Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson „Munum berjast gegn samsteypustjóminni“ segja öfgasamtökin á írlandi eftir að Tlesfír leiðtogar urðu loks sammóla um leið til að leysa hnútinn „Samsteypustjórnin brezkt framtak og þar er brezk hugmynd, með dæmd til þess að Edwatd Heath, forsætisráöherrá Breta, og Brian Faulkner, fyrr- verandi forsætisráöherra. Myndin var tekin 23. marz I fyrra aö loknum fundi I Downing street 10 I Lundúnum, þar sem Heath tilkynnti Faulkner, aö heimastjórn N-trlands væri leyst upp. misheppnast,” segir i yfirlýsingu hins ólöglega irska lýðveldishers, sem snúizt hefur gegn ráða- gerðunum um myndun stjórnar, þar sem mót- mælendur og kaþólskir deila völdum. „Við munum skipuleggja meöal fólksins andstöðu og leiða það i baráttunni gegn Stóra-Bret- landi, sem með þessum hætti ætl- ar að reyna að styrkja tök sin á landi okkar,” segir i yfirlýsingu öfgamannanna. Hún kom fram, skömmu eftir að Irlandsráðherrann, William Whitelaw, tilkynnti i neðri deild brezka þingsins I gær að stjórn- málaleiðtogar á N-lrlandi hefðu orðið sammála um myndun sam- steypustjórnar. Að hinni fyrirhuguðu stjórn skulu standa þrir stjórnmála- flokkar. Sambandsflokkur Faulkners, fyrrverandi forsætis- ráöherra, sem á að vera forsætis- ráðherra nýju stjórnarinnar. Flokkur verkamanna, sem er sterkasta stjórnmálaafl kaþólskra. Sambandsflokkurinn, með félaga úr báðum örmum, mótmælenda og kaþólskra. Með þessari samsteypustjórn skal reynt að tryggja minnihlut- anum, kaþólskum mönnum, áhrif á stjórn landsins, en þeir eru aðeins þriðjungur landsmanna og hafa orðið að lúta vilja meirihlut- ans, mótmælenda, án þess að eygja nokkrar vonir til bættra kjara. Með einföldum meirihluta i öllum atkvæðagreiðslum hafa mótmælendur ráðið lögum og lofum. Þetta ráð höfðu menn vonað, að dygði til þess að koma á sam- vinnu með kaþólskum og mót- mælendum, en þó þykir vera nokkuð undir viðbrögðum öfga- samtaka beggja fylkinga komið, hvort þetta er framkvæmanlegt. Hafa ofstækisöfl beggja lýst sig frá upphafi mjög andvig þessari hugmynd. Konsúll- inn kom- inn f ram Ræðismanni Vestur- Þýzkalands i Maracaibö i Venezuela, sem rænt var i fyrradag, var borgið frá ræningjum sinum i gær, eftir að lög- reglan hafði lent i skot- bardaga við ræningja- flokkinn og hrakið hann á flótta. Nagel konsúll náðist heill á húfi og var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús, en þaðan fékk hann fljóllega að fara til fjölskyldu sinnar. Kinhverjir óþekktir menn hringdu i ritstjórnarskrifstofur dagblaðsins i Maracaibo og léku þar segulspólu, þar sem þeir sögðust vera fyrrverandi pólitisk- ir fangar stjórnar landsins. Gengu2 Vega enn í knérunn Fords Skœruliðar myrtu kaupsýslumann og lífverði hans Skæruliðar í Argentínu létu til skarar skríða gegn Ford Motor Co. i gær i annað sinn á þessu ári, og myrtu þeir bandarískan kaupsýslumann og þrjá líf- verði hans í skotárás. Bandarikjamaðurinn er fyrsti útlendingurinn, sem lætur lifið á annars mjög svo stormasömu ári, þar sem skæruliðasamtök hafa æði oft rænt framkvæmdastjórum og forstjórum alþjóöa fyrirtækja. Grunur leikur á þvi, að þarna hafi verið að verki Byltingarher alþýðunnar, sem lýst hefur á hendur sér ábyrgð á flestum mannránunum, sem framin hafa veriði Argentinu. Fimmtán ungir menn sáust hefja skothrið úr hriðskotabyssum og haglabyss- um á John Albert Swint og lif- verði hans. Swint lætur eftir sig konu og tvö börn. — Vegna tiðra mannrána hafa flest erlend fyrirtæki i Argentinu ráðið lif- verði til verndar forstjórum sin- um. t vor myrtu skæruliðar annan mann frá Ford, en fyrirtækið greiddi 1 milljón dollara i læknis- lyfjum og hjálpargögnum. Það er talið að alls hafi um 500 mannrán veriðframin á þessu ári i Argentinu og greiddar hafi verið 20 milljónir dollara i lausnar- gjöld. — Þorri þessara illverka var unninn, meðan vinstri sinnuð samtök og Perónistar börðust fyrir þvi að fá gamla leiðtoga sinn, Juan Peron, til landsins aftur úr útlegðinni. Snjóþotan vinsœl » Snjóþotan er viöar vinsæl en rétt bara hérna. Þessi mynd er frá Osló, en þar hefur snjóaö allnokkuö undanfariö og sleöafæri ágætt. Eins og myndin hér viö hliöina ber meö sér, þá hafa norsku krakkarnir ekki minna gaman af þotunni en krakkarnir I vinabænum Reykjavlk. Ahöfn Skylabgeimstöövarinnar I þriöju sendingu USA þangaö upp eru þessir þrlr menn: Gerald Carr (t.v.) leiöangursstjóri, sem var inni I geimstööinni, meöan hinir tveir, Edward Gibson og William R. Poquex, fengu sér gönguferö um stööina I gær. Þaö er gert ráö fyrir, aö þeir veröi 56 daga I feröinni, áöur en þeir koma til jaröar aftur. í 6 tíma utan Skylab Tveir hinna þriggja geimíara, sem nú eru uppi i Skylabgeim- stöðinni, þeir Gibson og Poque, fóru i lengstu gönguferð manna úti i himingeimnum i gær. Voru þeir alls sex stundir og 34 minútur i'yrir utan geimstöðina, sem er nýtt met. Þessa útivistarstund notuðu þeir til þess að lagfæra bilað loft- net á geimstöðinni, setja filmur i l'jölda kvikmyndavéla o.s.frv. Kinnig gerðu þeir nokkrar minni háttar tilraunir. — Meðan var leiðangurstjórinn, Gerald Carr, inni i geimstöðinni. Japanir guggnuðu fyrír olíuþvingun Arabarikja Tóku undir kröfur Araba um að ísrael skilaði herteknum landsvœðum fró '67 Ákvörðun Japansstjórn- ar um að hallast meira á sveif með Aröbum til þess að tryggja sér olíu frá Austurlöndum nær hefur mælzt illa fyrir, bæði heima fyrir og erlendis. Yfirlýsing, sem fylgdi. þessari ákvörðun, þar sem tekið var undir nokkrar kröfur Araba, hefur verið mjög gagnrýnd af Bandarikjamönnum og Israels- mönnum og eins af ýmsum stjórnmálamönnum i Japan. Kunnur fréttaskýrandi i Tokió lýsti þessari ákvöröun „sem versta dæmi hentistefnu, sem Japan hefur nokkru sinni tekið upp eftir siðari heimsstyrjöld- ina”. — Eitt Tokió-blaðanna skrifaði i leiðara i dag, að myndazt hefði stór geil i sam- vinnu Bandarikjanna og Japan við þessa yfirlýsingu Japans- stjórnar. 1 yfirlýsingu, sem bandariska sendiráðið i Tókió gaf úr i gær, segir: ,,Við skiljum mætavel þá efnahagserfiðleika, sem Japan á við að striða, en við hörmum samt, að Japansstjórn skuli hafa séð sig knúöa til þess að gefa út yfirlýsingu, sem á eftir að gera það enn erfiðara en áður að ná friði i Austurlaidum nær”. Abba Eban, utanrikisráðherra fsraels, sem er á ferð i Banda- rikjunum, sagði i gær, að hann mundi kalla sendiherra Japans til fundar við sig, strax eftir að hann kæmi heim til ísraels. 1 yfirlýsingu Japans i gær var tekið undir kröfu Araba um, að tsrael hörfaði með herlið sitt og skilaði öllum herteknu svæðunum frá sex daga striðinu 1967.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.