Vísir - 23.05.1973, Síða 2

Vísir - 23.05.1973, Síða 2
2 Vísir. Miðvikudagur 23. mai 1973 VÍSlBSm: Hafið þér hugsað yður einhverjar sérstakar aðgerðir vegna ofbeldis Breta i islenzkri landhclgi? Jóhanncs Ingason, nemi. Mér finnst nú sjálfsagt að mótmæla þessu á einhvern hátt og mundi örugglega mæta á mótmælafundi. Svo finnst mér sjálfsagt aö kæra málið til Sameinuöu þjóðanna. Baldvin Jónsson, vcrzlunar- maður.Nei, varla. Ég var á móti þeirri aðferð, sem notuð var við framkvæmd útfærslunnar og yfirleitt finnst mér frámunalega illa staðið að málunum af beggja hálfu. Tvær sæmilega þroskaðar þjóðir eiga að minu áliti að geta komizt að friðsamlegu samkomu- lagi. Gissur V. Kristjánsson, iögfræð- ingur. Nei, engar sérstakar. En ég tel sjálfsagt að halda mót- mælafund og einnig á að minu áliti að kalla sendiherrann heim frá London og yfirleittað mót- mæla kröftuglega á „diplómatiskum vettvangi”. Kristinn Reyr, rithöfundur. Ég er fylgjandi öllum löglegum og frið- samlegum mótmælaaðgerðum og mundi vafalaust mæta á mót- mælafundi, ef hann yrði haldinn. Einnig tel ég að sterklega komi til greina, hvort ekki sé rétt að hætta að kaupa brezkar vörur. Asa Þorsteinsdóttir, húsmóðir. Ég hef nú ekki hugsað mér aö gera neitt persónulega. Auövitað er maöur mjög óánægður með framferði þeirra en ég er fremur lltið fyrir mótmælaaðgerðir og læt liklega við það sitja að mót- mæla með sjálfri mér. incuiui jóuasson, íonnemi. Mér finnast þessar aðgeröir þeirra fyrir neðan allar hellur og alveg sjálfsagt að halda kröftugan mótmælafund hið fyrsta. Þá má mikið breytast... — ef úteyjaferðir falla niður í Eyjum! Úteyjaferöirnar eru aftur hafnar I Eyjum, þrátt fyrir gos og breyttar aöstæöur. Það þarf sjálf- sagt miklu meira til þess að Eyja- skeggjar gefi úteyjaferðirnar upp á bátinn, heidur en það sem nú hefur á duniö. Cteyjaferðirnar eru eitt af þvi sem hefur sett einn stærsta svipinn á Eyjalifið, og þeir sem komast i tæri við það kynnast svo sannarlega einhverju fjörugu og nýstárlegu. Þeir láta sig þaö engu skipta. þó að bratt sé niður og aöeins grjót og haf fyrir neðan þegar þeir eru i eggjatöku eða lunda veiðum. Fréttaritari okkar i Eyjum, Guð- mundur Sigfússon, smellti þess- ari mynd af Hrauneyjar-bóndan- um svokallaöa, Þorkeli Húnboga- syni i Hrauney. Karlarnir fara hressir og kátir út i einhverja eyna dvelja þar um tima yfir sumarið, fjarri um- heiminum. Siðan er það lundinn, sem nær öllum tökuim á þeim og þeir láta sig það litlu skipta þó að lundalýsnar skriði og angri þá aðeins. Það má koma þeim fyrir kattarnef á einhvern hátt. Fréttaritari okkar i Eyjum, Guðmundur Sigfússon, brá sér ásamt nokkrum fleirum á trillu út i Hrauney. Reyndar var það ekki lundinn sem þeir voru að sækjast eftir, enda eru þeir ekki farnir að veiða lunda ennþá, heldur fóru þeir i eggjaferð. Ekki gátu þeir heldur leyft sér aðdvelja lengi i Hrauneynni, þar sem mokstur og uppbyggingar- starf kallaði á þá i Heimaey, en hann smellti af þessum ágætu myndum. Þeir komu siðan færandi hendi heim aftur, með 100 fýlsegg. Og þó að ekki sé mikið um matartil- búning i ibúðarhúsum i Eyjum þessa dagana, þá hefur fólkið orðið sér úti um potta og þeir gátu soðið eggin. Þó að svartfuglinn sé nú um það bil að hefja varp, þá urðu þeir piltar ekki varir við egg úr þeirri áttinni, en þvi mun meiru rændu þeir i staðinn frá fýlnum. Það er nokkurn veginn hægt að imynda sér það að það er kominn fiðringur i þá sem helzt hafa stundað úteyjalifið, og það má þá mikið gerast i viðbót, ef þessi gamli góði siður helzt ekki, og að lundaveiðar og eggjataka falli brott úr Eyjalifinu. . -EA. Hvort egginu þessa fýls hefur verið rænt vitum við ekki, en að minnsta kosti var haldið heim með um 100 fýlsegg. Þröngt mega sáttir sitja, og þaðgildir vlst bezt um fuglahópinn I Svartfyglabæli f Hrauney. „Heimilið '73" barnlaust! UESENDUR J|HAFA /Xm ORÐIÐ Gestur skrifar: „Það má sjá það á bilamergð- inni fyrir utan Laugardalshöllina jafnan þessa dagana, að það eru margir, sem fara til þess að sjá þessa sýningu „Heimiliö ’73”. — En ég er að velta þvi fyrir mér, hvort ekki þyk.ir fleirum eins og mér, aö þaö sé fátæklegt heimili, þar sem engin eru börnin. A þessari sýningu saknar mað- ur alls, sem viðkemur börnunum — nema ef vera skyldi útileik- tæki, sem ég sá þó þarna. — En leikföng fyrir börn aö dunda sér inni við, eöa eitthvað, sem minnti á barnaherbergi, það fann maður hvprgi. Þaö er ekki einu sinni gert ráö fyrir smáhorni eða skoti, þar sem börnin geta verið meöan foreldr- ar þeirra arka um alla höllina aö skoða básana. Fyrir sliku var þó séð t.d. á Iðnsýningunni 195???... og hvað þaö nú var. Þarna finnst mér aðstandend- HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15 um þessarar sýningar heldur hafa sézt yfir. Kristján hringdi, og vildi koma þeirri spurningu á framfæri, hverjir væru þessir K- kaupmenn, sem meöal annars hefðu auglýst i Visi aö undan- förnu. Hann sagöist hafa haft af þvi spurnir, að þeir byöu sérstök vildarkjör, og vildi hann þvi endi- lega fá upplýsingar um hvaða samtök þetta væru og hvaða mat- alveg Ps. Annars fannst mér eitt ann- að skritið við þessa sýningu. Ég sá aö visu fátt, sem mér þótti eitt- hvaö til koma. En það var þó tvennt eöa þrennt, sem freistaði min. í ljós kom þá, að það var alls ekki til sölu.” vöruverzlanir væru i þessum hópi. Aö áliti Kristjáns er oröið það mikiö um að verzlanir bjóöi ýmis konar vildarkjör, að hann telur sig þurfa að fá nokkurn saman- burð, til að geta beint verzlun sinni þar sem kjörin eru hag- kvæmust. Hvað er K-kaupmenn?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.