Vísir - 28.04.1973, Síða 9
Vísir. Laugardagur 28. aprll 1973.
9
Ljósmyndir:
Bragi Guðmundsson
BÍLASÝNING
1973
Meiro frá
sýningunni í
mánudagsblaði
SÍGILT FORM OG ÖRYGGI
Sígilt form og öryggi SAAB-bllanna hefur skapaö þeim miklar vinsæld-
ir, enda hafa þeir bryddaö upp á ýmsum nýjungum, svo sem vökva-
fjaörun i höggvara, upphituöu ökumannssæti og þurrkum á ökuljósin.
Einn úr
plasti
Citroen Mehari blllinn (framar á myndinni) vakti mikla eftirtekt sýn-
ingargesta I gær, enda nýstárlegur, og ekki siöur fyrir þaö, aö yfir-
byggingin er öll úr plasti. Þessi Mehari-jeppi er frekar ódýr, kostar um
304 þúsund krónur. DS-23 billinn á bakviö'er óneitanlega glæsilegur,
enda dýrari, kostar riflega eina milljón.
Athyglisverður
smóbíll frá
Renault
Hann er óneitanlega rennilegur
þessi Renault 15 TS, sem er á
miöri myndinni. Þetta er fjögurra
manna blll, tveggja dyra meö
opnanlegum afturhlera. Veröiö er
um 668 þúsund. Á bak viö er
Renault 16. Fremst er svo einn at-
hyglisveröari bíllinn frá Renault,
R5, tveggja dyra rúmgóöur smá-
bíll með opnanlegum afturhlera,
hann er framhjóladrifinn og hefur
hlotiö mjög góöa dóma I ná-
grannalöndunum. Miðað viö
stærö er hann nokkuð dýr, kostar
um 426 þúsund kr.
MR
SÁ DÝRASTI
Aætlunarbifreiðin fremst á myndinni, sem er af geröinni Mercedes
Benz, sem og vörubifreiðirnar á bak viö, mun örugglega dýrasta bif-
reiðin á sýningunni. Er verð hennar rúmlega 7 milljónir króna, en
vörubifreiðirnar slaga hátt þar upp I, eða yfir 3 milljónir.
GAMALT OG
GRÓIÐ Á
NÝJUM SKÓM
— rœtt við Sigfús Sigfússon
Verulegar breytingar veröa frá
og meö þriöjudeginum 1. mal á
innflutningi nokkurra helztu bif-
reiðategundanna, sem hingaö
flytjast frá Bretlandi. Mun
fyrirtækiö P. Stefánsson h.f. þá
veröa einkaumboösaöili fyrir
Austin, Morris, M.G., Triumph,
Jagúar, Land Rover, Range
Rover og Rover bila á tslandi,
en nokkur umboö hafa farið meö
umboð fyrir þessar bifreiöa-
tegundir fram aö þessu.
A bilasýningunni sýnir fyrir-
tækiö allar þær tegundir bif-
reiða, sem fluttar verða inn á
þeirra vegum. Þar hittum við
fyrir Sigfús Sigfússon forstjóra
P. Stefánssonar h.f. og inntum
hann eftir þessum nýju umboö-
um.
„Astæöan fyrir þessu” sagöi
Sigfús, ,,er sú, aö British Ley-
land Motor Corporation er búiö
aö sameina mörg fyrirtæki inn i
eitt og breyta umboösmanna-
kerfi um allan heim, og þá sér-
staklega I Evrópu. Miöast það
við að hafa einn umboðsmann i
hverju landi fyrir allar geröir
fólksbila, sem þeir framleiöa.
Þegar þeir svo komu til okkar,
sem voru þeirra söluhæstu aöil-
ar hérlendis, það er að segja
Land Rover og Range Rover, þá
gaf það auga leið, að við gátum
ekki farið að selja Morris og
Austin samhliða Volkswagen,
þá ákváðum viö að endurvekja
aftur okkar gamla góða fyrir-
tæki P. Stefánsson hf. Viö eigum
gott húsnæði viö Hverfisgötu,
sem er búið algjörlega að
endurbyggja. Þar verður al-
hliða verzlunar- og þjónustu-
miðstöð fyrir þá bíla, sem við
seljum.”
Áherzla lögð á
4 tegundir
Sigfús tók fram, að þótt fyrir-
tækið hefði umboð fyrir Jagúar,
Triumph, M.G. Austin, Morris
og Rover þá væri ætlunin að
flytja aðeins inn fjórar tegundir,
það er að segja Austin Mini,
Morris Marina, en hann verður
til i ýmsum gerðum, og svo
einnig Land Rover og Range
Rover. Austin Mini billinn verð-
ur fyrst um sinn að minnsta
kosti aðeins til i einni útgáfu, en
með þvi vill fyrirtækið tryggja
það að geta selt ódýran og góðan
bíl. Austin Mini mun verða
ódýrasti billinn á markaðnum,
innan við 300 þúsund, og jafn-
framt veitt eins fullkomna þjón-
ustu og unnt væri. ,,Þó að við
seldum nokkra Jagúarbila,
M.G. sportbila og Triumph, þá
væri sllkt ekki hagkvæmt af
varahluta- og þjónustuástæð-
um, hvorki fyrir fyrirtækið né
kaupendurna,” Sagði Sigfús, að
það sem alltaf hefði vakaö fyrir
þeim væri að veita fullkomna
þjónustu, og þaö væri aðeins
hægt með þvi að vera ekki með
of margar tegundir.
,,Þó að þessi breyting verði á
rekstri Heklu”, sagöi Sigfús,
,,þá vil ég taka það fram, að það
verða algjörlega sömu aðilar
sem standa að fyrirtækinu jafnt
og áður. Það sem gerir þessa
skiptingu nauðsynlega er af-
staða erlendu fyrirtækjanna,
þ.e. Leyland og Volkswagen,
þau myndu aldrei samþykkja,
að sömu aðilarnir færu með sölu
beggja.”
Varðandi eldri tegundir a f
Austin og Morris, sem væru i
umferð tók Sigfús fram, að þeir
gætu ekki veitt eigendum þess-
ara bifreiða fullkomna vara-
hlutaþjónustu, en reyndu eins
og hægt væri að útvega þá vara-
hluti, sem þyrfti, með þvi að
panta þá aö utan.
Sigfús sagði, að i sölu Land
Rover og Range Rover hefði Is-
land ávallt verið i efsta sæti i
heiminum miðað við fólks-
fjölda, og miðað við Evrópu
væri Island stór markaður. Við
værum stærstir fyrir utan sviss-
neska herinn. Það sem hefði háð
þeim fram aö þessu væri það, að
ekki hefði verið unnt að afgreiða
nægilega marga bíla hingað til
lands. Af Range Rover væru nú
komnir um 170 bilar i umferð
hér, en þeir hefðu hiklaust getað
selt 120 bilum fleira, ef þeir
hefðu fengizt afgreiddir. Sama
máli hefði gilt um Land Rover
þeir hefðu aldrei fengið nóg af
bilum.
Að lokum vildi Sigfús taka það
fram, að allt það fólk sem veitti
forstöðu hinum ýmsu deildum
P. Stefánsson h.f. kæmi frá
Heklu, og þetta væri fólk sem
hefði mikla reynslu og hefði
unnið hjá þeim i mörg ár. P.
Stefánsson h.f. væri elzta fyrir-
tækið i islenzkum bifreiðainn-
flutningi, þótt það hefði legið
niðri i fimm ár. Fyrirtækið var
stofnað árið 1906, en Sigfús
Bjarnason i Heklu keypti það
árið 1953, og hafa fyrirtækin
verið rekin i nánum tengslum
siðan. _.tr
Austin Mini mun vera ódýrasti blllinn á sýningunni, rétt innan
viö 300 þúsund krónur. Binda þeir hjá P. Stefánssyni hf. miklar
vonir við að vinsældir hans veröi miklar á markaði hér, eins og I
nágrannalöndum okkar.
P. Stefónsson h.f. tekur við umboðum
British Leyland ó íslandi