Vísir - 28.04.1973, Síða 6
6
Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973.
VÍSIR
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
RÍtstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 18.00 einfakiö.
Blaöaprent hf.
Gengisspurningum
ósvarað
Gott eitt er um það að segja, að unnt skuli vera
að hækka gengi krónunnar um 6%. Slik aðgerð er
óneitanlega nýbreytni i efnahagsmálum okkar,
enda er þjóðin orðin langþreytt á sifelldum
gengislækkunum.
Þær skýringar eru gefnar á hækkuninni, að
aflabrögð hafi verið góð og útflutningsverðlag
sjávarafurða hafi hækkað verulega. Þetta góðæri
er vissulega fagnaðarefni, enda eigum við næg
vandamál við að glima, þótt afli og verðlag valdi
okkur ekki andstreymi.
Hinu er ekki heldur að leyna, að margt er sér-
kennilegt við þessa gengishækkun, — mörg atriði
óútskýrð. Það er til dæmis einkar athyglisvert, að
þessi 6% gengishækkun kemur beint i kjölfar
tveggja 10% gengislækkana, annarrar i desem-
ber og hinnar i febrúar.
Þegar gengið var lækkað i desember, sögðu
bankastjórar Seðlabankans, að óvissa væri fram-
undan þrátt fyrir þá lækkun. Efnahagssér-
fræðingar stjórnvalda bentu á ýmsar hliðarráð-
stafanir, sem gera þyrfti til þess að gengis-
lækkunin næði árangri. Engar slikar ráðstafanir
voru gerðar. Og svo neyddust stjórnvöld til að
gera sérstaka samninga við útgerðina um ára-
mót, til þess að samkomulag næðist um fiskverð.
Enn i febrúar var óvissan svo mikil, að gengið
var aftur fellt og um rúm 10%. Þá var rikisstjórn-
inni bent á, að ekki væri nauðsynlegt að fylgja
lækkun dollarans nema að hálfu leyti. En nú hef-
ur sú gagnrýni verið viðurkennd með þvi að hálft
skrefið frá þvi i febrúar hefur verið stigið til
baka.
Fleiri spurningar vakna við þessa gengishækk-
un. útflutningsiðnaðurinn taldist vera i töluverð-
um vanda fyrir. Nú hleðst enn ofan á þann vanda.
Hvað verður nú um sókn Islendinga með iðnaðar-
vörur sinar á erlendan markað?
Þá væri fróðlegt að vita, hvaða samráð stjórn-
völd hafa haft við aðila vinnumarkaðsins, laun-
þega og vinnuveitendur, um þessa hækkun. Það
stendur þó i málefnasamningi rikisstjórnarinnar
að slikt skuli jafnan gert.
Viðreisnarstjórnin hugleiddi árið 1970 að fá
gengi krónunnar hækkað. Sú hugmynd var borin
undir aðila vinnumarkaðsins og höfnuðu þeir
henni báðir. Það er þvi svo sem ekkert nýtt, að
gengishækkun þyki koma til greina sem liður i
efnahagsaðgerðum.
Gengishækkunin, innlánsbindingin og vaxta-
hækkunin eru allt fjármálalegar aðgerðir á sviði
Seðlabankans. Einar sér megna þær litils til að
hamla gegn verðbólgunni. Gengishækkunin veld-
ur ekki nema um það bil 2% lækkun kaupgjalds-
visitölu. Og það er áætlað, að sú visitala hækki
um hvorki meira né minna en 8% 1. júni.
Það verður þvi miklu fleira að koma til, ef
koma á efnahagsmálunum i jafnvægi. Ekkert er
vitað um, hvað rikisstjórnin treystir sér til að
gera i þeim efnum. Það er raunar töluvert vafa-
mál, hvort hún hafi þá yfirsýn yfir efnahagsmál-
in, að hún geti staðið fyrir þeim samræmdu að-
gerðum á mörgum sviðum, sem nú verða nauð-
synlegar i kjölfar gengishækkunarinnar.
Konstantin konungur og Anna Maria drottning hans i útiegöinni i Róm. — Hvert yröi hlutverk hans I
nýkosinni stjórn Grikklands, ef kosningar yröu leyföar þar?
IR AD RETTAST ÚR
JÁRNHNEEANUM?
Sex ár og ein vika er liðin siöan
einræöisstjórn herforingjaklik-
unnar komst til valda i Grikk-
landi og á þessum tima hefur hún
litið látiö á sjá. Nema þá rétt
núna upp á siðkastið, aö herfor-
ingjastjórnin hefur beöiö ein-
hvern hnekki vegna fyrstu
tilraunarinnar til aö vefengja al-
ræöisvald hennar — nefnilega
óeiröir stúdenta, sem krefjast
aukins frelsis.
Stúdentar hafa komið af stað
hverjum götuóeirðunum á eftir
öðrum á undanförnum vikum, en
stjórnin brást viö á þann hátt, að
hún ýmist kallaöi óeirðarseggina
i herinn eða hneppti forsprakkana
i fangelsi. ,,beir, sem neita aö
sækja kennslustundir, hafa fyrir-
gert undanþágu sinni frá þvi að
gegna herskyldu”, var sagt. —
Minniháttar árekstrar milli lög-
reglunnar og stúdenta eiga sér þó
ennþá stað á stúdentagörðunum i
Aþenu og Patrasháskólinn er enn
lokaður.
En George Papadopoulos for-
sætisráöherra er fastari en svo i
sessi, aö þetta stúdentaóveður
hafi megnað að stjaka við honum.
1 mesta lagi hefur reisn hans ögn
lækkað.
Hinn almenni borgari i Grikk-
landi hefur litinn gaum gefið
kröfugerð stúdentanna. Hann
hefur meir veriö með hugann við
að njóta ávaxtanna af efnahags-
legri velmegun landsins. Hag-
vöxturinn hefur verið slikur, að
það á sér enga hliöstæðu i sögu
landsins.
Papadopoulos, þá höfuðsmaður
i hernum, stjórnaöi þeim öflum
innan griska hersins, sem stóðu
að byltingunni 21. april 1967, þeg-
ar lýðræðisstjórn Grikklands var
steypt af stóli. Siðan hefur hann
haldið landi og lýð i járngreipum
og aldrei linað á tökunum. —
Þrátt fyrir stúdentaóeiröirnar og
nokkrar strjálar raddir, sem
krafizt hafa endurreisnar þing-
ræöislegrar stjórnar, hefur
Papadopoulos engan bilbug látiö
á sér finna. Hann hefur ekki svo
mikið sem látiö i veðri vaka, að
hann muni losa eitthvað um tök-
in.
Papadopoulos, sem er kært að
leita samlikinga i læknisfræðinni,
sagöi eitt sinn, aö hann og stall-
bræður hans i hernum mundu
hafa Grikkland ,,i strekk” eins
lengi og nauösyn bæri til þess að
lækna sjúklinginn.
Eina visbendingin, sem komiö
hefur fram og gæti bent til þess,
að Papadopoulos kynni að hug-
leiða að endurreisa smátt og
smátt þingræðisstjórn, birtist i
siðustu viku, þegar einn af nán-
ustu samstarfsmönnum Papado-
poulosar sagði, aö „fyrsta skrefið
yrði hugsanlega stigið til þess,
áöur en ár veröur liöiö”.
Þar átti Stamatopoulos, eins og
ráðherrann heitir, við endurreisn
stjórnarskrárákvæðisins, sem
gerir ráð fyrir skipun þjóðarrétt-
ar, sem hafi umboð til að löggilda
nýja stjórnmálaflokka, sem
kunna að verða stofnaðir.
Stamatopoulos sagði, að það
væri hugsanlegt, að þessi og önn-
ur niðurfelld stjórnarskrár-
ákvæði „yrðu aftur komin i gildi
mmmm
Umsjón:'
Guðmundur Pétursson
innan þriggja ára”. — Þaö mundi
leiða af sér allsherjarkosningar.
Ekkert hefur verið sagt um,
hvaða hlutverk — ef þá nokkurt —
Konstantin konungur mundi fara
með i nýkosinni stjórn Grikk-
lands, ef af þessu yrði. Hinn
þrjátiu og tveggja ára gamli
konungur flýði land með
fjölskyldu sinni eftir að tilraun til
gagnbyltingar til að steypa
Papadopoulosi og herforingja-
kliku hans mistókst i desember
1967. Konungsfjölskyldan flutti til
Italiu, þar sem hún heldur ennþá
til, nema þegar hún heimsækir
drottningarmóðurina i Dan-
mörku, þaðan sem Anna Maria
drottning er.
Papadopoulos fer með embætti
rikisstjóra krúnunnar. Hann er
sem sagt opinber fulltrúi
konungsins, auk þess að vera for-
sætisráðherra.
A meðan eflist griskur efnahag-
ur örar en nokkru sinni hefur átt
sér stað i sögu landsins á seinni
öldum. Það eina sem skyggir á
gróskuna er mikil verðbólga.
Dagblöðunum er haldið i skefj-
um með óljóst orðuðum lagasetn-
ingum, sem túlka má með þeim
hætti, að ritstjórar þeirra þora sig
ekki að hreyfa. Hljóðvarp og
sjónvarp eru undir ströngu eftir-
liti rikisins.
1 fangelsum landsins sitja 270
manns (sem örugglega er vitað
um), fundin sek um afbrot og
glæpi gegn rikinu, og 30 einstakl-
ingar til viðbótar sitja inni og biða
þess, aö mál þeirra verði tekin
fyrir rétt og skorið úr þvi hvort
þeir hafi gerzt sekir um „póli-
tiska glæpi”.
Herlög eru enn i gildi. Einkum
finna ibúar Aþenu og Pireusar
(nágrannaborg hennar) mjög
fyrir þvi, en á þvi svæði býr einn
þriðji hluti grisku þjóðarinnar,
eða 8,7 milljónir ibúa. — Það get-
ur orðiö drjúg bið eftir þvi, að
herlögum verði aflétt, þvi að það
verður ekki fyrr, eftir þvi sem
stjórnin segir, en „uppreisnar-
seggir verða úr sögunni og hætt
verði að flytja inn ofbeldi að
utan”.
Papadopoulos og herforingjastjórnin hafa ekki linaö á tökunum, en
verður eitthvaö af fyrri þingræöisstjórn landsins endurvakiö?