Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 5
Vlsir. Mánudagur 26. marz. 1973.
5
AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Einn fundinn eftir
3 daga hrakninga
23 ára gamall skip-
brotsmaður fannst i
gærkvöldi eftir að hann
hafði hrakizt i ólgusjó,
snjóhrið og vonzku-
veðri i þrjá sólarhringa
i Atlantshafi.
Annar skipsfélagi
hans af norksa skipinu
„Norse Varient” sást
úr flugvél um 40 sjó-
milur frá honum, en
var ófundinn i morgun,
þegar siðast fréttist.
Tveir froskmenn voru sendir i
fallhlífum niður til Stein
Gabrfelsen, þar sem hann
fannst á reki á lestarhlera um
250 sjómílur suðaustur af May-
höfða í New Jersey, og var
honum bjargað um borð i olíu-
skip, sem kom fyrst á staðinn.
Þrátt fyrir að hafa hvorki
bragðað vott eða þurrt í þrjá
sólarhringa, gat Gabrielsen
vakið athygli á sér með þvi að
veifa kröftuglega til flugmanna
leitarvélanna, sem sveimað
hafa yfir svæðinu siðan aðfara-
nótt föstudags.
Hann var siðan fluttur um
borð i flugmóðurskipið,
„Independence”, sem hefur
sjúkrahúsaðstöðu um borð. og
siðustu fréttir i nótt hermdu, að
hann væri við góða liðan.
Gabrielsenfannst um 180 kiló-
metra suðaustur af þeim stað,
sem gefinn var upp, þegar
„Norse Varient” sendi út
neyðarskeyti sitt aðfaranótt
föstudagsins.
Skipið hafði lent i ofsaroki og
stórsjó, og höfðu lestarhlerar
þess brotnað, og lestin fyllst af
sjó. Sökk það fljótlega.
Leitarskip og flugvélar hafa
komið auga á gúmibáta og brak
úr skipinu, en aðrir af áhöfninni
hafa ekki fundizt. Skipstjórinn
hafði þó sagt í siðasta neyðar-
skeyti sinu, að áhöfnin væri á
leið i bátana.
Þessi floti franskra bila biður i frlhöfninni I Kaupmannahöfn eftir
þvi að vinnudeilan leysist, svo að þeir geti haldið áfram til Noregs,
Sviþjóðar og islands. — Samningaviðræður eru nú hafnar, og á
meðan þær standa yfir, munu ekki fieiri aöilar fara I verkfall, en
alls eru um 258.000 launþegar ýmist í verkbanni eða verkfalli.
Bíða verkfallsloko
„Svarti september" — dulnefni
Ekki sérstök hreyfing, heldur leyniþjónusta Al Fatah-skœruliða
Palestinu skæruliða-
foringi, sem situr í ævi-
löngu fangelsi i
Jórdaníu, hefur játað,
að hreyfingin ,,Svarti
séptember” sé ekki til.
Heldur sé hún aðeins
dulnefni yfir leyni-
þjónustu skæruliða-
hreyfingarinnar A1
Fatah.
Skæruliðaforinginn, Abou
Daoud, sem morðingjar banda-
riska sendiherrans i Libýu
kröfðust lausan úr haldi, á
að hafa játað þetta i siðasta
mánuði. Hann var þá dæmdur til
dauða ásamt 15 félögum sinum,
eftir að þeir voru fundir sekir um
að reyna að steypa stjórn
landsins úr stóli. En Hussein kon-
ungur breytti dauðadómunum i
ævilangt fangseli.
Útvarpið i Amman skýrði frá
þessu i gær, og þvi jafnframt. að
einn af leiðtogum A1 Fatah,
maður að nafni Aboq Iyad, bæri
ábyrgðina á fjöldamorðunum við
Olympiuleikana i Munchen og
einnig á morði ísraelsmannsins i
Madrid.
Morðtilraun
Annar A1 Fatah-foringi á að
hafa staðið að baki aðgerðunum
við oliuleiðslurnar i Italiu og gas-
leiðsiurnar i Hollandi. Þessi
skæruliðaforingi heitir Ali
Hassan Salameh og á að hafa
staðið að morðunum á fimm
Jórdönum i Hamborg og
skemmdarverkunum á einu skipi
ísraelsmanna i bandariskri höfn.
Salameh var einnig sá, sem
skipulagði morðtilraunina á
sendiherra Jórdaniu i London og
tilraunirnar til þess að ofsækja
sovézka Gyðinga i Austurriki.
Flugvélarón
Útvarpið i Amman hélt þvi
einnig fram, að Abou Daoud,
hefði ennfremur upplýst, að það
hefði verið A1 Fatahforinginn,
Abou Youssuf, sem skipulagði
ránið á farþegaflugvélinni, sem
farið var með til ísraels. Enn-
fremur stóð hann að baki árásinni
á sendiráð lsraels i Bangkok og
morðinu á forsætisráðherra
Jórdaniu. Wasfi Tell.
Margt hefur þurft að sitja á hakanum þessi árin, sem Vletnamstrfðið hefur staðið, og meðan ibúum
Hanoi hefur fjölgað (vegna flóttamannastraumsins) hefur farartækjum ekki fjölgaö að sama skapi, og
er stundum slegizt um að komast-með farþegalestunum á milli hverfa.
Fangarnir vildu ekki
Síðustu fangarnir bíða um sinn
Rúmlega 200 norður--
vietnamskir og Vietcong
striðsfangar höfnuðu þvi
i gær að verða sendir til
Norður-Vietnam.
Erlendir fréttamenn,
sem staddir voru á flug-
vellinum i Bien Hoa,
voru vitni að þvi, þegar
þessir 210 striðsfangar
neituðu að stiga um borð
i flugvélina, sem flytja
átti þá til Quang Tri.
Þeir áttu að fylgja
siðustu fangasendingu
Suður-Vietnams.
Fulltrúar alþjóðaeftirlits-
ráðsins voru kvaddir til þess að
vera vitni að þvi, að fangarnir
hefðu ekki verið þvingaðir til þess
að taka þessa ákvörðun.
Bui Tin, offursti frá Norður-
Vietnam, fulltrúi i sameiginlega
herráði deiluáðilanna, kallaði
atvikið grinieik og áróðursbragð
Suður-Vietnama.
I annan stað urðu frávik frá
áætlunum um afhendingu striðs-
fanga, þegar Norður-Vietnamar
iögðu fram lista yfir siðustu 107
bandarisku striðsfangana, sem
þeir ætla að láta lausa um íeið og
Bandarikjamenn senda siðustu
hermenn sina úr Vietnam.
Bandarikjamenn söknuðu á
listanum nöfn niu Bandarikja-
manna, sem teknir voru til fanga
Stjórn Egypta
sagði af sér
Rikisstjórn Egyptalands, undir
forystu Aziz Sidky, forsætisráð-
herra, sagði af sér — eftir þvi sem
fréttir hermdu frá Kairó i gær.
Anwar Sadat forseti mun
sjálfur taka við embætti forsætis-
ráðherra og hrinda i framkvæmd
nýrri innanrikis- og utanrikis-
stefnu. — Var búizt við þvi, að
hann skýrði frá afsögn stjórnar-
innar á þingfundum i dag.
Hin nýja stjórnarstefna ku i
aðalatriöum eiga að miða að þvi
að eíla hernaðarmátt Egypta, svo
að þeir verði færari um að mæta
tsraelsmönnum i nýju striði og
geti unnið aftur hernumdu
herúðin. Egyptar hafa að undan-
förnu tekið upp herskárri afstöðu
heim
i Laos (auk svo 340 Bándarikja-
manna annarra, sem týnzt hafa i
Laos), og kröfðust þeir þess, að
þessir niu yrðu látnir lausir
einnig. — Norður-Vietnamar bera
þvi hinsvegar við, að striðsfangar
i Laos hafi ekki átt að fylgja með
þessum fangaskiptum, sem
samið var um, þegar vopnahlé
náðist i Vietnam.
Hefur Bandarikjastjórn nú
fyrirskipað 6.200 manna herliði
sinu, sem ennþá er eftir i Viet-
nam, að vera um kyrrt, þar til
fangarnir hafa verið afhentir
til deilunnar við Israelsmenn, og
er búizt við, að fjölgað verði að
þessu sinni herforingjum i rikis-
stjórninni.
Fjölmiðlar i Egyptaiandi halda
þvi þó fram, að Sadat sé ekki að
fullu búinn að gefa frá sér alla
von um friðsamlega” lausn deil-
unnar.
Hóta
Frökkum
herskipum
Astralska stjórnin segist stað-
ráði'n i þvi að senda herskip inn á
tilraunásvæði Frakka í Kyrra-
hafi, ef þeir halda áfram kjarn-
orkuvopnatilraunum sinum.
Einn ráðherra Astraliu, sem
staddur er i heimsókn á Nýja-
Sjálandi, lýsti þessu yfir í gær, og
um leið lýsti ný-sjálenzka stjórnin
þvi yfir, að hún mundi einnig
senda freigátu inn á tilrauna-
svæðið, ef nauðsyn krefði. s
Meðal Kyrrahafsrjkjanna og
Suður-Amerikurikja hefur verið
megn óánægja með tilraunir
Frakka við ikjarnorkusprengjur á
Kyrrahafseyjum.
Bæði Nýja-Sjáland og Astralia
munu senda á næstunni fulltrúa
sina til Frakklands til þess að
ræða við stjórnvöld þar um kjarn-
orkuvopnatilraunirnar.