Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 3
Visir. Þriðjudagur 25. september 1973
3
STOR FERJA I STAÐ
AKRABORGAR
50 BIFREIÐAR - 300 FARÞEGAR
,,Ég held, að það sé mikiil
áhugi meðal fólks á Vesturlandi
fyrir þvi að fá nýtt og stærra
skip til siglinga milli Reykja-
víkur og Akraness”, sagði Björn
H. Björnsson, stjórnarformaður
i Hiutaféiaginu Skallagrimi
sem rekur Akraborgina, sem
heldur uppi ferðum á þessari
leiö.
,,A aðalfundi i sumar fékk
stjórnin heimild til að vinna aö
þessu máli”, sagði Björn enn-
fremur. „Skoðað hefur verið eitt
skip, norskt, sem bæði er bil-
ferja og fyrir farþega. Getur
það flutt 40-50 fólksbifreiðar i
einu og auk þess eru sæti og
klefar fyrir um það bil 300 far-
þega. öryggisbúnaður er aftur á
móti miðaður við 600 farþega.
Skipið gengur 14-15 sjómilur og
væri um það bil 45 minútur að
sigla á milli Akraness og
Reykjavikur'”.
Að sögn Björns eru teikningar
af skipinu nú i athugun hjá
Siglingamálastofnun rikisins og
einnig mun málið verða rætt i
stjórn Skallagrims, væntanlega
i næstu viku. Ekki er óliklegt, að
þar verði tekin ákvöröun hvort
af kaupunum verður.
„Borgnesingar hafa sýnt
þessu máli töluverðan áhuga”,
sagði Björn H. Björnsson enn-
fremur. Hann benti á, að þegar
brúin yfir Borgarfjörð verður
komin, mun leiðin frá Akranesi
til Borgarnéss styttast um 20
minútur. Ætlunin er að byrja
smiði þeirrar brúar næsta
sumar.
Veruleg aukning hefur orðið á
farþegaflutningum með Akra-
borg i ár. Farþegafjöldi er
orðinn tuttugu af hundraði meiri
heldur en hann hefur verið
nokkurn tima áður á jafn
löngum tima.
Stjórnarformaður Skallgrims
hf. vildi ekkert segja um kaup-
verð hinnar nýju ferju, ef úr
kaupunum yrði, en heyrzt hefur,
að kaupverðið yröi ekki fjarri 40
milljónum. Akraborgin er nú á
sölulista erlendis og siðastliðið
vor barst tilboð upp á 18 millj-
ónir króna i skipið, en ekki var
talið fært að selja skipið fyrr en
ákvörðun um nýtt skip væri
tekin.
—ÓG
Stóð milli stórveðranna
Þetta 12 metra tré við Laugarnesveg 53 hafði vist staöiö i 30 ár, en það
er einmitt timinn, sem liðið hefur siðan veðrið var jafnvont og nú. Enda
fór það i óveðrinu.
PÓSTMENN í
HRAKNINGUM
ÆTLAÐI AÐ
BRENNA SITT
EIGIÐ HÚS
Maöurinn, sem reyndi aö
brenna hús sitt á laugar-
daginn. hefur nú veriö
úrskuröaöur I gæzluvarðhald
og geðrannsókn.
Maðurinn kveikti i húsi sinu
að Huldulandi 6 á þremur
stöðum. Þegar slökkvilið kom
á staðinn, logaði talsvert i
kjallara. Talsverðar
skemmdir urðu á húsinu af
völdum elds og reyks.
Maðurinn játaði fyrir
rannsóknarlögreglunni að
hafa ætlað að kveikja i húsinu.
Hann hefur átt i fjölskyldu-
erfiðleikum, og var kona hans
farin frá honum með börn
þeirra. Húsið var næstum þvi
tilbúið til ibúðar. Maðurinn
hefur verið að byggja það
undanfarin ár. —-ÓH
70 póstmenn lentu I hrakning--
um á sunnudag á heimlcið frá
þingi sinu i Munaðarnesi i lang--
ferðabil Guðmundar Jónassonar.
Að sögn Sigurðar Jakobssonar,
annars bilstjóranna, var farið að
hvessa nokkuð mikið um klukkan
sjö, þegar komið var að Botns-
skála, og var þá þegar farið að
taka i bilinn. Var nokkur hræösla
meöal farþega, og var það tekið
til ráðs að stööva og biða betra
færis i Botnsskála.
Mjög hvasst var þar, að sögn
Sigurðar, en ekki vissi hann til, að
neitt heföi fokið þar. Um klukkan
hálfellefu var ákveðið að freista
þess að komast til borgarinnar,
og lögðu rúturnar tvær af stað
með geysistóran trukk frá Vega-
gerðinni sér til aðstoðar. Ók hann
við hlið bilanna til þess að vernda
þá fyrir mestu hviðunum.
Farin var önnur leið en vana-
lega, þ.e. eftir Kjósarskarði og
Þingvallavegi, og var komið til
Reykjavikur um klukkan hálfeitt.
—EA
Sigmundur órn Arngriinsson og Kjartan Ragnarsson I hlut-
verkuin sínum sem verkainaðurinn og forstjórinn i leikþættinum
,,Sá er vinur, scin i raun reynist”.
Verkamaðurinn og forstjórinn
Menningar- og fræðslusamband
alþýöu héll i gær sinn fyrsta fund
á vinnustaö, en það var i Vél-
smiöjunni lléðni. Var hann hald-
imi i samráði viö Fél. isl. járniðn-
aðarmanna og voru til sýnis
listaverk, sýndur leikþáttur og
flutl crindi. Mikið fjölmenni var
á fundinum og á eftir urðu miklar
uniræður, sem lialdur óskarson
stjórnaði.
Leikþátturinn, sem þarna var
frumfluttur, er eftir Véstein Lúð-
viksson rithöfund, og er hann
saminn sérstaklega fyrir MFA.
Nefnist hann „Sá er vinur, sem i
raun reynist” og ljallar um sam-
skipti vinnuveitanda og verka-
manns. Leikendur eru tveir, þeir
Kjartan Ragnarsson og Sig-
mundur Orn Arngrimsson.Fyrir-
hugað er að halda fleiri slíka
fundi i samráði við verkalýðs-
félögin, bæði úti á landi og hér á
höfuðborgarsvæðinu.
—ÞS
Skilvísi Skotinn
Hver á gleraugun?
Þetta er óvenjuleg „Skota-
saga”. Þegar tslendingur tók
sér leigubíl út á flugvöllinn i
Glasgow fyrir skömmu, á heim-
leið, sagði leigubilstjórinn:
„Hvaöan ert þú?” „tslend-
ingur”, sagði sá. „Þá vil ég
biðja þig að reyna að koma
þessum gleraugum til skila”,
sagði bilstjórinn.
Það kom á daginn, að nokkr-
um vikum áöur, um mánaða-
mótin ágúst-september, hafði
annar tslendingur ferðazt með
þessum sama leigubil út á flug-
völlinn i Glasgow. Þá hafði
tslendingurinn, karlmaður,
gleymt gleraugum sinum i
aftursætinu.
Og nú eru þessi gleraugu hér á
Visi og vonandi, að skilvisi
Skotans gefi góða raun. —HIL
jKAmmDEGIÐ
FER í HÖND
Ljósaskoðun stendur nú yfir.
Til þess að auka öryggið í umferðinni er nauðsynlegt
að ökuljós séu í lagi og rétt stillt.
Dkuljós geta aflagast ó skömmum tíma, og einnig
dofna Ijósaperur mikið eftir u.þ.b. 100 klst. notkun,
þannig að styrkleiki þeirra rýrnar um ailt að því helming.
Dragið ekki að lóta skoða Ijósin.
Ljósaskoðun lýkur 15. OKTÓBER.
BIFREIÐAEFTIRLIT RlKISINS
UMFERÐARRÁÐ