Vísir - 28.04.1973, Side 7
Visir. Laugardagur 28. april 1973.
7
hvad er fostureyðing?
L SI'ÐAM j Árlega eiga sér stað í Danmörku 12000 löglegar
fóstureyðingar en, að því er talið er, um 2000 ólöglegar.
Edda Andrésdóttir En hvers konar aðgerðir eru þetta?
Svo virðist sem
danskar konur fái nú
loks frjálsan aðgang að
fóstureyðingu, en það
mál hefur lengi verið i
deiglunni þarlendis.
Hér á landi hefur lög-
gjöfinni litið verið
breytt um langan tima
eins og flestir vita. Og
þó að skoðanir séu
mjög svo skiptar á
þessum málum hér
sem annars staðar, þá
skipa þær samt stóran
flokk konurnar, sem
vildu gjarnan, að lög-
gjöfin yrði aðeins
frjálsari.
Og þó að sumir segi: Þetta er
morð, hér er verið að drepa lif,
sem á fullan rétt á þvi að fæðast
og lifa, þá finnst manni það
óneitanlega nokkuð furðulegt,
að konan skuli ekki hafa fullan
rétt á þvi að ráða sjálf yfir eigin
kroppi. Enda hlýtur það að vera
hennar fyrst og fremst að vega
og meta þær aðstæöur, sem
henni eru búnar, og hvort hún
getur með góðu móti alið barn
og veitt þvi þokkalegt uppeldi.
En þó að fóstureyðing sé ekki
boðin og búin hverjum sem er
hér á landi, þá hefur samt mörg
konan haldið til útlanda og feng-
ið fóstureyðingu framkvæmda.
En hvað er fóstureyðing? bað
er kannski ekki úr vegi að segja
örlítið frá þessari aðgerð, sem
svo mikið er umdeild.
Heimildirnar fáum við úr
dönsku riti, og það er þarlendur
læknir, Torben Skovsgaard,
sem segir frá aðgerðinni.
Fjöldi fóstureyðinga i Dan-
mörku vex. Siðustu tölur sýna,
að árlega eru framkvæmdar
þar um það bil 12000 löglegar
fóstureyðingar, en um 2000 ólög-
legar. Úr skýrslum mæðra-
hjálparinnar dönsku sést, að
giftar konur eru fjölmennastar,
eða 67%. ógiftar konur eru um
23% og fyrrum giftar konur að-
eins 10%. A þessu sést, að það
eru aöallega mjög ungar konur
og konur yfir 35 ára aldri, sem
sækja um fóstureyðingu.
Félagslega séð eru það helzt
konur, sem búa við slæma að-
stöðu.
Aðgerðin sjálf fer eftir þvi,
hversu gamalt fóstriö er orðið.
Ef það er yngra en 12 vikna
gamalt, er þvi eytt með eins
konar sogi eöa sköfun. 1 fyrr-
nefndri aðferð er leghálsinn
fyrst vikkaöur nokkuð, og siðan
er komið þar fyrir röri. Aðgerð-
in stendur i mesta lagi 20 minút-
ur og á sér stað með fullri deyf-
ingu.
Við sköfun er einnig um vikk-
un á leghálsinum að ræða.
Fóstrið er siðan fjarlægt með
sköfunartækjum og töng. 1 dag
fylgir hverri aðgerð stutt lega á
sjúkrahúsi, það er að segja
sköfunaraðgerðinni.
Þegar fóstrið er orðið 12 vikna
gamalt og eldra, er of seint að
fjarlægja það með fyrrnefndum
aögerðum. A þessu stigi er orðið
nauðsynlegt að „fæða” fóstrið.
Fyrir áhrif salt- eöa sápuupp-
lausnar, sem sprautaö er inn á
milli liknarbelgsins svokallaða
og legveggjarins deyr fóstrið,
og eftir nokkra daga fer það
niður. önnur aöferð er að bæta i
fósturvatnið sterkri saltvatns-
upplausn, sem hefur nákvæm-
lega sömu. áhrif.
Hér er um eins konar fæðingu
að ræöa. En legið er ekki við
fæðingu búið ennþá, það er
minna og þrengra en það á að
vera með réttu, og þess vegna
fylgir þessu nokkur sársauki.
Eftir að fóstureyðing hefur
veriö gerö, á sér sföan stað sköf-
un til þess að tryggja, að ekkert
veröi eftir, þvi að þaö getur
valdið miklum blæöingum og
haft slæm áhrif. Fóstureyðingu
má svo ennfremur framkvæma
með örlitlum keisaraskurði, en
það er þó ekki gert nema i
einstaka tilfellum.
Ekki án áhættu gert.
Fóstureyðing býður alltaf
hættu heim. Hættu á blæðingum
eða sköddun á vefjum. Ef
aðgerðin er framkvæmd áður en
fóstrið er orðið 12vikna gamalt,
er hætta á eftirköstum langtum
minni en hún verður siöar. En
hætta á slæmum afleiðingum
eftir skráðar fóstureyðingar er
5-10%.
Sálfræðilega séð getur þessi
aðgerð einnig haft slæmar af-
leiðingar. bað er til að mynda
ekki óalgengt að konur fyllist
þunglyndi eftir slíka aðgerð.
Það sýna bezt viötöl, sem hafa
verið tekin við konur, sem hafa
látið framkvæma aögerðina.
Margar konur sjá einnig siðar
meir eftir þvi að hafa látið
framkvæma þessa aögerð á sér.
Af þeim konum, sem gangast
undiraðgerðina, er talið, aö um
10% iðrist þess
Þaðer þ\ i ekki hægt að segja
annað um fóstureyðingu en aö
hún er neyðarúrræði. Hún hefur
i för með sér hættu fyrir heilsu
konunnar. Hún getur orsakað
það, að konan verði ófær um að
ala barn siðar meir, og fleira
mætti nefna. Hún er þvi neyöar-
úrræði, jafnvel þó að konan eigi
fullan rétt á þvi að velja þessa
úrlausn.
Sjálfkrafa fóstur-
eyðing....
Margar konur óska þess
gjarnan að ala barn, en geta þaö
ekki. Hjá sumum heppnast það i
þriðja skiptið, hjá öðrum
seinna. Fósturlát er mjög al-
gengt. Viö getum tekið sem
dæmi filmstjörnuna Sophiu
Loren, sem hefur misst fóstur
fimm sinnum.
Slikt er ekki algengt en talið
er, að likurnar á fósturláti séu
um 10%. Reiknað er með að
10000 fósturlát eigi sér stað i
Danmörku á hverju ári. En ár-
lega fæðast þar um 90000 börn.
En hverjar eru þá orsakirnir
fyrir fósturláti? Það er ekki
ýkja mikið vitað um þær. Það
getur verið eitthvað að eggja-
og sæðisfrumum, gallar i
frjóvguðu egginu og fleira. I
langflestum tilfellum (80-90%)
af fyrrnefndum fósturlátum er
um vansköpun fóstursins að
ræða, svo að ef til vill er bezt að
svo fari sem fer.
Bólgur geta einnig orsakað
fósturlát, en aldur konunnar
virðisteinnig hafa sitt að segja.
bað hefur komið i ljós að hætta
á fósturláti eykst með aldrinum.
1 Danmörku er taliö, að 11% af
öllum vanfærum konum á
aldrinum 35-39 ára og 33% af
konum á aldrinum 40-44 ára
verði fyrir fósturláti.
Sumar konúr geta sem fyrr
segir orðið fyrir fósturláti oftar
en einu sinni. Orsökin fyrir þvi
getur verið sú, að vöðvarnir i
kringum legið eru of veikir,
þannig aö þegar fóstrið nær
vissri stærö, heldur legið þvi
ekki lengur og þolir ekki
þrýstinginn. Afleiðingin getur
orðið fósturlát á 4. eða 5.
mánuði meðgöngutimans.
Ef það er þetta, sem veldur
fósturláti oftar en einu sinni, er
hægt að koma fyrir þræði i leg-
hálsinum, sem styrkir legið það
mikið, að eðlilegur meðgöngu-
timi og fæðing getur átt sér
stað. í þessu tilviki getur þó
kona þurft að vera rúmliggj-
andi.
Sumar konur verða þó fyrir
fósturláti án þess að hægt sé að
gefa nokkra skýringu á hvers
vegna, þrátt fyrir læknisrann-
sókn aftur og aftur.
Óhöppin geta þvi orðið mörg
hjá vanfæru konunni. Hjá sum-
um konum þvi miður óhapp,
sem kemur fyrir aftur og aftur
-EA