Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 22.09.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Laugardagur 22. september 1973 cTVÍenningarmál Elísabet Gunnarsdóttir skrifar um myndlist: ÞRiYTA Valtýr Pétursson opn- aði málverkasýningu i Norræna húsinu á laugardaginn var. Þar sýnir hann 84 oliumál- verk, gerð á árunum ’69-’73, þó flest á undan- förnum þremur árum. Nú eru liöin 26 ár frá þvi aö Val- týr og félagar hans komu af staö einhverjum þeim hatrömmustu deilum sem oröiö hafa um listir hér á landi. Menn skiptust i tvo hópa meö og á móti — og þó aðal- lega á móti — þeim nýju viðhorf- um i myndlist sem September- menn héldu fram á sýningunni frægu f Listamannaskálanum haustið 1947. Timenningarnir sem Klettur 1971 þar sýndu voru ásakaðir um að vera útsendarar heimskommún- ismans og annað i þeim dúr og aö hafa það að markmiði að ganga af Islenskum menningararfi dauðum. Enginn heiðvirður borg- ari átti nógu sterk orð til að lýsa hneykslun sinni og fyrirlitningu. En nú er öldin önnur, og ein- hvern veginn finnst manni að öld hljóti aö vera liðin. Uppreisnar- seggirnir hafa hlotiö virðulegan sess viö háboröiö og verk þeirra prýða heimili góðborgaranna. Eitthvað undarlegt hefur gerst á þessum óralanga aldarfjóröungi. Annaðhvort hefur fagnaðarerind- iö náð fram aö ganga eða postul- arnir hafa hætt að predika. Og hvað er það svo sem mætir sýningargestum i verkum Valtýs i dag? Ekki lengur reiddur hnefi hins reiða manns sem krefst svig- rúms og segir arfhelgum sof- andahættinum strið á hendur. Sá timi er löngu liðinn. Hér er hátt- prúður og velmetinn málari á ferð. Ahrifunum sem sýningin skilur eftir má einna helst likja við þreytu. Þá þreytu sem kemur yfir mann, þegar beöið er eftir strætó sem ekki kemur. Ekki stafa þessi áhrif þó af þvi að lognmolla sé yfir litavali Val- týs eða formbeitingu. Einkenni hans hafa þvert á móti verið ákveðin form og sterkar litaand1 stæður. Þar við bætist að Valtýr er maður sem kann sitt fag og veit nákvæmlega hvernig á að gera hlutina. útkoman verður samt sem áður þreyta — sköpunar- þreyta. Aðferðin er orðin venju- bundin, þrautræktuð og átaka- laus. Við áralanga endurtekningu og fágun hefur markmiðið gufað upp, en eftir situr fagþekking fræðimannsins, sem þarfnast ekki lengur svigrúms, þvi aö löngunin til að skapa, til að finna eitthvað nýtt og ferskt er horfin út i veöur og vind. 1 sumum nýrri mynda Valtýs kemur fram viðleitni til að kom- ast einhvern veginn út úr ógöng- unum. Þessar myndir eru figúra- tivar og við fyrstu sýn virðist vera um stefnubreytingu að ræða, en þegar betur er að gáö, sést að Sigð 1972 þetta er aðeins yfirborðsfálm sem rennur út i sandinn. Ofan á þetta bætist svo, að jafn- reyndum manni og Valtý hefur orðið á sú skyssa að fylla upp i eyður með verkum sem eiga Ctsýn 1972 ekkert erindi á sýningu og gera fátt annað en að brjóta niður önn- ur verk og betri. Þetta er þvi miður allt of algeng sjón á mynd- listarsýningum. Menn eru svo áfjáðir i að nýta húsplássið til fullnustu að öllu er til tjaldað. Það er heldur nöturlegt að ganga i gegnum stóra málverka- sýningu og sjá varla nokkurs staðar glytta i ljóstýru. Einkum og sér i lagi þegar um er að ræða mann sem einu sinni átti þá djörf- ung að þora að berjast fyrir sann- færingu sinni. En það er eins og hann og margir aðrir listamenn sem gengið hafa i gegnum um- brotatima undanfarins aldar- fjórðungs hafi gefist upp. Það var auðvelt að reka hnef- ann i boröið i september forðum, miðað við það að halda máli sinu til streitu i 26 ár. Það hefur reynst mun þægilegra að láta undan — siga, gefa eftir og hljóta umbun borgarans. Sundrung eðo sameining? Alltaf öðru hverju byrjar i blöðunum eitt- hvert upplost, hnútu- kast og skeytasendingar út af félagsmálum rit- höfunda — og er það að visu með hégómlegustu skemmtunum. Nú er það nýjasta að deilt er um hvort rithöfundafé- lögin eigi heldur að sundrast eða sameihast, sundrast fyrst og sam- einast svo eða samein- ast án þess að sundrast. Og það er að s já að þetta ætli að verða mesta hitamál áður en lýkur. Það var að minnsta kosti helzt að skilja á viðtali við Armann Kr. Einarsson, varaformann Rithöf- undasambands Islands i Morgun- blaðinu á dögunum, að væri nán- ast tlmaspursmál hvenær rithöf- undar segöu sundur með sér grið- um, friði og vináttu sem veriö hefur i samb. þessu undanfarin ár og hvort félag rithöf. yröi fyrr til að slita sambandinu. Aöur hafði hinsvegar verið frá þvi sagt að rithöfundar hefðu samþykkt i al- mennri. levnilegri atkvæða- greiöslu aö afleggja núverandi félagsform sitt i rithöfundasam- bandinu og sameinast i stað þess i einu stéttarfélagi rithöfunda sem héðan frá færi meö samningamál og aðra sameiginlega hagsmuni stéttarinnar. Sundrast fyrst, sameinast svo? Eða sameinast fyrst og sundrast svo? Hverjir eru rithöfundar? Nú má með sanni segja að það varði ekki annað fólk hvernig rit- höfundar hagi félagsmálum sin- um, sam- og sundurlyndi sin i milli. Enda var annaö sem meiri eftirtekt vakti i ifyrrgetnu viðtali i Morgunblaöinu. Þar voru nefni- lega tilfærðar tölur um fjölda rit- höfunda, 68 I öðru félagi þeirra en 95 i hinu, alls 163 félagsbundnir rithöfundar. Anzans ósköp er það nú mikið! Þó má ætla að rithöf- undafélögin setji hvort um sig einhver ákveðin skilyrði fyrir inntöku nýrra félagsmanna, menn hljóti að hafa sýnt fram á verðleika sina, allténd birt eina eða fleiri bækur sem einhverja lágmarks-kröfu standist af hálfu félaganna um skáldlega eöa aðra verðleika. Og þá eru þeir sjálf- sagt æðimiklu fleiri sem aö ein- hverju leyti fást við ritstörf, hafa gefið út bækur og vildu gjarna kalla sig rithöfunda, án þess að vera enn orönir lögmætir félags- menn I samtökum þeirra. Sjálfsagt eru þessar tölur i fyrsta lagi til marks um rótgróinn áhuga manna á ritstörfum og bókmenntum hér á landi: ætli nokkur þjóö önnur geti státað af öðrum eins fjölda rithöfunda ,,aö tiltölu viö fólksfjölda” eins og Islendingar. Rithöfundasamtökin hijóta þar fyrir að gera upp hug sinn um það hvort þau heldur vilja vera eiginlegt fagfélag, stéttarsamtök atvinnu-rithöf- unda, eða lauslegt bandalag á- hugamanna um bókmenntir, skáldskap og þjóðleg fræði. Þvi sundurleitari hagsmuna allskon- ar óskyldra aðila sem félögin eiga að gæta, þeim mun óhægari hlýt- ur samningsaðstaða þeirra að veröa gagnvart helztu vinnuveit- endum rithöfunda, bókaútgefend- um, útvarpi og sjónvarpi, blööum og tímaritum, bókasöfnum, skól- um og öðrum þeim aðilum sem nota sér verk rithöfunda með einu eða öðru móti. Stofna sjóö, veita styrk! Það er lika aö skilja að rithöf- undasambandiö hafi veriö ógn áhrifalitill aðili I samningamál- um rithöfunda. Armann Kr. Einarsson gat þess i viðtalinu við Morgunblaðið aö samningar rit- höfunda við rfkisútvarpið heföu verið lausir hátt á annað ár án þess nýir samningar næöust — en samningsgerö við útvarpið mun einmitt hafa verið helzta viö- fangsefni rithöfundasambandsins undanfarin ár. Ekki fara neinar sögur af samningum við aöra aðila, eins og blöö og timarit, um verk i þeirra þágu, eöa um greiðslu fyrir þýðingar: rithöf- undasamtökin gætu þó rétt og slétt sett sér kauptaxta t.d. fyrir greinar, sögur og kvæði i blöðum og timaritum, sem yröi þarflegur fieiri en félagsmönnum, til við- miðunar öllum þeim sem fást við slik verk i lausakaupum. En aðal- viðfangsefni rithöfundasamtaka hlýtur að vera að tryggja félags- mönnum sínum með samningum við bókaútgefendur, þeirra aðal- viðsemjendur, lifvænleg laun fyrir verk sin. Aðrar tekjur, frá útvarpi eða öðrum, eða styrkveit- ingaraf opinberu fé, verða aldrei nema aukageta með þessum aðal- verkalaunum starfandi rithöf- unda. En það fara fáar sögur af baráttu rithöfundasamtakanna fyrir þessum lifs-hagsmunum sinum: útafþeimverðaenginupp- þot i blöðunum. Er enn i dag til nokkurt þaö samningsform á milli rithöfunda og bókaútgef- enda sem gangi út frá einhverri slikri lágmarks-tekjutryggingu sem sjálfsagðri íorsendu samn- inga? A hinn bóginn er jafnan mikiö rætt um allskonar framlög af opinberu fé: stofna sjóð, veita styrk hefur einatt virzt langhelzta vigorð i kjarabaráttu rithöfunda. Nú hefur riðast staöið I landvinnu samningaþófi um það hvernig ráðstafa eigi fúlgu upp á 12 millj. kr. sem rikissióður leggur fram, svonefndum viöbótar-rit- launum sem samsvara eiga eftir- gefnum söluskatti af bókum Is- lenzkra höfunda. Það virðist þó einfalt mál að eftirgefinn skatt eigi aö endurg'reiða höfundum i réttu hlutfalli við sölu bóka þeirra þann tima sem skattféð var inn- heimt. En eftirgjöf á söluskatti, sem talið hefur verið mikið hags- munamái bæöi rithöfunda og bókaútgefenda, er i sjálfu sér engin styrkveiting til rithöfunda, miklu frekar er hér um að ræða styrk til útgáfustarfsemi, eða niðurgreiðslu. á útgáfukostnaði. Eigi niðurfelling söluskatts aö verða til aö bæta kjör rithöfunda á markaði, verður þaö ekki tryggt til frambúðar nema i samningum I milli þeirra og útgefenda. En siik fyrirgreiðsla af opinberri hálfu væri lika hið bezta til þess fallin aö stuöla að lágmarks- tekjutryggingu I samningum, ef þeir væru gerðir. A þessu máli er hinsvegar sá háttur hafður að innheimta skatt- inn fyrst, endurgreiða hann svo, og siðan á að stofna sjóð, skipa nefnd, veita styrki úr sjóðnum, allt trúlega án tillits til raun- verulegrar bóksölu — þaðan sem Eftir Ólaf Jónsson tekjur sjóðsins eiga þó að heita komnar. FAR Eins og félags- og kjaramálum rithöfunda hefur verið háttað undanfarin ár er kannski ekki að undra þótt ýmsum góðum mönn- um hafi dottiö I hug aö vert væri að stofna eitt rithöfundafélagiö enn. Þaö ætti að vera félag hinna eiginlegu atvinnumanna, bæöi I listrænu og fjárhagslegu tilliti, þeirra höfunda sem leggja þaö fyrir sig í alvöru að semja list- rænar bókmenntir. Hvað skyldu þeir annars vera margir, kannski svo sem þriðjungur af félagatölu rithöfundasamtakanna, 50—60 manns ef rúmt er talið? Félag þeirra gæti t.d. heitiö Félag al- menniiegra rithöfunda, skamm- stafað FAR. En hver ætti að úrskurða hverj- ir væru „almennilegir rithöfund- ar”? Það yrðu þeir að gera sig sjálfir, koma sér allténd saman um það hverjar þær bókmenntir séu sem mestu skipta bókamark- aðinn og bókmenninguna. Ef þeim tækist það yrði félag þeirra af sjálfu sér hinn áhrifamesti samningsaðili við alla þá sem hlut eiga að málum þess — þvi að þar væri saman kominn sá hópur manna sem vinnur hin eftir- sóknarverðu verk á markaði bók- menntanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.