Vísir - 14.07.1973, Síða 6

Vísir - 14.07.1973, Síða 6
6 Vlsir. Laugardagur 14. júli 1973. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 Cl lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfakiö. Biaöaprent hf. Haag hafði ekkert lært Alþjóðadómstóllinn i Haag hefur ekkert lært og engu gleymt. Hann hefur nú endurnýjað úrskurð sinn um, að íslendungar láti brezku og vesturþýzku togarana i friði, Bretar fái að veita 170 þúsund tonn á ári á íslandsmiðum og Þjóð- verjar 119 þúsund tonn. Stefnufesta dómstólsins hefur leitt til þess, að hann er orðinn kaþólskari en páfinn. Hann gefur Bretum og Þjóðverjum viðtækari heimildir en þeir sjáifir bjóða upp á i viðræðum við ís- lendinga. Meðan dómstóllinn talar um 170 þúsund tonn, eru Bretar að stinga upp á 135-145 þúsund tonnum. Og meðan dómstóllinn talar um 119 þúsund tonn, eru Þjóðverjar að stinga upp á 100 þúsund tonnum. Dómstóllinn hefur greinilega ekki snefil af áhuga á náttúruvernd. óyggjandi tölur sýna fram á, hvernig þorskurinn við ísland fer siminnkandi og hvernig rányrkjan er að eyða sterkasta árganginum, áður en hann verður kynþroska. Dómstóllinn tekur þannig á sig þyngri abyrgð en hinir finu og öldruðu herrar, sem skipa hann, geta staðið undir. Dómstóllinn veitir nýiendustefnu óbeinan stuðning með þvi að viðurkenna sögulegan rétt, sem Bretar og Þjóðverjar hafa aflað sér með vafasömum hætti. Bretar þrengdu sér upphaf- lega með ofbeldi inn á íslandsmið og kúguðu sið- an Danakonung til að draga saman landhelgina við ísland. Ofbeldi er ekki betra fyrir þá sök, að þrjótnum haldist uppi að fremja það um langan aldur. Padillo Nerva, dómarinn, sem studdi Is- lendinga i fyrra skiptið, er nú hættur, en i hans stað tóku nú þrir dómarar af fjórtán upp hanzk- ann fyrir íslendinga. Þessi aukni skilningur á málstað íslands er eini ljósi pukturinn i annars óhagstæðum afskiptum Haag-dómstólsins. af málinu. Við tökum vissulega ekki mark á bráðabirgða- úrskurðinum nýja fremur en hinum gamla. En við vitum samt, að úrskurðurinn hefur áhrif og veldur okkur erfiðleikum. Þess vegna er okkur óhætt að naga neglurnar út af þvi að hafa ekki rekið harðvitugan málflutning fyrir dómstólnum. Hinn skriflegi málflutningur okkar var einkar máttlaus. Nokkrar greinargerðir, bréf og skeyti voru send dómstólnum. Ef við hefðum hins vegar sent málflutningsmenn, er hefðu rökrætt ýtar- lega þau atriði sem hagstæðust eru málstað okkar, hefðu dómararnir öðlast mun betri skilning á hinum geigvænlegu vandamálum, sem íslendingar eru að reyna að leysa með útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Við hefðum getað áskilið okkur allan rétt, þrátt fyrir munnlegan málflutning. Þess eru mörg dæmi, að riki hafa fyrirfram lýst yfir þvi, að þau teldu Haag-dómstólnum óheimilt að hafa afskipti af ákveðnum málum, en hafa samt sent menn til að verja mál sitt fyrir honum. Og þau hafa lika unnið mál sitt. íran neitaði t.d. einu sinni að fallast á lögsögu dómstólsins i oliudeilu við Bret- land, en varði samt málið i Haag og vann það. Hinir virðulegu dómarar i Haag fengu þvi mið- ur ekki aðstöðu til að kynna sér ofan i kjölinn málstað Islands. Þess vegna hafa þeir ekkert lært og engu gleymt, siðan þeir kváðu upp sinn illræmda úrskurð i fyrra. Endurtekning þess dóms er ekki til þess fallin að halda uppi sóma og virðingu dómstólsins og leiðir þvi siður til neinn- ar lausnar á fiskveiðideilunni. —JK— Portúgalar hafa svo sannarlega ekki verið meðal tiu efstu á vinsældarlistanum á Bretlandseyjum síðustu dagana, eftir ásakanir kaþólsku prestanna um, að hersveitir Portugals hafi staðið að fjölda- morðum Mozambique, nýlendu Portugáls. Frómt frá sagt hafa þeir ekki veriömeöal tiuefstu neinsstaðar, þvi aö meira aö segja Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóðanna, hefur ekki setið á sér viö að hnýta ögn i þá, meb þvi að óska skýringar þeirra á þessum fréttum. 1 gærmorgun fréttist, að Kurt Waldheim hefði hringt i fastafull- trúa Portúgals hjá Sameinuðu þjóöunum til þess að láta i ljós „þungar áhyggjur” sinar vegna fréttanna um fjöldamorð hundr- uö afrikanskra þorpsbúa i Mozambique. Sagt var, að fasta- fulltrúinn, Antonio Patricio, hafi verið fjarverandi, þegar fram- kvæmdastjórinn hringdi, en sendiráðsritari hans svaraði i staðinn og benti Walsheim á, að Portugal heföi þegar borið þessar fréttir til baka og neitað áburöinum. En Waldheim vildi fá ritarann á sinn fund, til að út- skýra máliö betur. Siðar sagði svo talsmaður S.Þ., Caetano, forsætisráöherra Portúgais, l>ug. hefur visað áburði prestanna á UPPSPUNI EÐA IHÝR BLETTUR A SÖGUNNI? að það hefði veriö einn aðstoðar- framkvæmdastjjórinn, en ekki Waldheim sjálfur, sem hringt hafði og óskað eftir, þvi, að Portúgalinn kæmi á fund Wald- heims. En út á eitt kemur, þvi að slikt hefði enginn aðstoðarfram- kvæmdastjjóri tekið upp hjá sjálfum sér án fyrirmæla Wald- heims. Þessi harðfylgni Waldheims i kröfunni um skýringu af hálfu stjórnar Portúgals, þykir óvenjuleg harka af hálfu fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóö- anna gagnvart einu aðildarrikj- anna. En Portúgal hefur nær ein- angrast innan Sameinuðu þjóð- anna vegna stefnu sinnar i Afriku, en hún hefur einmitt verið skotspónn margra ályktana Sameinuðu þjóðanna, sem Afrikurikin hafa I sameiningu staðið að, og borið upp. En þetta sýnir einmitt, hvernig hugur manna stendur til þessarar frásagnar prestanna af fjölda- morðunum i Mozambique. Flestir trúa skýrslum þeirra, og enginn hefur borið brigöur á þær — nema Portugal, sem segir, „að faðir Hastings sé löngu kunnur fyrir fjandskap sinn i garð Portugals, og þeir, sem þekki hann persónu- lega, segi hann vinstrisinnaðan og ekki mark á fullyrðingum hans takandi”. Þannig var yfirlýsing sendinefndar Portugals hjá Sameinuðu þjóðunum. 1 Bretlandi höföu risið upp háværar raddir, sem meö Harold Wilson i broddi fylkingar kröfðust þess, að stjórnin aflýsti opinberri heimsókn Marceilo Afrikanskir skæruliöar: Til að hefna fyrir hermdarverk þeirra, eru Ródesiumenn og Portúgalar sagðir hafa unnið ódæðisverk á innfædd- uin i Mozambique. Caetano, forsætisráðherra Portugals, sem væntanlegur er þangað i næstu viku. Frásagnir Lundúnablaðsins, The Times, hafa æst menn mjög á móti Portúgölum, þvi að blaðiö hefur tekið ásaknir prestana upp i leiðara sina og lýst þvi yfir við lesendur, að það leggi fullan trúnaö á frásögn þeirra. Vinstri sinnuð öfl i Bretlands- eyjum hafa bundizt samtökum og tilkynnt, að þau muni standa að mótmælaaðgeröum, meðan á heimsókn Caetanos forsætisráö- herra stendur, en Heath forsætis- ráðherra lýsti þvi yfir í neðri málstofu brezka þingsins, að heimsókninni yrði ekki aflýst. Jafnframt þessum mótbyr hafa veriö rifjaðar upp fyrri ásaknir á hendur Portugölskum yfirvöldum um að beita pyndingum og þvingunum gegn pólitiskum and- stæðingum, og fangelsunum án dóms og laga. — Krafizt hefur verið opinberrar rannsóknar á atferli Portugala i nýlendunni. Eins og menn muna hafði faðir Adrian Hastings skýrt frá þvi I The Times, að spænskir trúboðar heföu sagt honum af morðum 400 Ibúa þorpsins Wiriyamu I Mozambique. Spænskur prestur skýrði frá þvi, að honum væri kunnugt um að herflokkur Rodesiumanna hefði komið yfir landamærin og myrt 8 ættingja eins þorpshöfðingjans. Þessi hryðjuverk áttu að hafa verið unnin I hefndarskyni við hermdarverk Frelimo, skæru- liðahreyfingarinnar afrfikönsku. Von var, aö slikar sögur vektu óhugnað, en samt eru þó þeir, sem vilja trúa svona söguburði varlega. Það hefur orðið til þess að rugla menn aftur i riminu, að fréttamaður Daily Telegraph, Bruce Loudon, hefur sent fréttir innan úr frumskógum Mozambique og hefur hann eftir innfæddum, að þeim sé ekki kunnugt um nein fjöldamorð á þessum slóðum. „Það er mitt álit”, skrifar Loudon, „að spænsku prestarnir hafi haft fréttirnar frá þriðju og fjórðu hendi”. Enginn hinna innfæddu, eöa þá dáta portugalska hersliðsins, sem hann náði tali af, vissu um þorp meö nafninu Wiriyamu — sagði Loudon. Eini staðurinn, sem minnt gat á nafnið, var yfirgefið þorp meö nafninu „Mariano”, en þar hafa ekki verið unnin nein óhæfuverk þessi tiu árin, sem Portugal hefur átt i striði við skæruliða Frelimo. The Times minnir aftur á móti á það, að menn hafi tekið með trotryggni sögunum - af útrýmingarfangabúðum nazista i siðari heimstyrjöldinni, og meðferð þeirra á Gyðingum, eða orðrómnum um þrælkunarbúðir Stalins, eða Katynfjöldamorð- unum, fjöldamorðum komm- unista við Hue og Bandarikja- manna við My Lai.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.