Vísir - 14.07.1973, Page 4

Vísir - 14.07.1973, Page 4
4 Umsjon: Steinar Berg Vísir. Laugardagur 14. júli 1973. ÍOBO: Einfalt nafn — einföld músík! Lobo, einfalt nafn, finnst ykkur ekki, ein- falt eins og músikin, sem það er skrifað fyrir. Þetta er þriðja plata Lobo, og hann er alltaf jafn Lobo-legur. öll lögin á plötunni eru keimlik, og sum þeirra raunverulega sama lagið:. örlitið breytt útsetning, nýr texti, bamm, nýtt Lobo-lag tilbúið. Þó Lobo sé einfaldur, þá verð ég að segja, honum til hróss, að mér finnst þessi plata hans þægileg. Það er vel hægt að hlusta á hana, ef maður ætlar sér ekki að hlusta. Ég ætla ekki að fara að eyða mörgum orðum i að skýra út fyrir lesendum, hvað mér finnst um tónlistina, sem fyrir er að finna á „Calumet”. Segi aðeins, ef einhvern langar til að læra fljótt, þá skyldi sá, kaupa „Calumet”, þvi meðal- manneskja þarf aðeins að heyra plötuna tvisvar til að kunna kana utan að, bæði lög og texta. En við hin verðum aö unna hinum að hlusta á Lobo. Við þvi er ekkert að gera þvi þó þessi fari þá kemur bara annar Lobo. Nóg aðheyra plötu Lobós tvisvar til að kunna hana utanað tetta er önnur plata Eagles, en með fyrri plötu sinni ölluðu þeir sér mikils álits, hér og ann- ars staðar. Þessi plata sannar, að þeir geta fyllilega staðið und- ir þvi að vera nú taldir ein bezta Country-rock hljómsveit i heimi. Þeir virðast ekki alveg vera búnir að ákveða, á hvaöa linu þeir eigi að halda sig, en það ætti að koma fljótlega. Á „Desperado” finnst mér það koma skýrt fram, hvar Eagles eru beztir. Þeir njóta sin langbezt, el þeir hlanda mikilli Country-músik saman við rokk- ið, eða þegar þeir spila góðar’ melódiur, „eins og t.d. lagiði Tequila Sunrise” en siðustu fregnir herma, að það lag sé nú á l'ullri lerö upp vinsældalista vestanhafs. Eagles ættu hins vegar algerlega aðsleppa þvi að reyna að spila rokk eitt sér, til þess liggja rætur þeirra alltoí djúpl i country-músikinni. Desperado er samt góð plata, þó það sé hægt að finna að henni. Eagles eiga örugglega eltir að gera það gott. og ef ein- hver vill vera með þeim frá byrjun, þá ætti sá hinn sami ekki að missa af þessari plötu SIDE 2 Innantómt hóvaða-rock West, Bruce & Laing: Whatever Turns You On. Hver veit ekki hverjir þeir Jack Bruce, Leslie West og Corky Laing, eru? Þeir eru allir rokk-súperstjörnur. Og hvað skeður þegar súperstjörnur stofna saman hljómsveit? Það hlýtur náttúrulega að verða súperhljómsveit. Hvað annað? Nei, ekki i þessu tilfelli. West, Bruce og Laing er ekki nein súperhljómsveit og verður aldrei, ef svo fer sem hori'ir. Fyrri plata þeirra „Why Dontcha”, var frekar ómerkileg músiklega. Þar var ekkert að finna, sem þeir höfðu ekki gert áður. En það var hægt að fyrir- gefa þeim það, vegna þess að flestir litu á hana, sem upphitun fýrir það, sem seinna kæmi, en það hlyti að verða gott. Nú er önnur plata þeirra komin á markaðinn og nefnist hún „Whatever Turns You On”, og verð ég að segja að þar er litiö, „that turns me on”. Fátt er um fína drætti i tónlist þeirra, þetta er mest innantómt hávaðarokk, þó eru þarna neistar innan um og er Jack Bruce ábyrgur fyrir þeim, og vonandi verða þessir neistar þeim að leiðarljósi i fram- tiðinni. Eðlileg þróun væri, að Jack Bruce fengi meiri völd innan hljómsveitarinnar og Leslie West hætti öskrunum, slappaði aðeins af og léti sér nægja að vanda sig við gitarleikinn, en það getur hann, ef hann vill. En, það er erfitt þegar súper- stjörnur eru saman i hljóm- sveit, þvi þeir eru, jú allir jafn miklar stjörnur. Alltaf eins, en Chicago: Chicago VI Chicago er ein af þeim hljómsveitum, sem segja má, að komið hafi með sinn stil og haldið áfram að þróa og bæta þann stil og þeir eru enn að, eins og þessi siðasta plata þeirra sýnir. Chicago var þeirra bezta þar til VI kom á markaðinn fyrir skömmu, en hún tekur við þar sem Chicago V endar. Margir hafa sett fyrir sig, það sem þeir kalla „lúðrablástur” hjá Chicago. Þessi gagnrýni er byggð á ákaflega grunnum rök- semdum, þvi eins og þeir sýna þá er notkun þeirra á blásturs- hljóðfærum mjög smekkleg og keyrir aldrei úr hófi fram, en ekkert væri auðveldara en að eyðileggja tónlistina með ósmekklegri notkun þeirra. En betri strákarnir i Chicago hafa þetta allt á hreinu. Þeir vita nákvæm- lega hvað þeir eru að gera, og stendur Chicago VI til vitnis um það. Það má þvi segja um Chicago, að þó þeir séu alltaf eins, þá eru þeir alltaf að verða betri og betri. En það er sjaldgæft að hljómsveitum takist það án þess að falla i stöðnunargryfjuna. ‘51C afto. I V ; THE tlFE DiVINE Mahavíshnu Jolm McLoughlir (Chimnoy Music lnc. B M I.) LET US GO INTO THE I IOUSE OF THE LORI> Traditional Arr. hy Sántana-McLaughlin (Chinmqy Mtwie t»C. It.M .1.) medjt^tiön MirhavuthuújohnMc.L.Highlin (Chinumy Musit' Inc. B.M.l.) C o i los SöTitana - G uita r iVfiiha'yíshnu John McLíiughlin - Gu i tiir. Piapu ' Khltiirt Yiviin f Lirrry Armaniio Pi>r;iya-C<oi«Á> Bíily Ct>bhum-D'nir)s : . * Don AUas-örums Jan Huinmíír-örunrí v x Doug K’.uith-/>„>v. jiifntfs t Mingo) LCw rs-A^c-ú^.Mon ’ Pr<xtuce<i bv +'CANLOí> SANTANA & MAHAVISHhú JÖHN McLAUGHLtN Eitgíiiecr- C.LEN KOL0TKJN Eru ábyrgir fyrir því merkilegasta! Carlos Santana og John Mclaughlin: Love, De- votion and Surrender: Sú tónlistarstefna, sem þeir félagar Santana og Mclaughlin fylgja, ætti nú að vera öllum kunn, sem áhuga hafa á. Þeir félagar eru að miklu leiti ábyrgir fyrir þvi merkilegasta, sem skeð hefur i sögu poptónlistarinnar. Það er ekki bara tónlistin, sem er að breytast, takið bara eftir með- fylgjandi mynd. Já, þeir eru klipptir ekta ameriskri skóla- klippingu. Ég veit ekki, hvort þetta austurlanda-speki-ástand, sem þeir eru á kafi i, á eftir að ná almennri útbreiðslu, tlminn sker úr þvi. Það er tónlistin, sem skiptir máli og sú tónlist, sem þeir spila, er frábær. Fyrir mig ristir þessi plata samt ekki eins djúpt og siðustu plötur Santana og Mahavishnu Orchestra. Hún virðist ekki gerð af sömu alvöru og þær plötur. En þó er ekki hægt að segja annað en hún sé góð. Þarna eru saman komnir tveir af beztu gítarleikunum heims og samspil þeirra er snilldarlegt, þannig að stundum hefur maður það á til- finningunni að þeir séu að tala saman. Já tala saman með giturunum, það er akkúrat, sem þeir gera. Þeir tjá sig með tón- listsinni, öll orð eru óþörf. En til þess að skilja þá þarf að hlusta gaumgæfilega á músikina. Þó þeim, sem fylgst hafa með þeim félögum um skeið, finnist þessi plata ekki sérstaklega þung, þá er vist að flestum finnst þetta geysiflókin músik. En raun- verulega er hún það ekki. Munurinn er sá, að til þess að njóta þessarar tónlistar þarf ekki bara tvö eyru til að hlusta með. Maður verður að finna fyrir tónlistinni, ekki siður en heyra hana. Eins og ég sagði, þá er frekar létt yfir þessari plötu og hún á örugglega eftir að afla þessari tónlistarstefnu fleiri fylgjenda. En þetta er bara byrjunin. Þó Love, Devotion and Surrender sé góð plata, þá eiga þeir Carlos Santana og Mahavishnu John McLaughlin örugglega eftir að gera betri hluti i framtíðinni. Ilér sjást þeir félagar Jahn McLaughlin t,v, og Carlos Santana (hvitklæddir til marks um heinleika þeirra) sitjandi sinn til hvorrar handar við lærifööurinn, Sir Chinmoy, sem þeir viðurkenna báðir að hafi hafið þá upp úr fíknilyf janeyziu og öðrum ósóma — upp á æðra svið....

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.