Vísir - 23.10.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 23.10.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Priðjudagur 23. október 1973. vismsm: Ilvernig fannst yöur spurninga- þátturinn hans Bessa i sjónvarp- inu? Magnús Marinósson, málari: — Hann var ekkert svo vitlaus. En þaö hefði mátt spyrja lögreglu- þjóninn, hvaða starfsemi hefði verið fyrst i stjórnarráðshúsinu. Sllk spurning hefði kórónað þátt- inn. Svona þáttur má að visu ekki vera á hverjum degi, þótt góður sé. Mánaöarlega er mátulegt. Helga I)óra Rcinalds afgreiöslu- stúlka: — Mér fannst hann sæmi- legur, en alls ekki nógu liflegur. Bessi sjálfur var ágætur, en fólkið sem spurt var, var alveg ómögu- legt. Sumar spurningarnar voru ágætar. María Guönadóttir, afgreiöslu- stúlka: — Ég bjóst við að hann yröi betri. f rauninni var hann Mér finnst, að það hefði mátt vera aukaspurningar fyrir þessa þrjá beztu, svona til að hafa einhver úrslit. Pétur Pálmason, skrifstofumaö- ur: — Mér fannst hann sæmileg- ur. Ég hafði engar sérstakar hug- myndir gert mér um hann. Bessi er nú alltaf skemmtilegur. Fólk- ið, sem spurt er, mætti aftur á móti vera miklu hressara. Jóhanna Finnbogadóttir, starfs- stúlka i Landsbankanum: — Mér fannst hann ágætur. Eg bjóst að visu við kannski gáfulegri svörum. Það er ágætt að hafa svona tilbreytingu i sjónvarpinu við og við. Birna Arnadóttir, húsmóöir: — Mér fannst hann virkilega ágæt- ur. Það stóðu sig allir vel i hon- um, jafnt Bessi sem þeir, sem spurðir voru. Ég er hlynnt svona nokkru. Eftir aö búiö hefur vebiö um sjúklingana, eru þcir fluttir snarlega brott i 23ja ára gömlum bíl sveitarinnar. Farið á œfingu með Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík Þannig er aökoman, þegar komiö cr að flakinu. Illa særður maöur nicö lost, og yfirvofandi hætta á sprcngingu i flakinu. Það hefur orðið flug- slys á Reykjavíkurflug- velli. Flugturn hefur þegar i stað samband við Flugbjörgunarsveit. Sveitin gerir sig klára i einu vetfangi, það er brunað i bilana og á slysstað. Reyndar er þetta aðeins æfing hjá Flugbjörgunarsveitinni, sem Visismönnum er boðið að taka þátt i og fylgjast með. Flugvélar- flak stendur við flugbraut 02, sem notað er við æfinguna. Meðlimir i björgunarsveitinni vita vart fremur en við, hvaða sjón blasir við, þegar á staðinn er komið. Við rennum þó grun i, að búið sé að koma fyrir „særðum” mönnum i flugvélarflakinu, en hvernig og hversu mikið særðum höfum við ekki hugmynd um. Sárin eru reyndar ekki raun- veruleg. Þau eru fengin alla leið frá Noregi og komu hingað fyrir 6árum. Sárin eru gerð úr gúmmii og þeir i sveitinni eiga heilt safn af slikum. Mörg hver eru æði óhugnanleg, og þegar við litum i tösku sem hefur sárin að geyma, sjáum við kalnar tær, sem eru á þvi stigi að vera við það að detta af. Þarna gefur að lita brunasár, brot, auga, sem er að detta úr manni, o.fl. o.fl. En þó þau séu ekki raunveruleg, eru þau æði eölileg, að minnsta kosti i augum þess, sem sér þau i fyrsta sinn. Og aðkoman að flakinu er hálf- óhugnanleg. Flugmaðurinn hefur fengið lost, það blæöir úr munnin- um, og það korrar i honum. Hann hefur nefbrotnað, og við nánari athugun hefur hann feng- iö stálflis i handlegg. Aftar i flakinu heyrast stunur. Þar liggur annar flugmaðurinn með opið fótbrot og skorinn á púls. Blóðið spýtist úr sárinu. Þeir hafa svo sannarlega leikhæfileika hjá Flugbjörgunar- sveitinni! Það liður ekki á löngu áður en mennirnir eru komnir út úr flakinu. Teppum er vafið um þá, og þeir eru fluttir frá flakinu vegna sprengihættu. Búið er um sár mannanna, eftir að þeir hafa verið fluttir frá flak- inu, og tveir stjórnendur björgunaraðgerðanna fylgjast með og leiðbeina, ef á þarf að halda. Aður en þessi gervisár komu til sögunnar, voru æfingar ekki eins raunverulegar. Þá voru menn merktir með spjöldum, þar sem þeir áttu að hafa særzt, og á spjaldinu stóð, hvað að þeim væri. Búið er vel um mennina og þeir bundnir niður, svo ekki sé hætta á, að þeir geti losað sig. Annar er að visu meðvitundarlaus, en hinn er með fullri meðvitund og gæti farið að hreyfa sig vegna sárs- auka. Þeir eru bornir i 23 ára gamlan bil sveitarinnar, sem enn þarf að nota, og æfingin endar i húsnæði björgunarsveitarinnar i Nauthólsvikinni. Þar er æfingin yfirfarin og rædd og bent á það, sem miður hefur farið. Slikt er alltaf gert að loknum æfingum, en æfingar fara fram tvisvar i viku, eða einu sinni hjá hverjum manni i viku. Eftir áramót hefjast æfingar úti við af fullum krafti. Þá er haldið út i snjóinn, og i bigerð er að endurbæta skála i Tindfjöllum, þar sem það er mikið atriði að geta verið við stanzlausar æfing- ar, t.d. i þrjá daga i einu. Meðlimir björgunarsveitarinn- ar vinna allt i sjálfboðavinnu. Búninga sina og útbúnað verða þeir að kaupa sjálfir, og þeir verða að eiga alla tilheyrandi hluti. Til þess að komast i Flug- björgunarsveitina þarf viðkom- andi að vera 17 ára. Hann þarf að vera i eins konar byrjendadeild i eitt ár, þar sem kemur i ljós, hvernig hann muni standa sig. Eftir æfinguna er rætt um hana, hvaö hefur miöur fariö og hvaö er vel gert. Það er gert aö lokinni hverri æfingu. MEIRI STUÐNING VIÐ UNGTEMPLARA J.B. á Flateyri hringdi: ,,Er virkilega enginn, sem get- ur stutt svo við bakið á Ungtempl- arahreyfingunni, að hún geti látið meira að sér kveða úti á lands- byggðiríni lika? Ungmenni úti i dreifbýlinu gætu haft gott af þvi að komast i kynni við hana, ekki siður en ungt fólk i Reykjavik eða þarna syðra hjá ykkur. — Mér þykir meira að segja mjög liklegt, að Ung- templarahreyfingunni yrði meira ágengt við ungt fólk úti á landi heldur en i þéttbýlinu”. Öruggt ráð til að vita uni stöðuna í menntamálum Ef virðist málum öllum i að illa fremur horfi, byrlega finnst mér blása á ný, er brosir Magnús Torfi. Ben. Ax

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.