Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 25. september 1973 VfelBSm: Haldið þér að það veröi harka i kjarasamningunum I haust? Ólafur Marinósson, sjómaður: — Ég býst viö að svo veröi. Verka- lýösforystan reynir ábyggilega að knýja sem mest fram. Sjómenn munu aövitað eins og aðrir fara fram á bætt kjör. En ég held að til að þeim takist að koma sinum málum fram, þá verði flotinn að vera allur i höfn. Friðrik Theódórsson, deildar- stjóri: — Ég efast ekki um að verkalýðsfélögin haldi fram sin- um kröfum, sama hver situr i rikisstjórninni. Helgi Vilhjátmsson, vél- gæzlumaður: — Alla vega held ég ekki að mikið fáist út úr samning- unum. Nú er rikisstjórn vinnandi manna, aö sögn, og ég á varla von á þvi að verkalýösforystan, sem er samhent rikisstjórninni, gangi hart að henni i þessum samning- Arnoddur Gunnlaugsson, út- gerðarmaður: — Ég á von á þvi aö harka verði i samningunum af hendi verkalýðsforystunnar. En ég hef ekki trú á þvi að nein fram,- tiðarlausn efnahagsmála veröi fundin i haust, heldur verði bráðabirgðasamkomulag. Björn Björnsson, verkstjóri: — Þaö er alltaf einhver harka i samningunum. Svo er aldrei aö vita hvernig þessir tveir aðilar, vinstri stjórn og verkalýðsforysta standa saman. En það er annað sem gerist svo alltaf eftir samningana. Þá er haldið til vinnu, og byrjaö á að yfirborga mönnum. Pétur Wiencke, bilstjóri: — Ég myndi halda að þetta yrðu erfiðir samningar. — Annars stend ég utan viö þetta allt saman og sem fyrir mig sjálfur þar sem ég vinn. KÆRIR BARNAVERNDARNEFND FYRIR SAKSÓKNARA JZESS. ,,Ég hef kært barnaverndar- nefnd fyrir brot á ýmsum grein- um hegningarlaganna og barnaverndarlaganna. Kæran var hjá barnaverndarráði I tvö ár, og það var ekki fyrr en fyrir ári sfðan um það bil, sem ráðið tók ákvörðun f málinu, og var þá barnaverndarnefnd sýknuð. Ég fór fram á að sjá skjöl þau, sem nefndin lagöi fram til varnar, en var synjað skriflega, þótt ég væri aöili aö málinu. Ég komst I þessi skjöl næstum fyrir tilviljun fyrir nokkru, og nú er málið komið fyrir Sakadóm." Þetta er saga Karls Einars- sonar, en hann er i stjórn félagsins „Börnin og þjóðfélagið” sem 40 manns eru félagar i. Orsök kærunnar er 14 ára gömul dóttir hans, sem barnaverndarnefnd haföi haft með aö gera. Karl sagði að ,,>margt mætti um það segja” Hann telur, að nefndin hafi brotið af sér meðferð málsins. Til dæmis telur hann að nefndin hafi ekki rækt hlutverk sitt og nefnir sem dæmi, aö „dóttir hans hefði eitt sinn farið i veizlu án leyfis hans eða konu hans. Hún kom ekki heim um nóttina, og þau hringdu til barna- verndarnefndar til þess að vita hvort nokkuð væri vitað um hvar hún væri. Við vorum hringjandi af og til til kl. 5 um morguninn, og þá loks töldu nefndarmenn sig geta sagt, hvar hún væri niðurkomin. Okkur var sagt að hún væri hjá systur sinni i Fossvogi. Þar á hún enga systur. Þeir vissu þvi ekkert um hana.” Eftir að nefndin hafði verið sýknuð af kærunni, var Karli veitt heimild til þess að lita á skjöl viðkomandi málinu en fékk þá „óvart” I hendurnar, segir hann, þau skjöl, sem nefndin hafði notað sér til varnar. Karl segist hafa tekið þau og ljósritað þau og siðan skilað. Hann kom skjölunum til Sakadóms og býst við að málið verði tekið upp á næstunni. Nefndin telur ákæru hans fjarstæðukennda og tilefnis- lausa. -EA. Á Rifi á Snæfellsnesi hefur flugfélagið Vængir nú byggt sinn eigin flug- völl/ en meiningin er þó að f lugmálastjórn fái flugvöliinn, þar sem stefnan er ekki sú að byggja upp einkavelii, að sögn Hreins Haukssonar hjá Vængjum. Flugvöllurinn er um 4 km fyrir utan Olafsvik. Hann er 25 metra breiður og verður 600 metra langur. Þegar eru 450 metrar af brautinni komnir i notkun. t framtiðinni er svo ráð- gert að byggð veröi þverbraut og skýli, og verður það ef til vill i vetur, ef allt fer að vonum. Flugvöllur var reyndar fyrir á þessum slóðum, eða á Gufuskál um, en þar var snjóþungt og fjarlægðin i byggðina of mikil. Jón Gunnarsson ýtustjóri byggöi völlinn, eftir að hann hafði verið mældur út af verk- fræðingi, og kostar völlurinn fullgerður, þ.e. 600 metrarnir, 300 þúsund krónur. Fimm ferðir eru farnar á staðinn i viku, og einn daginn bæði kvölds og morgna. Nægir farþegar eru bæði fram og til baka. Þá má geta þess, að i fyrsta skipti i sögunni verða póst- flutningar i vetur flugleiðis á Hvammstanga, Hólmavik og Gjögur, og sömuleiðis lyf- og læknisflutningar, og hefja Vængir þá starfsemi nú 1. októ- ber. -EA. I Flugvél frá Vængjum á flugvellinum I Rifi. ÞJÓÐVILJINN GRÆÐIR EKKI Á ÚTVARPINU „Hr. ritstjóri. t lesendadálki i blaði yðar i gær spurðist Arni J. Gunnarsson, Vesturvallagötu 2, fyrir um sög- una „Fulltrúinn, sem hvarf”, sem nú er verið aö lesa i útvarp. Fyrst spyr Arni, hvernig á þvi standi, að saga, sem var fram- haldssaga I Þjóðviljanum fyrir nokkrum árum, hefur veriö valin til lestrar I útvarp og siðan, hvað útvarpið greiöi Þjóöviljanum fyr- ir birtingarréttinn. Af þessu tilefni bið ég yður að, birta eftirfarandi athugasemdir: Astæðan til þess, að framan- greind saga var valin til útvarps- flutnings, er sú, að þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir, sem einnig les söguna og átti frumkvæöið að flutningi hennar, og undirritaður uröu sammála um, aö hún hent- aði prýðilega til lestrar i útvarp. ÍJtvarpsráð samþykkti að láta lesa hana, og Rikisútvarpið sótti um þýðingar- og flutningsleyfi til útgefanda i Danmörku, og er leyfið dagsett 23.7. 1973. Þýðing dróst nokkuð frá þvi, sem ráðgert var I upphafi, en var lokið nú siö- sumars. Stuttu áður hringdi Alf- heiður Kjartansdóttir til min I sambandi við þýöingar á fram- haldssögum, og fræddi hún mig þá á þvi, sem enginn þeirra, sem um þetta mál fjölluöu hjá útvarp- inu, vissi áður, að hún hefði á sin- um tima þýtt „Fulltrúann, sem hvarf” og þýöing hennar birzt i dagblaðinu Þjóöviljanum. Svipaðir árekstrar i sambandi við þýðingar og birtingarrétt eru þvi miður ekkert einsdæmi, og hefur útvarpið áöur kynnzt þvi, þar sem hagur höfunda og útgefenda er aö selja sina vöru eins oft og unnt er. Úr þeirri átt er þvi sjaldnast að vænta upplýsinga um þaö, hvort eða hvenær þýðingarréttur hefur verið veittur áður, nema gengið hafi verið tryggilega frá samn- ingi, sem báðir aðilar eru enn skuldbundnir af, auk þess sem gerður er greinarmunur á rétti til útgáfu i bókarformi, lestrar i út- varp og birtingar i blöðum og hægt að selja réttinn til hvers um sig sérstaklega. Það er mikið verk að fletta blöðum og timarit- um rækilega til þess aö ganga úr skugga um, hvað þar hefur birzt, og engum ætlandi að muna slikt eða hafa á reið'um höndum, ekki einu sinni ritstjórum eöa blaða- mönnum, ef I þá næst, og sjaldn- ast er þess getið, hverjir þýöa framhaldssögur blaðanna. Von- andi stendur þetta til bóta, þegar gengið hefur veriö frá skrá Landsbókasafnsins um efni blaða og timarita, en hún er götótt og nær allt of skammt. Af þessu sést, aö erfitt getur verið að sigla framhjá þvi skeri, sem Rikisút- varpið hefur steytt á i sambandi við „Fulltrúann, sem hvarf”. Tekið skal fram, aö hefði það vitnazt nógu snemma, aö sagan haföi áður birzt á prenti, hefði út- varpið vafalitið kippt að sér hend- inni, en lestur hennar hafði þá verið fastmælum bundinn við þýöandann, hann hér um bil lokið verki sinu og flutningsréttur verið tryggður fyrir löngu. Fannst mér þvi ekki koma til mála að hverfa frá öllu saman, enda vona ég, að hlustendum liki sagan og telji, aö mál hafi verið til komið að kynna höfund hennar betur fyrir Is- lendingum en gert hefur verið. Arni J. Gunnarsson þarf engar ^hyggjur að hafa af þvi, að Þjóð- viljinn græði á útvarpinu i sam- bandi við þetta mál, ef hann hefur haldiö þaö i alvöru. Eins og fram hefur komiö, er verið að lesa I út- varp aðra þýðingu en birtist I Þjóðviljanum, og raunar get ég ekki imyndaö mér, aö þaö blað >>eigi” þýðingu Alfheiöar Kiartansdóttur, heldur hlýtur hún aö eiga hana sjálf og njóta launa fyrir hana, ef um það væri aö ræöa. Þjóðviljinn getur þvi ekki drýgt tekjur sinar með peningum frá útvarpinu vegna framan- greindrar þýðingar. A henni græöir enginn, svo ég viti, nema höfundurinn, þýðandinn og hið góðkunna forlag Gyldendal — að ógleymdum hlustendum Rikisút- varpsins. Með þökk fy rir birtinguna, Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri.” HRINGIÐ í SÍMA1-16-60

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.