Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 25. september 1973
AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Péturssoiu
Taka upp dauðarefsingu
í Kaliforníu á nýjan leik
Ronald Reagan, rikis-
stjóri i Kaliforniu,
undirritaði i gær ný
fylkislög, sem vekja upp
dauðarefsinguna á
nýjan leik þar i fylki.
Þessi nýju lög gera
ráð fyrir, að dauðarefs-
ing verði sjálfkrafa
viðurlög við ellefu morð-
afbrigðum, en þau eiga
þó ekki að ná til morða
sem framin verða fyrr
en eftir að árið 1974
rennur upp.
„Ég veit, að við hörmum öll
nauðsyn þess að undirrita slik
lög”, sagði Reagan. ,,En mér er
samt innanbrjósts eins og manni,
sem veit, að hann er að gera rétt.
Það er engin leið að reikna út,
hversu- mörgum lifum lög-
hlýðinna borgara þessi lög munu
bjarga”.
Þegar lög þessi öðlast gildi 1.
jan 1974, verða liðnir 22 1/2
mánuður frá þvi að siðustu
dauðarefsingarlög Kaliforniu
voru numin úr gildi Og sex ár og 8
1/2 mánuður frá siðustu aftöku.
Þessi lög munu ekki ná til
þeirra 105 manna og 5 kvenna,
sem nú sitja i fangelsi i Kaliforn-
iu, eftir að dauðadómum þeirra
var breytt i ævilangt fangelsi,
þegar gömlu dauðarefsingarlögin
voru numin úr gildi. Þar á meðal
er Sirhan Sirhan, sem myrti
Robert F. Kennedy, þingmann,
og svo fimm úr „Charles
Manson”-fjölskyldunni' sem
myrti Sharon Tate.
Þessi nýja lagasetning kann að
fara fyrir dómstólana, þvi að i
margra augum brýtur hún i bága
við stjórnarskrá Bandarikjanna.
Dauðarefsingin á að taka til:
Morðs á fangaverði eða lögreglu-
manni i starfi. Leigumorðs.
Fjöldamorða. Morðs, sem framið
er af dæmdum morðingja. Morð á
vitni i sakamáli. Dauðsfalls
vegna skemmda á járnbraut.
Morðs i sambandi við rán eða inn-
brot i ibúðarhúsi. Morðs i sam-
bandi við nauðgun. Morðs i sam-
bandi við mannrán. Morðs i sam-
bandi við siðgæðisbrot á barni
yngra en 14 ára.
Konnld Iteagan: „Ég finn, að ég
('i' að gora rétt".
Kissinger hvetur til að...
SETJA UPP FRIÐARGÆZLUKERFI
á vegum Sameinuðu þjóðanna. Flutti sína fyrstu rceðu sem utanríkisráðherra í gœr
Hinn nýi utanrikisráð-
herra Bandarikjanna,
dr. Henry Kissinger,
fullvissaði þjóðir heims
um, að Bandarikin
mundu ekki sækja eftir
þvi að hlutast i þeirra
mál í kappi við Ráð-
stjórnarrikin eða eitt-
hvert annað stórveldi.
„Land mitt er enn -fylgjandi
þeirri stefnu, sem miðar að al-
heimssamfélagi”, sagði Kissing-
er allsherjarþingi v Sameinuðu
þjóðanna i sínu fyrsta embættis-
verki, siðan hann tók við af
William Rogers.
1 ræðu sinni hvatti Kissinger til
þess, að aðildarrikin gerðu með
sér samkomulag um helztu
leiðarljós varðandi friðargæzlu,
svo að unnt væri að bregðast bæði
fljótt við og með árangri næst
þegar ófriðarkreppa skylli yfir.
„A seinni árum”, sagði hann,
HUNZAÐI RUSSA
Leonid Brezhnev, for-
maður kommúnista-
flokks Sovétríkjanna,
gagnrýndi i gær hart
flokksbræður sina i Kina
fyrir að slá á framrétta
vinarhönd Sovétrikj-
anna.
Sagði hann, að Sovétrikin hefðu
gert Kina tilboð um ekki —
árásarsamning og áreitnislausa
sambúð þessara tveggja rikja. —
Brezhnev minnti á, að á siðasta
flokksþingi kommúnistaflokks
Kina hefði verið lýst yfir vilja til
bættrar sambúðar við Sovétrikin.
„Og hvernig urðu þá viðbrögð
Kinverja við tilboði okkar?”
spurði Brezhnev, en svaraði siðan
spurningunni sjálfur: „Það er
einkennandi fyrir leiðtoga
Alþýðulýðveldisins Kina, sem
æpa um heim allan um ógnanir
Sovétmanna, sem eiga að svifa
yfir þeim, að þeir höfðu ekki svo
mikið við sem að svara þessu
tilboði”.
Brezhnev skýrði það ekki á
neinn hátt, hvers vegna þörf væri
fýrir ekki — árásarsamning milli
Sovétrikjanna og Kina, sem
gerðu með sér vináttusáttmála
1950, sem enn á að vera i fullu
gi.ldi.
höfum við teymzt út i árangurs-
lausar rökræður um, hvenær
skuli láta reyna á slika friðar-
vörzlu fyrst og um hversu mikil
áhrif öryggisráðið skuli hafa á
slikar friðargæzlusveitir. Það
eina, sem af slikum ágreiningi
hlýzt, er að tryggja, að friðar-
gæzlukerfi verði aldrei komið á”.
Ræðu Kissingers var vel tekið
af utanrikisráðherrum aðildar-
rlkjanna og fulltrúum þeirra.
Nýju embætti fylgja nýjar áhyggjur.
Vitnað í
þorska-
stríðið
Singapore lagði fast
að Sameinuðu þjóðunum
i gær að hefjast handa
við gerð „sanngjarnra
og réttlátra” laga varð-
andi hafið.
Utanrikisráðherra Singapore,
S. Rajaratnam, kallaði i ræðu
sinni hafið „efnahagslandamæri
framtiðarinnar” og varaði við
þvi, að væri ekki komið með
„skynsamlega fyrirmynd"
mundi uppskipti hafanna, likt og
sundurhlutun landanna, verða
liðin saga „skráð i blóði".
Hann nefndi einmitt þorska-
striðið við strendur Islandá, til
sönnunar þvi, að menn vipru
þegar farnir að berjast um
bitana.
Varaði hann við þvi, að þannig
yrði haldið á málunum, að umráð
yfir höfunum og auðlindum
þeirra féllu i skaut þeim fáu,
„sem eru rikir, voldugir eða
tæknilega þess umkomnir að gera
þau að sinni einkaeign. Eða þeir,
sem vegna landfræðilegrar legu
sinnar telja sig eiga sérstakar
kröfur
Gera skœru-
liða útlœga
Kikisstjórn Argentinu lýsti i
gær ólöglega og útlæga starfsemi
„Býitingarhers alþýðunnar”,
sem eru samtök borgarskæruliða
þar I landi. Hafa þau staðið að
ýmsum hryðjuvcrkum og mann-
ránum I nafni þess, að þau berjist
gegn hcrforingjastjórninni (scm
var) og crlendum auðhringum.
Leið þannig ekki dagurinn frá
þvi að fullvist var, að Juan Peron
sigraði i forsetakosningunum, og
þar til stjórnin lét til skara skriða
gegn skæruliðunum. En hann
hafði boðað, að hann mundi
stemma stigu við þvi að vopnaðir
aðilar hefði áhrif á stjórnmálin i
Argentinu, og að allra áliti var
þar sneitt að skæruliðunum.
Campora, fyrirrennari Perons,
sleppti öllum félögum Byltingar-
hersins, sem sátu i fangelsum,
lausum I náðunaröldu, sem fylgdi
þvi að hann tók við embætti á
slnum tima.
Byltingarherinn telur innan
sinna vébanda á að gizka 500
velvopnaða og þrautþjálfaða
skæruliða og er hann talinn vel-
stæður fjárhagslega af lausnar-
gjöldum, sem hann hefur þvingað
út úr stórfyrirtækjum.
Heiðursvörður var hafður um kistu Sviakonungs, meöan hún stóð uppi i Helsingborgar
sjúkrahúsi, en likbörur konungs hafa staöið uppi i höllinni að undanförnu.
svIakonungi fylgt
TIL GRAFAR í DAG
I STOKKHÓLMI
Kóngafólk og þjóð-
höfðingjar frá mörgum
löndum, þar á meðal
forseti íslands, dr.
Kristján Eldjárn, komu
til Stokkhólms i gær til
þess að votta Gústaf VI.
Adolf Sviakonungi
hinztu virðingu sina.
Jarðarför hans fer fram
i dag.
Siðustu dagana hefur verið
slæmt veður I Stokkhólmi, og hafa
Sviar beðið heitt um gott veður til
þess að raða sér upp við höllina og
ganga hjá likbörunum, þar sem
lik konungs stendur uppi.
Þúsundir hafa undirritað samúð-
arbókina i höllinni.
Kista konungs verður flutt i
hestvagni frá höllinni til næstu
dómkirkju, en þó fyrst lögð lykkja
á leiðina gegnum miðborgina. —
Að minningarguðsþjónustunni
lokinni verður hún flutt úr dóm-
kirkjunni til grafreits konungs-
fjölskyldunnar að Haga I norður-
jaðri Stokkhólms. Þar verður
Gustaf VI Adolf jarðsettur við
hlið konu sinnar, Louise Mount-
batten, sem andaðist 1965.