Vísir - 11.10.1973, Blaðsíða 7

Vísir - 11.10.1973, Blaðsíða 7
6 Vlsir. Fimmtudagur 11. október 1973. Vlsir. Fimmtudagur 11. október 1973. 7 VÍSIR Útgefandi:-Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Sibumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Gakk þú í sjóðinn Er æskilegt, að kennarar fái lán úr skóla- sjóðum til einkanota? Allir vita, að verðbólgan er þeim i vil, sem skulda. Verðbólgan er meiri en lögleyfðir vextir af lánum. Það þýðir, að reikna má skuldaranum gróða af skuldinni, ef lánsféð er fest i einhverju, sem vex að verðmæti með verðbólgunni. Þetta er augljóst um fasteignir, en það á við um margt annað. önnur hlið málsins er, að lánsfé er mjög af skornum skammti miðað við eftirsDurn. Allir stefna að þvi að kaupa sem fyrst, áður en varan hækkar, sér i lagi að byggja sem fyrst. Þess vegna hafa starfsmenn i Háskóla og i öðrum opinberum stofnunum til dæmis haft áhuga á að fá lánað það fé, sem til var i sjóðum. Hver einstakur hugsar sem svo, að ,,hinir geri þetta”, og hvi þá ekki hann? Þessi bóla er ekki bara i Háskóla íslands. Hver einstakur hugsar. sem svo, að fjármagn þessara sjóða sé ei verr komið i höndum hans en liggjandi i banka, þar sem rýrnun þess yrði enn meiri, ef vextir eru þar lægri en þeir, er hann greiðir. Andmæla gegn þessu hefur ekki gætt svo að miklu hafi skipt hingað til. Lántakendur geta sem auðveldast verið sáttir við sjálfa sig. Fjarri fari þvi, að þarna sé spilling á ferðinni. Er þetta ekki allra hagur? Er verið að gera á hlut nokkurs manns? Litum á annan þátt málsins. Fólk gefur aurana sina i minningu um látna manneskju. Þetta er kannski sæmilegur skildingur og fært að veita úr sjóðnum nokkurt fjármagn til að styrkja efnilega námsmenn. En á skammri stundu er sjóðurinn hórfinn að kalla. Vextirnir, sem fjármagnið ber, hafa verið talsvert minni en verðbólgan. Fjár- magnið minnkar stöðugt i raunverulegu verð- gildi. Það sem áður var sæmilegur styrkur náms- manni hrekkur nú skammarlega skammt. Þetta fjármagn, sem var gefið i svo góðri trú, er orðið litils virði. Þessi rök mundu að sjálfsögðu styrkja þá skoðun, að réttara sé að lána kennara féð með vöxtum, sem séu hærri en bankavextir, ef valið væri milli þess að gera það eða hafa féð i banka- bók. Hins vegar er sú kenning vafasöm, þegar betur er að gáð. Sér farið út i að lána féð einstakl- ingum, væri ekki ráð að nýta aðrar leiðir, sem eru sizt óöruggari og gefa meiri vexti? Hvað um örugg, verðtryggð lán? Eða gæti ekki verið ráð að nýta þessa sjóði i samræmivið tilgang þeirra, viðurkenna, að það er styrkur að geta fengið lán með slikum vaxta- kjörum á verðbólgutimum, og auglýsa eftir um- sóknum um þessi lán? Þá yrði að minnsta kosti komizt nær tilgangi sjóðanna en nú er. Það er ekki réttlátt, að forráðamenm i skólum og stofnunum öðrum gangi i sjóðina og skapi sér verðbólguhagnað með þvi, sumir hverjir. Það má ekki ganga lengra, að opinberir starfs- menn taki sér lán úr sjóðum, sem stofnanir hafa til ráðstöfunar i öðru skyni. Það er sérstaklega ógæfulegt fyrir skólamenn að flækjast i þetta. Það er ranglátt og það opnar gáttir fyrir raun- veruiegri spillingu. Þetta nýja stríð Araba og ísraelsríkis hefur í einni svipan gert varnar- málaráðherra Israels, AAoshe Dayan, voldug- asta mann síns lands. Tvímælalaust er hann sá maðurinn, sem þjóðin lítur mest upp til og væntir sér mest af. Þeg- ar neyðin er stærst, verð- ur jafnvel forsætisráð- herrann, Golda AAeir, að láta sér lynda, að ,,ein- eygði hershöfðinginn" leiði þjóðina. AAeðal hershöfðingja stríðsvélar (sraelsmanna í dag er hann viður- kenndur hershöfðingi hershöfðingjanna. Reynsla hans sem her- mannsog foringja í fleiri styrjöldum kemur að góðu haldi við þær ákvarðanir, sem taka verður þessa dagana og næstu. Og Dayan er maður þekktur að því að geta tekið snöggar ákvarðanir. Hann nær árangri og er mikið á ferli. Dayan er sá stjórnarmeö- limurinn, sem ávallt skýtur upp kollinum, þar sem eitthvað hefur komið fyrir. Þannig hefur þaö gengiö frá lokum sex daga stríös- ins, og hvort sem það hefur veriö skæruliöaárás, skemmdarverk eöa slys. Sem stjórnmálamaður hefur hann verið dálitið sér á báti. Dayan var hetja sex daga striösins, og það hóf hann úr sæti æðsta manns hersins I stól varnarmálaráðherrans. En væri sex daga striðið hans timi, þá var friðurinn timi Goldu Meir. Honum er i nöp við flokk sinn, Verkalýðsflokkinn, en það er lika Dayan á rökstólum með her- foringjum stnum á sunnudaginn einhvers staðar I Sinai-eyðimörk- inni. Moshe Dayan hershöföingi hershöfðingjanna Dáðasti og hataðasti Gyðingur ísraels ■: . Golda og Dayan i Sinai-eyöimörkinni 1969. Fyrir stuttu kvaddi hún hann á eintal lengi kvölds. gagnkvæm tilfinning, þvi að flokknum er i nöp við hann. Hon- um hefur ekki verið spáð miklum frama á vegi stjórnmálanna af þeim sökum. Meðan allt var á huldu um, hvort Golda Meir, sem nú er orðin 76 ára, mundi gefa kost á sér til framboðs i kosningunum, sem fram áttu að fara um næstu mánaðamót (hvort sem af þvi verður nú eftir siðustu atburði), þá hófst togstreita milli Dayans og Pinhas Sapir fjármálaráð- herra um að erfa hana. Reyndar voru fleiri með i þvi kapphlaupi, eins og Yigal Allan aðstoðarfor- sætisráðherra og Abba Eban utanrikisráðherra. Sapir spilar á flokksapparatið, eins og Armstrong gamli gerði á trompetið sitt, og var talinn þeirra sigurstranglegri. — Engu að siður naut Dayan það mikilla vinsælda, þótt á friðartima væri, að hann gat sett skilyrði fyrir þvi að gefa kost á sér til framboðs aftur. Var að þeim gengið. Meðal þeirra skilyrða voru gamlar hugmyndir hans um að fjölga varðstöðvum og setuliði á ið sjúkrabeö fiugmanns llbysku þotunn- r, sem tsraelsmenn skutu niður i inai-eyðimörkinni. layan er mikið á ferli og kemur oft fram yrir hönd stjórnar tsraels, og hér veitir ann viðtöku Roger Moore (Dýrlingnum) .fl. kvikmyndafólki. út, skal alveg látið ósagt. En þeg- ar skæruliðarnir rændu rúss- nesku Gyöingunum i Vin á dögun- um og kröfðust þess, að viðkomu- búðum flóttamanna i Schönau yrði lokað, þá kallaði Golda Moshe Dayan á eintal seint um kvöld, og sátu þau lengi á rökstól- um. Kann að vera, að hún hafi þá i leiðinni rætt við hann um nýtt og æðra embætti honum til handa. iimiiiiiii: m mm: ■■■■■■■■■■■■ Umsjón: ) Guðmundur Pétursson | hernumdu svæðunum. En auk ’ þess voru nýjar hugmyndir um að 7 skapa Aröbunum i þeim lands- i hlutum jafna möguleika á við ? israelska meðborgara. — Þrátt * fyrir alla óvissuna um framtið \ þessara landsvæða undir isra- 4 elskri stjórn, þá fékk Dayan J þvingað Sapir til þess að ætla 500 ^ milljónir israelskra punda (rúm- i lega 20-falt i isl. kr.) til að bæta / lifsskilyrði Araba á hernumdu \ svæðunum á næstu 4 árum. í ÞarMiggur ástæðan að nokkru 1 fyrir hinu skritna i vinsældum \ Dayans. Hann er nefnilega lika \ dáður af Aröbum. Sem dæmi um vinsældir Day- ans meðal þjóðarinnar nægir að nefna skoðanakönnun, sem gerð var fyrir fáum vikum. Munaði þá aðeins 2,1% á honum og Goldu Meir, og þá var ekkert strið. 1 Meðal stjórnmálamanna er þvi J haldið fram, að það fyrirfinnist 1 einungis einn maður, sem fær sé í um að sannfæra israelsku þjóðina 7 um að láta af hendi aftur her- J numdu svæðin. Sá maður er t Moshe Dayan. — En hann er hins / vegar ekki aldeilis á þvi. — Marg- \ ir trúa þvi þó, að hann sé sá, sem \ komið gæti á friði, og meðal 1 Araba eru ýmsir þeirrar skoðun- \ ar, að hann sé sá innan israelsku \ stjórnarinnar, sem skilji bezt I vandamál Arabanna. En hið almenna álit á Dayan er J það, að hann sé liklegasta, for- 7 sætisráðherraefnið á STRIÐS- S TIMUM, meðan Pinhas Sapir sé i það á FRIÐARTÍMUM. / Og nú eru striðstimar. \ En „gamla konan”, Golda S Meir, lýsti þvi sem sagt yfir, að 4 hún mundi aftur gefa kost á sér til 1 framboðs, og að margra áliti var hún nauðbeygð til þess á sinum tima til þess að varna þvi, að þeir Sapir og Dayan klyfu flokkinn. Hvort henni hefur snúizt nokk- uð hugur við það, að striðið brauzt IIMIN11 SÍÐAN I Umsjón: Edda Andrésdóttir Fallegir fætur sjást á andlitinu. Það hefur Helena Rubinstein sjálf sagt. Og vel hirtir fætur eru ekki aðeins augna- yndi, heldur skapa þeir vellíðan. Ef konurnar vissu, hversu vel of litlir skór sjást á andlitinu, sagði Helena Rubinstein eitt sinn. Hún hefur sagt frá þvi, að þegar hún bjó við Via Veneto i Róm, hafi hún oft setið á ver- öndinni og horft á fólkið fara hjá. Hún sá, hvernig sumar konur gengu ”illa” til vinnu sinnar á morgnana, og hún sá þær fara i samkvæmi á kvöldin með slæmu göngulagi margar hverjar. Litlir skór láta fætuma ekki sýnast minni. Hún kenndi skónum um. Sumar ganga i of litlum skóm, og þá eingöngu til þess að fæturnir sýnist minni. En þannig er það ekki. Fæturnir geta þvert á móti sýnzt stærri, ef skórnir eru of litlir. Þeir bólgna upp i skónum, og göngu- lagið verður ljótt. 1 bók sinni My life for beauty, segir Helena Rubinstein meðal annars: Sjáið bara, hvað leik- konur gera til þess að leika gamlar konur. Þær setja fæturna varlega niður, eins og þær væru að ganga á glóandi kolum. Sárir fætur gera ekki að- eins andlitið og göngulagið eldra, heldur einnig likamann. A þessum timum skiptir það lika talsverðu máli, hvernig fæturnir eru, þar sem þeir eru sýndir meira. Of litlir sokkar gera heldur ekki gott. 1. Fyrst og fremst: Veljiö sokka og skó með umhyggju. Of litlir sokkar eru næstum eins slæmir og of litlir skór. Skórnir verða að vera hæfilega rúm- góðir um tærnar til þess að stóra táin beygist ekki yfir hinar. Hællinn þarf að passa vel, og hann má ekki skerast inn i fótinn. Kaupið skóna siðla dags, þvi að á morgnana er fóturinn nettari og minni. Hæfilega stórir skór, og frekar of stórir en of litlir, gera ökklanngrennri ag láta fótinn sýnast nettari. 2. Fótabað er ákaflega gott. Eftir langan og erfiðan vinnu- dag er hollt að taka fótabað, og þó að kvöldmaturinn biði er ráð- legt að eyða fimm minútum i baðinu. Fyrst volgt bað, þvi næst heitara og loks kalt. 3. Haldið fótunum þurrum. Þurrkið þá vel eftir baðið, sér- staklega á milli tánna. Leyfið þeim siðan að þorna við loft. Púðrið með fóttalkúmi, en ef fæturnir svitna mjög mikið, er ráðlegt að leita sérfræðings. Á- gætt er þá einnig að setja örlitið talkúm i skóna. 4. Varizt sigg á fótum. Ýmis verkfæri fást i snyrtivöru- verzlunum til þess að ná sliku af, en ef einhverjir sérstakir skór valda þvi, ber að forðast þá. Kaupið alla skó síðla dags! — Fallegir fœtur sjást á andlitinu. Sumir kaupa of litla skó til þess að fœturnir sýnist minni, en of litlir skór gera þvert á móti! Fótsnyrting Fótsnyrting er mjög góð, og ágætt er að fara á snyrtistofu og láta snyrta fæturna öðru hverju. En það má lika gera sjálfur. Farið fyrst i volgt fótabað. Burstið siðan fæturna og náið af þeim siggi og harðri húð á með- an húðin er enn mjúk eftir bað- ið. Undir hælinn og stórutána getur þurft á fótaþjöl að halda. — Hreinsið gamalt naglalakk vel af. — Klippið neglurnar fyrst með naglaklippum. Snyrtið siðan neglurnar með naglaþjöl og gætið þess vel, að hornin á nöglunum vaxi ekki inn i tærn- ar. — Berið krem, sem til dæmis inniheldur vitamin, á sára húð sérstaklega, en gott er að bera mjúkt krem á allan fótinn. Byrj- ið á hverri tá fyrir sig og vinnið upp á við. Látið hælinn fyrst og fremst fá nóg krem. — Þurrkið siðan burtu allt krem frá sjálfum nöglunum. — Setjið bómull eða hand- þurrkur á milli tánna, ef þið get- ið ekki teygt þær nógu langt hvora ,frá annarri, á meðan nag lalakk er sett á. — Berið naglalakkið siðan tvisvar yfir á tærnar, og notið þá gjarnan litrikt og skemmti- legt lakk. — EA 5. Fyrir kalda fætur er gott að taka heitt fótabað og bursta fæturna siðan á eftir. 6. Gangið berfætt utanhúss yfir sumartimann. Vöðvarnír undir fótunum styrkjast og húðin verður sterkari. 7. Að ganga berfætt um innan- húss er hins vegarvarasamara Hvort sem gólfið er hart eða mjúkt, er það alltaf slétt, og þaö hefur ekki góð áhrif. En mjög gott er þó að ganga berfættur á tánum innanhúss. Tréskór með innleggi eru mjög góðir fyrir fæturna og gefa þeim góða þjálfun og hafa góð áhrif á hrygginn. En notið slika skó að- eins i nokkra tima fyrst i stað á hverjum degi, annars þreytast leggirnir. 8. Ef fætur bólgna upp eftir heilan dag, er ráðlegt að leita sérfræðings, en gott ráð er þó að setja púða eða kodda undir fæt- urna á meðan sofið er. 9. Notið ekki sömu skóna á hverjum degi. Gott er að breyta til, og skórnir þurfa á lofti að halda. 10. Agæt æfing fyrir fæturna er að standa á gólfinu og þrýsta fótunum niður. Teygið siðan tærnar i sundur, það er erfitt fyrst i stað, en venst, og það er um að gera að reyna. Lyftið siðan tánum teygðum frá gólf- inu og ýtið þeim svo niður aftur. Endurtakið þetta 10 sinnum, á meðan allur fóturinn hvilur á gólfinu, að undanskildum tán- um. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.