Vísir - 26.03.1973, Blaðsíða 3
I
Vlsir. Mánudagur 26. marz. 1973.
Við opnun sýningarinnar, forsetinn Kristján Eidjárn og frú, ásamt
„í þetta hús
vera gott að
— Markmiðið var, að þetta yrði
bygging, þar sem fólk gæti i kyrr-
látu og hljóðu andrúmslofti
skoðað þær sýningar, sem hér
verða. Þetta sagði Hannes Kr.
Daviösson arkitekt nýja mynd-
listarhússins við Miklatún, þegar
Vísir ræddi við hann á laugar-
daginn,en húsið var þá opinber-
lega tekið i notkun.
Athöfnin hófst með þvi að
borgarstjórinn, Birgir tsl.
Gunnarsson, flutti ræðu. 1 henni
rakti hann byggingarsögu
hússins. 1965 samþykkti borgar-
ráð að gangast fyrir byggingu
myndlistarhúss samkvæmt
nánara samkomulagi við lista-
menn. Helmingur hússins á að
vera undir almennan sýningarsal
en hinn hlutinn sérstaklega
ætlaður til sýninga á verkum
Jóhannesar S. Kjarval.
„Samkvæmt þessu á húsið að
geta orðið vettvangur mynd-
listar, tónlistar, bókmennta-
kynninga, ráðstefna og umræðu-
funda um hvers kyns menningar-
mál, svo að nokkuð se nefnt. Um
fram allt á hús þetta að verða
menningarmiðstöð borgarbúa.
Hér a áð rikja það andrúmsloft
sem dregur borgarbúa til sin.
Menningarlegt umhverfi þar sem
fólki liður vel , en þó engin logn-
molla. Hér eiga menn að geta
tekið afstöðu með eða móti
stefnum og straumum i listum og
menningarmálium. Rökrætt og
deilt ýmist á fundum eða sin á
milli yfir kaffibolla. 1 þetta hús á
að vera gott að koma” sagði
borgarstjóri i lok ræðu sinna.
bá flutti Hannes Kr. Daviðsson
borgarstjóra og Hannesi Kr. Davlössyni arkitekt.
á að
koma"
sagði borgarstjóri,
þegar nýja
sýningarhúsið
ó Miklatúni
var opnað
formaður Bandalags Isl. lista-
manna ávarp.
1 sýningarsölum „Kjarvals-
staða” eins og húsiö hefur verið
nefntergengiö þannig frá loftum,
að full not verða af dagsbirtunni
meðan hennar nýtur viö. Sólar-
geislar brotna og eiga þvi ekki að
valda óþægindum i sýningar-
sölunum.
t húsinu eru nú tvær sýningar,
báðar með verkum eftir Jóhannes
S. Kjarval. A annarri sýningunni
eru myndir.'sem borgin á sjálf
eftir listamanninn, en á hinni
myndir, sem fengnar hafa veriö
að láni frá ýmsum aðilum.
A göngum eru ljósmyndir, sem
Jón Kaldal tók af Kjarval á
ýmsum timum. Þar eru einnig
sýndar höggmyndir eftir Asmund
Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, og
Guömund Benediktsson.
I kjallara hússins er veitinga-
stofa og hefur verið samiö við
Miklagarð hf. um rekstur hennar.
Kjarvalsstaðir eru rúmlega
13000 rúmmetrar en jarðhæð er
2100 fermetrar. Sérstök hússtjórn
sér um rekstur hússins og er Páll
Lindal formaður hennar. Stjórn
sýningarsalsins i vesturhluta
hússins er þó i höndum sérstaks
sýningarráös sem skipað er hús-
stjórn og fjórum fulltrúm Banda-
lags isl. listamanna. Forstöðu-
maður hússins er Alfreö
Guðmundsson.
Sýningin á verkum Jóhannesar
S. Kjarvals mun standa i
nokkurn tima en ekki er ákveðið
endanlega um hvaða sýningar
verða i húsinu þegar henni likur.
—ÓG
'■
BJÖRGUÐUST f LAND A STIGA
A myndinni sjáum við hvar
Valþór GK-25 liggur uppi i
Stekkjarhömrum, en þangað rak
hann stjórnlaust eftir að hafa
fengið eitthvað i skrúfuna, þegar
hann var að koma inn i Kefla-
vfkurhöfn um miðnætti laugar-
dagsnóttina eins og sagt var frá i
Visi á laugardag. Norðaustan rok
og leiöinda veöur var, þegar slysið
átti sér stað, en áhöfnin komst af
eigin rammleik frá borði.
Stiginn, sem áhöfnin notaði til að
komast i land, sést greinilega
aftur með skipinu. Myndina tók
Magnús Gislason.
_______________________3
ÍSFÉLAG
VESTMANNA-
EYJA KAUPIR
FRYSTIHÚS
JÚPITERS
OG MARZ
„eðlileg viðbrögð að
við komum okkur
fyrir á meginlandinu,
segir form. félagsins
„Það eru eðlileg viðbrögð aö
minni hyggju að við komum
okkur fyrir hér á meginlandinu
fyrst við getum ekki starfað i
Vestmannaeyjum”, sagði Björn
Guömundsson, stjórnarformaður
isfélags Vestmannaeyja I viötali
við Visi i morgun.
lsfélag Vestmannaeyja
h.f. hefur nú undirritað bráða-
birgðakaupsamning við Júpiter
h.f. Marz h.f. um kaup á frysti-
húsi siðarnefnda aöilans á
Kirkjusandi. Kaupverðið er rétt
tæpar 200 milljónir króna.
Við höfum haft 15-16 báta i við-
skiptum i Eyjum. Við teljum
okkur hafa skyldum að gegna við
þessa báta áfram og viljum m.a.
þessvegna halda áfram starfsemi
félagsins. betta eru bátar hlut-
hafanna i félaginu og reiknum við
með þvi að þeir komi til okkar
fljótlega eftir að við tökum við
húsinu 1. apríl n.k. sagði Björn. —
Hann sagðist þó vilja taka skýrt
fram, að þegar möguleikar væru
til þess mundi ísfélagið flytja
starfsemi sina aftur út i Eyja, ef
húsin skemmast ekki.
Björn sagði óvist, hvort vélar
og tæki tsfélagsins, sem flutt hafa
veriö frá Eyjum verði sett upp i
frystihúsinu á Kirkjusandi. —
Húsið er ágætlega búið tækjum
hjá Tryggva og sé ég þvi varla
neina ástæöu til að aö bæta við
tækjakostinn, nema kannski eitt-
hvað óverulega, sagði hann.
Isfélag Vestmannaeyja h.f. er
nú elzta starfandi hlutafélag
landsins, stofnað 1901. Það hefur
alla tiö starfað viö fiskvinnslu.
— VJ
CONÍAKS PÍPUR
nýkomnar
Sérstök og falleg
vara
LITAÐUR KRISTALL
FALLEGT ÚRVAL
ANTIK KRISTALL
með gulli
og postulíni
TEKK-
KRISTALL
Skólavörðustig
16 simi 13111