Vísir - 23.05.1973, Side 10
LEIKA í FYRSTA SINN Á
HEIMAVELLI í KVÖLD
— Árbœjarvöllur Fylkis tekinn í notkun
Fyrsti leikurinn í 3. deild i
knattspyrnunni á þessu sumri
veröur>annaö kvöld, en þá leika
Fylkir úr Reykjavlk og Viðir
frá Sandgerði. Þetta er fyrsti
heimaleikur Fylkis, en
leikurinn fer fram á nýja
iþróttavellinum I Árbæjar-
hverfi.
Mikill fjöldi liða hefur til-
kynnt þátttöku i 3. deildinni-28
liö,- viðsvegar af landinu og er
I
k
i w* 'Si r wHi
^ í—- r -ll
Ppjrj ^.pu. •vir ,-æJ 1 1 „
þeim skipt i 6 riöla. Sigur-
vegarar úr riðlunum keppa
siöan i tveim riölum i undan-
úrslitum og siöan er úrslita-
leikurinn milli tveggja efstu
liðanna.
Ekki er vafi á, að margir
ibúar Arbæjarhverfis mæta á
völlinn að þessu sinni, en þeir
Fylkismenn ætla sér stóran
hlut i iþróttalifinu i framtiö-
inni, 'og meðal annars gáfu
þeirút myndarlegt félagsblað
fyrir skömmu —ÓG
■<------«
Þetta er forystuliðið í knatt-
spyrnumáium Fylkis, og
sannarlega geta þeir verið
ánægðir, þvi i kvöld hefjast
heimaleikir iiöa þeirra. Á
myndinni: Sitjandi frá vinstri,
Erlingur Björnsson, Steinn
Halldórsson, formaður knatt-
spyrnudeildarinnar, Gylfi
Felixsson. Aftari röð: Sævar
Sigurösson, Jakob Halldórsson,
Guðmundur Bjarnason og
Siguröur Halldórsson.
Magnús gegn Rikharði fyrir aganefnd:
Hvenœr geta leikmenn
og þjálfarar byrjað að
svívirða dómarana?
„Auðvitað hlýtur aga-
nefndin að taka málið
fyrir, annars væri hún
beinlinis hlægileg”,
sagði Magnús Péturs-
son, dómarinn, sem tel-
ur Rikharð Jónsson hafa
kallað sig „aðskotadýr”
r
Iþróttamaður
órsins boðinn
til Sviþjóðar
t mestu skyndingu varð
tþróttamaður ársins, Guðjón
Guðmundsson að pakka niður I
feröakistur sinar, hann var
boðinn til Sviþjóðar i tilefni af
kjöri Iþróttamanns Norðurlanda,
sem er Lassé Viren, sá stórkost-
legi hlaupari. Með Guöjóni fór
Jón Asgeirsson u^an, en hann er
formaður i samtökum iþrótta-
fréttamanna.
eftir leik Akurnesinga
við Keflavik um siðustu
helgi.
Eða hvað? Telur nefndin sig
hafa lögsögu (svo viðhaft sé vin-
sælt orðalag) í þessu máli. Hvert
nær valdsvið dómarans. Hefst
það viö hliö iþróttavallarins,
þegar dómari og leikmenn hafa
gengið gegnum það og lýkur vald-
sviði dómara, þegar leikmenn
hafa yfirgefið leikvanginn?
Spurning er: Hvenær geta leik-
menn og þjálfarar byrjað að svi
virða dómarana. Eða geta þeir
það yfirleitt nokkurn tima?
„Mér finnst það afar útbreidd-
ur misskilningur”, sagði Magnús
i gærkvöldi, ,,að menn halda, að
strax að leik loknum geti þeir
áhyggjulaust farið að senda
okkur tóninn og hagað sér eins og
örgustu ruddar. Ég tel, að
valdsvið dómara hefjist strax og
hann mætir á keppnisstaö og ljúki
ekki fyrr en hann yfirgefur
keppnisstaðinn. Þess vegna fór ég
inn i búningsklefa Skagamanna
enda ærin ástæða til að minu
mati. Framkoma Rikharðar við
þetta tækifæri var fyrir neðan
allar hellur og þótti mér leitt að
kynnast þessari hlið á þeim leik-
manni, sem ég hef haft hvað
mestar mætur á”!
Þá sagöi Magnús, að það væri
leitt að kynnast þvi hjá forráða-
mönnum, hvernig þeir lita á þá,
sem dómgæzlunni sinna. „Við fá-
um fyrir okkar þörf litið annað
en vanþakklæti og tvö boðskort á
völlinn. Jú, kostnaður við ferða-
lög ei- greiddur að visu, en bún-
inga okkar sjáum við um sjálfir,
og vissulega kemur það fyrir aö
við þurfum að taka upp pyngjuna
fyrir að hafa þetta áhugamál.
Ekki svo að skilja, að ég sé að
fara fram á einhverja umbun i
peningum fyrir þetta starf. Þaö
hefur aldrei verið mér kappsmál.
Hins vegar mættum við öðru
hvoru finna eitthvað þakklæti af
hálfu forráðamanna félaganna
fyrir okkar störf”. — JBP —
o
Magnús dómari Pétursson sést
hér dæma i leiknum milli Kefl-
víkinga og Akurnesinga um sið-
ustu helgi. Ljósmynd EMM
mMm
Jjjönusla þeeg
{■:LA€ ÍSIAN
sjáuni við Bjarna Felixson formann
araSambandsins afhenda Hannesi Þ.
urftssyni blómvönd f tilefni af 25 ára
..v.í fi hans sem dómara. Þetta gerftist vift
upfrhaf ieiks KR og tBV' á mánudags-
kvöldift. A milli þeirra stendur Albert
(íuömundsson. formaftur Knattspyrnu-
sainbands islands.
— segir Hannes Þ.
Sigurðsson, sem hefur
nú starfað í aldar -
fjórðung sem dómari
bœði í knattspyrnu
og handknattleik
„EKKI STARF TIL AÐ
VERÐA VINSÆLL AF"
— Ég mundi ekki
ráðleggja neinum að
leggja fyrir sig
dómarastörf i
íþróttum, ef hann
ætlaði að skapa sér
með því vinsældir, þvi
dómarahlutverkið er í
eðli sinu óvinsælt, og
kannski er það höfuð-
ástæðan fyrir þvi,
hve fáir fást tii þess að
taka það að 6ér. —
Þetta voru orð
Hannesar Þ. Sigurðs-
sonar, hins þekkta
knattspyrnu- og hand-
knattleiksdómara, en
við ræddum við hann i
tilefni af því, að hann
hefur nú um þessar
mundir lagt þann
áfanga að baki að
starfa að knattspyrnu-
dómaramálum í 25 ár.
Þaðerekki aðeins, að
hann hafi verið einn
virkasti og virtasti
dómari okkar í knatt-
spyrnu, hann hefur
lika sinnt handknatt-
leiksdómarastörfum
jafnlengi, í aldar-
fjórðung.
Við spurðum Hannes, hver
hefðu verið tildrög að þvi, að
hann fór að dæma.
— Þegar ég á sinum tima
æfði og keppti með minu
Iþróttafélögin vanrækja
mjög þá frumskyldu sina að
kenna leikmönnum sinum
frumatriði i lögum og
reglum hinna ýmsu keppnis-
greina. Þaö sé m jög oft orsök
misskilnings og leiðinda, aö
leikmenn vantar kunnáttu á
þessu sviði og mikið verkefni
sé þarna óunnið. Hér talar
Hannes af langri og viðtækri
reynslu, þvi auk almennra
dómarastarfa hefur hann
staðið fyrir ótal dómara-
námskeiöum, bæði i knatt-
spyrnu og handknattleik.
Einnig væri mjög nauðsyn-
legt að fræða áhorfendur
meira en gert hefur verið
um leikreglur og geti sjón-
varpið komið þar að góðum
notum, ásamt öðrum fjöl-
miðlum.
Aö sjálfsögðu hefur
Hannes ákveðnar skoðanir á
iþróttaskrifum blaðanna og
aðspurður sagði hann meðal
annars eftirfarandi um
þeirra hlut i iþróttastarfinu:
byggjast á sanngirni og
þekkingu, þá fyrst kemur
hún að gagni.
Það væri efni i margar
blaðagreinar að ræða um
störf Hannesar að dómara-
málum auk allra þeirra
starfa, sem hann hefur unnið
fyrir iþróttahreyfinguna i
landinu. Viö getum ekki stillt
okkur að geta nokkurra
merkra áfanga i dómaraferli
hans. Hann hlaut alþjóðleg
dómararéttindi i handknatt-
leik árið 1954, og hefur hann
dæmt 11 handknattleiks-
landsleiki auk tveggja leikja
i Evrópukeppni. 1961 hlaut
hann viöurkenningu sem al-
þjóðadómari i knattspyrnu,
og er hann eini islenzki
dómarinn, sem hlotið hefur
„FIFA’’ merkið, en það er
merki, sem veitt er af al-
þjóðaknattspyrnusam-
tökunum til þeirra dómara
sem dæmt hafa tvo A-lands-
leiki.
Að sögn Hannesar er hann
farinn að hugleiða að
minnka við sig dómara-
störfin, enda sé nóg að
starfa og dómgæzla sé starf
sem geri miklar kröfur til
Hkamlegs úthalds, enda hafi
það verið reiknað út, að
dómari hlaupi að meðaltali
11 til 13 kilómetra i venju-
legum knattspyrnuleik.
Visir vill nota tækifærið og
óska Hannesi Þ. Sigurðssyni
til hamingju með þennan
áfanga og vonar, aö iþrótta-
hreyfingin fái aö njóta
starfskrafta hans sem
lengst, bæði við dómarastörf
og á öðrum vettvangi
gamla og góða félagi,
FRAM, varð ég fyrir þvi
óhappi aö meiða mig I fæti,
þannig aö ég gat ekki verið
eins mikið með i keppni eins
og mig langaði til. Þráinn
Sigurðsson var þá formaður
Fram, og hann tók sig til og
fékk okkur nokkra
Frammara til að fara á
dómaranámskeiö hjá Norö-
manninum Gunnari
Akselssyni, sem var hér
lengi og starfaöi hér mikið
að knattspyrnumálum, aðal-
lega i Vlkingi. —
Þekkingu leikmanna
á reglunum ábóta-
vant
Meöal þeirra Frammara,
sem þátt tóku í námskeiöinu
með Hannesi var Rikarður
Jónsson, hinn kunni knatt-
spyrnukappi, sem þá lék
með Fram. En það er að
áliti Hannesar eitt höfuð
vandamál iþróttanna, hve
Hlutverk fjölmiðla
mikilvægt og verður að
vanda til íþróttaskrifa
— Ég tel það vera skýlausa
skyldu blaðanna við hinn al-
menna lesanda, að skrifað sé
um iþróttir af kunnáttu og
þekkingu, en þvi miður hefur
mikiö skort þar á að minu
áliti. Blöðin verða að vanda
miklu meira heldur en gert
hefur verið oft á tiðum til
þeirra manna, sem þau fá til
þessara verka. Skoðana-
myndun almennings byggist
að miklu leyti á þessum
skrifum og i þeim má ekki
koma fram neinn lágkúru-
légur félagarigur eða
persónuleg hagsmunapóli-
tik.
Gagnrýni er alls staðar
nauðsynleg — ekki siöur i
iþróttunum en á öðrum
sviðum, en hún verður að
13 ára gömul og
bœtti íslandsmet
sitt um 45 sekúndur
Hún 'er ekki nema 13
ára hún Anna Haralds-
dóttir úr FH, en samt
setti hún íslandsmet i
gærkvöldi á Innan-
félagsmóti FH á Mela-
vellinum, bætti sitt
eigið met um heilar 45
sekúndur i 3000 metra
hlaupi kvenna. Anna
hljóp á 11.19.2 Lára
Halldórsdóttir, aðeins 12
ára hljóp þetta lang-
hlaup kvenna á 12.05.2
min.
A þessu móti FH kom i ljós að
Friðrik Þór Óskarsson virðist i
ágætri æfingu, stökk 6.66 léttilega
og átti lengri stökk, en var
óheppinn og gerði ógilt.
Hafdis Ingimarsdóttir UMSK,
varð sigurvegari i langstökki
kvenna með 4.92. Liljá Guð-
mundsdóttir, 1R, stökk 4,43 og
Björk Eiriksdóttir, tR, 4.36.
Sigurinn i 800 metra hlaupi
karla féll Sigurði Pétri Sig-
mundssyni úr FH i skaut, hann
hljóp á 2.09.6. Einar P. Guð-
mundsson, FH á 2.35.0.
Annars hefst timabil frjáls-
iþróttanna annað kvöld með Vor-
móti IR að venju á Melavellinum.
Mjög gaman er að sjá hina góðu
þátttöku i hlaupagreinunum, t.d
13. keppendur i 3000 metra hlaupi,
en þar má búast við sannkölluðu
einvigi milli þeirra Halldórs Guð-
björnssonar Agústs Asgeirssonar
og Sigfúsar Jónssonar.
Þá verður gaman að sjá
hvernig til tekst i kast-
greinunum, en margir reikna
með miklum framförum hjá
Erlendi Valdimarssyni og ekki
sizt sterka Strandamanninum,
Hreini Halldórssyni, sem margir
spá að muni nú varpa kúlunni i
fyrsta sinn yfir 18 metra strikið.
STUTTAR
FRÉTTIR
Fá viðurkenningu
fyrir
Miklatúnshlaup
Frjálslþróttadeild Armanns
hefur ákveðið að veita þeim kepp-
endum i Miklatúnshlaupi I vetur,
sem náð hafa beztum meðaltima
úr þremur hlaupum, sérstaka
viðurkenningu nú aö afloknu
siðasta hlaupinu að þessu sinni.
Alls mættu rúmlega 100 börn og
unglingar til þessarar keppni á
aldrinum 6-18 ára. Er alveg
öruggt, að meöal þeirra eru ein-
staklingar, sem ættu að geta náð
langt, ef þeir leggja rækt við
þessa íþróttagrein I framtiöinni.
Eftirtaldir keppendur urðu hlut-
skarpastir og unnu til verðlaun-
anna:
Keppendur f. 1959 og fyrr:
1. Ásgeir Þór Eiriksson,
2. Kjartan Einarsson,
3. Guðm. R. Guðmundsson.
1. Inga Daviðsdóttir
Keppendur f. 1960-1961
Drengir:
1. Gestur Grétarsson
2. Kristinn Kristinsson
2. Ómar Banine
Stúlkur:
1. Ingibjörg Guðbrandsdóttir
2. Stigrún Asmundsdóttir
3. Þorbjörg Ragnarsdóttir
Keppendur f. 1962-1963
Drengir:
1. Birgir Jóakimsson
2. Hafliði Harðarson
3. fllfar Ólfarsson
Stúlkur:
1. Katrin Sveinsdóttir
2. Eyrún Ragnarsdóttir
3. Björk Harðardóttir
Keppendur f. 1964 og siðar.
Drengir:
1. Guðjón Ragnarsson
2. Styrmir Snorrason
Stúlkur:
Halldóra Guðjónsdóttir
Fú hundrað þúsund
í verðlaun, — ef....
Það eru nokkuð frumleg verð-
laun, sem Rolf Johansen, stór-
kaupmaður hefur heitið i
Bridgcstone-Camcl keppnina i
golfi, en sú keppni verður i Leir-
unni hjá Golfklúbbi Suðurnesja
um næstu hclgi.
Hundrað þúsund krónur cöa
jafnvirði þeirra á sá golfmaður
að fá, sem slær boltann holu i
höggi i keppninni. Að visu eru
likurnar einn á móti milljón, en
hvað um það, allt gctur gerzt.
Hitt er svo spurning hvort viö-
komandi golfmaöur yröi ekki
dæmdur atvinnumaöur, ef hann
fengi 100 þús. króna verölaun I
golfkeppni áhugamanna.
ÓSIGRAÐIR AF DÖNUM
halda aftur til keppni utan
Þessum Víkingsstrákum barst
heldur en ekki gott boð á dögun-
um. Þeir fá fritt uppihald i
Rödovre i Danmörku í 10 daga og
keppa þar á alþjóðamóti I knatt-
spyrnu ásamt 9 liðum öðrum.
Virðist þarna vera sterkt ung-
lingamót, þvl liöin koma frá
þekktum félögum viöa um
Evrópu.
Annars eiga Vikingarnir óvenju
glæislegan feril I Danmörku, léku
þar fyrir nokkrum árum sem 3.
flokks leikmenn, unnu hvern sig-
urinn af öðrum og héldu heim
ósigraðir. Liklega hafa Danirnir I
Rödovre inunað þetta, þvi hingað
sendu þcir boðsbréf og höfðu þá
þetta sama lið I huga.
Vikingarnir halda utan til
Rödovre 2. júni og verða sem fyrr
seeir I 10 daea vtra.