Vísir - 23.10.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 23.10.1973, Blaðsíða 8
 Hagkaup auglýsir Opið til kl. 8 í kvöld 1 b* nf/ c-' Stórkostlegt úrval af dömublúss- um úr jersey, polyester og ind- verskri bómull. Einnig siðar dömublússur, stærðir til 48. Telpnablússur i úrvali úr jersey og polyester. NÝTT — NÝTT — Sið BANANA pils fyrir ungu stúlkurnar, úr burstuðu denim og flaueli. ÍJrval af úlpum, buxum, og peysum á alla fjölskylduna. Amerisk handklæði, hagstætt verð Falleg, ódýr baðmottusett. WSÍSim Matvöruúrval — viðskiptakortin vinsælu. SIMI n SKEIFUNN115 % *«# ... ___ W&- *■* «■ * Þessar myndir voru teknar i iandsleiknum gegn Frökkiim i Metz á sunnudag. A efri myndinni er Legrand meö knöttinn fyrir framan fslenzku vörnina — AuOunn óskars- son, Jón Karisson og Jón Iijaltalin sjást I vörninni. A neðri myndinni reynir einn islenzku leikmannanna skot á mark — og knötturinn fer i gegn þrátt fyrir sterka vörn Frakka. Auðunn og Agúst eru inn á lfnu— Einar Magnússon út á kanti. Vestmannaeyjatölur gegn Borussia fyrir Stuttgart Borussia Mönchengladbach fékk á sig hálfgerðar Vestmannaeyjatölur i 1. deild- inni þýzku á sunnudag — eða svipaða útreið og Vestmannaeyingar fengu hjá þýzka liðinu í Evrópukeppni bikarhafa f haust! Borussia lék þá i Stuttgart og tapaði 1-6 — var leikið sundur og saman af heima- liðinu, og við tapið missti liðið forustu sína i deildinni — féll niður i annað sætið. Stórar tölur voru einnig i öðrum leik i Vestur-Þýzkalandi og þar tapaði einnig annað stórlið. Kaiserslautern vann þá Bayern Munchen með 7-4, og fyrirliðið Bayern, Franz Beckenbauer, sagði eftir leikinn, að liðið mætti taka sig heldur betur saman ef það ætlaöi að komast áfram i Evrópukeppninni, sem verður I vikunni. Eintracht, Frankfurt, vann Hertha, Berlin, á sunnudag og komst við það i efsta sæti i 1. deildinni. Borussia er f öðru sæti — síðan koma Kaiserslautern og Bayern Munchen. Preston fékk skell Preston North End — lið Bobby Charl- ton i 2. deildinni — fékk slæman skell I deiidakeppninni i gærkvöldi. Tapaði þá illa fyrir einu neðsta liðinu, Millvall, á leikvelli þess siðarnefnda i Lundúnum. Þá kom á óvart, að Manch.City tókst ekki að vinna 3. deildarliðiö Walsall á heimavelli sinum i deildabikarnum. Jafntefli varð aftur án marka og verða liðin nú að mætast i þriðja sinn. Annars uröu úrslit þessi i ensku knatt- spyrnunni f gær. 2. deild Blackpool-Fulham 2-0 Millvall-Preston 5-1 Orient-Bolton 3-0 3. deild Rochdale-Plymouth 1- Southend-OIdham 2- Wrexham-Watford 1- 4. deild Darlington-Exeter i- Hartlepool-Bury i- Mansfield-Stockport 5- Peterbro-Lincoln i-( Við sigurinn komst Peterbro f efsta sæt I 4. deild. Texaco-bikarinn Birmingham-Ncwcastle 1-1 en þetta var leikur I annarri umferð Birmingham sló Stoke út i þeirri fyrstu Lið Noregs gegn Belgum Norðmenn hafa valið landslið sitt i knattspyrnunni, sem leikur gegn Belgum á leikvelli Anderlecht í Brussel miðviku- daginn 31. október. Það verður sfðasti leikur Norðmanna í HM-riðlinum, en island lék þar einnig sem kunnugt er. Landsliðsþjálfarinn norskí, George Curtis, tilkynnti lið sitt í gær og verður það þannig: — Odd Arild Amundsen, Strömgodset, Tore Antonsen, Hamkam., Jan Birkelund, Skeid, Jan Christiansen, Rosenborg, Svein Gröndalen, Raufos Harry Hestad, Molde, Jan Hovden, Frig; Tor Egil Johansen, Skeid, Geir Karlsei Rosenborg, Stein Karlsen, Hamkam Helge Karlsen, Brann, Svein Kvij Viking, Tom Lund, Lilleström, Pe Pettersen, Frigg, Harald Sunde, Rosei borg, og Sigbjörn Slinning, Viking. - Eiginlega sama lið og lék hér i sumar. Norska liðið mun leika annan landsleik förinni— gegn Luxemborg laugardagin 3. nóvember. GÓÐ FERÐ — segir fararstjóri Fœrey- inga, sem einnig er bœjarstjóri í Tvöroyri Sverre Midjord, fararstjóri færeyska landsliðsins i borðtennis. Sverre er bæjarstjóri i Tvöroyri, 2500 manna kaupstað. Einnig er hann for- maöur Borötennissambands Færeyja. Aðalfundur Knattspyrnudeildar Vikings verður haldinn miðvikudag. 31. okt. 1973. i félagsheimilinu v/Hæöargarð og hefst hann kl. 20.00. Ég vonaði nú alltaf það bezta og sannleikur- inn er sá, að færeysku borðtennisleikararnir eru i mun betri æfingu núna en siðastliðið vor, þegar íslendingar unnu okkur”. Þetta sagði Sverre Midjord farar- stjóri og fyrirliði færeyska landsliðsins í borðtennis, sem sigraði i keppni við það islenzka á sunnudaginn. „Við hófum æfingar aftur snemma i september og þá kom til okkar i nokkra daga Johnny Peterson, danski landsliðsþjálf- arinn. Þó hann væri ekki nema nokkra daga hafði koma hans mjög góð áhrif”. Við spurðum Sverre Midjord um borðtennis i Færeyjum, en auk starfs sins sem bæjarstjóri i Tvöroyri, sem er 2500 manna bær, er hann formaður Borðtennis- sambands Færeyja og formaður borðtennisfélagsins i sinni heima- byggð. „Við höfum leikið borðtennis i Færeyjum siðan 1948”, sagði Sverre. „Fyrsta keppnin var háð 1959 og siðan hefur meistara- keppni Færeyja farið fram ár- lega. Fjölgun þeirra, sem æfa borðtennis, hefur verið mjög ör og siðan keppni hófst i borðtennis hafa framfarir verið stöðugar. Hér áður fyrr tók kvenfólk einnig þátt i borðtenniskeppni en siðan lagðist það niður en nú er verið að vinna að þvi, að kvenna- keppni hefjist á ný”. Sverre Midjord sagði okkur að samskiptin við islenzka borð- tennismenn væru mjög ánægjuleg og ákveðið væri að tslendingarnir kæmu til Færeyja i febrúar á næsta ári. Þá væri ætlunin að reyna að stofna einnig tii keppni kvenna og drengja auk karla og unglingakeppni, sem fram fór á sunnudaginn var. „Þessi ferð okkar til Islands hefur i alla staði verið hin ánægjulegasta”, sagði Sverre. „Við erum 14 sem komum i þetta skipti, ílugum með Flug- félaginu beint frá Færeyjum á fimmtudaginn var og förum til baka á fimmtudaginn. Þennan tima búum við á einkaheimilum og er það mjög ánægjulegt og með þvi eignumst við fleiri vini og kunningja”. — ÓG Visir. Þriðjudagur 23. október 1973. 9 Geir Hallsteinsson með gegn ítölum í kvöíd og Frökkum! Leyfi hefur fengizt hjá þýzka liðinu Göppingen um að Geir leiki með íslenzka landsliðinu þá leiki, sem liðið á eftir í riðlakeppni heimsmeistarakeppninnar Frá Magnúsi Gislasyni, Luxemborg: íslenzku landsliðs- mennirnir, sem ég hitti hér á flugvellinum i Luxemborg i gær, voru afar glaðir, þegar sú frétt barst, að Geir Hall- steinsson mundi leika með islenzka landsliðinu i kvöld gegn ítaliu og einnig siðari leikinn við Frakkland, sem verður heima á íslandi hinn 4. nóvember næstkom- andi. Þeir voru á förum til Róm og voru ekki beint ánægðir yfir úrslit- unum gegn Frakklandi — en fréttin um Geir hafði komið eins og sólargeisli. — Við höfðum þegar samband við Geir Hallsteinsson eftir leik- inn við Frakka i Metz. Hann var mjög leiður yfir úrslitunum i leik Frakklands og íslands, og tók vel i það, þegar við færðum i tal, að hann léki gegn Itölum. Sagðist þurfa að fá leyfi hjá forráða- mönnum Göppingen, sagði Einar Þ. Mathiesen, aðalfararstjóri is- lenzka landsliðsins, þegar ég hitti hann i Luxemborg. Og forráðamenn Göppingen tóku strax mjög vel i þá málaleit- un, að Geir léki með gegn ttaliu og Frakklandi — Buchmayer, formaður félagsins, var strax inn á þvi, og ákvað sjálfur að aka Geir út á flugvöllinn i Frankfurt, þar sem hann átti að taka flugvél til ttaliu i gær — og væntanlega hefur hann sameinazt islenzku landsliðsmönnunum iRómaborg i gærkvöldi. Einnig var farið fram á við Göppingen, að Geir fengi leyfi til aðleika siðari leikinn við Frakka — leikinn, sem kemur til með að ráða alveg úrslitum i riðlinum — og var það einnig auðsótt mál. Leikurinn verður sunnudaginn fjórða nóvember og ekki vafi á þvi, að Geir mun styrkja islenzka liðið svo mjög, að von ætti að geta verið i stórsigur. Hann segist sjálfur aldrei hafa verið i betri æfingu — eða leikið betur — en einmitt nú. Islenzku leikmennirnir og far- arstjórarnir voru ekki ánægðir með leik islenzka liðsins i Metz, þegar ég var að spjalla við þá i Luxemborg, þar sem við mætt- umst á flugvellinum i gær — þeir á.leið til ttaliu, ég heim aftur til Islands. Landsliðsmennirnir voru flestir á þeirri skoðun, að Geir hefði verið illa f jarri góðu gamni — það hefði verið mikið áfall fyrir Islenzka landsliðið, þegar Geir fór til Þýzkalands og er þvi ekki til- tækur nema af og til i þýðingar- mestu leiki. Og það reyndist ekki 'unnt að fá hann i fyrri leikinn gegn Frökkum — Göppingen var þá að leika i Þýzkalandi. En landsliðsmennirnir sögðu, að þessi frétt um Geir hefði komið eins og sólargeisli i heldur dapra hugi þeirara eftir tapleikinn. Það hefur mikið verið reiknað og hve stórt þarf að vinna Frakka i siðari leiknum. Jón Hjaltalin Magnússon, verkfræðingur, sem er mikill stærðfræðingur, var á þeirri skoðun eftir mikil heila- brot, að islenzka liðið þyrfti að vinna Frakka hér heima með þriggja marka mun til að komast áfram i heimsmeistarakeppnina i Austur-Þýzkalandi.. Þá hlýtur hann að hafa reiknað með betri úrslitum hjá islenzka liðinu i siðari leiknum gegn þvi italska en Frakkar eiga að ná — samkvæmt útreikningnum. Eins og staðan er nú — og sé reiknað með þvi að markahlutfall haldist óbreytt i siðari leikjum tslands og Frakklands gegn ttaliu, þarf islenzka liðið að vinna það franska hér heima með fimm marka mun — mörkin i siðari leik landanna telja reyndar tvöfalt. Eins og staðaner nú hafaFrakkar 23 mörk fleiri skoruð en þeir tiala fengið á sig — islenzka liðið 14. Munurinn er sem sagt niu mörk — og fimm mörk þarf til að vinna þann mun upp og um leið er þá markatala tslands orðin aðeins betri. Það er ef tsland vinnur Frakkland með nokkurra marka mun lagast staða okkar — en Frakka versnar, svo kannski er útlitið ekki alveg vonlaust. Landsliðshópurinn hefur velt mjög fyrir sér i hverju ósigurinn gegn Frökkum lá — en niður- staðan er einfaldlega sú, að liðið hafi verið langt frá sinu bezta — bardagagleði og sigurvilji franska liðsins hafi komið á óvart. Þeirri skoðun hefur einnig skotið upp, að islenzka landsliðið hafi algjörlega vanmetið mót- herjana — talið, að vinningur væri i húsi áður en leikurinn hófst. En það þýðir ekki að fást um orðinn hlut — nú er bardagi framundan. t kvöld þarf að vinna ttali með miklum mun — og siðan Frakka hér heima. Það ætti að vera hægt, ef leikmenn verða samhuga i þeim átökum, sem framundan eru. Jón Múli Arnason °g stórhlj ómsveit FIH kynna úrslitalögin í Trimmkeppni ÍSÍ/FÍH í Súlnasalnum í kvöld GLÆSILEG VERÐLAUN 4 Höfundar þriggja vinsælustu laganna hljóta glæsileg verðlaun. 1. Verðlaun: Radionette-útvarps- og hljómburðartæki frá E. Farestveit & Co. 2. Verðlaun: Pioneer-hljómburðartæki frá Karnabæ. 3. Verðlaun: Philips-hljómburðartæki frá Heimilistæki, hf. AUKAVERÐLAUN FYRIR ALMENNING: Dregið verður úr nöfnum þeirra, sem geta rétt um vinningslagið, 10 þeirra hljóta tvær S.G.-hljómplötur eftir eigin vali. Félag íslenzkra hljómlistarmanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.