Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973, 9 Farið rólega í jólaundirbúninginn — sálarheill fjölskyldunnar er í veði! Nú liður að þeim tima, þegar jólaundir- búningurinn kemst i al- gleymi. Það er kannski vert að ihuga dálitið, hvað við ætlum að gera fyrir jólin, hversu mik- ið af öllu þessu er nauð- synlegt? Þrifum við kannski hvern krók og kima bara vegna þess, að konan i næsta húsi gerir það? Og hversu mikið af öllu þessu um- stangi tekur eiginmað- urinn á sig? Flestir eru sammála um, að jólin eru þægilegur timi, — timi friðar, kyrrðar og þæginda. Jól- in eru oft bezti timi fjölskyld- unnar til þess að vera saman. Þá er allt hreint og fint, góður matur á borðum, ljós og birta og góð bók að lesa á náttborðinu. En allt of algengt er, að jólin verði erfiðasti timi ársins hjá blessaðri húsmóðurinni. Fólk kaupir oft langt um efni fram, og allt er lagt að veði til að halda iburðarmikil jól með ótrúlegu tilstandi. Strax i byrjun desem- ber eru börnin sett inn i þessa hringiðu. ,,Ef þú gerir þetta, færðu enga jólagjöf”. ,,Ef þú gerir ekki þetta, kemur enginn jólasveinn”, o.s.frv. Hótanir og loforð varðandi jólin eru notuð til þess að halda börnunum i skefjum i öllum látunum. Þau eru spennt upp með yfirkeyrðri tilhlökkun. Allt miðast við jólin, allt á að gerast þá. Tilhlökkunin fer langt fram úr þvi, sem sálarlif barnanna þolir, og þeg- ar loksins kemur að hinu lang- þráða aðfangadagskvöldi, er spennan orðin svo ofboðsleg.'að hún verður þeim um megn. Billinn, sem jólasveinninn kom með, var gulur en ekki rauður. Pakkinn frá ömmu var svo litill. Pabbi var önugur, af þvi að börnin vildu fá að opna pakka fyrir matinn. Mamma skammaði börnin fyrir að sulla niður á dúkinn. Minnstu að- finnslur eða vonbrigði verða jafnyfirgengileg og tilhlökkun- in. Það er svo sannarlega auð- velt að eyðileggja þessa tilbúnu mynd af jólunum. Auðvitað verður árangurinn sialdnast svona átakanlegur hjá börnum, sem eru i góðu jafnvægi, en börn, sem eru taugaspennt fyrir, mega ekki við þessari óþörfu spennu. Þar að auki bætist við, að leikfanga- og gjafaflóðið, sem fylgir jólun- verið mjög skaðlegt fyrir börnin. Sjúkleg lönguriigjafir og metingur vegna dauðra hluta er engu barni hoilur. Og loforð og hótanir vegna jólanna gera oft- ast illt, þótt þau geti róað börnin eitt andartak. Þetta mættum við hafa i huga, þegar við nú enn einu sinni leggjum út i jóla- undirbúninginn. Svona gerum við brúðuleikhús Þetta brúðuleikhús er meira cn venjulegt brúöuleikhús, það er hægt að leggja það saman og flytja hvert sem er. Þar sem börn eru saman komin i hóp, er fátt vinsælla en brúðuleikhúsið, og þeir sem hafa góðan tíma og lagna fingur geta búiö þetta ferðaleikhús til. Brúðuleikhúsið er saumað úr tvöföldu lérefti, eins og mynztrið sýnir. Böndin cru teygjubönd, sem siöan eru hnýtt saman. Inn á milli laganna á léreftinu eru sett stif pappaspjöld eða þunnar krossviðarplötur, svo að leikhúsið getur staðið á borði. A forhliðinni er vasi, sem brúð- urnar koma upp úr, og þar er ekki spjald undir. Léreftið er málaö i skrautlegum litum, en sfðan má hengja litil leiktjöld á tcygjurnar, þegar búið er að hnýta leikhúsiö saman. Leikbrúðurnar er auðvelt aö búa til, en þær eru sniðnar eftir hendinni. Gamlir lopasokkar og vettlingar eru Ifka tilvaldar hand- brúður. Málin eru f sentimetrum, en séu brúðurnar margar, væri gott að hafa leikhúsið helmingi breið- ara. HVAÐ VARÐ UM ÁSTINA, MITT ÍALLRI TÆKNINNI? — segir bandaríski sálfrœðingurinn Rollo May, sem hefur skrifað bók um kynlifsbyltingu Vesturlanda „Vissulega er þekkingin og hið almcnna frjálslyndi á sviði kynferðisinála jákvætt. En þetta virðisl hafa gefið ein- hverja ytri lullnægju, ytri kjark til þess að ræða kynllf og öðlast reynslu á þvi sviði. En unt leið bcfur innri spenna vegna kynlifsins aukizt. Við leitum frelsunar I tækni og endalausum ráðlcggingum. V'ið teljum okkur trú um, að með þvi að öölast sem mesta reynslu á þessu sviði, verðum við færari elsk- hugar, cn þetta er allt mis- skilniiigur. Tilfinningaþroski er undirstaöa kynlifsins og þeirrar ánægju, scm það veitir, en ekki tæknin". Il\ll\l 1 SI Ð A IM j Umsjón Þórunn Þetta og miklu fleira segir bandariski sálfræðingurinn Hollo May, sem hefur skrifað mjög umdeilda bók, sem hann nefnir ,,Ast og vilja”. t bók hans er fjallað um hina breyttu af- stöðu Vesturlandabúa til kynlifs og afleiðingarnar er hafa fylgt I kjölfarið. Itollo May gagnrýnir þó ekki það frjálslyndi, sem hef- ur orðið á þessu sviði. Hann tel- ur nauðsynlegt, að þessir hlutir séu ræddir á frjálslegan hátt meðai manna, og segir, að kynferðisfræðsla sé skilyrði fyr- ir hamingjusömu ástarlifi. En allt talið um tækni og stellingar er honum ekki aö skapi. Unglingar og ungt fólk á Vest- urlöndum i dag lifir almennt mjög frjálslegu kynferðislifi. En samt sem áður ber það ekki siður með sér minnimáttar- kennd um getu sina á þessu sviði, en foreldrar þess gerðu i sinu reynsluleysi. Tilviljana- kennd sambönd við ókunnugar manneskjur leiða sjaldnast til hamingjusams ástarlifs, þegar markmiðið er aðeins ein ástar- nótt. Mjög oft misheppnast þessir stuttu ástarfundir að mestu eða öllu leyti, vegna þess að tilfinningaþroski og innilegar tilfinningar eru ekki fyrir hendi. 011 einbeitingin er á full- nægingaraugnablikinu, og það, sem fólk talar um eftir samfar- ir, sýnir að, til þeirra var ekki stofnað vegna einlægra tilfinn- inga, heldur var þetta fyrst og fremst próf fyri viðkomandi. Rollo bendir einnig á, að einstaklingarnir séu svo upp- teknir af að reynast hver öðrum vei i rúminu, að hin uppruna- lega tilfinning fyrir samruna við aðra persónu, sem að hans áliti er kynhvötin sjálf, verður alger- lega út undan. Rollo talar mikið um kyn'.ifið fyrr á öldunv, og hann telur, aö vegna skorts á nauðsynlegum tilfinninga- þroska helli ungt fólk sér út i óbeizlað kynlif með næstum hverjum sem er. Hann telur að „mótstaðan”, sem áður fyrr var hvatinnað flestum „erótiskum” tilfinningum, sé nú horfin, og þanmeðsé hálf nautnin á brott. Sigurðardóttir Tvær manneskjur, sem vildu yfirvinna einmanaleika sinn, og einangrun og sameinast. Hann leggur einnig áherzlu á, að inn- gangurinn að sjálfum ástar- leiknum sé uppspenntur og tiifinningalaus hjá mörgum pörum, vegna ómeðvitaðrar • hræðslu um að allt fari I hund- ana. Hanr. segir hins vegar, að fólk, sem hefur náð ákveðnum tilfinningaþroska, og geti þar með stofnað til skyndisam- banda, án þess að endilega sé um að ræða „hina einu, sönnu” ást, njóti allra augnablika ástarinnar miklu betur, en þeir, sem hafa samfarirnar einar að takmarki. Þá bendir Rollo einnig á það, hversu fullir af minnimáttar- kennd og óvissu Vesturlandabú- ar séu á þessu sviði, þrátt fyrir allar „ráðleggingarnar” og allt umtalið. 1 hvert sinn sem verju- fyrirtæki bjóða einhverjar nýjungar, sem eiga að gefa „aukna fullnægju” fyrir kon- una, iilaupa menn i þúsundatali til og kaupa þetta í þeirri von að geta staðfest enn fremur karl- mennsku sina i eigin og annarra augum. Rollo segir, að þetta sé fyrst og fremst skrum og hafi ékkert með raunverulega ánægju kynlifsins að gera. Eros, hinn forni ástarguð, hafði að mati manna áður fyrr það hlutverk að draga tvær manneskjur nær hvor annarri. „Við höfum byrjað á vitlaus- um enda. Tæknin er einskis virði, séu tilfinningarnar ekki með i spilinu”, segir Rollo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.