mánuði þessa
árs og námu frá kr. 35.056 til
507.122 á hvern einstakling, og er
yfirvinnukaup I sumum tilvikum
hærra en föst laun viðkomandi.”
„Þegar málum er svo háttað,
Samkvæmt skýrslunni hafa sumir starfsmanna f tryggingastofnuninni ofkeyrt sig gjörsamlega á vinnu-
semi, samkvæmt stimpilkortum. Myndin er af afgreiðsiu I stofnuninni I morgun. (Ljósm. VIsis BG)
SMÍÐA
ŒSENDUR
HAFA
ORÐIÐ
EINN VAR AÐ
AUSUTETUR
„Vinnubrögð þingmanna að
batna?” spyrð þú Visir sæll i gær
á eins áberandi stað og kostur er.
„Hafa þau kannski ekki alltaf
verið góð? spyr ég þá. Er það
kannski umtalsvert þó ekki sé
fundarfært dag og dag vegna for-
setaleysis? Má ekki kjósa fleiri
forseta? Þykir ekki lengur fint að
vera alþingisforseti?
En meðal annarra orða: Þurfa
blessaðir mennirnir ekki að fara
að hækka kaupiö sitt, hæg heima-
tökin eins og fyrr, eöa hvað?
Ég hef nú alltaf haldið að þetta
væri gott þing. Og af þvi að ég er
utanbæjarmaður (utanborgar,
fyrirgefiöi) brá ég mér upp i þing
á dögunum, þvi mig hafði lengi
langað að sjá þingmennina okkar
alla saman — svona eins og eina
samansafnaða hjörð, og alla ráð-
herrana, já sérilagi ráðherrana.
En hvað sá ég — eða hvað sé ég
ekki ? Eitthvað um eða innan við
tiu og einn kvenmann innanum
þessa kalla, og þaö var eins og
hún væri bara nervös, ein með
þessum þokkafullu karlmönnum.
Og hvað var nú þarna að gerast?
A dagskrá voru bara spurningar
— og svör. Jónas, sá sem gerði
Jörund frægan (enda einn með
betri stjórnendum til sjós og
lands meðan hans naut við),
spurði hvað liði að viss
björgunartæki yrðu sett i islenzk
skip. Nú er frá þvi að segja, að
allir ráðherrastólar voru auðir
nema einn. Og þar sat einmitt
rétti ráðherrann. Það dró úr von-
brigðum minum, að þetta var
frægasti ráðherrann, hver annar
en frumskógamaðurinn i pólitik-
inni hann Hannibal bóndi í Selár
dal. Hann gaf greið svör sem
vænta mátti, sagði að tækin væru
svo dýr, kostuðu hvorki meira né
minna en 90 þúsund krónur (ja
hérna), að útgerðarmennirnir
þyrftu styrk til að kaupa þau i
bátana sina.
Þá kom einhver háttvirtur og
spurði um eitthvað, sem ég hef
gleymt hvað var. Hannibal spratt
á fætur, rétti háttvirtum eitthvert
plagg einhverrar nefndar og
mælti: „Hér er allt um þetta mál,
gerðu svo vel.” Og svo kom þarna
Steingrimur með stóriðjulegu fasi
og spurði hæstvirtan hvað liði
störfum einhverrar nefndar varð-
andi byggðaþróun á Vestfjörðum
eða eitthvað þess háttar. Enn
spratt Hannibal á fætur og það
var eins og hann sveiflaði sér
grein af grein i myrkviði hinna
flóknustu spurninga og gaf enn
greið svör með fögrum orðum en
mælti að lokum: „Gerðu svo vel,
hér hefurðu allt um þetta frá
nefndinni sjálfri,” og dregur úr
pússi sinu þykka bók um byggða-
þróun á Vestfjörðum.
Þá er hér var komið voru eftir
margar spurningar frá Lárusi
(Hvað eru þær annars orðnar
margar á þessu þingi?), eitthvað
var þar um byggðaþróun eða
byggjakjarna eða kannski þróun
byggðakjarna. —
Ég spyr nú i einfeldni: Ef þetta
eru ekki góð vinnubrögð, þá veit
ég ekki hvernig góð vinnubrögð
eiga að vera. Er hægt að bæta um
betur?”
H.
HÓMÓPATALÆKNINGAR
„Mér hefir verið sagt, að i vetur
hafi „Visir” birt grein, er hvatti
menn til að taka upp aftur
hómópatalækningar vegna
læknaleysis viöa til sveita.
Margt fólk, sem heyrir til
hinni eldri kynslóð mun kannast
við nafnið Arthur Gook. Hann átti
heima á Akureyri, og var ég hjá
honum lengi. Hann stundaði
hómópatalækningar með ágætum
árangri.
Sumar nokkurt tók að sækja á
mig bakverkur vinstra megin i
mjóhrygg. Elnaði hann er á leið
og tók að leggja niður I fót. Kom
svo, að þoldi ekkert erfiði. Fór ég
þá til héraðslæknisins og var
gegnumlýstur eða mvndaður.
Kom þá i ljós kalkmyndun utan á
lið, særði hún hold og taugar.
Spurði ég eftir leyfi, en fékk það
svar, að iyf væri ekki til, en væri
Snorri Hallgrimsson á íslandi,
mundi hann geta meitlað þetta
burt.
Sneri ég við svo búið heim og
bað Arthur Gook að rannsaka
bækur sinar, hvort hann fyndi lyf
handa mér. Sat hann yfir þeim
lengi og lét mig reyna tvö lyf. Hið
fyrra geröi ekkert gagn, af hinu
siðara tók mér að batna. Tók ég
það um langan tima, og eyddi það
svo kalkinu, að það hvarf nálega
og hætti að gera mér mein. Kalk-
hnúður, sem ég hafði á hægra hné
eftir liöagigt, hvarf og að mestu.
Siðan hafa margir notað þetta lyf
og ætíö með sama árangri. En
fljótvirkt er það ekki.
Arthur kenndi mjög i brjósti um
sveitarfólkið, sem bjó við lélega
læknaþjónustu. Væri hann á ferð,
leitaöi það til hans i hópum. Hann
lét þvi búa út kassa með 16 góðum
hómópatalyfjum og bjó lika tii
bók, er lýsti sjúkdómum, sem
lyfin mundu geta læknað. Fengu
allmargir þessa kassa, og fékk
hann eitt sinn bréf, er greindi frá,
að það mundi hafa bjargað
mannslifi, að lyfin voru á
heimilinu.
Mjög mun hafa verið alið á
þeirri skoðun hérlendis að ólærðir
menn einir notuðu þessi lyf.
Þetta er mesta firra. Haustið 1970
héldu hómópatar þing i
Lundúnum. Er þingið var sett,
var Bretadrottning þar viðstödd
ásamt einum lyflækni sinum, sem
er hómóp'ati. Þá voru yfir 200 út-
lærðir læknar i Bretlandi, sem
horfiö höfðu að hómópat-
lækningum, af þvi að þeir töldu
sig ná betri árangri með þeim oft-
sinnis en hinum. 1 Frakklandi og
Þýzkalandi er sagt, að læknar
skipti þúsundum, sem stunda
þessa grein lækninga og þegar
Indland hlaut sjálfstæði sitt,
hvatti stjórnin landsmenn að
leggja stund á hómópatalækning-
ar sakir þess læknaskorts, sem
var I landinu.
Það er ekki vafi á þvi, að
hómópatalyf gætu gert mörgum
gott, ef alþýða mann ætti þess
kost,að þau væru fáanleg ásamt
handhægri bók, sem ekki þyrfti
að vera stór, en gæti þó verið
góður leiðarvísir. Liklega væri
hægt að grafa upp einhvers
staðar litlu bókina, sem Arthur
heitinn Gook tók saman. Hún væri
I fullu gildi enn.”
Sæmundur G. Jóhannesso
Vinaminni, Akureyri