Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 1
VISIB
63. árg.— Þriðjudagur 25. september 1973 — 220. tbl.
MÖRG KÍLÓ AF EITUR-
LYFJUM Á FERÐINNI
Sjá baksíðu
Hallar undan
fœti í bridge
- ítalir
Evrópumeistarar
Það hallar undan fæti hjá
islenzku"sveitinni á Evrópu-
meistaramótinu i bridge. i
gær voru spilaðar tvær
umferðir og island tapaði
báðum leikjunum. Fyrst 7-13
gegn Tyrkjum og siðan 0-20
gegn irum, og er það fyrsti
leikurinn, sem islenzka
sveitin fær ekki stig i. Þó að
tvær umferðir séu eftir, sem
spilaðar verða i dag, hafa
italir þegar tryggt sér
Evrópumeistaratitiiinn.
Sjá iþróttir i opnu.
☆
Aðstaða
fatlaðra
Mörgu er ábótavant, þótt að-
staða fatlaðra batni smám
saman hér á landi. Hvað þarf
aðgera? A INN-siðu á bls.7
er fjallað um vandann.
☆
Fóru fram hjó
kerfinu og gerðu
sjólfir flugvöll
Einkaframlakið deyr ekki
þrátt fyrir forsjá hins opin-
bera. Þetta sýndi flugfélagið
Vængir, sem beið ekki eftir
þvi, að flugvallargerð á Rifi
kæmi til með opinberri fjár-
veitingp. Flugfélagsmenn
álitu þann flugvöll, sem þar
er næst, vera ónógan, svo að
þeir byggðu bara annan
sjálfir.
Sjá bls. 2.
☆
Dauðarefsing
að nýju í
Kaliforníu
Dauðarefsingin hefur verið
vakin upp á ný i Kaliforniu i
Bandaríkjunum. Rikis-
stjórinn Ronald Reagan
undirritaði i gær lög um
hana, sem taka munu gildi 1.
jan. 1974. Er þar gert ráð
fyrir, að það varði dauða-
refsingu, ef myrtur er lög-
regluþjónn eða fangavörður i
starfi. Ennfremur, að dauða-
refsing verði viðurlög i niu
tiivikum öðrum.
Sjá nánar bls. 5.
☆
Singapore vitnaði
í þorskastríð
íslendinga
Sjó bls. 5
☆
Stór ferja
í stað
Akraborgar
Sjó bls. 3
Á aðalpósthúsi landsins:
SÖMU VINNUBRÖGÐ OG
FyniD 1 O 1 Á SEGJA PÓSTMENN SEM VILJA
1710 AÐSKILNAÐ PÓSTS OG SÍMA
,,Hér i aðalpósthúsinu
i Reykjavik eru notuð
sömu vinnubrögðin og
fyrir 1916. Þetta er aðal-
pósthús alls landsins og
vegna þess ófremdar-
ástands, sem hér er,
kemur fyrir, að póstur
liggur hérna og kemst
ekki út á land eða
þangað, sem hann á að
sendast. Hérna fer fram
flokkun alls pósts frá út-
löndum, sem siðan er
dreift um landið. Einnig
versta vcður, þegar hann kom
undir landið.
Þegar við höfðum samband
við Bæjarútgerðina i morgun,
var ekki útlit fyrir annað en að
saltað yrði einnig á morgun, þar
sem mannfæð er við söltunina.
Vonast var þó til, að eitthvaö
rættist úr i hádcginu, og var þá
ráðgert að auglýsa cftir fólki.
—EA
Þau salta af kappi.
SÍLD SÖLTUÐ
í REYKJAVÍK
Sild er söltuð I Reykjavík i
dag, og er það talsverður við-
burður, þvi liklega hefur ekki
verið söltuð síld hér i um það bil
tvö ár.
Síldin er söltuð hjá Bæjarút-
gerð Reykjavikur, og hófst
söltun klukkan 8 i morgun, að
sögn eins verkstjórans þar. Það
var Svanur RE 45 sem kom
með sildina frá Shetlands-
eyjum, og kom hann með 1000
kassa af sild.
Svanur RE var hér i Reykja-
vík i nótt, en hafði þá hreppt hiö
fer allur póstur frá úti-
búunum i Reykjavik hér
um”.
Þetta voru orð Reynis
1 Ármannssonar, formanns Póst-
mannasambands tslands, en þeir
héldu landsþing sitt um siðustu
helgi. Voru þar samþykktar
ályktanir um ýmis hagsmuna-
mál póstmanna.
Meðal annars sam-
þykktu þeir, að timabært væri að
athuga, hvort ekki væri æskilegt
aö aðskilja meira póst og sima en
nú er gert.
„Fróðir menn hafa sagt mér”,
sagði Reynir Armannsson enn-
fremur, ,,að þegar lög um póst og
sima voru samþykkt 1935, hafi
aðallega verið haft i huga hag-
ræðið af sameiginlegu húsnæði og
rekstri, en alls ekki það að póst-
þjónustan ætti að verða algjör
hornreka eins og orðið er. Eins og
allir vita, þá hefur póstþjónustan
gjörsamlega setið á hakanum
varðandi allar nýjungar, enda er
ástandið orðið algjörlega óviö-
unandi.
Eins og fram hefur komiðáður i
samþykktum frá okkur póst-
! mönnum teljum við okkur hlunn-
farna i launamálum og einnig við
stöðuveitingar innan stofnunar-
innar. í póst og simamálastjórn
er aðeins einn fulltrúi póstsins.
póstmeistarinn i Reykjavik, hinir
allir eru framkvæmdastjórar
deilda simans. Póstmálafulltrúi
er I 26. launaflokki, en fram-
kvæmdastjórar simans eru i
flokki B-1 i launaflokki rikisins. A
hinum Norðurlöndunum er þetta
ööruvisi, og til dæmis má geta
þess, að núverandi póst- og sima-
málastjóri Finnlands byrjaði feril
sinn sem bréfberi, en vann sig
siðan upp og nam við póstskólann
og endaði sem póst- og simamál.a-
stjóri.
Formaður Póstmannasam-
bandsins sagði að lokum, að þeir
mundu fylgja þessu máli fast eftir
og nefnd starfar að endurskoðun
stjórnar og starfsrækslu pósts og
sima —ÓG
=T1 Tekjur 1424 milljónir —
*****' I Utgjöld 1740 milljónir
Unnið er aö þvi af kappi að
áætla tjón og kostnað vegna
gossins I Vestmannaeyjum, og
eru likur á, aö fyrstu bráða-
birgöatölur liggi fyrir seinni
hluta nóvembermánaðar.
Þegar liggja fyrir tölur um
tjón á bilum, og bráðlega liggja
einnig fyrir tölur um tjón á inn-
búum og ibúðarhúsum.
Kostnaðurinn við varnir og
hreinsun Vestmannaeyjakaup-
staðar voru i lok ágúst um 500
milljónir. Þá voru heildartekjur
Viölagasjóðs með innlend-
um og erlendum gjöfum
1 milljarður 424 milljónir.
Á sama tima námu heildar-
útgjöld sjóösins 1 milljarði og
740milljónum. Kostnaöur vegna
húsbygginga sjóðsins viða um
landiö var þá um 940 milljónir,
samkvæmt upplýsingum, sem
Hallgrimur Sigurösson á skrif-
stofu Viölagasjóðs gaf blaðinu i
morgun.
Hallgrimur sagöi ennfremur,
að 1200 umsóknir hefðu borizt
um, að innbú verði skoöaö, og
trúlega þurfi að skoða langflest
húsin i Eyjum með bætur fyrir
augum. Sagði hann að um 300
hús væru ónýt yrðu þau greidd
eigendum i fjórum greiðslum.
Þá eru eftir 7-800 hús og þarf að
skoða a.m.k. 600 þeirra. Búið er
að kanna tjón á bilum, en af 800
bilum Eyjabúa munu 6-700 hafa
skemmzt. Nemur mat á tjóni á
bilum og vinnuvélum 30 milljón-
um.
Þá er unnið að mati á tjóni á
verksmiðjum og frystihúsum i
Eyjum, en ennþá er ekki byrjað
að kanna tjón á opinberum
mannvirkjum, t.d. höfninni.
— ÞS
Bjargróðasjóður œtti að bœta óveðurstjónið sjá baksíðufrétt