Vísir


Vísir - 21.07.1973, Qupperneq 8

Vísir - 21.07.1973, Qupperneq 8
8 Vlsir. Laugardagur 21. júli 1973. KIRKJAN OK ÞJWDDH SIGURFÖR I einu bréfa sinna — 2. Korintubréfinu — kemst Páll postuli svo að orði, að hann þakkar Guði, sem fer'með oss í óslitinni sigurför. Þegar viö sjáum þetta orð — sigurför— kemur oss ósjálfrátt til hugar lokaþátturinn I sigur- sælli, vel heppnaðri herferð ein- hvers rómverska herforingjans. Þegar hún hafði gengiö vel, óvinurinn yfirunninn, land hans innlimað I Rómaveldi sem nýtt skattland — þá fagnaöi Róm hinum sigursæla með miklu yfirlæti. Þá hélt hann sigurför inn i hina eillfu borg. Af þessu dregur Páll Lærdómsfulla llkingu um lifs- starf sitt sem krisniboða. Hann hefur rekiö erindi Krists. Þar er að visu ekki um landvinninga að ræða heldur mannleg hörtu, sem tileinka sér fagnaðarerindi meistarans frá Nazaret, fyllast þeim friði og fögnuöi; sem maðurinn öðlast fyrir trúna á góðan Guö og hans eingetna son sem drottinn sinn og frelsara. En þessa likingu um óslitna sigurför má einnig heimfæra upp á lif hvers þess manns, sem gengið hefur Kristi á hönd og falið honum lif sitt. Það á að Vera ein samfelld sigurganga. Og það er Guði að þakka. Hann hefur sent oss syndugum, ófull- komnum jarðarbörnum sinn eingetna son, sem er sigrari yfir synd og dauða. Og allir menn geta, fyrir Guðsnáð, oröiö hlut- takendur I þessum sigri — þess- ari hjálpræöisráöstöfun Guös mönnunum til handa. Þessa náö Guðs veröur maöurinn að til- einka sér i trú, helga sér i bæn, innlifa sig henni og haga lifi sinu i samræmi við hana. Sé þetta gert af kærleika og kotgæfni — þá verður lif manns- ins sigurför, óslitinn gleði — og fagnaðartimi frá vöggu að gröf, hvernig sem ytri kjörum er háttað og hvað sem líöur öllu veraldargengi — þvi að þá hag- ar maðurinn lifi sinu i samræmi við þann tilgang, sem honum er settur meö veru sinni hér á jörð og það takmark, sem höfundur lifsins hefur sett honum til að stefna i áttina til. öðlist maðurinn sannfæringu um þetta takmark sitt og finni hann handleiðslu Guðs i llfi sinu til aö ná þvi marki, þá verður hann var viö þann friö. i sál sinni, það öryggi I lifi sinu, sem enginn megnar frá honum að taka. Um þetta öryggi guðs- traustsins höfum vér dæmi i lifi margra manna bæði hér á landi og annars staöar um hinn kristna heim bæði fyrr og siðar. Svo ér t.d. um einn alþýðumann norðlenskan,Sigurð Ingjaldsson frá Balaskarði i Húnaþingi, sem ritaði sögu sina á gamals aldri, éftir að hann fluttist til Vestur- heims. Þegar maður les lifssögu þessa fátæka erfiðismanns, sem geröistá hinum miklu harðinda- og þrengingarárum þjóðarinnar á ofanverðir siðustu öld — þá kemur manni ekki annað orð frekar i hug heldur en þetta, sem er yfirskrift þessarar hug- leiðingar og hér hefur verið fjallað um — sigurför. Sigurður frá Balaskarði var maður ferðaglaður. Hann fór ótal sinnum um hávetur — milli Norður- og Suðurlands og lenti i miklum mannraunum, þvi að ósjaldan eru kröggur i vetrar- ferðum eins og gengur. Enda þótt þetta væru miklar hættu- farir og þrekraunir, lagði Sig- urður alltaf á stað hraustur og reifur og fagnandi og sigur- glaður kom hann aftur heim. Hann fer ekki dult með það, hverju hann eigi að þakka sitt mikla ferðagengi: Það er hið einlæga örugga, barnslega guðstraust hans, sem aldrei bregzt honum eitt augnablik hvorki á sjó né landi, hvorki á nóttu né degi, hvorki i bliðu né striðu. Siglandi veiku fleyi i ólgusjó, vaðandi straumþung vötn I kólgu og krapa, þrammandi yfir fjöll og firnindi i hriðarbyl og komin nótt — alltaf er Sigurður Ingjaldsson jafn rólegur, öruggur, vondjarfur. — Hvers- vegna? Hann leynir þvi ekki hverjum þetta er að þakka. „Byrja ég þessa ferö með bæn eins og ég gerði ætlð,” segir hann á einum stað. Hann fól sig forsjón Guðs, lagði i hverja ferð með bæn, hvern morgun talaði hann við Guð eins og barn við föður og tékk þá örugga vissu um handleiðslu hans, og þvi öryggi hugans fengu engar hættur raskaö, engir erfiðleikar hróflaö við, enginn efi teflt i neina tvísýnu. — Allar dagleiðir Siguröar frá Balaskarði voru vegir Drottins, yfir öllum hans áföngum hélt forsjónarrikur faðir á hæðum sinni verndandi hönd, á hverju kvöldi fann hann athvarf eins og i föðurhúsum, þótt hann væri á ókunnum slóðum. Af lifssögu þessa frásagnar- glaða alþýðumanns getum vér lært þann sannleika, að hin sanna sigurganga lifsins er ekki bundin viö hershöfðingja eöa aðra heföarmenn. Sigurinn i baráttu æviáranna fæst fyrir trúna á Jesúm Krist og föðurkærleika Guðs. — Þess- vegna skulum vér enda þessa hugleiöingu með þvi að rifja upp eftirfarandi ritningarstaði: Allt sem af Guði er fætt, sigrar heiminn og trú vor hún er sigur- aflið, sem hefur sigrað heiminn (I. Jóh. 5.4) og Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vorn Jesúm Krist (I. Kor. 15. 5. 7). Megi góður Guð gefa oss öllum þessa trú, þetta sigurafl og ferðanesti um lifsins veg. Gamla myndin Árið 1902 kom út bók i Kaupmannahöín, sem hófst á þessum orðum: Óviða i heiminum hefur hesturinn jafn mikla þýðingu fyrir fólkið og á tslandi. A þessari fjarlægu, strjálbyggðu eyju hafa samgöngurnar að visu mikið batnað á seinni árum. Samt verður enn að ferðast allt á hestum, jafnvel við sjávarsiðuna. Og seinna i þessari sömu bók segir: tslendingurinn og hesturinn hans eru óaðskiljanlegir frá vöggu til grafar. Ungbarnið fer sina fyrstu ferð á hestbaki og gamal- mennið sina siðustu. Likkistan er bundin upp á reiðinginn eða sett á börur milli tveggja hesta (kviktré) og flutt þannig heiman til grafarinnar. Þessar setningar eru teknar úr bók Daniels Bruun höfuðs- manns. Hesten í Nordboernes Tjeneste.t henni eru lika nokkrar myndir m.a. sú sem birtist á Kirkjusiöunni i dag. Hún er tekin norður á Blönduósi i ágúst 1898, og sýnir likkistu flutta á kviktrjám. Þetta er kista Jóns Asgeirssonar á Þingeyrum, d. 29. júli 1898. Maöurinn til vinstri á myndinni er Stefán Jónsson, snikkari á Kagaðarhóli, sem mun hafa smiöað kistuna. Maðurinn, sem stendur við kistugaflinn er Einar Einarsson frá Bólu, þá bóndi á Geirastöðum. Maðurinn á gráa hestinum þekkist ekki. FRÆKOM 1 - 1 :RÆK0RI i - 1 :RÆKORF 1 - 1 RÆKORI 1 - 1 :RÆK0RN Yfir mér virztu vaka og vara á mér taka. Jesús mér fylgi I friöi með fögru englaliði ii Eitt strekk enn" Mikilvœgi sjötta boðorðsins Viö fáum aö reyna það þessa dagana, að spillandi öfl eru að verki i þjóðfélagi okkar, sem reyna að hnekkja trú og siðgæði. Þaö eru ekki svo mjög trúaratriöin, sem veröa fyrir árásum núna. Núna er aðaláherzlan lögð á það að fleka menn til þess að brjóta gegn 6. boðorðinu. Skemmdarverköflin vita nefnilega, aö brjóti kristinn maður það boðorð, þá hrynur öll hans kristna trú til grunna. Hún verður þá i hæsta lagi aðeins þurrar fræðisetningar. Þetta vita þeir, sem eru andvigir kristinni trú af einni eða annari ástæðu.Þess vegna er nú reynt af öllum kröftum að kasta rýrð á hjónabandið i kvikmyndahúsum; sjónvarpi og útvarpi. Þetta hafa frænd- þjóðir okkar á hinum Noröur- löndunum orðið að búa við siðustu árin, og nú er þetta að ná til okkar hér á landi. Nei, látum þennan spillingaráróður ekki hafa áhrif á okkur, og verum á varöbergi gegn þessum hættu- legu kenningum. Sláum skjaldborg um kristilegt siðgæði og fórnarlund. —O.Th. Honum sé dýrð Honum, sem eftir þeim krafti, sem i oss verkar megnar aö gera langsamlega fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrö i söfnuðinum og I Jesú Kristi um öll æviskeið öld eftir öld. Efesusbr 3.20-21. Sá hefur nóg. Þaö var eitt vor á Suðurlandi, að skip kom seint og vantaði margt, bæði kaffi og sykur og margt fleira. Fólkið var að verða óánægt og jafnvel farið að mögla. Gerði ég þá þetta vers: Sá hefur nóg sér nægja lætur nokkuð þó komi misjöfn tiö. Aö þvi skulum vér gefa gætur, Guð er hinn sami fyrr og slð. Þá neyðin oss sýnist nærri mest nálægist hjálpin allra mest. Rétt á eftir kom skip og bætti úr þörfum Siguröur frá Balaskaröi Óhræddur við nýjungar 1 Kirkjublaði 1892 skrifaði sr. Hjörleifur á Undirfelli grein, sem hann nefndi: Um félags- skap I Kirkjufélaginu og hann endar með þessum orðum: ,,Vér getum að minni meiningu óhræddir aðhyllzt hverjar einar nýjungar, sem sprottnar eru af kærleiksrót. Þær geta 'ekki annað en lifgað og fjörgað vort krikjufélag. Hið nýja boðorð, sem Jesús • Kristur gaf oss er það, aö vér skulum elska hver annan og elskan er lögmálsins uppfylling. Cr ljóðabréfi til barns Við skulum aldrei gráta og aldrei tala ljótt, þá verðum við stórir og vöxum upp svo fljótt Við skulum lesa bænirnar þá kemur ekkert ljótt, þvi Guð og allir englarnir vaka hverja nótt (Matthlas Jochumsson) Ferðabæn Á þessum dögum mikilla ferða- laga er gott aö hafa I huga þetta bænarvers Hallgrlms Péturs- sonar: I voða, vanda og þraut vel ég þig förunat Jóhannes bóndi Friöbjarnar- son á Lambanesreykjum I FJjótum var mikill hæfileika- og mannkostamaöur eins og ljóst kemur fram I Skagfirzkum ævi- skrám. Hann var sterkur maöur svo aö fáir vissu afl hans. Eftirfarandi saga sýnir krafta Jóhannesar og hjartagæzku: Eitt sinn vildi það óhapp til hjá nágranna hans, að hross féll ofan I dý og komst ekki upp aft- ur. Svo óheppilega hittist á, að enginn karlmaður var heima á næstu bæjum nema Jóhannes. Var sent til hans, og kom hann strax til hjálpar. Hjónin, sem hrossið áttu, voru fátæk. Var þetta eina hrossið þeirra. Jóhannes tekur nú á hrossinu með hjálp konu og elztu barna, en þaö var blýfast og hreyfðist ekki. Þegar sýnt þótti, að hross- iö hefðist ekki upp, varð Jóhannesi litið á kringumstæð- urnar. Hann sér hjá sér konu og mörg litil börn með tár i augum. Þessi sjón gekk mjög nærri hinu góöaifari Jóhannesar, og hann segir: „Eitt strekk enn”. Réðst hann þá að hrossinu með þvi afli, er forsjónin hafði honum gefið, og hrossið kom upp. Bjargaðihann i það sinn „lambi fátæka mannsins”. Mun Jóhannes þá hafa lofað hið æðsta vald, er studdi hann ætið til dáða.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.