Vísir - 23.05.1973, Side 6

Vísir - 23.05.1973, Side 6
6 Vísir. MiOvikudagur 23. mal 1973 vísrn (Jtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Símar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: sröumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakið. Blaöaprent hf. Við grœðum Sumarið er svo sannarlega komið, þótt seint hafi vorað. Dögum saman hefur verið góðviðri um land allt. Minningarnar um kulda og næðing vetrarins og alla umhleypingana, sem fylgdu vorinu i hlað, hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Hvarvetna hefur mátt sjá, að fólk hefur notað vel þessa góðu daga. Lóðir hafa verið teknar til ræktunar, garðar snyrtir og lagfærðir. Þetta hef- ur verið annatimi garðyrkjunnar. Það er eins og íslendingar séu alltaf að fá næm- ari tilfinningu fyrir gróðri og snyrtimennsku. Hér fyrr á árum varalsiða i þéttbýli, að lóðir væru óhirtar árum og áratugum saman. En nú er oft- ast farið að sinna lóðum fljótlega eftir að hús- byggingu er lokið eða jafnvel áður en henni lýkur. Kannski erum við nú fyrst að venjast þéttbýl- inu. Við höfum uppgötvað, að gróður er ekkert einkamál sveitanna. Flóttamennirnir úr sveitinni eru orðnir heimamenn á mölinni og eru farnir að rækta hana upp. Hinn nýi svipur er mest áberandi á þeim stöð- um, þar sem bæjaryfirvöld leggja ótrauð hönd á plóginn, svo sem i Reykjavik. Þar eru nú fjöl- mennar sveitir komnar til garðyrkjustarfa, bæði við götur borgarinnar og i almenningsgörðum. Reykvikingar eru svo lánsamir að búa við frjálslegt og losaralegt skipulag með stórum opn- um svæðum milli hverfa. Þetta er mest áberandi i nýjustu hverfum borgarinnar, þvi að i seinni tið hefur vaxið tilfinning manna fyrir þörfinni á nægu landrými og lifsrými. Breið gróðurbelti tengja garða og útivistar- svæði Reykjavikurborgar. Við sjáum þessi belti smám saman taka á sig mynd. Lengsta beltið eru Elliðaárnar og nágrenni þeirra, sem verður hlift við byggð allt frá sjó og upp að Elliðavatni. Til vesturs tengist þetta belti Fossvogi og Nauthóls- vik annars vegar og iþróttasvæðinu i Laugardal hins vegar. Til austurs tengist það hinu stóra úti- vistarsvæði, Heiðmörk, og Bláfjallasvæðinu i framhaldi af henni. Þessi svæði eru skipulögð mun stærri en venja hefur verið i erlendum borgum. Byggðin er mun dreifðari en i flestum nýjum hverfum erlendis. Þetta felur i sér mikla framsýni, sem afkomend- urnir munu meta við okkur. Það er tilhlökkunarefni að hugsa fram til þess tima, er gengið hefur verið frá þessum stóru gróðursvæðum og lagðir hafa verið góðir gang- stigar um þau. En þetta kostar mikla vinnu og mikið fé og tekur þvi töluverðan tima. Um þessar mundir er unnið af kappi við að bæta iþrótta- og útivistarsvæðið i Laugardal. Og ræktun er hafin á stóra, opna svæðinu i Sogamýri. Þannig gengur þróunin hröðum skrefum i átt til fegurri og gróðursælli borgar, sem laðar ibúa sina til útivistar. Árangurinn verður beztur, ef allir aðilar leggj- ast á eitt, ef fjölskyldur og fyrirtæki hugsa um lóðir sinar og bæjarfélagið um opinberu svæðin. Nú er rétti timinn fyrir þá, sem hingað til hafa skorizt út leik, að snúa við blaðinu og leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi okkar. Eftirlitið hefur rannsakað 330 tilvik vopnahiésbrota, en það hefur ekki sent frá sér svo mikið sem heila tylft af skýrslum, þar sem allir 4eru sammála um málsatvik. Máttlaus friðargœzla í dánartölu fallinna i Vietnam, síðan vopna- hléð gekk i gildi 27. jan„ er einnig að finna þær vonir, sem menn bundu við alþjóðlega vopna- hléseftirlitið. Þeir eru orðnir nær fjórir mánuðirnir, sem alþjóðaeftirlitið hefur verið þarna að störfum. ICCS er það kallað (fyrir International commissi- on of control and super- vision), en eftirlit og umsjón eru stærri nöfn en þarna verður risið undir. í stað þess að fylgjast með þvi að sættir verði, er ICCS með hugann við að forðast byssukúlurn- ar, og það er bæði áhrifalaust, klofið og splund rað. Gamlir draugar kaldastriðsár- anna hafa skriðið upp úr gröfum sinum og lamað starfsemi þess, og báð- ar stjórnir Norður- og Suður-Vietnams hafa sniðgengið eftirlitið. Kanadískir, ungverskir, indó- nesiskir og pólskir hermenn hafa verið króaðir af, einangraðir, þeim hefur verið bölvað i sand og ösku og skotið á þá og þeir eru yfirkeyrðir og hundleiðir orðnir. Við aðstæður, sem minna á allt frá orlofsferð til Mallorca og vist- ar á Djöflaeyjunni, hafa þessir menn öðlazt laglegan sólarroða i kinnar og á skrokkinn, ýmsar staðaruppbætur á laun sin og svo malariu. En það er lika allt og sumt, sem hafzt hefur upp úr þeirra krafsi. Þessa fjóra mánuði hefur eftirlitsnefndin ekki náð ennþá að skila heilli tylft skýrslna, þar sem allir f jórir eru á einu máli, en hún hefur hins vegar misst fjóra menn. ,,Ég hef verið sendur i þrennar slikar friðargæzlusveitir, og þessi er sú langversta — maður guðs og lifandi”, sagði kanadiskur liösforingi við fréttamann AP, en hann bað um að nafn hans yröi ekki birt. Aðrir félagar hans tóku jafnvel enn dýpra i árina. Þetta hefur ekki verið neinn barnaleikur fyrir neitt rikjanna fjögurra, sem starfa að eftirlit- inu, en einhvern veginn virðast Kanadamennirnir — sem allir eru sammála um að hafa fengið þó mestu áorkað — vera uppnæm- astir fyrir aðstæðunum þarna i Víetnam. Margir þeirra, þ.á.m. háttsettir foringjar, vilja koma sér heim. öðrum finnst þeir þó hafa eitt- hvert erindi fyrir erfiðið. Þó ekki væri nema að ástandið væri sjálf- sagt verra, ef þeir væru ekki til staðar. Ellsworth Bunker, fyrrum sendiherra, sagði, þegar hann i byrjun mánaðarins fór frá Viet- nam eftir 6 ára starf, að ICCS „hefði ekki tekizt starfið eins vel og vér höfðum vonað”. — En hann bætti þvi við: „Nærvera þess hefur þó haft fyrirbyggjandi áhrif á báða aðila”. Umsjón: Guðmundur Pétursson Núna um næstu mánaðamót mun rikisstjórn Kanada ákveða, hvort hún verði áfram aðili að þessu friðargæzlustarfi, eða hvort hún muni þvo hendur sinar af þvi héreftir. — A meðan reyna her- menn hennar að gera sitt bezta. 1 Long Khanh-héraðinu þeysa tveir kanadiskir höfuðsmenn um götuslóðana á jeppa sinum undir fáa ICCS i hvert sinn, sem þeim berst tilkynning frá Suður-Viet- nömum um, að til átaka hafi komið. Starfsbræður þeirra frá Indónesiu skreppa oft með þeim en Pólverjarnir og Ungverjarnir láta það alveg vera. Austur- Evrópubúarnir segjast vilja tryggingu fyrir þvi, að þeim sé óhætt á þessum ferðum, og svo vilja þeir fá tækifæri til þess að tala við báða aðila til þess að fá „báöar hliðar málsins”. „Það verður ekki þrætt við hið siðarnefnda”, segir Ian Patten, kafteinn frá Toronto, „en það er bara ekki hægt að halda að sér höndum og hafast ekki að. — Maður verður að fara strax á staðinn, þar sem átökin brutust út. áður en fyllt hefur verið upp i sprengigígana og lik hinna föllnu hafa verið fjarlægð. Ef maður bíður i fimm eða sex vikur — tja bara tvo eöa þrjá daga — áður en málið er rannsakað, sérðu aðeins fornar rústir, þar sem hús hefur brunnið. Og finnir þú blóðflekk á jörðunni, segir einhver bara: „Það er úr einni kúnni”. — Hvað veit maður þá?” Til bess að gera sér grein fyrir, hvilikt verkefni alþjóðaeftirlits- ins biður þarna sakar ekki að geta þess, að þvi hafa borizt 14.000 kærur um vopnahlésbrot frá bara öðrum aðilanum, Saigonstjórn- inni,en Norður-Vietnam og Viet Cong hafa auðvitað lika sent kær- ur, þó ekki eins margar. Rannsókn af hálfu ICCS hefur farið fram i 330 tilvikum, en auk þess hafa Saigon og Viet Cong hvor i sinu lagi sent alls 75 skýrsl- ur til sameiginlega herráðsins. Sumir telja, að Kanadamönn- unum hafi orðið einna mest ágengt með þvi að standa fast ,,á rétti sinum til að upplýsa al- menningsálitið i heiminum um, hvað sé að gerast i Vietnam”. — Með þvi hafa þeir annars rofið þagnarmúrinn, sem virtist ætla að umlykja atburðina. En áþreifanieg áhrif af þessari opin- skáu stefnu Kandamannanna sjást þó engin önnur en ýmis hnútuköst kommúnista i garð Kanada. Pólverjar og Ungverjar hafa afar sjaldan látið nokkuð frá sér fara opinberlega um málið, og einn talsmaður Pólverjanna sagði um hreinskih i Kanada- mannanna, „að þeir hafa rétt til að halda blaðamannatundi, en þeim ber engin skylda til þess. Hinir hafa sama réttinn til þess að gera upp við sig, hvort þeir vilja tala, eða ekki”. Það, sem Kanadamönnum sárnar mest i samstarfinu, eru ýmsar furðulegar fullyrðingar Pólverja og Ungverja um, að t.d. brú, sem greinilega hafði verið Lítið inn í Laugardal ó „Heimilið 73" HVAÐ VILL UNGA FÓLKIÐ? Þessi fallegi gólfdúkur er frá Seif hf. og kost- ar um 620 kr. fm. Hann er fá- anlegur i mis- munandi litum, og einnig eru til fleiri mynstur. Efnið er vinyl. Vfsir. Miðvikudagur 23. mai 1973 sprengd upp, „hljóti að hafa hrunið af sjálfu sér”. Eða að árásaraðili geti ekki hafa verið Viet Cong, af þvi að þeir hafi ver- ið i stuttbuxum en ekki grænum einkennisbúningi. Þegar t.d. skotið var á þyrlur ICCS fyrr i þessum mánuði við Quang Tri, hélt einn Pólverjinn þvi fram fullum fetum, að skot- hriðin hefði komið frá Suður-Viet- nömum. Viet Cong viðurkenndi svo siðar meir, að þeir hefðu ver- ið þarna að skjóta, en héldu sig vera að skjóta á njósnavél Bandárikjamanna. Annar Kanadamaður, sem haföi verið i efitrlitsferð á yfir- ráðasvæði Viet Cóng uppi á mið- hálendinu, sagðist i skýrslu sinni hafa heyrt skriðdreka og þunga flutningabila á leið hjá þorpinu um miðja nótt. En Viet Cong skýrði vélarskröltið þannig, að bændurnir hefðu verið á leið með „landbúnaðarvélarnar út á akrana”. Einn liðsforingja Indónesiu- mannanna i eftirlitinu sagðist ekki halda, að Pólverjar eða Ung- verjar væru að spilla fyrir starfi eftirl., „en þeir eru sjálfsagt háðir þvi, að þurfa i hverju smá- atriði að leita ráða hjá rikis- stjórnum sinum heima fyrir”. En samstarfið er orðið afskap- lega stirt af þessum viðskiptum öllum, þótt það skipti svo sem ekki miklu máli um árangurinn, sem er sá sami og áður — réttur og sléttur enginn. AP hefur það eftir einum heimildarmanna sinna, sem situr fundi ICCS, að sumir Kanadamennirnir séu orðnir svo hvekktir á þessu, „að ég get ekki séð, hvernig þeir geta haldið þessu áfram”. Þannig er t.d. að ICCS-sveitun- um búið við Ben Het i hálendinu, að þeir mega aðeins halda sig á ákveðnum bletti, og þaðan hafa þeir aðeins hálfrar milu útsýni. Fjöll og skógar hindra að þeir sjái Aðstaða vopnahléseftirlitsins hef- ur ekki verið þannig, að það hafi getað fylgzt með, þegar brotizt hafa út bardagar. — Kanada- og Indónesiumenn eru heldur ekki sammála starfsbræðrum sinum frá Austur-Evrópu um, hvernig haga beri eftirlitinu. lengra. Við Duc Co er það litið betra, en það er annar staður á yfirráðasvæði Viet Cong, sem þó hefur núna nýlega verið yfirgef- inn, eftir að malaria lagði allt lið- ið i rúmið. Hermennirnir gátu lit- ið annað gert en beðið næstu flugvélar með nýjar birgðasend- ingar, farið i göngutúr meðfram flugvellinum eða safnað fiðrild- um, eins og Clive Loader, majór gerði. Færu þeir eitthvað út fyrir staðinn, voru þeir komnir inn á jarðsprengjusvæði, sem þeir voru umkringdir af. 1 Hue sitja Kanadamennirnir sér við borð inni á barnum, sem var uppáhaldsstaður Kananna áður fyrr, en Ungverjar og Pól- verjar sitja annars staðar út af fyrir sig. Einna skást er þetta i Xuan Loc, 35 milum austur af Saigon, þar sem liðið býr i loftkældum hjólhýsum með iþróttavöll og blómum skrýdda garða. Og ekkert bólar á kosningun- um, sem samkvæmt Parisarsam- komulaginu ættu að fara fram um þetta leyti i Suður-Vietnam til að ákveða pólitíska framtið lands- ins. Saigonstjórnin og Þjóð- frelsishreyfingin munu litlu nær samkomulagi um kosningarnar núna heldur en þegar viðræðurn- ar hófust fyrir nær fjórum mánuðum. [INNj i SÍÐAN i Umsjón Edda Andresdóttir Sýningin „Heimilið ’73” I Laugardalshöllinni hefur nú verið opin i nokkra daga og virðist aðsókn ætla að verða mikil að sýningunni I þetta sinn, eins og að fyrri sýningum. Einn stærsti hluti þeirra, sem heim- sækja sýningu eins og þessa er ungt fólk, sem er að stofna heimili. Þess vegna ætlum við að fjalla dálitið um sýninguna, frá sjónarmiði þess hóps. Það fyrsta sem unga fjöl- skyldan mætir á þessari sýn- ingu er raunar ekkert nýtt fyrir hana, en það er aðstaðan sem börnum er búin. Flestir álita þó að börnin tilheyri heimilinu á sama hátt og aðrir fjölskyldu- meðlimir, en það er ekki nóg með að þarna sé sárafátt til sýnis fyrir börnin — (leiktækin á útisvæðinu eru ánægjuleg undantekning), þaðer greinlega ógerningur að fara með litil börn á sýninguna. Þarna eru engar kerrur eða vagnar, kristallinn nær niöur undir gólf og svæðið er svo stórt að vart er nokkrum manni ætlandi að bera barn á handleggnum um allt svæðið. Við spurðum Bjarna Ólafsson, framkvæmdarstjóra sýningarinnar, um þetta atriði og sagði hann að fyrirtækin væru ekki öll hlynnt þvi að mik- ið væri um börn á svæðinu, en þetta atriði yrði tekið til at- hugunar. Þvi má bæta við, að leggja þyrfti brautir eða planka i stigana, svo að unnt verði að aka kerrum upp og niður, og að sjálfsögðu kæmi það einnig til góða þeim sem eru i hjólastól- um, en eiga eins og sakir standa erfitt með að komast um sýn- ingarsvæðið. Þrátt fyrir það að sýning þessi sé fyrst og fremst sölu- og aug- lýsingasýning fyrir ýmis fyrir- tæki, verður að gera þær kröfur að nafn hennar sé ekki aðeins orðið tómt. Heimili er samveru- staður ýmissa aðila mismun- andi aldri, mismunandi hraust- ra og mismunandi gerðra. Þess vegna er ekki hægt að sýna „Heimili ’73” aðeins handa full- friskum, fullorðnum einstak- lingum. Nóg um þetta. Þegar litið er yfir sýninguna i heild er hún að flestu leyti svipuð fyrri sýningum, nema hvað hér eru færri sýningaraðilar. Rýmið er þvi meira á hvern aöila og virð- ast sumir stóru básarnir hafa goldið fyrir þetta, og ekki vera lagt mikið i listrænt útlit þeirra. Einna fallegustu básarnir eru liklega básar Húsgagnaverzlun- ar Reykjavikur og Heklu, en margir litlu básarnir eru einnig skemmtilegir. Ekki virðist alls staðar vera lagt mikið upp úr þeim upplýsingum, sem starfs- fólk fyrirtækjanna veitir. Alltof algengt er að fólkið viti hrein- lega ekki hvað'hlutirnir kosta, eða geti gefið fullnægjandi upp- lýsingar um þá. Helztu nýjungarnar á sýningunni snerta liklega ungt fólk heldur litið, i dag amk., en fróðir menn segja að þetta sé framtiðin. ör- bylgjuofnar og köld eldavél eiga athygli sýningargesta óskipta og ekki er verra að vita að Bretadrottning eldar við tæki eins og það sem þarna er sýnt. örbylgjuofnarnir eru vissulega snjöll uppfinning, og vonandi er þess ekki langt að biða að þeir komist i þann verðflokk, sem al- menningur ræður við. Þá er hægtað framreiða kjúklinginn á 5 minútum og skella inn i ofninn réttum, sérstaklega framleidd- um fyrir örbylgjurnar og allt matarstand tekur margfalt skemmri tima. Þaö sem unga fólkið, sem er að koma sér upp heimili tekur liklega hvað mest eftir á þessari sýningu eru þær nýjungar, sem eru ódýrar, þægilegar og sam- kvæmt kröfum þeirra um smekkvisi. Iburðurinn og harö- viðurinn á litlum vinsældum að fagna hjá þeim yngri. Þess i stað vill unga fólkið hagkvæma hluti i heimiliö, sterka liti, inn- réttingar, sem það getur sjálft unnið að miklu leyti, gjarnan kvistóttan viö á veggi og gólf i stað harðpússaðs og valins viðar. Við ætlum nú að nefna nokkur dæmi um vörutegundir, sem falla undir þetta og eru til sýnis i Laugardalnum, þótt ekki sé hér um að ræöa tæmandi upptalningu. Vörumarkaðurinn á von á svokölluðum „jalousi” hurðum I ýmsum stærðum, en þær eru mjög i tizku og sérlega hentug- ar, þar sem loft kemst i gegnum þær. Þessar hurðir má nota sem skilrúm, fyrir glugga og ekki sizt fyrir fata- eða eldhússkápa. Þær stærstu kosta um 3000.-, og getur fólk svo bæsað þær, lakk- að eða málað eftir vild. Þessar hurðir eru til sýnis á sýningunni i ýmsum stærðum. Þá má nefna Pilu-rúllu- gardinurnar, sem hægt er að fá i óteljandi fallegum mynstrum og eru sérlega fallegar ef glugginn Þetta barn er að visu ekki af sýningunni i Laugardal, en þessi grind er ein af óteljandi grindum, sem elfa-systemið býöur upp á. er málaður i samræmi við liti I gardinunni sjálfri. Litsterkur, mynstraður gólf- dúkur nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir. Hann er mjög auðveldur i hreinsun, fallegur og ódýr. Seifur h.f. sýn- ir mjög fallegan vinyl gólfdúk sem kostar frá 360-840 krónur. Sérstaka athygli viljum við vekja á Foamcraft gólfdúk (kostar um 620) sem fæst i mjög fallegum mynstrum og er notaður jafnt á stofur sem eld- hús, bað og svefnherbergi. Þá má ekki gleyma gólf- teppunum, sem eru i mjög fjöl- breyttu úrvali á sýningunni, veggfóður og veggklæðning frá ýmsum fyrirtækjum, en margir kjósa slikt fremur en flisar þeg- ar heimili er stofnað, en bæta svo fremur við sig flisum siðar meir. Til þess að hægt sé að smiða sér sina skápa sjálfur, er mjög gott að kynna sér elfa-systemið svokallaða, sem Falur h.f. flyt- ur inn frá Sviþjóö. I þvi eru grindur, hillur, uppistöður fyrir grindur, körfur, krókar og bakkar i hvers kyns skápa og hirzlur. Þannig er auðvelt að finna hverjum hlut sitt rými á heimilinu. Sérstaka athygli vek- ur baðkersborðið, sem smellt er yfir baðker og er til ómetanlegr- ar aðstoðar þegar skipt er á barni, við barnaþvott og einnig sem þurrkgrind. Svampdýna er i baðkersborðinu og það er al- gerlega stöðugt og i mátulegri hæð. Unga fólkið kýs sér gjarnan bæsaða viðarinnréttingu i eld- húsið og þá má sérstaklega benda á innréttingarnar frá Trésmiðju K.A. á Selfossi, sem framleiða ódýrar og sérlega fallegar bæsaðar og óbæsaðar innréttingar. Þarna eru svo auðvitað ýmis nauðsynjatæki, eldavélar, isskápar, frystikist- ur, þvottavélar, hreinlætistæki á bað, sturtuklefi, sem breytist i skáp á svipstundu og er þetta flest fáanlegt i ýmsum litum, ekki sizt hreinlætistækin, þótt margir gætu kannski kosið sér hreinni og sterkari liti, fyrst á annað borð er farið að framleiða þetta i ýmsum litum. ÞS Hér sameinast StS og Trésmiðja K.A. um bás og sýna köldu eldavélina, ýmis heimilistæki og eldhúsinn- réttingu, sem hægt er að fá i tveimur viöartegundum og 6 mismunandi litum (bæsaða).

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.