Vísir - 26.04.1973, Page 6

Vísir - 26.04.1973, Page 6
6 Fimmtudagur 26. aprll. 1973. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnahfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiósla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuói innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakið. Blaöaprent hf. Flugháll skattheimtuís Nú eru skattstofur sem óðast að reikna út framtöl manna. Þessi gögn sýna, að fólk hefur al- mennt haft miklar tekjur i krónum talið. En þau segja hins vegar ekkert um, hve mikil verðmæti menn hafa fengið fyrir tekjur sinar. 1 fyrra var fyrst lagt á i samræmi við nýtt kerfi, sem gerir ráð fyrir þvi, að þorri þjóðarinnar sé i stétt milljónamæringa. Með þessari skattheimtu náði rikisvaldið stórfelldum fjármunum úr þjóð- félaginu til að efla og margfalda rikisbáknið. Nú er lagt á i annað sinn eftir þessu kerfi. Framtölin i ár sýna enn hærri tölur en framtölin i fyrra. í ár munu þvi enn fleiri komast i flokk milljónamæringanna og fá að greiða yfir 50% skatt af meiri eða minni hluta tekna sinna. Hin mikla verðbólga hefur gert illt kerfi enn verra. Skattstiginn mælir ekki lengur neinn mun hátekna og lágtekna. Allar tekjur eru orðnar há- tekjur i krónum talið. Samt er ekki nema rúmur áratugur siðan sett var upp skattkerfi, er gerði lágtekjur skattfrjáls- ar. Þá voru notaðir óbeinir skattar til að létta af beinum sköttum. Tekjuskattur varð þá mjög óverulegur hluti af tekjum rikissjóðs. í þá daga greiddi venjulegt láglaunafólk litinn sem engan tekjuskatt. tltsvarið til sveitarfélag- anna var aðalskatturinn, sem almenningur greiddi beint. Þetta kerfi var i meginatriðum gott og heilbrigt. Sú stefna að skattleggja ekki lágtekjur var mikið aðhald i rikisbúskapnum. Þenslu rikis- báknsins var haldið i skefjum, svo að ekki þyrfti að leggja tekjuskatt á lágtekjur. Með þessum hætti tókst allan viðreisnartimann að halda hlut- deild rikisins i þjóðarbúinu i um eða rúmlega 20%. Þessi varfærna fjármálastefna hentaði svo ekki lengur, þegar ný stjórn tók við völdum. Þar voru á ferðinni flokkar rikisdýrkunar og mið- stjórnarvalds. Þeir tóku strax til óspilltra mál- anna. Á aðeins tveimur árum hafa þeir tvöfaldað fjárlögin og aukið hlutdeild rikisbáknsins i þjóðarbúinu i nokkuð upp fyrir 30%. Eitt af fyrstu verkum hinnar nýju stjórnar var að breyta skattalögunum. Það var gert undir þvi yfirskini, að hátekjumenn hefðu of lága skatta, breiðu bökin bæru of léttar byrðar. Fljótlega kom þó i ljós, að yfirvarpið var ákaflega kaldhæðnis- legt. t rauninni skilgreindi rikisstjórnin hugtakið há- tekjumenn á þann hátt, að það náði yfir mikinn hluta þjóðarinnar. Heimilisfeðurnir skiptu þús- undum, sem árum saman höfðu borið litinn sem engan tekjuskatt, en fengu nú aldeilis að finna fyrir þvi. Ekki er við þvi að búast, að skattskrárnar i sumar verði mönnum eins mikið reiðarslag og þær voru i fyrra. En verðbólgan hefur séð um, að gifurleg fjölgun verður i hópi þeirra, sem verða að bera háa skatta. önnur kaldhæðni þessa máls er sú, að rikis- báknið hefur ekkert getað aukið þjónustu sina við almenning, þrátt fyrir alla nýju milljarðana. Á sparsemdartima viðreisnarstjórnarinnar gegnu opinberar framkvæmdir furðu greiðlega. Ekki hefur borið á þvi, að framkvæmdahraðinn hafi aukizt siðan stjórnarskiptin urðu. Það þarf engan Glistrup til að sjá, að skatt- heimta islenzka rikisins er komin út á flughálan is. HIN HLIÐIN A MOSHE DAYAN Um fátt hefur verið meira talað i ísrael undanfarnar vikur en sjálfsævisögu Rut Dayan, fyrrum eigin- konu Moshe Dayans. Ekki svo að skilja, að allir ísraelsmenn hafi lesið bókina. Heldur hafa gagnrýnendur hennar verið svo hávær- ir i umtali sinu. Einkum þeir, sem finnst hún hafa verið of opinská og tint of margt til — allt niður i brakið i hjónarúminu. Hinir eru samt fleiri, sem telja að frú Dayan og viðtalshöfundur hennar, Helga Dudman hjá Jerusalem Post, hafi farið mjög varlega i sakirnar og talað um það, sem annars er á allra vitorði, i lágum hljóðum. Bókin heitir: „Eöa dreymdi mig draum?” Titillinn er fenginn úr frægu ljóöi eftir Rakel, sam- yrkjubússkáldkonuna: „Og kannski geröist þetta aldrei... var þaö raunveruleiki? Eða dreymdi mig draum?” — 1 formála bókarinnar skrifar ungfrú Dudman: „bað er hægt að skilja viö eiginmann, en aldrei viö orstir. Þaö getur veriö auöveld- ara aö viöhalda löngu ástarsam- bandi heldur en hjónaban-di, einkanlega ef konan hefur haft hvorttveggja fyrir framan sig við morgunveröarboröiö. baö kann aö koma að þvi, aö jafnvel kærleikurinn gufi upp viö eldhús- borðið”. ....Það, sem annars er á allra vitoröi, er kvennafar Moshe Dayan. 1 ísrael er hann ekki að- eins frægur fyrir skerf sinn til varnarmála og stjórnmála lands- ins. Þaö fer af honum þvilikt orð i kvennamálum, aö Casanova liti út eins og munkur við hliðina á honum. Israelsmenn kunna mýgrút sagna af velgengni hans i kvennamálum, og þreytast aldrei á aö rifja þær upp aftur og aftur, eða búa til nýjar. Einn vinsælasti brandarinn þar syðra er um stúlku, sem segir við stallsystur sina : „Ertu ekki enn búin að sofa hjá Dayan?” Og þegar hin segir nei, andvarpar sú fyrri: „Ég ekki heldur. En skritin tilviljun. Hvað heimurinn getur annars verið lit- ill?” Rut Dayan: Hún grét og grét. Einhverjum mun þykja að von- um að Rut Dayan skyldi sækja um skilnaöfrá slikum manni, eða hvernig gat hún umboriö þetta svona lengi? Eftir þvi sem hún segir sjálf, hafði hún ekki minnsta hugboð um þetta allt fram til ársins 1957. Hún var áreiöanlega eina mann- eskjan i ísrael, sem ekki haföi heyrt um Dayan. — En semsagt 1957, þegar hún eins og allir aörir, var að halda upp á sigur Dayans i Sinaistyrjöldinni, vatt sér skyndi- lega að henni italskur blaöamað- ur á tröppunum á Dan Hotel og spurði hana, hvenær hún ætlaði að fá skilnaö? Þetta leiddi til þess, að hún komst aö raun um, aö Moshe var á kafi i brennheitu ástarsambandi við aöra konu. Hún grét og grét. Reyndar gerir hún lesendum bókarinnar ljóst, aö hún sé f jarska grátgjörn. — Og Moshe Dayan varð fjúkandi reið- ur yfir táraflóöinu, og um leiö furðulostinn yfir þvi að hún skyldi ekki hafa vitað þetta. David Ben-Gurion fékk talið mimiim Umsjónu Guðmundur Pétursson hana af þvi að skilja við Dayan með þeim fortölum, að öllum miklum mönnum verður að liðast einhver veikleiki, að einkalif þeirra verði að vera örðuvisi en venjulegra manna. Hann tók Nelson flotaforingja til dæmis. 1 bókinni gerir Rut ekki grein fyrir þvi, hvers vegna henni að lokum þótti nóg komið. Kannski hafði hún aðeins beðið, þar til börn þeirra þrjú voru komin nægilega á legg til þess að skilnaður hefði ekki of djúp áhrif á þau. Hún lýsir ýmsum broslegum atvikum og reynslu sinni eftir ár- ið 1957. Aöalvinkona Moshe átti það til að hringja i hana og kvarta undan því, að hann væri henni ekki trúr og neitaöi að tala við hana I sima. Rut reyndi að hug- hreysta hana. Israelsmenn hafa aldrei eitt einasta andartak legið Dayan á hálsi fyrir lauslæti hans. Ef eitthvað er, þá hefur það heldur ýtt undir það álit, sem þeir hafa á honumsem „chevraman” — einn af strákunum. Reyndar er erfitt aö hugsa sér, aö nokkur stjórnmálamaður I ísrael eigi eft- ir að hljóta áfall á borð við Profumo eða Rockefeller. Fáir leiðtogar Zionista hafa haft orð á sér fyrir trúmennsku við eiginkonur sinar. Enda er við- horfið i Israel þannig, að eigin- maöur eða eiginkona „eiga” hvorugt annaö þótt þau séu i hjónabandi. En eftir bókinni að dæma virð- ist sannleikurinn hafa verið sá, að Rut og Moshe höfðu aldrei mikinn möguleika til þess að vera saman „unz dauðinn aðskildi þau”. Hún var alin upp á Englandi og fóðruð á enskum bókmenntum, uppfull af Tennyson og riddaralegri róm- antik. Jafnvel draumur hennar, um að starfa i ættlandi Gyðinga var meira og minna sveipaður skáldþoku Rakel. Aftur á móti var Moshe bóndasonur og hans hugsjónir áköf föðurlandsást, en ekki riddaramennska á borð við sir Galahads. örlögin voru þeim ómjúk. Stuttu eftir brúpkaupið gekk Moshe i Hagana — neðanjarðar- her Gyðinga — og varö oftsinnis að vera fjarverandi langtimum saman, Margir hafa fengið samúð með Rut, þegar þeir lesa um, hvernig hún beið hans, með- an hann var fangelsaður i Acre af Bretum. Eða ástriki hennar þeg- ar hún studdi hann I gegnum fyrstu mánuðina hræðilegu. eftir að hann hafði misst annað augað i njósnaferð gegn Vichy-Frökkum i Sýrlandi. „Hver ætli kæri sig um aö ráða eineygðan mann I þjón- ustu sina?” var hann vanur aö hrópa upp i örvæntingu sinni. Hún virðist sjálf loks hafa gert sér grein fyrir þvi, að of mikil ást og umhyggja gæti veriö hinum elskaða of mikið af þvi góða. En það var kaldhæðni örlaganna, að láta æskudrauma hennar um að giftast hetju, rætast til þess eins svo að hún uppgötvaöi að hetjan var þá ekki hennar. Margir gagnrýnendur vilja halda, að þessi bók sé — burtséð frá þessum lýsingum á einkalifi þeirra Dayanhjóna — merkileg lýsing á þvi, hvernig „Sabras” (Gyðingar fæddir i Israel) eru samsettir og gerðir. 1 henni er að finna sögu þess, hvernig Hagana var stofnað, um fráfall allra þeirra kærustu vina, endalaust strið og landamæraerjur. Moshe Dayan: Hetja var hann, en ekki hennar — heldur einn af strák- unum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.