Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 20
Laugardagur 22. september 1973 Trillu saknað Leit á ný í morgunsárið Trillan Bjarmi var enn ekki komin I leitirnar, þegar blaöib fór i prentun. Leitarflugvélar og bátar hættu leit, þegar fór aö dimma i gær- kvöldi, en munu hefja leit aftur í dagrenningu. Ekkert hefur sézt, sem gæti bent til feröa Bjarma. Einn maöur var á Bjarma, sem er tveggja og hálfs tonna trilla. Maöurinn var á leiö út i fiski- miðin rétt fyrir utan Siglufjörö. Hann fórút klukkan 6 á fimmtu- dagsmorgun, en fariö var að sakna hans þá um kvöldið. Leitarflokkar hafa fengið fjörur allt frá Siglufiröi og inn á Skaga- fjörö, og svo I austurátt frá Siglu- firði, inn á Eyjafjörð og Húsavik. Þrjár flugvélar taka þátt i leit- inni, þar af tvær frá Landhelgis- gæzlunni. — Óll „N let- ha1 fi" w a s íVlðl eitur- lyfja- neyzlu Fyrir nokkru sögðum við frá hér i blaðinu að maöur nokkur hefði slegið met i fangelsis- setum. llonum hafði vcrið stungið inn 100 sinnum. Ýmsum ofbauö, að slikt gæti gerzt hér, og urðu ýmsir til að skrifa um málið. Annar methafi, að visu á öðru sviöi, hefur bætzt i hópinn. Þetta er ungur maður, sem býr i vesturbænum. Hann hefur verið forfallinn eiturlyfjaneyt- andi i nokkur ár. Blaðið hefur sannfrétt, að hann hafi farið a.m.k. 50 sinnum á ,,trip”, þ.e.a.s. tekið inn eiturlyf til að komast i vimu. Munu þetta hafa verið stórir skammtar i hvert sinn. Ekki þorum við þó alveg að fullyrða, að aðrir hafi ekki oftar farið á ,,trip”, m.a. pilluætur. —óll Háskólinn tekur samt • I — þrátt fyrir niðurstöðu I# I# ■ I# Iff nefndar sem mœlti með að IVIVI IV 1111VII VI þeir yrðu teknir inn í skólann Hcimspekideild Háskólans ákvað fyrir stuttu að mælast til við Iláskólaráð, að kennurum sem sótt höfðu um inngöngu I Háskólann, verði ekki veitt sú innganga. Aðalforsenda ákvöröunar- innar var sú, að kennararnir hefðu ekki næga menntun til að setjast i háskóla. Kennararnir telja sig hafa sambærilega menntun við stúdentspróf úr Kennara- skólanum. Heimspekideildin telur, að svo sé ekki, t.d. vanti málakunnáttu i a.m.k. þremur málum, ensku, latfnu og þýzku. „Námsefni kennaranna var boriö saman við námsefni úr tveimur menntaskólum. Þá kom f ljós, að fólkið skorti á fyrir flestar þær greinar, sem kenndar eru i heimspekideild, eins og þessi tungumál. Einnig tel ég óhyggilegt að taka einn skóla út úr, áöur en búið er að ákveða um inntöku úr öðrum skólum í Háskólann”, sagði Sveinn Skorri Höskulds- son,fyrrverandi forseti heim- spekideildar, i viðtali viö Visi. Sveinn lét af störfum sem deildarforseti fyrir viku, og þvi hefur þetta mál mest verið á hans heröum til skamms tima. „Til að fjalla um inntöku fólks úr öðrum skólum var sett á stofn sérstök nefnd, sem kölluð er Tengslanefnd. Hún hélt fjöl- marga fundi og skilaði svo bráðabirgðaáliti svo upp á 120 blaðsiöur. Tengslanefnd lagði til i skýrslu sinni, að kennurum yröi hleypt inn i Háskólann með skilyröum um að þeir ljúki ýmsu viðbótarnámi. En ég er ekki sammála þeirri niðurstöðu I einu og öllu. Við teljum ekki, að fólkið úr Kennaraskólanum hafi efnislegar forsendur til að komast inn i Háskólann. t Kennaraskólanum er menntadeild, sem veitir stúd- entspróf. Til hvers er hún, ef ekki til að veita fólki rétt til inn- göngu i Háskólann?” sagöi Sveinn Skorri ennfremur. Hann sagði, að skýrsla Tengslanefndar væri aðeins bráðabirgðaálit. Einnig hafi nefndin verið klofin i afstöðu sinni. 1 nýju Stúdentablaöi ræðst Ólafur Þ. Harðarson harkalega að þessari ákvöröun heimspeki- deildar. Við höfðum samband viö ólaf og báðum hann að segja, í hverju mótmæli hans væru fólgin. „Ég er algjörlega ósammála úrskuröi heimspekideilar. Tengslanefnd komst að þeirri niðurstööu, að námsvinna að kennaraprófi væri fyllilega sambærileg við námsvinnu að stúdentsprófi. Okkur kennara skortir auðvitað sitthvaö upp á, eins og t.d. enskuna. En ég sé ekki, hvað er veriö að bita sig i ákveðin tungumál. Viö Mennta- skólann 1 Hamrahlið þarf fólk t.d. ekki endilega að nema öll þau mál, sem talið er æskilegt að kennarar hafi kunnáttu i til að komast i Háskóla. Þess vegna er óhætt að segja að við höfum alveg jafnmikla almenna menntun og stúdentar”. Ólafur sagöi einnig, að auð- vitaö hefði þetta fólk getað farið i menntadeild Kennaraskólans og tekið stúdentspróf. „En mér finnst það timasóun að eyða heilum vetri i þaö. Enda frekar ómerkilegt námsefnið, sem þar er lært, og bætir ekki svo miklu við kunnáttu okkar. Ég fór sjálfur i þá deild til að komast i Háskólann. Oöruvisi hefði ég ekki komizt inn. En ég tók prófið utanskóla.” sagði hann. —ÓH ÚTÞRÁIN Útþráin cr okkur tslendingum i blóð borin, og á það minnir leikrit Þjóðleikhússins, Hafið bláa hafið, sem frumsýnt verður næstkom- andi föstudag. Gunnar Eyjólfsson leikur aðalhlutverkið, Christo- pher, scm dreymir um að fara til sjós á vit ævintýra, en ekki er ein báran stök fyrir honum. A mynd- inni eru Rúrik Haraldsson, Valur Gislason, Margrét Guðmunds- dóttir og Gunnar í hlutverkum sinum. „Bankarœninginn" gerðist nœr- buxnaþjófur Nærbuxnaþjófinn, sem við sögðum frá fyrir stuttu, þekkja lesendur blaðsins betur fyrir annað. Hann er semsé sá sami og var aöalmaðurinn i „banka- ráninu” í Útvegsbankanum fyrir hálfuin inánuði. Lögreglan hefur átt i tals- verðum útistöðum við þennan pilt. Fyrr á árum var sifellt verið að handtaka hann fyrir ýmiss konar smáafbrot. Oku- skirteinið var tekiö af honum eftir margitrekuð brot. M.a. ók hann bil sinum ólöglegum. Undanfarið hefur hann verið i eiturlyfjum. Hann mun hafa verið i vimu, þegar hann tók nærbuxurnar traustataki. Ekki hefur enn komið út, hvort hægt verður að lögsækja hann fyrir peningaúttektina i Útvegsbankanum. Annar bróðir þessa pilts hefur lent i svipuðum útistöðum við lögregluna. —ÓH SYKURINN 66% Við könnuðum, hvað strásykur hefurhækkað mikiðsiðastliðið ár. t smásölu er algengast, aö sykur sé seldur i 2 kilógramma pokum. Algeng tegund af strásykri, sem kostaði 66 krónur 2 kg poki i september i íyrra, kostar i dag 109 krónur. Hlutfallslega hefur strásykur þvi hækkað um 66%. Miklar sveiflur hafa verið á sykurverði siðastliöið ár, en þó stöðug hækk- un. — ÓG 1 dag fáum við aðeins sex tiundu þess magns af sykri, sem hægt var að fá fyrir sömu peningaupphæð i september í fyrra. Sykur- poki, 2 kg, kostaði 66 krónur i fyrra. Núna fást aðeins 1200 grömm fyrir sömu upphæð. auglýsing og Furðuleg alveg út segir Landsvirkjun „Þarna var að okkar mati ekkert verkfall, heldur vildu þessir niu verkamenn ekki sætta sig við að vinna eftir gildandi kjarasamningum, sein við teljum okkur fara eftir til fullnustu,” sagði Agnar Friðriksson skrifstofustjóri Landsvirkjunar, þegar Visir ræddi við hann i gærkvöldi. 1 auglýsingatima útvarpsins i hádeginu i gær kom eftirfarandi auglýsing: „Orðsending frá verka- mönnum við Sigöldu. Verka- menn við Sigöldu hafa lagt niður vinnu vegna kauplækkunar- áforma Landsvirkjunnar Þeir skora þvi á félaga slna innan Alþýðusambands Islands, að þeir ráði sig ekki i þessa vinnu, fyrr en samningar hafa tekizt. Verkamenn Landsvirkjunar við Sigöldu. „Mér finnst það sannast sagna furðulegt, að hver sem er virðist geta komið með aug- lýsingu til Rikisútvarpsins og fengið hana birta,” sagði Agnar ennfremur. „Þarna er um að ræða 9 manna hóp, sem ekki vill sætta sig við gildandi samninga og er fjarri lagi, að þeir geti sent út tilkynningar I nafni allra verka- manna við Sigöldu. Að Lands- virkjun sé með einhver kaup- lækkunaráform er fjarri öllum sanni. Við komumst að þvi, að timaskriftir verkamanna, eins og þær hafa verið i sumar, voru ekki samkvæmt samningum og vildum ieiðrétta það. Þeir viidu ekki fallast á það og óskuðu eftir viðræðum við okkur. Við urðum við þeim tilmælum, en sam- komulag náðist ekki. Þeir lögðu þá niður vinnu, en óskuðu siðan eftir öðrum fundi, og þá bar ekki nema 5 klukkutíma á milli.” Skrifstofustjórinn sagði, að Landsvirkjun teldi, að verka- mennirnir hefðu hætt störfum án fvrirvara eins og þeim var heimilt, en að hér hafi verið verkfall eða Landsvirkjun verið að brjóta gildandi samninga sagði hann alls ekki rétt. —ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.