Vísir - 21.07.1973, Side 10
LANDSKEPPNI f SÍON - KNATTSPYRNA UM ALLT LAND
Það verður mikill
fótboíti viða um iand um
helgina,og i Sion i Sviss
tekur islenzka landsliðið
i sundi þátt i mikilli
keppni átta þjóða.
Það er i annað sinn, sem sund-
landsliðið tekur þátt i slikri
keppni. Hin fyrsta var á Skotlandi
i fyrra. Þar sigruðu Spánverjar
og Skotar voru i öðru sæti. Aðrar
þjóöir i keppninni voru: Noregur,
Wales, Sviss, Belgia og tsrael. Is-
lenzka liðið er aðeins skipað 10
sundmönnum og konum — mun
MEÐ VEIZLU
í FARANGRINUM
iglysii.Kj.fdeild
Híttumst í haupféíagínu
færri keppendur, en hjá öðrum
löndum. Guðmundur Gislson er
fyrirliði liðsins. Sömu lönd keppa
einnig nú.
Heil umferð verður i deilda-
keppninni i knattspyrnu hér
heima. I dag verða þrir leikir i 2.
deild, Þróttur, Reykjavik, og
Haukár á Melavelli, FH og
Völsungar i Kaplakrika, og fall-
leikurinn mikli á Selfossi milli
Selfyssinga og Þróttar, Neskaup-
stað. Ef að likum lætur bjargar
það liðið sér, sem sigrar i leikn-
um.
1 3. deild eru niu leikir — alla
leið frá Suðurnesjum, vestur,
norður og austur um land til
Hornafjarðar. Þar veröur viða
barizt af krafti i þýðingarmiklum
leikjum.
A sunnudag verða fjórir leikir i
1. deild á Akranesi, i Njarðvikum,
Reykjavik og á Akureyri. Sá leik-
urinn, sem langmesta athygli
mun vekja er leikur Akraness og
Keflavikur á Skaganum. Keflvik-
ingar hafa enn ekki tapað stigi i
deildinni, en margir telja þennan
leik hættulegan'fyrir þá, þar sem
leikmenn liðsins, flestir, hafa
staðið i stórræðum siðustu daga
— leikið fjóra leiki á átta dögum,
svo þeir hljóta að vera orðnir
þreyttir. Sama er einnig með
bezta mann Akurnesinga,
Matthias Hallgrimsson. Leikur-
inn hefst kl. fjögur — einig leikur
Akureyrar og Fram fyrir norðan.
Leikur Vestmannaeyinga og KR i
Njarðvikum hefst hins vegar kl.
tvö — og Valur og Breiðablik
leika á Laugardalsvelli Kl. átta
um kvöldið.
Þeir eru likir á velli, lands-
liðsmennirnir Asgeir Elisson og
Matthias Hallgrimson (til vinstri
á myndinni hér að neðan, Asgeir
til hægri með knöttinn) — það
svo, að maður á stundum i hinum
mestu erfiðleikum að þekkja þá i
sundur. Bjarnleifur tók myndina i
siðari landsleiknum við Austur-
Þjóðverja á fimmtudagskvöld.
Hvað finnst ykkur?
Hinn hugrakki Indiáni ræðst
að Ka-Ra Bambam....„djöfullinn
sem drepur með augnaráðinu"!
Basilikan
Snúðu við.
Nei, komdu
aftur.
Hann getur
það ekki, hann
er dáleiddur!