Vísir - 26.03.1973, Síða 13

Vísir - 26.03.1973, Síða 13
Staðan í 1. deild og markhœstu leikmenn Keppnin i 1. deild íslandsmótsins í handknattleik hélt áfram í Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi. Tveir leikir voru háðir og urðu úrslit þessi: KR—Haukar......... 16-27 Ármann—ÍR......... 20-20 Staðan er nú þannig: Valur 11 9 0 2 223-167 18 FH 11 8 1 2 217-196 17 Fram 11 7 1 3 209-192 15 1R 11 6 1 4 218-195 13 Víkingur 13 5 2 6 278-278 12 Haukar 12 4 2 6 209-215 10 Ármann 12 3 2 7 203-232 8 KR 13 0 1 12 208-290 1 Markahæstu leikmenn eru nú þessir: Einar Magnússon, Vfking ........ 91 Geir Hallsteinsson, FH ......... 73 Brynjólfur Markússon, IR........ 66 Haukur Ottesen, KR.............. 64 IngólfurÓskarsson, Fram......... 63 Bergur Guðnason, Val............ 61 ÓlafurÖlafsson, Haukum.......... 58 Guðjón Magnússon, Víking........ 51 Vilberg Sigtryggsson, Á......... 50 Björn Pétursson, KR............. 46 Vilhj. Sigurgeirsson, ÍR ....... 46 Viðar Símonarson, FH............ 41 Hörður Kristinsson, Árm ........ 40 Ágúst Svavarsson, ÍR............ 38 Björn Jóhannesson, Árm.......... 34 Ólafur H. Jónsson, Val.......... 34 Axel Axelsson, Fram............. 32 Gunnar Einarsson, FH ........... 32 Stefán Jónsson, Haukum.......... 31 Björgvin Björgvinss. Fram....... 29 Björn Blöndal, KR............... 27 Ágúst Ögmundsson, Val........... 26 Jón Karlsson, Val............... 26 Jón Sigurðsson, Víking ......... 24 Sigurb. Sigsteinsson, Fram...... 24 Guðm. Haraldsson, Haukum........ 23 Auðunn Óskarsson, FH............ 22 Gísli Blöndal, Val.............. 22 Gunnst. Skúlason, Val........... 22 Jón Ástvaldsson, Árm............ 22 Jóhannes Gunnarsson, ÍR......... 21 Páll Björgvinsson, Vík.......... 21 Ólafur Friðriksson, Vík......... 21 Viggó Sigurðsson, Vík........... 21 Sigfús Guðmundsson, Vík......... 20 Stefán Halldórsson, Vík......... 20 Gunnl. Hjálmarsson, ÍR,......... 19 Þórarinn Tyrfingsson, ÍR,....... 19 Þórður Sigurðsson, Haukum ...... 19 Ragnar Jónsson, Ármanni......... 17 Bjarni Kristinsson, KR ......... 16 Stefán Gunnarsson, Val.......... 16 Sigurður Jóakimsson, Haukum .. 15 Pétur Jóhannsson, Fram.......... 14 Sturla Haraldsson, Haukum....... 14 Þórir Úlfarsson, Haukum ........ 14 Andrés Bridde, Fram............. 13 Guðm. Sveinsson, Fram........... 13 Ólafur Einarsson, FH............ 13 Sigurg. Marteinsson, Haukum ... 13 Guðm. Sigurbjörnsson, Árm....... 12 Svavar Geirsson, Haukum ........ n Þorvarður Guðmundsson, KR .... 11 Olfert Naby, Ármanni............ 10 Ármenningar misstu af auðveldum sigri gegn ÍR í gœrkvöldi í 1. deild í handknattleiknum. Jafntefli 20-20 Ármenningar voru miklir klaufar að trygg.ja sér ekki sigur gegn ÍR i keppni liðanna i 1. deild handboltans i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Þeir höfðu alla möguleika til þess — voru einum fleiri siðústu tvær min. leiksins og með knött- inn, en tókst ekki að skora. Það var ekki gott og leiknum lauk með jafntefli 20-20. Mikil bót hjá Ármanni frá leik lið- anna i fyrri umferðinni, sem ÍR vann örugglega 17-12. Armannsliðinu hefur farið geysilega fram i vetur og getur leikið stórgóðan handknattleik á köflum —svolitið misjafnt. 1 fyrri hálfleiknum leit þó lengi vel illa út hjá Ármanni og kenni ég það fyrst og fremst liðsstjóranum, sem tók Hörð, Vilberg og Ragnar út af alla á sama tima. Þá náði ÍR fimm marka forustu 10-5. Leikurinn hafði verið afar jafn fram aðþeim tima 5-5. Brynjólfur Markússon átti hreint frábæran leik i fyrri hálfleik hjá ÍR — virtist ætla að setja markamet 1 leiknum, þvi niu sinnum sendi hann knöttinn i mark. i siðari hálfleiknum fór hins vegar allt i baklás hjá honum — hann skoraði þá aðeins eitt mark og misnotaði Bjóst við 5-7 marka sigri íslendinga Það kom mér mjög á óvart, að norsku leikmönnunum skyldi takast að snúa leiknum sér al- gjörlega i hag iokakafla leiksins, sagði formaður norska hand- knattleikssambandsins, Odd Svartberg, eftir landsleikinn á laugardag. — Það hvarflaði ekki aö mér, að islen/.ka liðið mundi missa niður hið góða forskot, sem það hafði náð — ég var búinn að sætta mig við 5-7 marka sigur tslands. (Viti), Ragnar 1, Stefán Hafstein 1, Guðmundur Sigurbjörnsson 1 og Vilberg 1. Dómarar voru Ingvar Viktorsson og Karl Jóhannsson. —hsim. Það er sama spennan áfram í 1. deildinni hjá konum í handknatt- leiknum. Enn erómögulegt „ áð spá fyrir um úrslit — lið eins og Víkingur, sem enn hefur möguleika á sigri í deildinni, er einnig um leið í fallhættu. Slikt hlýtur að vera einsdæmi. Sennilega hafa áhorf- endurí Laugardalshöll ekki fyrr verið jafn gáttaðir á leik landsliðs og á laugar- daginn, þegar handknatt- leiksmenn okkar skoruðu aðeins 3 — þrjú — mörk gegn norska landsliðinu og urðu að horfa upp á heldur lélegt norskt lið sigra með 14:12. Hver er skýringin? spyr maður mann. Þessi spurn- ing glumdi miskunnarlaust á öllum aðilum eftir leikinn, en hver getur svarað slíku. Að minu viti kemur margttil, og þá ekki hvað sízt undarlegar skipt- ingar leikmanna inn á völl- inn. Þó að Karl Benediktsson sé einn hæfasti þjálfari landsins og ómissandi kraftur sem slikur, þá verður ekki sagt að hann sé klókur þegar skipta þarf liöi inn á. Stundum eru kannski eintómir linumenn komnir inn, eða ein- tómir skothákar, sem ætla allir að fara að vinna einhver ein- staklings „kraftaverk”. En sem sagt, i seinni landsleik Islands og Noregs fór allt i handa- skolum. Fyrri hálfleikinn unnum við. En hvers vegna? Jú, vegna þess aö Geir Hallsteinsson fékkað skina i gegnum þann hálfleik, einkum fyrri hluta hans og skoraði 5 stórglæsileg mörk úr jafnmörgum skotum á 20 minútum! Þegar þetta hafði gerzt skorar Geir svo 7:5. Sitt 6 mark úr viti, en rétt á eftir á hann stangarskot og siðan varð skotasagan hans ekki eins glæsi- leg og m.a. var vitakast varið frá Geir i seinni hálfleiknum, en skotin hans i heild urðu 9 og mörkin, 6, sem er mjög gott engu að siður. Annað einstaklingsframtak átti sér stað i fyrri hálfleik. Enginn veggur var settur upp fyrir Einar Magnússon. Hans einkaframtak, sem Geir Hall- steinsson einn manna i liðinu studdi af ráðum og dáð með hvatningu sinni, varð til þess aö Einar skoraöi tvö frábær mörk á KR-ingar hafa ekkert upp ó að bjóða lengur __ — og voru auðveld bráð fyrir Hauka í gœrkvöldi _ í»að er orðið lítið gaman að horfa á KR-- ingana i handknatt- leiknum — þeir hafa beinlinis ekkert upp á að bjóða lengur. í gærkvöldi mættu þeir Haukum i Laugardals- höllinni og leikurinn endaði með ósköpum fyrir KR. — Haukar sigruðu með 11 marka mun, 27-16, og hefðu vissulega getað haft þann sigur miklu stðerri. I fyrri hálfleiknum léku Haukar KR sundur og saman og skoruðu fjórtán mörk. Gunnar Einarsson, nýi landsliðsmarkvörðurinn, lék þá i marki Hauka og átti hreint snilldarleik — aðeins fjórum sinnum sá hann á eftir knettinum i mark sitt. I siðari hálfleiknum fékk Gunnar hins vegar fri, og þá lék Sigurgeir Sigurðsson i marki Hauka og gekk ekki eins vel. Hann lék lika sinn fyrsta lands- leik gegn Norðmönnum, svo ekki er hörgull á markvörðum hjá Hafnfirðingum. Leikurinn bauð upp á afar litla spennu. Stefán Jónsson lék KR- inga grátt og skoraði niu mörk i leiknum — flest með gegnum- brotum. Olafur Ólafsson kom skammt á eftir með átta mörk — flest úr vitaköstum. Leikur KR var afar máttlitill — greinilega enginn áhugi i þeim hérbúðum lengur. Ævar Sigurðsson fékk mikið högg i andlitið rétt fyrir leikslok og brotnuöu úr honum þrjár tennur. Það var slæmt i svo litilfjörlegum leik KR-liðsins. Haukar hafa orðiö ágætu liði á að skipa — liöið er algjörlega óþekkjanlegt frá fyrstu leikj- unum á mótinu. Karl Benedikts- son, landsliösþjálfari, hefur unnið það stórvirki. Mörk Hauka i l'elknum skoruðu Stefán 9, Olafur 8 (6 viti), Sturla Haraldsson 3, Þórir Olfarsson, 3, Sigurður Jóakimsson 2 og Guðmundur Haraldsson 2. Fyrir KR skoruðu Haukur Ottesen 8 (3 viti) og var hann eini leikmaður- inn hjá KR, sem eitthvað ógnaði. Arni Guðmundsson, athyglis- verður nýliði, skoraði 3 mörk, Sigurður Óskarsson 2, Ævar 1, Björn Pétursson 1 og Bjarni Kristinsson 1. Dómarar voru Hilmar Ólafsson, og Siguröur Hannesson. —hslm. Sama fjörið hjá konum í 1. deild Öll efstu liðin töpuðu stigi eða stigum Þrir leikir voru háðir i gær og ekkert af toppliðunum hlaut bæði stigin. Fram, sem stóö svo vel að vigi, fyrir-. umferðina tapaði óvænt fyrir Breiðabliki úr Kópa- vogi. Einhverjir voru að tala um að 65 ára afmælishátið Fram á laugardagskvöld kynni að reynast dýr fyrur handknattleiks- stúlkur félagsins. Úrslit i leikjunum þremur urðu þessi: KR-Armann 12-10 Vikingur-Valur 6- 6 Breiðablik-Fram 12-11 Vikingsstúlkurnar komu enn á óvart gegn tslandsmeisturum Fram — skoruðu fjögur fyrstu mörkin i leiknum. Staðan i hálfleik var 4-1 fyrir Viking , en Valsstúlkunum tókst aö jafna i 4-4. Aftur náði Vikingur góðri forustu 6-4, en á siðustu minútunni tókst Val að jafna á ný. Staðan i deildinni er nú þannig, en hvert lið leikur niu leiki. Fram Valur Vikingur Breiðablik KR Armann Breiðablik á eftir aö leika við Val, KR við Viking. Armann á eftir Fram og Viking, og siðasti leikur mótsins verður milli Fram og Vals. Einn leikur var háður í 2. deild íslandsmótsins I handknattleik um helgina. Knattspyrnufélag Akureyrar vann Þrótt 22-21 i leik á Akureyri i gær. t gærkvöldi áttu Fylkir og Breiðablik að leika I Laugardalshöll, en leiknum varð að fresta vegna þess, að annar sá dómari, sem dæma átti leikinn. mætti ekki. Björgvin Björgvinsson fékk óbliöar móttökur hjá norsku varnar- mönnunum — og Björgvin var afar óheppinn að skora ekki 2-3 mörk I leiknum. Ljósmynd Bjarnleifur. Brynjólfur Markússon — niu mörk i fyrri hálfleik. Ljósmynd Bjarnleifur. m.a. vitakast. Það breytti miklu hjá 1R, sem lék án Vilhjálms Sigurgeirssonar. Þegar þeir Höröur og Vilberg komu inn á aftur hjá Armanni fór leikur liðsins að breytast til hins betra. Björn Jóhannsson átti stórgóðan leik og Armann vann upp muninn fyrir hlé 14-14. Eftir alla þessa markasúpu i fyrri hálfleiknum var sá siðari beinlinis rólegur — hvort lið skoraði aðeins sex mörk, og Armann hafði oftast forustu. Þegar Ágústi Svavarssyni var visað út af 2 min. fyrir leikslok virtist fátt geta komið i veg fyrir sigur Armanns. Staðan var 20-20, en furðulegur klaufaskapur Armenninga þennan lokakafla kom I veg fyrir sigur. Mörk 1R i leiknum skoruðu Brynjólfur 10 (4 viti), Agúst 6 (1 viti), Jóhannes 3 og Gunnlaugur 1. Fyrir Armann skoruðu Björn 8, Hörður 3, Þorsteinn 3, Olfert 2 Lógmörk í lyftingum fyrir NM islenzkir lyftingamenn stefna aö þátttöku í Norðurlandameistara- mótinu í lyftingum, sem verður háð í Kaupmanna- höfn 27. - 29. apríl næst- komandi. Sett hafa verið lágmörk, sem keppendur þurfa að ná til að öðlast rétt i mótið. Þau eru þannig: Yfirþungavigt 330 Þungavigt 305 Milliþungavigt 295 Léttþungavigt 285 Millivigt 262 Léttvigt 240 Fjaðurvigt 205 Dvergvigt 190 Fluguvigt 170 Jóhanncs Gunnarsson, linumaðurinn snjalli hjá 1R, svifur inn i teiginn og skorar eitt af þremur mörkum sinum. Ljósmynd Bjarnleifur. yfir, reyndar i annað skipti i leiknum, en á smátima i fyrri hálfleik leiddu þeir með 5:4. Nú voru tæpar 3 minútur eftir. Sóknin okkar misheppnaðist siðan eins og áður og bezta færið reyndist ónýtt, sóknarmaðurinn stóð á linunni. Aðeins 5 sekúndur voru svo eftir þegar vitaskytta Norðmanna skoraði 14:12. Islenzka landsliðið var að leita sér að markverði langt út fyrir sinn ramma og fékk Sigurgeir Haukamarkvörð i markið. Ólafur Benediktsson var og með, en var langt frá sinu bezta, og þeir báðir reyndar, enda þótt markatalan væri lág. Bæði liðin voru langt frá þvi sem eðlilegt má teljast og það að Hjalti fékkst ekki til þessa leiks þar eð hann var á vakt i slökkvi- liðinu á Keflavikurvelli breytir raunar engu. Geir Hallsteinsson með 6 mörk og Einar Magnússon með 3 mörk voru þeir einu sem eitthvað „höfðu að segja” i leiknum, en Axel, Gunnsteinn og Ólafur Jónsson skoruðu sitt hvort markið. Liðið var allt i molum og mörgum spurningum er ósvarað. — JBP — Þaöer mikil barátta á þessari mynd Bjarnleifs. Ólafur H. Jónsson reynir markskot úr erfiðri aöstöðu. Norðmenn urðu hrein- lega að vinna leikinn — þegar íslenzka landsliðið skoroði aðeins þrjú mörk síðustu 30 mínútur leiksins tveim siðustu minútum. Með þessu móti var staðan 9:7 fyrir okkur i hálfleik. Já heldur voru liðin i heild dapurleg i fyrri hálfleiknum, en einhvern veginn virtist islenzka liðið þó betra að manni fannst. Og seinni hálfleikurinn byrjaði vel. Við náðum boltanum eftir fyrstu sóknina frá Norðmönnum. Axel skorar 10:7. Eftir afar- hæpinn dóm Svianna tveggja skorar Noregur úr viti 10:8, en Gunnsteinn skorar á 10. minútu 11:8 eftir að hann fékk afbragðs sendingu inn á linuna frá Ólafi Jónssyni. Þetta var eina linu- markið okkar i leiknum, sem segir sina sögu. Rétt á eftir er Geir visað af velli i 2 min, en áður hafði Axel og Gunnsteini verið visað af velli i fyrri hálfleiknum. Enn skora Norðmenn úr viti og Einar Magnússon svarar með ágætu skoti 12:9, og 16 minútur af hálf- leiknum liðnar. Þetta reyndist lokapunkturinn hjá islenzka liðinu, — en ekki þvi norska, né heídur sænsku dómurunum sem tóku nú Islenzka liðið algjörlega fyrir. Tvö norsk mörk á 18. og 19. minútu og svo rétt á eftir 12:12, eftir að sending frá okkar manni fór i annan dómara og fram völl- ion þar sem Gjerde náði honum og brunaði upp. Ég álit að útafvisanirnar i leiknum 3:1 okkur i óhag, séu ekki tilviljun. Heldur er hér um að kenna of harkalegri vörn okkar, sem dæmt er á þegar erlendir dómarar mæta hér til leiks, eins og ég benti á i ritdómi um leik Vals og Fram á dögunum. Hinsvegar dæmdu Sviarnir tveir forkastanlega illa að flestu leyti. Greinilega voru þeir búnir að fá samúð með Norðmönnunum og dæmdu ekki eins hart á þá, ef um gróf brot var að ræða, m.a. i eitt skipti þegar Björgvin var i dauðafæri og var gróflega hind- raður án þess að fá nokkuð dæmt á það. Þegar vitakast Geirs var varið eins og öll sund væru lokuð. Tiu minútur eftir og varla nokkur vonarneisti i liðinu. Hvað var að gerast? Taugaveiklun á hástigi, innan vallar sem utan. Norð- maður kemst inn á linu i 5 skrefum, boltinn er fiskaður LOGLEGA frá leikmanninum. Dómurinn er vitakast.! Og enn skora Norðmenn og nú hafa þeir Thoeni varð heimsmeistari — Þetta er minn heppnisstaður, sagði Gustavo Thoeni, þegar hann hafði rennt sér niður hlíðarnari Himnarikisdal i Kaliforníu í gær og tryggt sér þriðja árið i röð heimsmeistaratitilinn í alpagreinum karla. Fyrir siðustu keppni, stór- svig, hafði Thoeni fjögurra stiga forskot á David Zwilling, Austurriki, en varð meistari með 161 stig. Zwilling hlaut 151 stig og Collombin, Sviss, sem hafði forustu þar til hann meiddist fyrir nokkrum vikum, varð 3ji með 131 stig. Thoeni varð fjórði i stórsviginu i gær. Hann hlaut beztan tima i fyrri umferðinni, en hætti ekkiáneitt i þeirri siðari og tryggði sér öruggan sigur samanlagt. Sigurvegari i keppninni i gær varð Bobby Cochran, Banda- rikjunum, — fyrsti sigur hans i keppni i heimsbikarnum i vetur. Erwin Stricker, Italiu, varð annar, en Jean Noel Augert, Frakkland, þriðji. Hann sigraði i svigkeppni á laugardag i Himnarikisdal. Nánar á morgiyj.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.