Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 22. september 1973 vfentsm: Farið þér heim i mat í hádeginu? Kögnvaldur Andrésson, banka- maður: — Ég vinn nú bara eftir hádegi, svo ég er þá oftast heima. I Landsbankanum, þar sem ég vinn, er mötuneyti, og flest starfsfólkið fer þangað i mat. Enda er matartiminn stuttur og ekkert hægt að fara. Sigriður Árnadóttir, starfsstúlka á Kleppsspitalanum: — Nei, þvi það er mötuneyti á Kleppsspital- anum, þar sem ég vinn. Við fáum hálftima i mat, og þvi ekkert hægt að fara heim til sin. Ég þarf lika að fara langa leið til þess. (iestur Jónsson, húsasmiður: — Ég vinn um þessar mundir úti á landi við húsasmiði, og þar borða ég i hádeginu i mötuneyti frysti- hússins. Þetta er i Tálknafirði, og þar borða ég reyndar allar mál- tiðir minar. Matthias Guðmundsson, lög- regluþjónn: — Nei, það geri ég ekki. Ég fer á staði eins og Slátur- félagið eða kjötbúðina Borg, og þar fæ ég mat, sem er ágætur. Mér finnst vitlaust að fara heim i mat i hádeginu, enda oftast ekki nema hálftimi til þess. Gunnar Ingvarsson: — Ég er at- vinnulaus um þessar mundir og þarf þvi ekkert að fara. Ég vann sem bilstjóri, og þá fór ég alltaf heim á bilnum i mat. Ég hafði lika heilan klukkutima i mat. Brandur Guömundss., nemandi: — Nei, ég er i MH, og þar getur maður fengið að borða. Það eru súpur og brauð, sem við getum fengið þar. 1 sumar vann ég við malbikun, og þá var vinnuflokkn- um ekið i mat til að nýta timann. Við fengum um hálftima til að borða og þar að auki ferðir. U"9u' . óno , r5ab|,relS „ ,on94 ....... ^100' * ••STi *** BÍLSTULDUR ENDAR MEÐ DAUÐASLYSI — UNGUR MAÐUR FÓRST í LEIRVOGSÁ í NÓTT — ÓK STOLINNI LANGFERÐABIF- REIÐ 1 ÁNA — félagi hins látna viðurkenndi, að þeir hefðu verið við skál...unnið er að rann- sókn málsins... Þannig voru blaðafyrirsagnir dagana 16. og 17. sept. 1969. Og unnið var áfram að rannsókn málsins, og enn i dag, fjórum árum siðar, er henni ekki lokið. Að visu er ekki daglega unnið að söfnun gagna. Málinu er bara ekki lokið. Þetta er ein af þessum dularfullu gátum, sem enn eru óupplýstar. Geymt hjá lögreglunni en ekki gleymt. Flestir munu vera búnir að gleyma þessu voveiflega máli, sem hófst aðfaranótt mánu- dagsins 15. september 1969, þegar komið var að langferðabifreið liggjandi á hliðinni hjá brúnni yfir Leirvogsá. Nokkru neðar i ánni fannst lik ungs manns, sem i fyrstu var ekki vitað neitt um. Hófst síðan umfangsmikil rannsókn til að upplýsa hvað skeð hefði. Var hún áköf fyrstu vikurnar, en eftir þvi sem á leið, hægðist á henni. Annar maður fannst, sem eftir töluverðar yfir- heyrslur og tvfsaga framburð viöurkenndi að hafa verið i rút- unni með hinum látna. Hann hlaut dóm og smám saman fjaraði málið út, unz það gleymd- ist öllum þorranum. Ann sér ekki hvíldar En einn maður hefur ekki gleymt þvi. Ekki einn einasta dag hefur þaö liðið úr huga hans þessi fjögur ár. ,,Ég uni þvi ekki og mun aldrei sætta mig við það, að sonur minn sálugi sé stimplaður i augum al- mennings bilþjófur, sem i ölæöi fór sér að voða. — En þannig var við málið skilið i fréttafrásögn- um, að hann hefði ekið bilnum og verið undir áhrifum. ÞÓ GET ÉG FENGIÐ VOTTORÐ OPINBERRA AÐILA FYRIR ÞVt AÐ ÞAÐ SÉ ALGERLEGA ÓSANNAÐ AÐ HANN HAFI: stolið bilnum, eða ekið honum. Þannig mælir faðir þessa unga manns, sem fannst i Leirvogsá látinn örlaganóttina fyrir fjórum árum. Hjörtþór Agústsson, raf- virkjameistari, hefur heldur ekki látiö málið liggja og gleymast. Staðráðinn i þvi að reyna að og reyndar margra fleiri, sem kynntu sér málavexti - i aðra átt. Það er t.d. með mestu ólikindum, að Arnar heitinn hafi ekið rút- unni, þegar hún fór út af veginum og lenti úti i ánni,” fullyrðir Hjörtþór. Samkvæmt framburði félaga lokað annað heldur en sá, sem bilnum hafði ekið, hlyti að hafa hlotið mikið högg á kvið og kannski bringu, þegar hann kastaðist fram á stýrish jólið. Stýrið var kengbeygt fram undan þunganum, sem á það hafði T-SS-i' Leirvogsárslysið í rannsókn "'ldr n, * -'r f/ h»>7s6in ^ 'n^JtíTr- >ar Grunur leiltur 6, 06 lleiri hafi veriH i bilreiSinni w ... • tomÓfcnHðnnhi iMfur mHdlli f«rfl rtð Korpu. og KÍdM, veit*1 \ ^ þá lftur««H (I _'lfl Lð* grumfl ménudaa unnl lýiu i*ökaarKl(raflaa kefur M»nH að þvl I gmr og fyrra ámg tð Mfptfu hlfl rarelfW«a i i y 11 n*m i, pegvr UngferOabfl vmr eklð út af brúnnl ofan f áoa. Unniö hefur verið að iðfnun Ritcni. fintrafararanmökn á itýri bilaini, til þew aö ganja úr skugga um, hvort hinn látni, aem fannst rekinn < ánnl nokkni neflar, Blaðafyrirsagnir frá þessum tima. hreinsa nafn sonar síns, eða I það minnsta reyna að fá að vita, — eins og hann segir sjálfur — „sannleikann i málinu,” hefur hann ekki unnið sér hvildar við að knýja á um, að rannsókn málsins verði ekki látin niður falla. „Jafnvel dæmdur afbrota- maður, sem hefur afplánað refsingu sina, getur fengið uppreisn æru, ef hann sjálfur leggur sig fram. — En hver lætur sig nokkur skipta mannorð manns, sem kominn er í gröfina? Það viröist enginn sjá neitt tilefni til aðgerða, þótt þaö sé látið liggja svert hjá garði,” segir Hjörtþór. Slóðin lá í aðra átt „Það litla, sem rannsóknin leiddi i ljós, benti að mínu mati — \ »í/Ur „» . . uV\eðb v \ao9’c &abi\oort' írSSSíiS. *** o2* * Isggfe lt" ' £»»> »* ',„4’»»*l.\ •ttr v><*' Arnars heitins, sem með honum var i rútunni, hafði Arnar ekið henni. Lik Arnars fannst þó ein- um 1000 metrum neðar i ánni, og þá gizkað á, að það hefði rekið með vatnstraumnum þangað. En hvernig það hafði komizt úr rút- unni gat enginn leitt getum að, öðruvisi en það hefði flotið út um hliðarglugga hjá ekilssætinu. „Ekilssætið hafði kastazt að þvi er virtist eitthvaö burtu, en þó mátti sjá, að sleðinn undir stóln- um, sem ýta mátti fram og aftur, var i öftustu stöðu, eins og hann heföi þurft að vera til þess að bil- stjórinn gæti komizt frá stýrinu. — Ekki hefði látinn maður eða meðvitundarlaus veriö fær um það?” benti Hjörtur réttinum á, sem settur var til rannsóknar á málinu. hrokkið. Undan sliku hlaut að koma mar.” — Réttarkrufning leiddi i ljós, að marblettir fundust engir á þessum hluta likama þess látna, en að þvi var sérstaklega hugað að beiðni lögreglunnar,” rifjaði Hjörtur upp i viðtali við blaðamann Visis i tilefni þess, að rétt fjögur ár eru liðin siðan þetta skeöi. Lýsing leigubilstjóra, sem þessa nótt hafði mætt rútunni, þegar henni varekið (sennilega á leiðinni út úr bænum) um gatna- mót Laugavegar og Nóatúns, á ökumanni rútunnar kom ekki heim viðlýsinguna á hinum látna. Tortryggði Rútubifreiöin, eins og komið var aö henni f Leirvogsá. örvarnar á myndinni benda á luktarspegii og brot úr bifreiöinni. Hún fór út af hérna megin við brúna. framburð félagans A móti þessum ábendingum stóð svo hins vegar framburður félaga Arnars heitins, sem verið hafði með honum i rútunni. Þótt hann hefði i fyrstu ekki kannazt við það fyrir lögreglunni, að hafa verið með Arnari um nóttina, hnikaði hann siðar aldrei þeim framburði sinum, eftir að hann játaði að hafa verið i rútunni, að Arnar hefði ekið henni. Þegar faðir hins látna benti réttinum á, hvaða atriði i málinu hann teldi að rannsaka þyrfti frekar, tortryggði hann framburð þessa vitnis, vegna tvibreytts framburðar þess. Auk þess stangaðist fram- burður hans á við skýrslu vinnu- veitenda Arnars heitins. Arnar vann á bilaverkstæði og hafði unnið fram eftir á sunnu- dagskvöldið fyrir þessa nótt. Félagi hans (i rútunni) sagðist hafa komið að honum, þar sem hann var að sprauta lakki á bif- reið, en hún átti að vera tilbúin að morgni. Segist hann hafa verið yfir Arnari fram eftir kvöldi, þar sem Arnar gat skotizt fyrir hann með honum að sækja hlut i bil hans. Undir kl. 22 um kvöldið hafi þeir siðan keypt sér áfengis- flösku, sem þeir fóru að drekka á verkstæðinu. — Lýsir vitnið siðan þvi, hvernig kvöldið hafi liðið fram til kl. 2 eða 3 um nóttina, að áfengið hafi verið farið að svifa á VAR ÞAÐ SLYS EÐA El? Leirvogsárslysið ennþá óleyst gáta að 4 árum liðnum. — Faðir hins látna ann sér ekki friðar fyrr en mannorð sonar hans fœst hreinsað

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.