Vísir - 21.07.1973, Page 20
Hvatamenn 200 mílnanna
hefja undirskriftasöfnun
Fjölmargir þjóð-
kunnir menn hafa
skrifað undir lista, þar
sem skorað er á stjórn-
völd að skipa íslandi nú
þegar i hóp þeirrá
rikja, sem berjast fyrir
200 milna landhelgi.
Undirskriftasöfnun
haldið áfram.
er
Forgöngu um söfnunina hafa
haft fulltúrar, sem starfa hjá
Reykjavíkurborg, og skip-
stjórnarmenn. Markmið þeirra
er að fá undirskriftir forystu-
manna, þó að svo stöddu frekast
manna, sem ekki standa fremst
i pólitiskri baráttu.
Hvatamenn 200 milna stefn-
unnar benda á, að sifellt fleiri
erlend riki munu styðja það á
væntanlegri hafréttarráðstefnu,
að 200 milna fiskveiðilögsaga
verði hin almenna „regla” i
landhelgismálum heims.
Norska stjórnin hefur lýst þvi
yfir, að hún muni styðja 200
milna stefnu á alþjóðlegu haf-
réttarráðstefnunni. Samt hefur
hún ekki viljað færa eigin land-
helgi út fyrir 12 milur að svo
stöddu.
Telja hvatamenn undir-
skriftasöfnunarinnar, að það
verði Islendingum farsælast að
færa sjóndeilarhring sinn nú
þegar lengra út en 50 milur.
— HH.
Krunkað um skattana
Nú tala menn Uni skattana, sina eigin og an^arra. Allir eru auðvitað óánægðir og hafa um það
mörg og stór orð.
A „Hrafnaþingi” i gær voru þessir tveir herramenn einna orðglaðastir um skattamálin og okkar
voðalega Halldór E. fjármálaráðherra, sem öllum þessum voða veldur.
Bjarnl. tók myndina i Sædýrasafninu i góða veðrinu í gær. — EA.
Stórfyrirtœki
rís í Hvalfirði
„Arðvœnlegt" segir Jóhannes Nordal
VISIR
Laugardagur 21. júli 1973.
in sam-
einuð
eftir
fimm-
tíu
fundi
Stofnfundur hins sameinaða fé-
lags Flugfélags Islands og Loft-
leiða var haldinn I gær og hefur
félagið hlotið nafnið Flugleiðir
h.f. Fftir um það bil 50 fundi hefur
nefndin, sem satngöngumálaráð-
herra skipaði 24. nóvember s.l.,
náð þessum árangri, sem án efa
verður lengi minnst I Islenzkri
flugsögu. Félögin munu starfa
áfram hvort með sinni stjórn og
framkvæmdastjóra, en hið nýja
félag mun annast heildarrekstur-
inn eða hluta hans eftir þvi sem
hagkvæmt þykir, þó ekki rekstur
Flugvéla, neina samþykki 3/4 fé-
lagsstjórnar komi til.
§kipuð hefur verið aðalstjórn
Flugleiða h.f, til næstu þriggja
ára, en formenn verða tveir, og
gegna til skiptis störfum for-
manns og varaformanns i 18
mánuði i senn. Eru þeir Orn Ó.
Johnson, sem verður formaður
fyrra timabilið, og Kristján Guð-
laugsson sem verður formaður
seinna timabilið. Forstjórar fé-
lagsins verða Alfreð Eliasson og
Orn Ó. Johnson.
Tilgangur Flugleiða h.f. er að
sameina undir eina yfirstjórn all-
ar eignir Flugfélags tslands h.f.
og Loftleiða h.f. og dótturfélaga
þeirra. Lýstu hinir nýkjörnu for-
menn félagsins yfir ánægju sinni
með þennan merka áfanga á
blaðamannafundi, sem þeir kváð-
ust telja að muni leiða til góðs
fyrir landið og félögin i senn.
Verður þess að vænta að strax á
næstu vetraráætlun muni hin nýja
hagræðing, sem stefnt er að með
sameiningunni, koma i ljós, en fé-
lögin munu nota núverandi nöfn
sin a.m.k. fyrst um sinn. Hefur
félagið ekki hlotið nafn á ensku,
enda ljóst að taka verður tillit til
þeirrar auglýsingar, sem liggur i
nöfnum beggja félaganna erlend-
is. Strax 1. ágúst n.k. mun Flug-
leiðir h.f. taka yfir yfirstjórn allr-
ar starfsemi félaganna og verður
þá strax byrjað að undirbúa sam-
einingu ýmissa þátta i starfsemi
félaganna og hagræðingu.
Hina nýju stjórn skipa eftir-
taldir menn: Alfreð Eliasson,
Bergur G. Gislason, Birgir Kjar-
an, Dagfinnur Stefánsson, Einar
Árnason, E. Kristinn Olsen,
Jakob Frimannsson, Kristján
Guðlaugsson, Óttar Möller, Sig-
urður Helgason, Svanbjörn Fri-
mannsson og Orn Ó. Johnson.
Nefndin sem vann að sameiningu
flugfélaganna var skipuð
Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytis-
stjóra, sem var formaður, Herði
Sigurgestssyni, deildarstjóra,
Ólafi Steinari Valdimarssyni
skrifstofustjóra, og Sigurgeiri
Jónssyni aðstoðarbankastjóra.
—ÞS
Nú þegar er búið að gera ráð
fyrir ráðstöfun þriðjungs þeirrar
raforku, sem hin nýja Sigöldu-
virkjun kemur til með að fram-
lciða. Viðræður áttu sér stað fyrir
stuttu um möguleikana á aö setja
upp verksmiðju, sem bræddi hér
á landi efni til stálframleiðslu, en
slík verksmiðja ntyndi nota
geysimikla raforku, eða um (>0
megawött.
Nefnd frá iðnaðarráðuneytinu
ræddi i þessum mánuði við full-
trúa frá bandarísku fyrirtæki,
sem hefur hug á að stofna hluta-
félag með Islendingum um þessa
verksmiðju, sem mundi bræða
ferro-silikon, en það er notað til
stálframleiðslu. Niðurstöður úr
þessum viðræðum voru jákvæð-
ar, og eru þær nú ,,i meltingu”
hjá báðum aðilum, en hið banda-
riska fyrirtæki heitir Union Car-
bide Corp.
„Jú, það litur sæmilega út með
að þetta geti orðið arðvænlegt
fyrirtæki”, sagði Jóhannes Nor-
dal, seðlabankastjóri, er við
ræddum við hann, en hann er for-
maður viðræðunefndarinnar.
„Það er full ástæða til að vera
bjartsýnn með þetta, og ég held
að þetta þurfi ekki að vera neitt
varasamt fyrirtæki, þótt auðvitað
séu alltaf nokkrar sveiflur á
markaðnum. En það, sem gerir
allt öruggara er að hafa svona
stórt fyrirtæki með i spilinu, sem
er með sölu út um allan heim”.
Jóhannes sagði, að ef úr yrði,
þá væri fyrirhugað að reis verk-
smiðjuna utarlega i Hvalfirðin-
um, að norðanverðu. Um 100
starfsmenn þarf við fyrirtækið.
Stofnkostnaður bræðslunnar er
fyrirhugaður um tveir og hálfur
milljarður, og sagði Jóhannes, að
fjár til framkvæmdanna yrði afl-
að á ýmsan hátt, m.a. með lán-
um, en annars væri ekkert
fullákveðið með þetta. Bræðslan
þarf að vera tilbúin um sama
leyti og Sigölduvirkjun verður
tekin i gagnið, en það þýðir að
taka þarf fullnaðarákvörðun fyrir
næstu áramót, og hefja fram-
kvæmdir upp úr þvi. íslendingar
munu korria til með að eiga 65%
hlutafjárins, en Union Carbide
35%. —ÓH
Hver
höfðu
mestan
hagnað?
Hvaða fyrirtæki is-
lenzk gefa af sér mest-
an hagnað? Um það
getur tekjuskatturinn
gefið nokkra hugmynd,
þó ekki séu það einhlýt-
ar upplýsingar, ekki
sizt i verðbólgunni hér
hjá okkur. Þeir munu
vera ófáir atvinnu-
rekendurnir, sem alltaf
telja sig vera að tapa,
þótt fyrirtæki þeirra
verði alltaf að greiða
tekjuskatt af skatt-
skildum hagnaði.
Johns Manville hf„ Húsavfk
sem er söluaðili á kfsilgúrnum
frá Kisiliðjunni við Mývatn,
greiðir samkvæmt sérstökum
lögum 45% af nettotekjum sin-
um i skatta, og eru það i þetta
sinn 15.078 þúsund en þar, sem
það eru einu skattarnir, sem
það félag greiðir setjum við það
ekki á listann yfir þau félög,
sem greiða meira en 4 milljónir
i tekjuskatt.
þús.
1. IBM á íslandi 13.621
2. Hekla hf„ R„ 11.202
3. Fálkinn hf., R„ 11.003
4. Hans Petersen hf., R„ 8.447
5. Trygging hf„ R„ 8.116
6. Pfaff hf„ R„ 7.979
7. Verkfrst. Sig. Thoroddsen,
R„ 6.448
8. Hvalur hf„ Hvalfjarðar-
strönd 6.390
9. Oliufélagið hfl„ R„ 6.309
10. Radióbúðin hf„ R„ 5.675
11. ölg. Egils Skallagrimss.
hf., 5.530
12. Kassagerð Reykjavikur
hf., 5.186
13. Gúmmivinnustofan, R„ 4.994
14. Toyota-umboðiðhf., R„ 4.506
011 þessi fyrirtæki, sem greiða
meira en 4 milljónir i tekju-
skatt, eru i Reykjavik, nema
Hvalur hf„ sem er á Hval-
fjarðarströndinni. —ÓG
Gott ferðaveður
Viö getum átt von á góðu veöri
um allt land núna um helgina.
Góðar fréttir fyrir þá, sem ætla
sér að ferðast og liggja i tjaldi og
ekki verra fyrir hina, sem ætla
bara að taka það rólega heima
hjá sér.
Jónas Jakobsson veðurfræðing-
ur sagði okkur, að hæg breytileg
átt yrði um allt land bæði i dag og
á morgun Viðast hafgola siðdegis
og yfirleitt úrkomulaust. Létt-
skýjað inn til landsins.
Hiti verður svipaður og verið
hefur undanfarna daga.
—EVI.