Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 4
4
Vísir. Laugardagur 22. september 1973
LOGIN
EKKI
NQGU
GOÐ!
Glencoe: The Spirit
Um siðustu áramót gerðu
gagnrýnendur Melody Maker
spá yfir nokkrar enskar hljóm-
sveitir, sem þeir töldu eiga
mesta möguleika árið 1973. Ég
held að allar þessar hljómsveit-
ir hafi nú sent frá sér plötur,
sumar góðar (t.d. Greenslade),
aörar miður góðar (t.d. Home).
Glencoe varð siðust þessara
hljómsveita til að láta i sér
heyra á árinu.
Glencoe er dæmigerð ensk
rokk-hljómsveit, eins og þær
gerast nú. Tónlistin sem hún
spilar er allt of óákveðin, varla
hægt að kalla hana „soft-rock”
og þvi siður „hard-rock”, en
einhvers staðar milli þessara
tveggja megin stefna rokksins
iiggur það, sem hún er að gera.
Það eru greinilega fleiri en
gagnrýnendur M.M., sem hafa
veðjað á Glencoe, þvi mikið er
vandað til þessarar plötu. Allt
saman er gert eins ýtarlega og
hægt er, albúmið er gott, hljóð-
færaleikur er góður, stúdió-
vinna plötunnar er mjög góö,
meðferð laganna er eins góð og
mögulegt er, en lögin sjálf eru
bara alls ekki nógu góð. Félag-
ana vantar einfaldlega betra
hráefni til úrvinnslu, með þetta
hráefni tekst þeim ekki að lyfta
sér upp I stjörnuhimininn. Þeir
hljótá að vita af þessu sjálfir, og
þvi býst ég við úrbótum, en
þangað til þær koma, þá verður
Glencoe að láta sér nægja að
vera bara efnileg áfram.
Þarf smá-
tíma til
að kynn-
ast þeim
Mark Almond: 73.
Enn einu sinni cru þeir mættir
til leiks, nú sterkari en nokkru
sinni áður. Já Mark-Alniond er
góð hljómsveit, og þessi plata
hefði getað orðið ein merkasta
plata þessa árs og er það, en
ekki nema að hálfu leyti. Hlið
eitt er tekin upp „live”, og þar
sýna þeir, að þeir eru góð „live”
hljómsveit. Ekkért verður fund-
ið að þvf, sem þeir gera þar, en
þessi hliö plötunnar er „bara”
góð. Hlið 2 er tekin upp I stúdiói,
og hún er frábær. Snilli þeirra er
mikii, ekki aðeins góður hljóð-
færaleikur og söngur, heldur
vita þeir upp á hár, hvað það er
sem þeir vilja, og þeir fram-
kvæma það á þann eina hátt,
sem mögulegt er.
Það sem öðru fremur gerir
stúdíó-hliðina jafnmerkilega og
hún er, er eitt 'lag, „Home to
You”. Lag þetta er að minu áliti
eitt það fremsta, sem poppmús-
Ikin getur státað af. Aðeins
heyrist i tveimur hljóðfærum i
þessu lagi.Nicky Hopkins leikur
stórleik á pianó, og Johnny Al-
mond tekur eitt það tilfinninga-
rikasta saxófónsóló, sem ég hef
heyrt. En það er Jon Mark höf-
undur lagsins, sem sér um söng-
inn á þann hátt sem hans er von
og visa. Þeir félagar sýna
þarna, hvernig hægt er að gera
hluti, þannig að ekki verður um
bætt.
Ég efast stórlega um, að öll-
um plötukaupendum eigi eftir
að lika jafnvel við plötuna og
mér, en þó ekki væri nema fyrir
„Home to You”, þá mundi ég
mæla með plötunni fyrir alla.
Tónlistin, sem Mark-Almond
Band spilar, er kannski ekki
sérstaklega hrifandi i fyrstu,
þeir eru frekar rólegir i þvi, og
þvi þarf smátima til að kynnast
þeim. Já, kynnast, ekki bara
tónlistinni, heldur og höfuð-
paurnum, Jon Mark. Textar
hans eru svo persónulegir og
hreinskilnir, að maður kynnist
honum sem persónu, eða svo
finnst manni, ég tala nú ekki
um, ef maður hefur hlustað á
fyrri plötu þeirra. Eða, hvar
heyrðuð þið hljómlistarmann
segja sinni heittelskuðu frá lif-
inu i hljómleikaferð hljómsveit-
arinnar af jafnmikilli hrein-
skilni: But love is blind/when
you are stoned out of your
mind/and every bed becomes a
home.
Ruby & the Romantics,
Frankie & the Valentinos. Hafa
þessi nöfn einhverja þýðingu
fyrir þig? Jú, ef þú manst 10—15
ár aftur i tlmann, þá hétu
hljómsveitirnar svona viða-
miklum nöfnum. Og um leið og
þú minnist nafnanna, minnistu
músfkurinnar um leið. Þá var
músfkin einföld og auðlærð, og
engar pælingar þurfti til að ná
henni. Svo fór músikin að þró-
ast, hún þróaðist og þróaðist,
varð bæði flókin og torskilin. 1
dag höfum við bæði þessa flóknu
tónlist og svo auðvitað lfka ein-
falda og auðlærða tónlist, en
jafnvel þessi einfalda tónlist
hefur á sér allt annan svip en
hún hafði fyrir 10—15 árum.
10. C.C. hafa algerlega ein-
beitt sér að spila þessa gömlu
einföldu tónlist með eiginlega
engum breytingum, nema þeir
notfæra sér tækniþróunina, sem
orðið hefur. Þeir eru nefnilega
sniðugir í 10. C.C. Þeir hugsuðu:
„Fyrir þá sem ekki muna, þeg-
ar þessi músik var upp á sitt
bezta, er þetta nýtt, og mörgum
hinna finnst örugglega gaman
að rifja upp hina gömlu góðu
daga”. Þetta reyndist rétt, 10.
C.C. er nú ein vinsælasta hljóm-
sveit i Englandi.
Ég verð að viðurkenna, að
mér finnst gaman að plötunni,
tónlistin er að visu þrælstolin
frá fyrri hetjum rokksins. En
þvi ætti maður að setja svoleiðis
fyrir sig, stela ekki allir frá öll-
um? Svo finnst mér góður húm-
or I mörgum textanna. Eink-
unnarorð 10. C.C. hljóta að
vera: Gaman, gaman, gaman.
Auk þess sem platan er sniðug,
þá er ónefnður aðalkostur plöt-
unnar: Einbeiting er óþörf við
hlustun þessarar plötu. Nema
maður vilji einbeita sér að ein-
hverju öðru á meðan, platan er
t.d. tilvalin við uppvaskið.
Flash: Out of Our
Hands.
Flash, Yes, þessi orð
láta likt i munni, jafn-
likt og tónlistin, sem
þessar hljómsveitir
spila. Þetta er þriðja
plata Flash, en hljóm-
sveitin var stofnuð af
Peter Banks, fyrrv.
gitarleikara Yes.
Flash hafa aðallega verið
frægir fyrir hversu góð albúmin
utan um plötur þeirra hafa ver-
iö. Hafa þeir m.a. fengið sérstök
verðlaun fyrir þau. Jú, jú, al-
búmið er sniðugt, og gitarleikur
Peter Banks er góður, þar sem
hann fær að skjóta sér inn á
milli með smá sóló, en þá eru
lika upptaldir kostir þessarar
plötu.
Það á vist að vera einhvers*
konar popp-óperu still á plöt-
unni, allavega á að vera sögu-
þráður i öllu saman, en þunn er
súpan. Og tónlistin sjálf, kann-
ski ekki léleg, en frekar er hún
leiðinleg. Ég meina, þetta er
bara vasaútgáfa af þvf sem Yes
er að gera, og svo miklu lélegra.
A ég að trúa þvi að þeir i
Flash geti ekki staðið á eigin
fótum? Frekar er hægt að tala
um afturför en framför hjá
þeim, þvi fyrsta plata þeirra
var þolanleg. Hvernig væri að
reyna að standa á eigin fótum
og leita á nýjar slóðir? Þvi til-
gangsleysi þessarar plötu er al-
gjört.
ÞEIR KOMA A OVART
Þetta er hljómsveitin „Secret
Oysters”, en þeir munu spila i
Tónabæ uin þessa helgi. Með-
limir hljómsveitarinnar heita,
talið frá v.: Mads Vinding,
bassi, Karstcn Vogel, saxófónn,
orgel og mellotran, Kenneth
Knudsen, pianó, Claus Böhling
(standandi) gitar og Bo T. And-
crsen, tr'ommur.
Það sem vekur mesta athygli
við hljóðfæraskipan hljómsveit-
arinnar, er án efa mellotraniö,
en mér vitanlega hefur aldrei
heyrzt i þessu galdrahljóðfæri
hérlendis. Ég var svo heppinn
að fá að heyra segulbandsspólur
með efni, sem verður á plötu
með Secret Oysters, sem koma
mun út einhvern næstu daga.
Tónlistin, semþar gaf að heyra,
er þung, ekki eitt einasta orð
sungið, kaflaskiptingar mjög
örar, þannig að ekki lfzt mér á
að dansað verði i Tónabæ um
þessa helgi. Þeir eru geysilega
góðir hljóðfæraleikarar og tón-
listin, sem þeir spila, mundi
sennilega flokkast undir mjög
jassaö-rokk. Þess vegna efa ég,
að stelpurnar, sem eru alvar-
lega hrifnar af Donny eða
Jimmy, muni láta sjá sig i
Tónabæ, meðan Secret Oysters
spila þar, en meira mun veröa
þar af fólki, sem vit segist hafa
á tónlist.
Secret Oysters spila lika
tónlist fyrir það fólk, og ég er
viss um, að það mun koma
mörgum fagmönnum á óvart,
hvað Baun..., ég meina Danir,
eiga góða hljómsveit. Þess má
geta i lokin, að þeir Karsten
Vogel og Bo T. Andersen, voru
áður í hljómsveit, sem mörgum
Islendingum er að góöu kunn,
Burning Red Ivanhowa.