Vísir


Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 7

Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 7
Vfsir. Mánudagur 26. marz. 1973. 7 Þannig verða sólgleraugun í vor og sumar! STÓR, LITRÍK OG MEÐ ÝMSUM NÝJUNGUM O Nýtt efni, Optyl, í umgjörðum fró Dior Þau eru svo sannarlega ný af nálinni sólgleraugun sem boðuð eru fyrir sumarið, og komin á markaðinn hér á landi. Sólgler- augun eru mjög stór og sérstak- lega litrik. Ýmsar nýjar gerðir og tegundir koma fram. í gleraugnaverzluninni Optik fer nú fram kynning á sólgler- augum frá Christian Dior, sem framleiðir næstum hvað sem er nú orðið. Ilmvötn, slifsi, fatnað og margt fleira. Á meðfylgjandi myndum má sjá nýjustu gerðir sólgleraugna, ásamt hinum venjulegu gleraugnaum- gjörðum. Tizkan hefur náð til gleraugn- anna, en það yrði vist nokkuð dýrt ef stöðugt ætti að fara eftir einhverjum hugmyndum frá fyrirtækjum og mönnum-úti i hinum stóra heimi árlega. Sem betur fer er það þó ekki nauðsynlegt ennþá, og enn er Eitt það nýjasta í sólgler- augnatizkunni eru „hliðargler” svokölluð. Það er ekki nóg með að glerjum sé komið fyrir i umgjörðinni á hinum venjulega staö, heldur eru einnig sett gler i spangirnar sitt hvorum megin á hliðunum. Sólgleraugun verða þvi um leið hlifðargleraugu. Lögun á umgjörðunum er upp og ofán. Hin svokölluðu „pilot” gleraugu verða án efa feyki- vinsæl I sumar, en .það er þó nokkuð siðan slik komu fyrst á markaðinn. Umgjarðirnar eru ferkantaðar en engar sjást alveg kringlótt, eins og voru svo vinsælar hér fyrir nokkru. Fyrir þá sem lesa með gleraugu, en þurfa kannski ekki alltaf að ganga með þau, og vilja hvila sig frá þeim öðru hverju, er komin nýjung á markaðinn. Keðja, eins og maður sér á Þannig má geyma gleraugun á meðan ekki er verið að nota þau, i stað þess að koma þeim fyrir I huistri. fastlega gert ráð fyrir þeim sem kæra sig ekki um neitt tizku- tildur, sen þurfa aðeins á gler- augum að halda til þess að fá sjón sina bætta. Optyl, kallast nýtt efni sem gleraugun frá Dior eru fram- leidd úr. Það efni hefur margt fram yfir önnur og fyrri efni sem verið hafa I gleraugum hingað til. Optyl er reyndar i fleiri gleraugum heldur en frá Dior.' Umgjörð sem gerð er úr Optyl á ekki að geta haggast frá þvi hún fyrst er formuð. Sá sem gengur með slik gleraugu þarf ekki að óttast það að umgjörðin gliðni eða vikki, svo að nauðsyn verði á þvi að þrengja hana. Optyl er einnig léttara en önnur efni, og það 35% léttara. Á umgjörðunum er vinsæl- astur pastell litur. Liturinn er mattur, og umgjarðirnar eru flestar tvilitar. Sólgleraugu hafa stækkað að mun, en hinar venjulegu gleraugnaumgjarðir eru jafnt i stærri og minni gerðum. hornspangargleraugum, er sett á gleraugun, og hún siðan fest i spennu, sem komið er fyrir i brjóstvasa eða einhvers staðar á góðum stað á fatnaðinum, sem viðkomandi er i hverju sinni. Þegar svo ekki er verið að nota gleraugun má geyma þau i spennunni á meðan, þannig að hvorki þarf að koma þeim fyrir i hulstri eða setja þau upp á ennið. Glerin i mörgum sólgler- augunum eru tvilit. Til dæmis grænt gler og blátt. Þannig, að ef horft er upp i loftið sér maður blátt, en ef horft er fram eða niður sér maður grænt. Verð á sólgleraugum frá Christian Dior er frá 2.500 krónum upp i 3.000 krónur Stöðugt koma fram ýmsar nýjungar viðvikjandi gleraug- unum, og það má geta þess, að nú er hægt að fá plastgler i gler- augu fyrir fólk, sem þarfnast þeirra til þess að lesa eða ganga með. Plast i gleraugun er meira en helmingi léttara en gler, og Umsjón: Edda Andrésdóttir Hér kemur svo umgjörðin sem gerir ráð fyrir gleri á hliðunum lika. Þessi gleraugu er liklega vel hægt aö nota sem hlífðargler- augu lika. Sólgleraugun eru stærri nú en áður hefur tfðkazt. Flestar eru umgjaröirnar ferkantaðar, en „pilot” gleraugun verða án efa ieikivinsæl. hægt er aö tá plastið I ýmsum litum, til dæmis i sama lit og umgjörðin sjálf. Augnlæknar virðast þó flestir ekki vera hrifnir af lituðum glerjum. Að minnsta kosti ekki mjög dökkum. Glerin eiga helzt ekki að vera meira dekkt en 20%, þvi að talið er að það slæm áhrif á litaskynjun anna. Það er þó óhætt að ganga með dökk gleraugu I sól, og sjálfsagt gerðu vist sólgleraugun litið gagn ef annað væri. velkomna? ATVINNUREKANDI VERKTAKI Vertu reiðubúinn að mæta ófyrirsjáanlegum óhöppum með vel tryggðu hjá Almennum. Hikið ekki — Hringið strax ALMENNAR TRYGGINGARf Pósthússtræti 9, sími 17700

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.