Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 6
6 Vísir. Þriðjudagur 25. september 1973 VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson ^Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siftumiila 14. Simi 86611 (7,lihur) Askriftargjald kr. 360 á mánufti innanlands i lausasölu kr, 22.00 eintakift. Blaftaprent hf. Ólíkt hafast þeir að Landhelgisdeila okkar við Breta og Vestur-Þjóðverja hefur tekið tvær ólikar stefnur. Gagnvart Bretum fer deilan sifellt harðnandi og möguleikar á samkomulagi verða sifellt fjar- lægari. Deilan við Vestur-Þjóðverja þokast hins vegar smám saman i átt til samkomulags. Aðalsamningamaður Þjóðverja, Hans Apel aðstoðarráðherra, hefur gefið timamótayfir- lýsingar i leiðara, sem hann skrifaði i eitt dag- blað jafnaðarmanna i Þýzkalandi. Þar leggur hann áherzlu á, að Þjóðverjar reyni að ná samningum við Islendinga, áður en deilan verði að alþjóðlegu stórmáli. Apel varar við hinum útbreidda hugsunarhætti meðal andstæðinga íslendinga i deilunni, að ekki megi semja, vegna þess að útfærsla Islendinga sé einhliða og ólögleg. Hann segir stjórnmálamenn verða að hafa viðari sjóndeildarhring, kunna að taka staðreyndum og hindra, að landhelgisdeilan snúist upp i stórmál á alþjóðavettvangi. Apel viðurkennir hreinskilnislega, að Þjóðverj- ar verði að draga úr sókn sinni á íslandsmið, fækka skipum sinum og veiða utan islenzkra bannsvæða. Og hann er nógu viðsýnn til að taka sérstaklega fram, að þennan mun megi bæta upp með þvi að kaupa meiri fisk en áður af Islending- um. Svo virðist sem hann vilji jafnvel gera slik fiskkaup að einu atriði væntanlegs samkomulags. Auðvitað er þetta sjónarmið nútimans. Þjóð- verjar eiga ekki að vera að vasast i taprekstri á útgerð, þegar þeir hafa miklu betri tekjur af öðr- um atvinnuvegum. Þjóðir verða að sérhæfa sig i atvinnugreinum, svo að rekstrarhagkvæmnin verði meiri. Apel sér, að íslendingar kunna að reka útgerð með árangri. Og þvi þá ekki að kaupa fiskinn af fslendingum; Þjóðverjar hafa nægar vörur til að selja hingað i staðinn. Ef til vill er grein Apels merki um, að þýzk stjórnvöld hafi komizt að raun um, að þýzkir og islenzkir þjóóarhagsmunir fari saman og séu andstæðir hagsmunum nokkurra þýzkra út- gerðarmanna. Ef svo er, ættu viðræðurnar i októ- ber að geta leitt til samkomulags i deilunni. ís- lendingar munu fyrir sitt leyti gera sitt bezta til að svo geti orðið. Brezki ihaldsþingmaðurinn Laurence Reed hefur ekki sama hljómgrunn hjá stjórnvöldum sins heimalands, þegar hann segir Breta verða að vægja i landhelgisdeilunni, þar sem þjóðarhags- munir beggja fari saman. Það er sorglegt, að brezka stjórnin skuli ekki átta sig á, að hag- kvæmara er fyrir Breta að taka sjálfir upp 200 milna landhelgi en standa i illdeilum við ís- lendinga. Brezka stjórnin herðir i þess stað deiluna stig af stigi. Hún hagar sér eins og hún eigi i styrjöld. Hún lætur skip sin valda árekstrum við isl varð- skipin og þykist svo vera blásaklaus. Þetta fram- ferði er svo alvarlegt, að frekari viðræður milli Breta og íslendinga eru útilokaðar. Þar á ofan hefur brezka stjórnin með þessu gert islenzkum stjórnvöldum ókleift að standa við fyrri tilboð sin gagnvart brezku samningamönnunum. ís- lendingar eru ekki lengur til viðtals um tilslakan- ir og undanþágur fyrir brezka togara. —JK KREFJAST FÆKKUN AR HERUÐS USA í VESTUR-EVRÓPU Mansfield þingmaður og stuðningsmenn hans róa fast þessa vikuna Þessa vikuna mun herafla Bandarikja- manna erlendis bera imjög á góma i öldunga- deild Bandarikjaþings, en þar knýr Mike Mans- Ifield þingmaður fast á ,um að kalla 250 þúsund bandariska hermenn 'heim og fækka herliði iþeirra þar með um helming. Einkum hefur 'hann þó hug á að fækka herliði þeirra i Evrópu. Vift þvi er þó aft búast, aft stuftn- ingsmenn Nixons forseta spyrni vift fótum og reyni aft hindra Mansfield i þessu ætlunarverki hans á þeim grundvelli, aft slikur allsherjar samdráttur i herafla USA i Evrópu mundi reka Evrópurikin til hlutleysis, ef ekki alveg yfir til Rússa. Þaft er fyrirætlun Mansfields og stuftningsmanna hans aö reyna þetta meft breytingartillögu vift fjárhagsáætlun varnarmála, sem liggur nú fyrir öldungadeildinni. Niöurstöftutölur hennar nema 20.4 milljörftum dollara. Þegar fulltrúadeildin fór hönd- um um áætlunina i ágúst, voru allar tillögur til aft fækka herliöi USA erlendis felldar. — En varnarmálanefnd öldungadeild- arinnar hefur lagt til, aft 500 þús- und manna herafla Bandarikja- manna erlendis verfti fækkaft um 156 þúsund manns. Þrátt fyrir úrslitin i fulltrúa- deildinni telja Mansfield og félag- ar hpns, aft þeir hafi nú jafna möguleika á þvi aö koma sinni tii- lögu I gegn, þar eft hún höffti til sparnaöartilhneigingar þing- manna. — Sýnist þarna sitt hverj- um, þvi aft öldungadeildarþing- menn, sem styftja Nixon forseta, telja sig munu geta fellt tillögu Mansfields meft aö minnsta kosti tiu atkvæöa meirihluta. Demókratar eru i meirihluta I öldungadeildinni, og þingflokkur þeirra hefur lýst yfir stuöningi islnum vift tillögu Mansfields (for- manns þingflokksins). En þaö er vitaft mál, aft ekki munu allir demókratar þó greiöa atkvæfti meft henni, þegar til atkvæöa- greiöslunnar kemur. Mike Mansfield, þingmaöur Montanarikis, hefur lengi verift aftaltalsmaftur þess á Bandaríkjí Mike Mansfield, formaöur þingflokks demókrata I öldungadeild, og Edward Kenncdy, sem hefur mjög fylgt Mansfield aft málum varftandi fækkun herafla USA erlendis. þingi, aft dregift verfti úr .hernaftarmætti Bandarikjanna erlendis. Hann og stuöningsmenn hans færa þau rök helzt fyrir sínu máli, aft nú séu breyttir timar (frá dögum kalda striftsins), og ennfremur ættu Bandarlkin aft draga úr skuldbindingum sínum vift Vestur-Evrópu. Og þaö höfftu allir búizt viö þvl, aft hann, á yfirstandandi þingi, mundi knýja á stjórn Nixons aft semja lög, sem gerftu ráö fyrir verulegri fækkun I 310.000 manna herlifti Bandarikjanna I V- Evrópu. Þó órafti vist engan fyrir þvl, aö hann mundi krefjast þess, aft fækkaft yröi um helming öllu herliöi USA erlendis. — Þaft mundi þýöa um 250.000 manna fækkun, og meirihlutinn úr V- Evrópu. Mansfield hefur þarna fært út mörkin fyrir slnar eigin kröfur, sem hingaft til hafa afteins snúizt um herliftUSAI Evrópu. Nú lætur hann það ná til herliös Bandarikj- anna, hvar sem það er statt á hnettinum. En meft þvi stefnir hann aft þvi aö koma I veg fyrir, ef hann fær vilja sinum fram komift I öldungadeildinni, aö hermála- yfirvöld fækki einungis i Evrópu. Þótt Mansfield segi sjálfur, aft „aftalathyglinni beri aft beina aö herlifti Bandarikjanna I V- Evrópu”, þá bætir hann við: „Gefa ber gaum aö athöfnum bandarlsks herlifts I Aslu og viö Kyrrahafift, þar á meöal I Thai- landi, Okinawa, Suður-Kóreu, Formósu, Filipseyjum og Japan.” „Það er mitt álit,” hefur Mansfield lýst yfir, „að móta megi mjög hpilbrigða utanrikis- stefnu fyrir Bandarikin með aö- eins 50% þess herafla erlendis, sem Bandaríkin hafa nú. — Og ég kýs að láta það ná yfir allan heiminn, því að ég tel, að Banda- rlkin hafi viðast hvar gengið of langt I þessu tilliti.” Samdráttur I herafla USA á er- lendri grund um 250 þúsund manns mundi gera stórt strik I reikninginn I V-Evrópu, þar sem mundi veröa veruleg fækkun, en 310 þúsund manns eru staðsettir þar, aöallega I Vestur-Þýzka- landi, samkvæmt samningum Bandarlkjanna við Atlantshafs- bandalagið. Nixon forseti hefur haldið þvl fram, að sllk fækkun mundi leiða til þess, að bandamenn þeirra I Evrópu teldu sig ekki skuld- bundna til þess aðhalda sjálfir úti eins miklu herliði héreftir sem hingað til og mundu fækka i eigin herjum. Ennfremur telur hann. samþykkt tillögu Mansfields munu koma illa á þessum tima, fyrir afvopnunarviðræðurnar við Rússa. Bendir hann á, að það verði minna til að verzla með I kaupunum við Rússa, ef búið verði að samþykkja fækkun, áður en þeim verður mætt I viðræðun- um. Engu að síður hefur óneitan- lega vaknað meiri áhugi með þingmönnum á þvi aö fækka her- liðinu I Evrópu heldur en verið hefur þar. Virðast þeir ekki lita eins alvarlega á hættuna, sem stuðningsmenn Nixons útmála um aö viðræðurnar við Rússa kunni að renna út i sandinn. Né heldur hefur hlotið sérstakan hljómgrunn kvíði manna fyrir þvl, aö á eftir muni fylgja alls- herjarfækkun herafla NATO og jafnvel þar á eftir upplausn bandalagsins. SjýíBir --=ss»ter • ..., ■ Fækkun herliðs Bandarlkjamanna erlendis mundi sennilega segja til sln á Keflavikurflugvelli, ef af þvl yrði, að tillaga Mansfield næði fram að ganga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.