Vísir - 21.07.1973, Síða 15

Vísir - 21.07.1973, Síða 15
Vísir. Laugardagur 21. júll 1973. Umsjon: Steinar Berg 15 „REAGGAE" gerði muninn J. Geils Bloodshot Þetta er 4. plata J. Geils Band svo að það er ekki hægt að segja að þeir séu nýgræðingar i brans- anum, þó þeir séu fyrsta að slá i gegn með þessari plötu. Það var eiginlega orðið hálfgert vand- ræðaástand á þeim, þrjár plötur og enn þóttu þeir ekki nema efni- legir. Það var eitthvað sem vantaði upp á til að fullkominn árangur næðist. En hvað var það? Svarið við þvi er að finna á „Bloodshot”. J>eir bættu smá- vegis ^reggage" (tónlist frá Jamaica) út i þá tónlist sem þeir spiluðu, og það gerði munin. Platan rauk upp á lista i Banda- rikjunum og hefur nú selzt þar i meira en milljón eintökum. Samt er breytingin frá fyrri plötum þeirra alls ekki eins mikil og ætla mætti. Tónlist, sú, sem er eiginlega allsráðandi hjá J. Geils Band: Band, minnir mjög á ^á tónlist, sem vinsæl var fyrir 8-10 árum, þegar hljómsveitir eins og Rolling Stones, Pretty Things Yardbirds „brilleruðu”, nema að J. Geils Band eru auðvitað með miklu fjölbreyttari og skemmti- legri útfærslu á þessari gömlu Rythm & Blues stefnu. Bloodshot, er hörku-stuðplata og þar fyrir utan stórskemmtileg áheyrnar. Þeir er allir góöir músfkantar, og sérstaklega er skemmtileg notkun þeirra á munnhörpunni, en það er óvenju- legt að heyra hörpuna notaða jafn mikið og á jafn skemmtilegan hátt og Magic Dick gerir. Þess má geta i lokin að nýlega voru J. Geils B- Band á hljóm- leikaferðalagi i Bandarikjunum og höföu þá með sér aðra hljóm- sveit,sem er ekki eins fræg þar, en mun frægari i Englandi og Evrópu, nefnilega Slade. Robin Trower Twice Removed FromYester- day. Hérna er hljómsveit skipuð þrem góðum hljóðfæraleikurum, en aðalmaður þeirra er sá, sem hún er nefnd eftir, Robin Trower fyrrv. gitarleikari Procol Harum. Músikin, sem þeir spila, flokkast undir þungt rokk, og þeir spila það betur en flestar aðrar hljóm- sveitir á sömu linu. En af hverju hafa þeir þá ekki náð vinsældum meöal fólks? Ég held ég hafi svarið við þvi. Fólk er búið að fá nóg af þungu rokki. Þær hljóm- sveitir, sem upphófu þá tónlistar- stefnu eru annaðhvort að ganga sér til húðar eða að mestu búnar að skipta um stil Sem sagt, ef hljómsveitin Robin Trower ætlar að afla sér álits verður hún að breyta um stil og hætta að fá lánaða hluti hér og þar. Sérstaklega ættu þeir að leyfa Hendrix heitnum að hvila i friði, en! þrú laganna á þessari plötu bera sterkan keim hins látna snillings. Meðlimir Robin Trower eru allir góðir hljóðfæra- leikarar og góðir menn eiga alltaf möguleika, það er bara spurn- ingin um að fara rétt að hlut- unum. Savoy Brown: Jack The Toad. Savoy Brown er gömul hljóm- sveit, en þeir hafa verið á ferli i u.þ.b. 10 ár. Mannskiptingar hafa veriö tiðar, og þeir, sem spilað hafa með Savoy Brown eru nú orðnir hérumbil 30 talsins. Aðeins einn af hinum upprunalegu með- limum hljómsveitarinnar er þar enn, er það gitarleikarinn Kim Simmonds! Jack The Toad, siðasta plata þeirra er mikil breyting frá þvi, sem áður var. Savoy Brown hafa að mestu starfað i Bandarikjun- um undanfarin ár og nú eru áhrif þess að koma i ljós, þvi Savoy Brown er ekki lengur ensk rokk-- blues hljómsveit. Þeir eru orðnir bandarisk bljómsveit og er breyt- ingin til batnaðar. Sérstakleg er ég hrifinn af hinum nýja söng- vara þeirra, Jack Lynton en hann er einnig ágætis lagasmiður. Tónlistin, sem þeir spila nú er einfaldlega rokk og smá blues er þar ennþá . En heildarútkoman er allt öðruvisi. Einhvern veginn er meiri still yfir öllu saman, lögin miklu betur samin og útfærð og skemmtilegri hátt en áður var. Svo nú er um að gera fyrir þá að halda hópin og þá er öruggt að þeir þeirra biður betri framtið en nokkurn tima áður. ,1-w* «7" Eru olltaf ao við eitthvað Jethro Tull: Passion Play Jethro Tull er ein af örfáum hljómsveitum, sem haldið hafa hlut sinum óskertum gegnum árin. Þeir hafa gert marga góða hluti, en eru samt alltaf að glima við eitthvað nýtt. Það er skemmst frá þvi að segja, að ég álit þetta tal um stöðnun hjá Jethro Tull, algjört bull. Einhverjum gagn- rýnanda hjá Melody Marker, virðist skyndilega hafa dottið i hug að Jethro Tull hlytu að vera staðnaðir, þvi þeir væru orðnir það gamlir i hettunni. Hvenær stöðnuðu Jethro Tull? Það er eitt ár siðan plata þeirra „Thich as a Brick” kom úr, og eins og alls staðar annars staðar, þá fékk hún frábæra dóma i Mplody Maker. (En „Thick as a Brick” tel ég vera siðustu plötu Jethro Tull, vegna þess að „Living in the Past” innihélt eiginlega eingöngu gamalt efni frá fyrri plötum þeirra). Já, þeir lofuðu „Thick as a Brick”, en dæmdu þá svo staðnaða löngu áður en „Passion Play” kom úr, svo hvenær stöðnuðu Jethro Tull? En snúum okkur nú að þvi,sem „Passion Play” hefur að geyma. Jethro Tull „sándið” er þarna, en þó svolitið breytt frá þvi sem áður var, eins og vera ber. Munar þar mestu, að á „Passion Play” nota þeir moog og saxófóna meira en þeir hafa gert áður, en það kemur aftur niður á flautinni, aðals- merki Tull. Einnig verð ég að minnastá trommuleik Barrimore Barlow, en hann er stórkostlgur. „Passion Play” er eins og „Brick” eitt samfellt verk. Kafla- skiptingar eru nokkuð örar, og þvi er platan kannske tormelt i fyrstu. En eins og allar góðar plötur, þá venst hún sérstaklega glíma nýtt vel. í miðju verkinu, kemur allt i einu dæmisaga um hérann sem týndi nefklemmum sinum. Það er Jeffrey Hammond-Hammond, bassaleikari hljómsveitarinnar, sem segir snilldarlega frá. Þetta er drepfyndin saga og sérstak- lega vel útfærð af hljómsveitinni. En það er hætta á þvi, að þessi saga gangi fyrr úr sér en annað á plötunni, vegna þess að talað mál er leiðigjarnt til lengdar. „Thick as a Brick” er meistaraverk, sem erfitt er að fylgja eftir, og ég held, að það hefði varla verið hægt að gera betur. „Brick” er kraftmeiri og virðist vera meira leikandi verk en „Passion Play”, en varið ykkur að vera ekki of fljót að dæma. „Passion Piay” venst alveg einstaklega vel,og maður fer fyrst að njóta plötunnar vel, þegar meður er farin að þekkja hana. Carole King: Fantasy Fantasy er athylgisverð plata, sérstaklega textarnir. Tónlistin hjá Carole er lika góð, eins og hennar er vandi, en þvi verður þó ekki neitaðj hún er alltaf lik Vjálfri sér. Ég meina, breytingin frá plötu til plötu er ekki nógu mikil. A þessari plötu leitast Carole King við að setja sig i spor annarra og reyna að skilja hug þeirra, eða eins og hún segir sjálf I upphafiplötunnar. „In fantasy I can be black or White, a woman or a man”. Henni tekst vel upp, en þó hvergi eins vel og þegar hún setur sig i spor hús- móöurinnar, i laginu „Week- days”. En það lýsir hún hvernig dagurinn liður hjá hinni venju- legu húsmóður. Hugsunum hennar, eftir að börnin eru farin i skólannogeiginmaðurinni vinn- una. Leiöanum sem sækir á hana við að hanga ein, dagdraumum hennar og svo hvernig hún að lokum sættir sig við tilveruna eins og hún er. Allir textarnir eru ein- faldir en hafa þó mikið á bak við sig. En það eru ekki bara textarnir sem eru góðir, tónlistin er lika mjög góð, enda er hún með pott- þétta tónlistarmenn með sér. Þó Carole sé alltaf llk sjálfri sér, þá er óneitanlega eitthvað hrífandi við tónlist hennar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.