Vísir - 26.03.1973, Qupperneq 21
Vísir. Mánudagur 26. marz. 1973.
21
í PAB | í KVÖLD | í DAG
Klukkan 21.10 í kvöld
r
GAMLIR NAIVISTAR A SKERMINUM
Þættirnir Munir og minjar hafa
verið á dagskrá sjónvarpsins
öðru hverju slðan sú stofnun
fæddist. Fyrst var Kristján Eld-
járn forseti, þáverandi þjóð-
minjavörður, umsjónarmaður
þáttanna, en eftir að Kristján
hætti að starfa við Þjóðminja-
safnið og Þór Magnússon tók við
stöðu hans, tók Þór einnig viö
umsjón þáttanna. Myndin er af
Þór Magnússyni.
,,Ég mun fjalla um nokkrar
gamlar aitaristöflur að þessu
sinni,” sagöi Þór Magnússon
þjóðminjavörður, þegar Visir
spurði hann hvað yrði I þættinum
að þessu sinni.
,,Myndirnar á töflunum eru
allar tengdar föstunni. Ein sýnir
heilaga kvöldmáltið, önnur kross-
festinguna og svo framvegis. Þær
eru allar eftir nafngreinda
höfunda, sú elzta er frá árinu 1682
og er eftir Guðmund Guðmunds-
son. Þarna með eru lika myndir
eftir þá feðga Hallgrim Jónsson
og Jón Hallgrlmsson, sem
mörgum munu kunnir,” sagði
Þór ennfremur. Yngstu myndina
kvað hann vera eftir Ófeig Jóns-
son og er hún siðan 1830.
Við spurðum Þór hvaðan
þessar töflur væru, hvort þær
væru úr safninu eða úr ein-
hverjum kirkjum. Kvað hann þær
ekki hanga lengur i kirkjum en
vera geymdar i safninu.
Þór sagði að nokkuð væri enn
um að gamlar ísienzkar altaris-
töflur væru i Islenzkum kirkjum.
Mörgum töflum hefur þó verið
fargað á umliðnum árum, þegar
þær hæfðu ekki lengur smekk
fólksins.
Ein af töflunum, sem Þór talar
um i kvöld er máluð af Amunda
nokkrum Jónssyni, en altaris-
taflan á Keldum er einmitt eftir
hann lika.
„Þessir menn væru liklega
taldir naivistar nú á dögum,”
sagði Þór ,,og hætt er við að
mörgum mundi nú þykja verk
þeirra frumstæð.
Naivisti er vist orðinn nokkuð
vinsæll nú á seinni timum, svo að
þegar við horfum á þáttinn hans
Þórs getum við séð svipaða hluti
og i nútima gallerium.
Enginn málaranna hefur
liklega verið menntaður mynd-
listarmaður. Sennilega hafa þeir
verið smiðir eða tréskurðarmenn,
en við fáum að fræðast nánar um
það i kvöld.
—Ló
Sjónvarp kl. 20.30:
Hér gefur að líta leikendurna I „Sögu af sjónum” þá Róbert Arn-
finnsson og Sigurð Skúlason.
Sjónvarp í kvöld klukkan 22.05
Skáld um skáld
Okkur er ekki vel ljóst hvað höfundur myndarinnar um
William Blake er að gera upp I þessu stiga. Að vlsu má sjá á
myndinni, að hann er að mála á veggi að allt líf sé heilagt, en
hvað það hefur með þáttinn I kvöld að gera er okkur hulið.
Þessi ungi maður heitir Adrian Mitchell og er sjálfur sagna-
höfundur eins og Blake. Þar sem Mitchel! hefur ekki lagt fyrir
sig málaralist að ráði eins og Blake gerði á sinni tlð, hefur hann
kannski viljað bæta úr þvi með því að mála á vegginn. Það er
aldrei að vita.
-Ló.
Ilrafn Gunnlaugsson, höfundur
sjónvarpsleikritsins Saga af sjón-
um.
ÚTVARP •
MÁNUDAGUR
26. marz
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.15 Þáttur um heilbrigðis-
mál (endurtekinn) Jóhann
Gunnar Þorbergsson læknir
talar um vöðvagigt og slit-
gigt-
14.30 Síðdegissagan: „Lifs-
orrustan” eftir óskar Aðal-
stein Gunnar Stefánsson les
(4).
15.00 Miðdegistónleikar:
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphornið
17.10 Framburðarkennsla I
dönsku, ensku og frönsku
17.40 Börnin skrifa Skeggi As-
bjarnarson les bréf frá
börnum.
18.00 Eyjapistill. Bænarorð.
Tónleikar. Tilkynningar.
í KVÖLD | n DAG
vw.w.w.w. w .w.v. vw.w .w.w.w.vw.w^
í
3:
í
l
*
spa
m
Nl
rg
&
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 27. marz.
Hrúturinn 21. marz-20. april. Ef þú átt I ein-
hverjum vandræðum, ættirðu fremur að leita til
einhverra utan fjölskyldunnar en náinna
ættingja þinna um aðstoð.
Nautið,21. april-21. mai. Það litur út fyrir að þú
þurfir að gera nokkurt átak i peningamálunum i
dag. Oll óreiða þar, þó i litlu sé, getur dregið úr
gjaldstrausti þinu.
Tvíburarnir, 22. mai-21. júni. Það mun koma á
daginn, að þú hafir lög að mæla i einhverju máli,
enda þótt þvi hafi verið andmælt. Mun álit þitt
aukast nokkuð fyrir það.
Krabbinn,22. júni-23. júli. Ihugaðu vel það sem
er að gerast i kringum þig og rasaðu ekki um ráð
fram. Ef til vill væri vissara fyrir þig að hafa
einhvern meö i ráðum.
Ljóniö,24. júli-23. ágúst. Að ýmsu leyti athyglis-
verður dagur. Til dæmis er liklegt að
ákvarðanir, sem þú tekur i dag, muni reynast
hyggilegar þegar frá liður.
Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Notadrjúgur dagur,
en naumast asi á hlutunum. Liklegt er að þér
berist bréf eða fréttir, sem valda þér undrun unz
þú færð nánari skýringu.
Vogin,24. sept. -23. okt. Ef um einhver kaup er
að ræða, skalt gæta þess vel að flana ekki að
neinu. Þú virðist geta hagnazt nokkuð, en
einungis ef þú viðhefur gætni.
Drekinn,24. okt.-23. nóv. Þetta virðist geta orðið
mjög góður dagur, ef þú heldur rétt á spilunum.
Gagnstæða kynið mun að öllum likindum
reynast fremur erfitt.
Bogmaðurinn,23. nóv.-21. des. Þú hefur I helzt til
mörgu að snúast og helzt til mörg áhugamál en
þú hefur ánægju af þvi, og við það er i rauninni
mikið unnið.
Steingeitin, 22. des.-20. jan.Farðu þér hægt og
rólega, annars er hætt við að þér verði á einhver
skyssa.ef til vill öllu hlægilegri en hvað hún er
skaðleg i sjálfu sér.
Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Það kemur sér að
þvi er virðist betur fyrir þig, að þú átt einhvern
góðan að, og skaltu gæta þess að fara eftir
leiðbeiningum hans i dag.
Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Það getur gengið á
ýmsu i dag. En ekki er vist að það taki þvi að
láta sumt af þvi valda sér áhyggjum, eða heila-
brotum, enda breytir það ekki neinu.
I
s
í
í
í
.■AV.WAV.W.V/AVAW.V.V.V.V.VAWA'AViV.%
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglegt mál. Indriði
Gislason lektor sér um þátt-
inn.
19.25 Strjálbýli — þéttbýli
Þáttur i umsjá Vilhelms G.
Kristinssonar fréttamanns.
19.40 Um daginn og veginn.
Þáttur eftir Hlöðver
Sigurðsson skólastj. á Siglu-
firði.
22.00 islenzk tónlist
20.35. Upphaf islenzkra tón-
mennta Dr. Hallgrimur
Helgason flytur annað
erindi sitt með tóndæmum.
21.05 „Trúðarnir”, litil hljóm-
sveitarsvita eftir Dimitri
Kabalévský Sinfóniuhljóm-
sveitin i Gavle leikur:
Rainer Miedel stj.
21.20 „Maöur I vanda”, smá-
saga eftir Donald Honig
Einar Þorgilsson islenzkaði,
Höskuldur Skagfiörð les.
21.40 íslenzkt máí Endur-
tekinn siðasti þáttur Asgeirs
Bl. Magnússonar cand.
mag.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Lestur
Passiusálma (30) Séra
Ólafur Skúlason les.
22.25 Otvarpssagan: „Ofvit-
inn” eftir Þórberg Þórðar-
son Þorsteinn Hannesson
les (21)
22.55 Hljómplötusafnið i um-
sjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.50 F'réttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJDNVARP •
Mánudagur
26. marz
20.25 V'eður og auglýsingar.
20.30 Saga af sjónum. Leikrit
eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Frumsýning. Leikstjóri
Herdis Þorvaldsdóttir.
Leikendur Róbert Arnfinns-
son og Sigurður Skúlason.
Leikmynd Björn Björnsson.
Stjórn upptöku Egill
Eðvarðsson ■
21.10 Munir og minjar.
Upsakirkju til skrauts.
21.40 ókunna stúlkan. Ballett
eftir Else Knipschildt við
tónlist eftir Poul Rovsing
Olsen. Stjórnandi Thomas
Vetö. Aðaldansari Niels
Khelin. Ungur maður hittir
stúlku, sem hann vill
gjarnan kynnast betur, en
það er meiri vandkvæðum
bundið en hann grunar.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
22.05 William BlakeÞáttur úr
brezkum myndaflokki um
fræga Lundúnabúa.
William Blake (1757-1827)
var á sinum tima kunnur
málari og skáld, en þó hafa
bækur hans liklega aldrei
átt meiri vinsældum að
fagna en nú á siðari árum.
ww.w.w.v