Vísir - 21.07.1973, Qupperneq 6
6
Vísir. Laugardagur 21. júll 1973.
vísir
Útgefandi:-Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
^Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiftsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siftumúla 14. Simi 86611 rr.lfnur)
Askriftargjald kr. 300 á mánufti innanlands
I lausasölu kr. 18.00 einfakiö.
Blaöaprent hf.
Gleymum ekki einu
Verkefni varnarliðsins á Keflavikurflugvelli
hafa breytzt smám saman þá tvo áratugi, sem
það hefur verið hér óslitið. Áherzlan á beinar
varnir íslands hefur minnkað, en hið almenna
eftirlit með hernaðarlegum hreyfingum á Norð-
ur-Atlantshafi hefur aukizt.
Við höfum ekki gert okkur nægilega góða grein
fyrir þörfum okkar á þessu sviði. Þess vegna er
eðlilegt og timabært, að samningurinn um varn-
irnar sé endurskoðaður. Hann ætti raunar að
vera i stöðugri endurskoðun.
Enn sem komið er hefur rikisstjórnin ekki aflað
sér mikilla gagna um málið. Varnarmáladeild
utanrikisráðuneytisins hefur samið skýrslu um
efnahagsleg áhrif varnarliðsins. Framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins hefur samið
skýrslu um gildi varnarliðsins fyrir sameiginleg-
ar varnir bandalagsins. Og Einar Ágústsson ut-
anrikisráðherra hefur gefið skýrslu um ferð sina
til Bandarikjanna og viðræður sinar þar um
varnarliðið.
Fjórða skýrslan og ef til vill sú athyglisverð-
asta er fengin frá Sviþjóð. íslenzka rikisstjórnin
snéri sér til sænsku stjórnarinnar, vegna þess að
Sviþjóð er hlutlaust riki utan varnarbandalaga.
Sænska stjórnin visaði á óháða stofnun þar i
landi, sem fæst við athuganir á hermálum. Sú
stofnun samdi skýrslu, þar sem fram kom sú nið-
urstaða, að full þörf væri á varnarliði á íslandi.
Þar með er allt upp talið. Sjálfir höfum við
trassað að mennta menn i hernaðarlegum fræð-
um, svo að innanlands er þekkingin á þessum
sviðum ákaflega takmörkuð. Fyrsta skrefið i
endurskoðun varnarsamningsins ætti raunar að
felast i öflun slikrar þekkingar.
Óvist er, að öryggishagsmuna íslendinga verði
nægilega gætt i væntanlegri endurskoðun varnar-
samningsins. Fulltrúar Bandarikjanna og At-
lantshafsbandalagsins munu leggja mesta
áherzlu á að sýna islenzkum ráðamönnum fram á
gagnsemi varnarliðsins fyrir sameiginlegar
varnir Vesturlanda og leggja minni áherzlu á
gildi liðsins fyrir ísland sérstaklega, þvi að þeir
telja íslendinga hafa takmarkaðan áhuga á þvi.
Trúlega munu islenzkir ráðamenn leggja
áherzlu á, að hvimleitt séaðhafa hér erlent varn-
arlið. Þeir munu setja á flot hugmyndir um, að
íslendingar taki að sér að einhverju eða verulegu
leyti það almenna eftirlit, sem rekið er frá Kefla-
vikurflugvelli. Viðræðurnar geta vel leitt i ljós,
hvað sé raunhæft i slikum hugmyndum.
Áhugi íslendinga á vörnum sjálfs landsins sins
er hörmulega litill. Þess vegna er hætt við, að
öryggishagsmunir landsins verði útundan i við-
ræðunum. Reynt verður að bræða saman það is-
lenzka sjónarmið, að varnarliðið sé hvimleitt, og
það sjónarmið viðsemjendanna, að varnarliðið sé
nauðsynlegt fyrir sameiginlegt öryggi Vestur-
landa.
Sumir islenzku ráðherranna munu reyna að
spilla viðræðunum, svo að landið verði gersam-
lega varnarlaust. En jafnvel þótt hinir verði ofan
á og samið verði um áframhaldandi varnir i nýju
formi, er trúlegt, að hinum sérstöku varnarhags-
munum íslands verði ekki nægilegur gaumur
gefinn. Þessa ábendingu ættu Einar Ágústsson og
utanrikisráðuneytið að taka til alvarlegrar at-
hugunar.
—JK
Michel Gauvin, ambassador (t.v.), sést hér heilsa kandadisku liftsforingjunum tveimur, sem Viet Cong
liaffti i haldi i 17 daga. Þeir voru á könnunarferö, ásamt tveim vietnömskum leiðsögumönniim, þegar
skæruliðar tóku þá fasta. Var reynt aft þvinga þá tii þess aft játa, aö þeir hefftu verift f njósnaferð fyrir
Bandarikjamenn.
Moskva og Peking
hafa lykilinn
„Lykillinn að friði í Víet-
nam liggur í höndum
AAoskvu og Peking, sem
bæði hafa hug á að bæta
sambúðina við Bandarík-
in," sagði yfirmaður kana-
dísku friðargæzlusveitanna
i vikulokin síðustu, en hann
var þá á förum þaðan.
AAichel Gauvin,
ambassador, fórtil Kanada
nær hálfum mánuði á und-
an 290 manna friðargæzlu-
sveit Kanada, sem opinber-
lega hættir gæzlustörfum í
Veítnem um mánaðarmót-
in. í kveðjuskyni lét am-
bassadorinn nokkur orð
falla um hlut kommúnísta-
ríkjanna tveggja, sem þátt
taka í friðargæzlunni, og
hann bar Viet Cong ekki vel
söguna á þessum síðasta
fundi sínum með blaða-
mönnum í Saigon.
Gauvin sagfti, að alþjóðavopna-
hléseftirlitift heffti komift að meiri
notum þennan tima, sem þaft hef-
ur starfaft (siöan 28. janúar), ef
„vopnahléft heffti verift virt.” En
hannsagði, að áhrifamáttur eftir-
litsráftsins væri mjög háftur rikj-
unum fjórum, sem aftilar voru aft
friftarsamningunum i Paris, en
þaft eru: Suftur-Vietnam, Norftur-
Vietnam, útlagastjórn Þjóft-
frelsishreyfingarinnar og Banda-
rikin.
A hinn bóginn sagftist Gauvin
vera bjartsýnni núna á friðar-
horfurnar i Vietnam, heldur en
hann var fyrir einum mánufti eða
svo.
„Aft visu er sú bjartsýni byggft
á nokkrum forsendum, sem ég
geng út frá, en gætu reynzt vera
rangar, þegar fram i sækir,” vift-
urkenndi þessi 53 ára gamli dipló-
mat. „Hvað sem þvi liftur, þá er
ég þeirrar skoftunar að lykillinn
aft friftnum i Vietnam sé i höndum
Pekingstjórnarinnar og Moskvu,
sem bæfti hafa fullan hug á aft
bæta sambúðina vift bandarikin.”
„Þeir munu láta það sjónarmift
ráfta yfir áhuga þeirra á Indó-
kónaskaga. Auk þess held ég
ekki, að Kinverjarnir vilji að
Norður-Vietnamar ráfti yfir öllum
skaganum,” sagfti Gauvin.
„Þeir hafa fremur áhuga á,þvi
— eins og reyndar lika Rússarnir
að minu mati — aft það haldist
„status guo,” aðskaginn skiptist i
fjögur sjálfstæð svæfti. Nefnilega
mmmm
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Vopnahlé hefur staöift I Vietnam
um nokkra hríft/og enginn hefur
töiu á; hve oft þaft hefur verift
brotift af deiluaðilum. Bardagar
halda áfram i Kambódiu; og á
myndinni sjáum vift hermann
Kambódiustjórnar meft Biíddha-
hálsmen I munni sér, sem verja á
hann fyrir kúlum óvinanna.
Norftur- og Suftur-Vietnam,
Kambódiu og Laos.”
„Þetta kann ykkur að þykja
draumórakennt,” sagfti
ambassadorinn brosandi vift
fréttamennina, „en þetta held ég
samt aft sé vilji Kinverja og
Rússa.”
A þessum blaðamannafundi
nefndi Gauvin i fyrsta sinn meft
nafni tvo fulltrúa i friftargæzl-
unni, Ungverjaland og Pólland,
um leift og hann gagnrýndi,
hvernig þeir hefðu rækt hlutverk
sitt i vopnahléseftirlitinu. Mánuft-
um saman hefur hugmyndafræfti-
legur ágreiningur austurs og
vesturs hamlaft störf nefndarinn-
ar vift að fylgjast með vopnahlé-
inu i Vietnam og aft rannsaka brot
aðilanna beggja. Indónesia er
fjórfti aðilinn i eftirlitsráðinu og
hefur venjulega tekift sér stöðu
með Kanada, þegar greint hefur
á.
„Ég trúi þvi, að Pólland og
Ungverjaland vildu helzt vera
hlutlausir og málefnalegir — og
ég held ekki, að það hafi verið
ætlun þeirra, þegar þeir komu
hingað, aft vera hlutdrægir.”
sagfti Gauvin. „En þeir þverneita
að fordæma opinberlega stjórn
Þjóðfrelsishreyfingarninnar eða
Norður-Vietnama...Þeir segja vift
okkur á bak vift: „En þift verðið
að skilja okkur. Það er ógjörning-
ur fyrir okkur.Þaft yrfti ekki skilift
i austantjaldsrikjunum.”
Gauvin sagðist skilja aðstöftu
Ungverjanna og Pólverjanna, og
hann sagftist hafa „samúft” meft
yfirmönnum sendinefnda þeirra,
en bætti þvi við, að „Kanada gæti
ekki tekið þetta gott og gilt” — og
þvi hefði Kanada ákveftift aft
hætta störfum friftargæzlunni.
Aftspurftur um, hvort hann
teldi, að Ungverjar og Pólverjar
hefðu gert skripafigúru úr eftir-
litsráftinu og starfi þess, svaraði
Gauvin, aft hann teldi þaft ekki,
enda hefðu þeir verift sjálfum sér
samkvæmir hvað viðvéki afstöðu
þeirra til að rannsaka kærur um
vopnahlésbrot.
„Þaft var frekar hitt, sem okkur
þykir fráhrindandi, og þaft er
skorturinn á jafnvægi innan ráfts
ins, vegna þessara tveggja
kommúnistarikja og tveggja
hlutlausra rikja. Þar sem tvö
rikin hallast sýknt og heilagt á
sveif meft öftrum aðilum, verftur
hinum tveim sifellt erfiðara og
erfiftara aft halda hlutl. sinu, án
þess aft fá á sig svip einhvers
konar verjenda Suður-Viet-
nama,” sagfti Gauvin.
Gauvin sagði, að Viet Cong
hefftu sjaldan þessar siftustu vik-
urnar óskaft eftir rannsókn á
meintum vopnahlésbrotum, meft-
an Saigonstjórnin leggfti jafnt og
þétt fram margar slikar beiðnir
daglega.
Gauvin mun fara til Grikklands
þar sem hann mun taka aftur við
fyrra embætti sinu sem ambassa-
dor Kanada i Aþenu. Hann ætlafti
að fara fyrir þrem vikum eða um
siðustu mánaðarmót, en frestafti
brottför sinni þegar tveir kana-
diskir liftsforingjar lentu i hönd-
um Viet Cong og voru i haldi i 17
daga. En nú eftir að þeir hafa
verift látnir lausir, er honum ekk-
ert aft vanbúnafti lengur..