Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 9
■
.
kæliskápar 200—360 lítra, sambyggður kæli- og frystiskápur 380 lítra (210+170)
Electrolux
HHnHÍI
Vörumarkaðurinn hf
ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112. REYKJAVÍK.
Vísir. Þriöjudagur 25. september 1973
Visir. Þriðjudagur 25. september 1973
Frystikistur 210—510 lítra, frystiskápar 170—310 lítra,
Best á vell-
inum á ný!
— Leikur í kvöld í Lissabon í úrvalsliði
Þá birtíst George Best
á knattspyrnuvellinum á
ný i keppni eftir 10 mán-
aða fjarveru. Hann hef-
ur verið valinn i mjög
sterkt úrvalslið, sem
leikur gegn portúgalska
liðinu Benfica i Lissabon
i kvöld. Leikurinn er
ágóðaleikur fyrir kapp-
ann fræga Eusebio, fyrir
dygga þjónustu við
Sex með 11 rétta
Fimm Reykvlkingar og einn
Hafnfirðingur fengu góða búbót i
getraununum I gær. Þeir voru
meö 11 leiki rétta og fá 59.500
krónur I hlut. 120 seölar fundust
meö 10 réttum — þar koma 1200
krónur I hlut.
Potturinn var 510 þúsund
krónur eöa svipaö og undanfarið
en 17-18 þúsund seölum betra en I
sömu viku i fyrra.
Benfica, og þarf ekki að
efa, að völlurinn verður
troðfullur af áhorfend-
um.
Það var einmitt i desember i
fyrra, sem allt sprakk hjá Best og
Manch.Utd. — fyrst setti félagið
hann á sölulista, en ekkert félag
falaðist eftir honum, og siðan
lýsti Best þvi yfir, að hann mundi
aldrei leika knattspyrnu framar
— og forráðamenn United bættu
þvi við, að hann mundi aldrei val-
inn i lið félagsins framar.
En Best hefur verið tekinn i sátt
aftur. Hann hefur æft að undan-
förnu á Old Trafford og verið
„góöi strákurinn”. Hann hefur
verið fljótur að ná sér á strik aft-
ur — þurfti aðeins að losna við
nokkur aukakiló og það var létt
verk. Talið er nokkuð öruggt, að
Best verði i liði Manch. Utd., sem
leikur gegn Middlesbro i deilda-
bikarnum i næsta mánuði — og
vinnur þá sennilega fljótt fast
sæti i liðinu á ný — enda glaum-
gosinn frægi ekki nema 26 ára
gamall.
EM í bridge í Ostende:
Frá Stefáni Guðjohnsen,
Ostende:
Leikur okkar við Tyrki í
20. umferð á Evrópumeist-
aramótinu var jafn í fyrri
hálfleik. 30-29 fyrir þá. I
síðari hálfleiknum gáfum
við út mikið af stigum, en
tókst þó að fá sjö vinnings-
stig. Asmundur, Hjalti, Jón
og Páll spiluðu allan leik-
inn. Við fengum stórt núll
gegn irum í 21. umferð og
ég er hræddur um, að við
höfum ekki átt annað skil-
ið.
úrslit í 20. umferð
Bret la nd—Þý zka la nd 12-8
Danmörk—italía -=-2-20
Tékkar— Belgía 9-11
Tyrkland—island 13-7
irland—Líbanon 13-7
Noregur— Holland 11-9
Finnl.—Ungverjal. 20-=-4
Sviss—Svíþjóð 17-3
Pólland—Spánn 16-4
Frakkl.—Júgóslavía 15-5
Israel—Austurriki 13-7
Portúgal sat yfir.
21. umterð
Þýzkaland—Danmörk 11-9
italía—Belgía 20-=-3
Tyrkland—Tékkósló. 2-18
Island—irland 0-20
Líbanon—Noregur 0-20
Holland—Finnland 6-14
Ungverjal.—Portúgal 9-11
Svíþjóð—Pólland -=-3-20
Spánn—Frakkland 1-19
Júgóslavía—israel 3-17
Austurríki—Bretland 20-0
Sviss sat yfir.
Italia hefur tryggt sér
Evrópumeistaratitilinn, þó
tvær umferðir séu eftir,
sem verða spilaðar í dag.
Staðan er nú þannig: 1.
Italía 341 2. Frakkland 300
3. Austurríki 258 4. Pólland
255 5. Sviss 255 6. israel 251
7. Bretland 244 8. Noregur
243 9. Svíþjóð 239 10. Spánn
218 11. írland 214 12. Tyrk-
land 212 13. Júgóslavía 212
14. Belgía 211 15. island 189
16. Holland 187 17. Dan-
mörk 179 18. Þýzkaland 177
19. Tékkóslóvakía 173 20.
Finnland 159 21. Ungverja-
land 143 22. Líbanon 74 23.
Portúgal 33
tslandsmeistarar Keflvíkinga
stóöu sig langbezt islenzku lið-
anna i Evrópumótunum, þegar
þeir töpuöu ekki nema með 0-2
gegn hinu sterka skozka liði,
Iiibernian, á leikvelli þess Í
Edinborg, Easter Road Park.
Það er ckki siæmt á útivelli
gegn liði, sem hefur hvaö mesta
reynslu allra Evrópuliða I
Evrópukeppni — keppt nær und-
antekningarlaust frá 1955 i hin-
um ýmsu Evrópumótum.
Þó eru ekki miklar iikur á, aö
Keflvikingar komist áfram i
UEFA-keppninni, þegar þeir
leika viö Hibs hér á Laugardals-
vellinum 3. október. En ekkert
er þo utilokað I knattspyrnu —
þó þaö viröist til of mikils mælzt
að Keflvíkingar vinni Skotana
meö þriggja marka mun. En
skozka liöið er þó mistækt —
ekki alls fyrir löngu tapaöi þaö
fyrir skozku 2. deildarliði meö
3ja marka mun.
Þessa skemmtilegu mynd hér
að ofan tók Bjarnleifur á leikn-
um á Easter Road Park á miö-
vikudaginn var. Þeir Guöni
Kjartansson og GIsli Torfason
(nær markverðinum) fóru upp i
vitateiginn I hornspyrnu — en
McArthur, markverði Hibs,
tókst aö sjá viö þeim og slá
knöttinn frá.
Þá er aðeins rúm vika i
siðasta stórviðburðinn á
knattspyrnusviðinu hér á
landi á þessu leiktimabili —
Keflvikingar leika siðari
leikinn við skozka liðið
Hibernian á Laugardals-
velli annan miðvikúdag 3.
október, og þurfa að sigra
með þriggja marka mun til
að komast áfram i 2. umferð
UEFA-bikarkeppninnar.
Auðvitað er litlar likur til
þess, að Keflvikingar
komist áfram — en allt
getur þó skeð i knattspyrn-
unni, og eitt er vist, að leik-
ur liðanna á Laugardals-
velli ætti að geta orðið tvi-
sýnn.
Margir frægir leikmenn eru i Edin-
borgarliðinu Hibernian — sjö leik-
mannanna, sem hingað koma,
hafa leikið i skozka landsliðinu, eða
úrvalsliði skozku deildarinnar og segir
það nokkuð um ágæti skozka liðsins.
Það hóf keppni i sumar mjög vel —
sigraði þá bæði Rangers og Celtic —
frægustu lið Skotlands í einni og sömu
vikunni. Hins vegar hefur þaö verið
nokkuð mistækt i leikjum sinum að
undanförnu, og það gefur Keflviking-
um vissa möguleika hér heima.
Fyrirliði Hibernian, Pat Stanton, er
einn af beztu framvörðum Skotlands —
og reyndar merkilegt, að hann skuli
enn leika á Skotlandi eins og ensku liö-
in hafa reynt að fá hann. Hann lék sinn
fyrsta landsleik 1966 og hefur oft verið
valinn i skozka landsliðið siðan — nú
fastur maður i landsliðshópnum. Hann
er einkum kunnur fyrir stuttar,
nákvæmar sendingar sinar —- leik-
maður, sem Keflvikingar verða að
hafa strangar gætur á. Skorar iðulega
— til dæmis átta mörk á siðasta leik-
timabili.
Kantmaðurinn Cropley er sá leik-
maður Hibernian, sem ensku liðin
hafa mestan áhuga á — lið eins og
Tottenham hefur boðið stórfé i þennan
leikmann, en ennþá hefur Hibs tekizt
að halda honum. Hann lék fyrst i
skozka landsliðinu 1972 og samvinna
hans og Stanton er sérlega góð.
Aðalmarkskorari Hibs er miðherj-
inn Gordon — og um leið kallaður
„heili” framlinu liðsins. Mjög sterkur
með skalla — skorar mikið þannig.
Hann var markhæsti leikmaðurinn i 1.
deildinni skozku á siðasta leiktimabili
— skoraöi samtals 27 mörk og tók þó
ekki vitaspyrnur liðsins. Innherjinn
O’Rourke kom næstur með 17 mörk, en
hann er einnig mjög hættulegur i vita-
teigum — og að auki vitasérfræðingur
liðsins. Hinn kunni leikmaður Duncan
var 3ji markahæstu leikmaður liðsins
með 10 mörk. Hann leikur yfirleitt á
hægri kanti — Cropley er vinstra meg-
in — og er eldfljótur.
Fyrirliðinn Stanton var fjórði
markahæsti leikmaður Hibernian á
siðasta leiktimabili með átta mörk —
siðan kom Cropley með sex og Higgins
þrjú. Aðrir færri. Þessi Higgins er
aðeins 19 ára og mikill risi meðal
skozkra framherja. Hann er 1.93 metr-
ar á hæð, en hefur þó undragóða knatt-
meðferð af svo stórum manni að vera.
Hann er nýr i liði Hibs — siðasta
keppnistimabil var hans fyrsta hjá
félaginu.
Varnarleikmenn Hibs eru þekktir og
hafa mikla leikreynslu i úrvalsliðum
oglandsliði. Markvörðurinn McArthur
er ekki stór af markverði að vera — en
þó góður i „loftinu” hefur mikinn
stökkkraft. Bakverðirnir Bremner og
Schaedler eru mjög sterkir — og gefa
aldrei eftir. Þá er Bremner einnig
kunnur fyrir spretti sina upp hægri
kantinn og gefur vel fyrir, en reynir
sárasjaldan að skora sjálfur.
Þaö eru tveir „svartir” á miðjunni
að minnsta kosti hvað nöfnum viðvik-
ur — Black og Blackley — og þeir eru
meðal sterkustu miðvarða i skozkri
knattspyrnu — báöir leikið i úrvals-
liðum. Black er fyrst og fremst
„stöðvari” — á honum brotna mörg
upphlaupin. Blackley er hins vegar
miklu nettari varnarmaður.
Það verður áreiðanlega gaman að
sjá þetta skozka lið hér i keppni. 1
fyrra fengum við Morton i heimsókn
og liðið vann alla sina leiki, þó það sé
ekki i sama „klassa” og Hibs. 1
Evrópukeppninni lenti KR eitt sinn
gegn Aberdeen og fékk slæma skelli —
bæði heima og heiman — en vonandi
tekst Keflvikingum að komast hjá þvi
annan miðvikudag.
Fjölmargir skozkir
lanas-
W
liðsmenn
líði Hibernian
— sem leikur gegn Keflvíkingum ó Laugardalsvelli eftir viku
Umsjón: Hallur Símonarson
Svíinn fróbœr
-Leroy onnar!
— Hedmark sigraði með yfirburðum í
Evrópukeppninni í tugþraut. Pólverjar í
keppni landa
Sænski tugþrautar-
maóurinn Lennart Hed-
mark stóö sig frábær-
lega vel i Evrópu-
keppninui i tugþraut,
sem liáð var i Bonn um
íielgina. Hann sigraði
með yfirburðum — hlaut
8120 stig — og var eini
keppandinn, sem hlaut
yfir átta þúsund stig á
mótinu.
Þó var útlitið ekki gott hjá Hed-
mark eftir l'yrri daginn. Hann var
aðeins i sjötta sæti samanlagt —
en siðari daginn náði hann sér
heldur betur á strik og sigraði
bæði i kringlukasti og spjótkasti.
Þetta fleytti honum upp á toppinn
i keppni sterkustu tugþrautar-
manna Evrópu. Frakkinn Leroy,
sem keppti hér á Laugardalsvell-
inum i riðlakeppninni, varð annar
i keppninni — en var um 200
stigum lakari en Hedmark. Pól-
verji varð i þriðja sæli.
1 keppni þjóðanna komu Pól-
verjar talsvert á óvart fyrri
daginn og tryggðu sér þá forustu,
sem nægði þeim til loka keppn-
innar. Árangur þriggja manna
frd hverri þjóð þarna i úrslitum
Evrópukeppninnar taldi og eftir
l'yrri daginn voru Pólverjar með
fjögur hundruð stigum meira en
Sovétrikin og Vestur-Þýzkaland
var i 3ja sæti. Pólverjar voru
hinir einu, sem hlutu yl'ir 12000
stig samanlagt l'yrri daginn.
Siðari keppnisdaginn héldu Pól-
verjar forustunni til loka —
Sovétrikin urðu i öðru sæti, og
Austur-Þjóðverjar skutust þá
upp i þriðja sætið.
Hvað á að gera ef
slys ber að höndum?
— Norskur íþróttalœknir heldur nám-
skeið hér á landi
Norski íþróttalæknir-
inn Svein Nilsson kemur
hingað til lands á
fimmtudag. Á föstudag
og laugardag verður
haldið námskeið i
Ileykjavik, þar sem
liann leiðbeinir. Þar
verður fjallað um al-
gengustu ineiðsli, sem
geta orðið i iþróttum,
einkenni þeirra og með-
ferð. Námskeiðið er
einkum ætlað iþrótta-
kennurum, iþrótta-
þjálfurum, liðsstjórum
og leiðbeinendum, en
það er opið öllum, sem
hala áhuga. Námskeiðs-
gjald er kr. 1000,- fyrir
þá, sem ekki eru i
iþróttakennarafélagi
islands.
Svein Nilsson er þekktur i
heimalandi sinu sem iþrótta-
læknir, Hann hefur haldið fjöl-
marga fyrirlestra og mörg nám-
skeið um iþróttaslys, hefur
skrifað mikið um þetta efni, og
vinnur að rannsóknum á þessu
sviði á Ulleváll sjúkrahúsinu i
Oslo. Nilsson hefur starfað fyrir
Norska handknattleikssam-
bandið og fylgt norska landsliðinu
i keppni mörg undanfarin ár, og
hafa margir islenzkir handknatt-
leiksmenn notið aðstoðar hans i
keppni á erlendri grund. Hann
kemur nú hingað til lands að
frumkvæði Jóns Ásgeirssonar og
á vegum Iþróttakennaralélags
íslands,-
Þetta er i fyrsta skipti að nám-
skeið um þetta efni er haldið hér á
landi, og yfirleitt hefur þessum
þætti verið frekar litill gaumur
gefinn hérlendis. Þó hefur nokkr-
um sinnum verið fjallað um
iþróttaslys á þjálfaranámskeið-
um hjá Handknattleikssambandi
Islands. Ekkert hefur verið til á
islenzku um iþróttaslys, en innan
skamms kemur út bæklingur um
þetta efni, sem Jón Ásgeirsson
hefur tekið saman.-
Með þessu námskeiði verður
þvi bætt úr brýnni þörf, og er ekki
að efa, að tækifærið er kær-
komið, bæði lyrir iþrótlakennara
almennt, og ekki siöur lyrir
þjálfara i hinum ýmsu greinum,
iþrótta, liðsstjóra og aðra, sem
áhugasamir eru á þessu sviði. —
A námskeiðinu verður kennsla
bæði verkleg og bókleg. Þar
verður sýnikennsla, þar sem sýnd
verða hjálpargögn, og kénnd
verður meðlerð þoirra.
Ánnars verður ei'ni námskeiðsins
aðallega þetta: Álgengustu
meiðsli i iþróttum, einkenni
þeirra, skyndimeðlerð — el'tir-
meðferð, undirbúningur fyrir
keppni, notkun hjálpartækja,
nudd, stutt þjállunarlræði.
Námskeiðið hefst i Iteykjavik
siðdegis á föstudag, þvi verður
haldið áfram fyrir hádegi á
laugardag og lýkur siðdegis þann
dag. Á sunnudag verður nám-
skeið á Akureyri,-
Kennsla fer yfirleitt fram á
norsku, en Jón Ásgeirsson verður
til aðstoðar, og þýðir fyrir Svein
Nilsson,-
Tilgangurinn með námskeiðinu
er að gefa ábyrgðaraðilum
iþróttahreyfingarinnar tækifæri
til þess að afla sér grundvallar-
þekkingar i sambandi við iþrótta-
slys, svo þeir viti námkvæmlega
hvernig þeir eiga að brégðast við,
ef slys ber að höndum, og þeir viti
þá livað þeir eiga að gera, og hvað
þeir eiga ekki að gera,-
USA vann
Sterkasta golflið USA —
Nicklaus, Palmer, Trévino,
Casper, Weisskoff m.a. —
sem sent hefur verið I
Rydercup, landskeppnina
við Bretlandscyjar, sigraði
með 19-11 i keppninni nú,
sem lauk á laugardag á Skot-
landi. Meðalaldur banda-
risku keppendanna var 36 ár.
Bretar höfðu yfir framan af,
en USA-leikmennirnir gerðu
út um keppnina i 16 einliða-
leikjum á laugardag — unnu
9, töpuðu 3, en fjórir urðu
jafnir.
Slœm töp í gœr
Varið ó Easter Road