Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 22. september 1973
7
Skólarnir eru hafnir aftur. Um
leið þarf að hugsa meira um
fatnað barnsins, finna heppilegan
skólafatnað, sem bæði er þægi-
legur, hlýr og svo endingargóður.
Ekki dugir heldur annað en hann
þoli þvott og hreinsun þvi að
börnin vilja óhreinka föt sín i
leikjum sinum.
4
Heldur litið er um það að is-
lenzk barnaföt séu framleidd úr
svo hentugum efnum sem jersey
og bómullarefnum. Það eru efni,
sem eru sérstaklega þægileg að
klæðast, og flestar tegundir má
auðveldlega þvo og hreinsa.
Erlendir framleiöendur gera
hins vegar meira að sliku og þá
kannski helzt Noröurlandaþjóðir,
svo sem Danir, sem eru einkar
skemmtilegir i barnafatafram-
leiöslu.
En þaö er hægt að sauma og
prjóna sjálfur á börnin.og jersey
og bómull má kaupa i efna-
verzlunum. Það sparar lika oft
mikinn pening að geta saumað
sjálfur i stað þess að þurfa að
kaupa alla skapaða hluti dýrum
dómum i verzlunum.
Við reiknum með þvi hér á Inn-
siðu i dag, að einhver taki sig til
og saumi, og hér koma lfka
skemmtilegar hugmyndir um
barnafatnað, og þá kannski sér-
staklega i skólann.
Það er ekki það auðveldasta aö
klæða börn. Þau hafa sinar hug-
myndir um það, hvernig
klæðnaðurinn á að vera, og svo
getur stundum verið erfiðleikum
bundið að fá fatnaðinn til þess að
fara vel.
Sá fatnaður, sem sést á með-
fylgjandi myndum er þannig, að
hann fellur eflaust flestum
börnum vel i geð. Hann er léttur
og skemmtilegur, og svo hefur
SAUMIÐ SJÁLF SKÓLA-
FA TNAÐINN Á BÖRNIN
ISplil
M--
1
*
> J
■
tizkan náð aðeins til hans sem
annars fatnaðar."
Peysan með rennilásnum, sem
er á mynd númer 1, er hentug i
skólann, þegar kólna fer i veðri.
Hún er það þykk og rúm, að vel
má vera i annarri peysu innan
undirhenni eða þá blússu. Peysan
er prjónuð með sléttu prjóni og er
dökkbrún að lit. Litill brjóstvasi
er á peysunni, lokaður með renni-
lás. A annarri erminni eru tvær
rendur, gul og bleik, og framan á
peysunni, öðrum megin við renni-
lásinn, eru sams konar rendur,
aðeins á framstykkinu.
Slika peysu er hægt að prjóna
bæði á ung sem eldri börn.
Á mynd 2er jakki úr denimefni
með þykku fóðri úr flanneli og
elastonvatti. Skemmtilegt snið er
á jakkanum, og hinir mörgu
rennilásar gefa honum sérkenni-
legan svip. Stroff á jakkanum,
sem er framan á ermum og á
mjöðmum, er handprjónað úr
gulu og rauðu garni.
A mynd þrjú er svo svipaður
jakki með sams konar stroffi, en
hér er aðaliega um buxurnar að
ræða. Gallabuxurnar ætla að
verða vinsælar i vetur, jafnt hjá
börnum sem eldri. Þessar eru úr
denim, og saumarnir eru hafðir
rauðir. Saumurinn á bak-
hlutanum er skemmt'legur.
Hún er ekki amaleg þessi úlpa,
sem er á mynd númer fjögur.
Efnið er poplin, og úlpan er
fóðruð með flanneli og elaston-
vatti, sem gerir úlpuna næstum
eins heita og pels. Buxurnar eru
úr molskinni, og sams konar snið
er á þeim og á mynd númer þrjú.
Skyrtukragi er á úlpunni, og
hún er tekin saman með breiðri
teygju i mittinu. Nóg er af renni-
lásunum þarna eins og á hinum
fatnaðinum.
Þá er bara að taka fram
saumavélina eða prjónana og sjá,
hvernig til tekst.
—EA
Umsjón: Edda Andrésdóttir
Skoöiö þann röndótta
áVOLVOSÝNINGUNNI
Suöurlandsbraut 16
laugardaqinn 22. sept.
og sunnudaginn23. sept
kl. 14-18.
SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200
i
i