Vísir - 23.05.1973, Side 8

Vísir - 23.05.1973, Side 8
8 Vísir. Miðvikudagur 23. mai 1973 Hœstiréttur: Ber Vegogerðin óbyrgð á slysum vegna vegaskemmda? Vantar Iðggjöf um fébótaábyrgð hins opinbera gagnvart borgurunum Er Vegagerð rikisins ábyrg fyrir tjóni, sem verður af slys- um, sem verða á opinberum vegum? Eða er ábyrgð hennar engin og veröa þeir, sem fyrir slikum óhöppum verða, að bera skaða sinn sjálfir eða kaupa tryggingu hjá vátrygginga- félagi? Þetta eru spurningar, sem margir hafa vafalaust velt fyrir sér en slöastliöinn föstudag fór fram munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti i máli, sem varðar hugsanlega bótaskyldu Vegagerðarinnar. Nýr vegkanturinn brast undan bifreiðinni Upptök málsins voru þau, að i ágúst 1970 valt vörubifreið út af veginum við Uxalækjarbrú á Vallanesvegi i Suður-Múla- sýslu. A Uxalæk var nýbyggð brú og hafði verið unnið að lagningu vegar að henni dagana fyrir slysið. Astæðan fyrir þvi að bif- reiöin valt var talin vera sú, að vegkanturinn við brúna sprakk undan bifreiöinni en við veltuna skemmdist hún verulega og var tjónið metiö á 628 þúsund krón- ur. Engin viðvörunar- merki og vegagerð áfátt Eigandi og ökumaður bifreiðarinnar taldi að slysið heföi orðið vegna þess að vega- gerðinni hefði verið stórlega áfátt og viövörunarmerkjum hefði ekki verið komið fyrir. Hann kraföist þvi þess, aö hon- um yrði bætttjónið úr rikissjóöi. Krafizt var af málflytjanda rikissjóðs að hann yröi algjör- lega sýknaður af kröfum um bætur og til vara krafðist hann þess að til frádráttar bótaupp- hæðinni kæmi hlutur ökumanns bifreiðarinnar i tjóninu. Þvi var haldið fram að ekki hefði verið um slikt gáleysi af hendi starfsmanna Vegagerðar- innar, að ekki heföi verið hægt aö afstýra slysi, og einnig bæri rikissjóður ekki ábyrgð á tjóni, er hlytist af slysum á opinber- um vegum. En I þvi sambandi var visað til vegalaga frá 1970. Vegagerðin ekki ábyrg fyrir slysum á opinber- um vegum 1 65. grein þeirra laga segir: „Vegagerðin skal, svo fljótt sem viö verður komið, eftir aðhún hefur fengið vitneskju um vegaskemmdir, sem hættulegar eru umferö, láta gera við þær eða merkja hina hættulegu staði, þar til viðgerð hefur farið fram. Vegagerð rikisins er ekki ábyrg fyrir tjóni sem hljótast kann af slysum á opinberum vegum, nema um sé að ræða stórkostlegt gáleysi af hendi starfsmanna hennar og sannaö sé, að slysi heföi ekki orðið afstýrt, þótt ökumaöur hefði sýnt ýtrustu varkárni”. 1 greinargerð með frumvarp- inu var ákvæðið um, að Vegagerðin bæri ekki ábyrgð á tjóni, nema um „stórkostlegt gáleysi” starfsmanna hennar hefði verið að ræða, rökstutt með þvi, að undanfarið hefði gættvaxandi tilhneigingar til að koma skaðabótaskyldu á Vega- gerðina og einnig að ekki væri unnt að hafa stöðugt og vakandi eftirlit með yfir 10 þúsund kiló- metra malarvegakerfi landsins, jafnvel þótt viðhaldsfé væri rif- legra en verið hefði. Ekki sama hvort um viðhald eða nýbygg- ingu er að ræða 1 dómi Borgardóms Reykja- vlkur, sem rikissjóður áfrýjaði var talið að þar sem Vegageröin er undanþegin ábyrgð sam- kvæmt vegalögum væri fyrst og fremst átt við vegaviðhald en dómurinn taldi að vegafram- kvæmdirnar á Vallanesvegi hefðu fremur verið endurnýjum en viðhald. Dómurinn taldi að umrætt slys heföi fyrst og fremst orðið vegna þeirra mistaka starfs- manna vegagerðarinnar, að hleypa umferð yfir brúna án aövörunarmerkja, áður en for- svaranlega var frá veginum gengið. Bæri rikissjóður ábyrgð á þessum mistökum starfs- manna sinna. Hins vegar var ökumaður bifreiðarinnar ekki talinn hafa gætt allrar þeirrar varúðar, sem af honum er krafizt og hann þvi látinn bera hluta tjónsins. Skyldi rikissjóður bera 3/5 hluta og ökumaðurinn 2/5 hluta tjóns- ins. Þennan dóm kvað upp Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, ásamt tveim sérfróðum meðdómendum. Þessum dómi vildu forsvars- menn rikissjóðs og Vega- gerðarinnar ekki hlita og var honum áfrýjað til Hæsta- réttar og fór munnlegur mál- flutningur þar fram siðastliðinn föstudag eins og áðursagði.Má vænta dómsniðurstöðu innan skamms. Lögmaður rikissjóðs er Björn Hermannsson hrl. en fyrir héraðsdómi flutti Jóhann Nielsson hdl. málið fyrir öku- mann og eiganda bifreiðarinnar en fyrir Hæstarétti Jónas A. Aðalsteinsson, hrl. Heildarlöggjöf um ábyrgð hins opinbera ekki til —óvissa um réttindi borgaranna. Akvæði i lögum um takmörk- un á ábyrgð opinberra aðila á mistökum starfsmanna sinna, umfram aðra aðila i þjóðfélag- inu, eins og eru I 65. grein vega- laganna, munu vera fátið i Is- lenzkum lögum. Þau munu til dæmis vera i farsóttarlögum og póstlögum. Fébótaábyrgð hins opinbera hefur verið mjög til umræðu á öllum Norðurlöndunum en heildarlöggjöf um það efni mun ekki hafa tekið gildi nema i Noregi nú nýverið. Alþingi samþykkti árið 1961 þingsályktunartillögu um að unnið skyldi að gerð heildarlög- gjafar um skaðabótaábyrgð rikis og sveitarfélaga en þau hafa sem sagt ekki séð dagsins ljós ennþá. Aðáliti ýmissa lögfræðinga er mjög vafasamt að i lög um einstakar rikisstofnanir sé bætt inn ákvæðum um takmörkun um ábyrgð þeirra, þvi alveg sé undir hælinn lagt hvort þau ákvæði samræmist heildarlög- um um það efni, þegar og ef þau koma. Þetta valdi mikilli óvissu um réttindi borgaranna gagnvart rikisvaldinu og sveitarfélögum. — ÓG. Fyrsti skuttogarinn lands brátt tilbúinn smíðaður innan- hjá Stálvík Tregða á fjármagnsfyrirgreiðslu veldur stöðugt erfiðleikum Þarna sjáum við sjáifvirka logskurðarvél, sem sker nákvæmlega eftir teikningu. Einn mann þarf til að stjórna henni en vélin er „margra manna maki” i afköstum. — Það er áætlað að skuttogarinn verði sjó- settur 1. júni næstkom- andi og rúmum mánuði siðar má búast við þvi að fyrsti skuttogarinn sem smiðaður er á ís- land verði tilbúinn, — sagði Jóharmes G. Jó- hannesson, tækni- fræðingur hjá Skipa- smiðastöðinni Stálvik hf. i Garðahreppi, er við litum við hjá þeim i gær og ræddum við hann um skuttogarann, sem Stál- vik er að smiða fyrir Þormóð ramma hf., á Siglufirði. Búið er að ganga frá samningum um smiði annars skuttogara, sem er eins og hinn fyrri, en kaupandi hans er Guð- mundur Jörundsson i Grundarfirði. Fram- kvæmdir við hann eru hafnar af fullum krafti. Og þarna eru framkvæmdir hafnar viö smiöi skuttogara fyrir Guö' mund Jörundsson, á Grundarfiröi. Aö sögn Jóhannesar tóku samn- ingar um siöari togarann um þaö bil eitt ár og var helzta orsökin fyrir þvi hve langan tima þeir tóku sú, að lengi stóð á samþykki Fiskveiðasjóös en honum ber samkvæmt lögum að fjármagna skipabyggingar innanlands. Það var stefnumark við- reisnarstjórnarinnar og er einnig á stefnuskrá núverandi valdhafa að byggja skyldi upp og stuðla að stálskipasmiðum hér á landi. Ahugamönnum um iðngreinina hefur þó þótt heldur djúpt á raun- hæfar aðgerðir og benda margir á það, að gerður hafi verið mikill fjöldi samninga um smiði fiski- skipa af ýmsum stærðum, við er- lendar skipasmiðastöðvar, án þess að innlendum stöðvum hafi verið sköpuð aðstaða til að taka að sér verkefni á þessu sviði, að neinu marki. Hjá Stálvík vinna nú um 60 til 70 manns, aðallega plötusmiðir og vélvirkjar en öll trésmiði fer fram i Trésmiðjunni Nökkva hf., sem er einnig i Garðahreppi. Tæknilega er hægt að vinna við þrjá skuttogara eins og togara Þormóðs ramma i einu i Stálvik, en vegna tregðu á fjármagns- fyrirgreiðslu opinberra fjár- festingarsjóða hefur aðeins verið samið um þessa'tvo skuttogara. Að áliti forráðamanna skipa- smiðastöðvarinnar er það veru- lega hagkvæmara að vinna að samskonar skipum hverju á eftir öðru, auk þess sem allar fram- tiðaráætlanir verða erfiðar, þeg- ar ekki eru trygg verkefni nema nokkra mánuði fram i timann fyrir allan mannafla fyrirtækis- ins. Siðastliðið sumar var lokið viö að reisa við hlið skipasmiðahúss- ins plötusmiðju og þess vegna gera þeir Stálvikurmenn sér von- ir um að smiði siðari skuttog- arans taki styttri tima en hins fyrri. Einnig má gera ráð fyrir þvi að sú reynsla, sem fengizt hefur komi lika að miklu gagni. —ÓG. Séðaftur eftir þilfarinu á skuttog- ara Þormóðs ramma hf., Siglu- firöi, sem brátt verður lokið við hjá Stálvik.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.