Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973. VÍSIR tTtgefandi :-Reykjapr8nt hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgatu 32. Simar 11660 866li Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611, Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (7(lihur) Askriftargjald kr. 360 d mðnuöi innanlands i lausasölu kr. 22.00 eintakiö. BLaöaprent hf. John F. Kennedy Reiðibréf Magnúsar Reykjavik stendur nú i umfangsmiklum hita- veituframkvæmdum til þess að tryggja, að borgarbúar hafi næga hitaveitu i framtiðinni. Þáttur i þessum framkvæmdum er lagning viðbótarleiðslu frá Mosfellssveit til Reykjavikur. Borgin hefur samið við Kópavog og Hafnar- fjörð um sölu á heitu vatni til að dreifa kostnað- inum af endurnýjun hitaveitunnar. Samningur þessi er mjög hagkvæmur fyrir ibúa Reykjavikur og beggja kaupstaðanna. Hann tryggir Reykja- vikursvæðinu ódýra og örugga húsahitun langt fram i timann. Rikið tók lán hjá Alþjóðabankanum, sem það endurlánaði Reykjavikurborg til að kosta þessar framkvæmdir. Lán bankans er bundið þvi skil- yrði, að hitaveitan sé ekki rekin með tapi, heldur skili hún7% arði á hverju ári á lánstimanum. Nú vissi Reykjavikurborg, að rikið stendur ekki alltaf við sitt. Þess vegna setti hún það skil- yrði i samningana við Kópavog og Hafnarfjörð, að hin tilskilda arðsemi næðist. Rikið ræður arðsemi hitaveitunnar með þvi að leyfa eða banna hækkanir á gjaldskrá hennar. Það kom svo á daginn, að rikið hafði meiri áhuga á að sauma að f járhag Reykjavikur en standa við gerða samninga við Alþjóðabankann. Það svaraði ekki einu sinni bréfi Reykjavikurborgar um 12% hækkun, sem átti fyrir löngu að vera komin til framkvæmda. Þessi afstaða rikisins ónýtti samninga Reykjavikur við Kópavog og Hafnarfjörð. Þing- menn af þessu svæði risu þá upp til andmæla og þvinguðu rikisstjórnina til undanhalds. 12% hækkunin var leyfð nú i vikunni. Leyfinu fylgdi ákaflega ruddalegt bréf Magnúsar Kjartanssonar hitaveituráðherra. Eftir að rikisstjórn hans hafði mánuðum saman reynt að rjúfa samkomulagið við Alþjóðabank- ann, hótar hann Reykjavik öllu illu, ef hún standi ekki við samningana við Kópavog og Hafnar- fjörð. Engum i þessum sveitarfélögum hefur dottið i hug, að Reykjavikurborg stæði ekki við gerða samninga. Ráðherra hefur enga siðferðilega heimild til að vera með hótanir, þvi að Reykjavik hefur ekki gefið neitt tilefni til þess. Það var hins vegar rikisstjórnin, sem reyndi árangurslaust að svikja samninginn um lánið. Jafnframt heimtar ráðherra i bréfinu, að hita- veitan láti sér i té alls kyns gögn, sem ráðuneytið geti notað i könnun á, hvernig megi flýta hita- veituframkvæmdum á Reykjavikursvæðinu. í þessari kröfu felast dulbúnar dylgjur um, að rikið þurfi að koma til skjalanna i þessu máli. Ekki er kunnugt um, að misbrestur hafi verið á þvi, að opinberar stofnanir láti hverja aðra hafa upplýsingar, er komið geti öðrum að gagni. Ráð- herra getur fengið allar upplýsingar hjá hitaveit- unni án þess að krefjast þeirra i opinberu hótunarbréfi. Annaðhvort hefur ráðherradómurinn stigið Magnúsi Kjartanssyni til höfuðs eða þá að hann er að veita innibyrgðri gremju útrás. Reiðin stafar þá af þvi, að Reykjavik, Kópavogur og Hafnarfjörður hafa sýnt, að með frjálsu samstarfi geta sveitarfélög unnið meiri stórvirki en miðstjórnarvald rikisins, sep^ ráðherrarnir hafa svo mikið dálæti á. \ \ —JK 10 ár eru liðin frá dauða eins vinsœlasta forseta Bandaríkjanna Nákvæmlega tiu ár liðu i gær frá þvi, að John Fitzgerald Kennedy, forseti Bandarikjanna, var myrtur i heimsókn sinni i Dallas i Texas. Er mörgum enn i minni sá harmur, sem setti að fjölda fólks um heim allan, svo vinsæll sem maðurinn var. Kennedy var 35. forseti Bandarikjanna og sá yngsti, sem nokkru sinni hefur verið kosinn til þess embættis. Hann var 43 ára að aldri, þegar hann flutti i Hvita húsið og hafði þá með sér nýtt andrúmsloft og ný viðhorf. Fyrirrennari hans var Dwight Eisenhower, sem var sjötugur, þeg- ar hann dró sig i hlé. Eisenhower hafði aflað sér frægðar sem hershöfðingi i siðari heimsstyrjöld- inni, og það voru fyrst og fremst vinsældir hans sem striðshetju, sem færðu hann inn i Hvita hús- ið. Kennedy tók með sér inn i Hvita húsið flokk ungra vel menntaðra manna, og þessir háskóla- menntuðu ráðgjafar urðu nokkurs konar vöru- merki hans sem forseta. Sjálfur hafði hann lokið prófi frá Harvardhá- skóla. En fljótlega að loknu prófi hafði hann inn- ritazt i herinn, og i flotanum vann hann sér orðs- tir og heiðursmerki, sem siðar kom honum að góðu haldi i kosningabaráttunni. 1952 var hann kosinn á þing sem öldungadeildarþingmaður Massachusetts. Þegar John F. Kennedy tók við forsetaemb- ættinu þurfti hann strax að glima við ýmis vandamál á sviði utanrikismála. Sambúðin við Sovétrikin, sem hafði ekki beinlinis verið góð, batnaði ekki, þegar bandarisk njósnaflugvél af gerðinniU-2varskotinniðuryfir Siberiu. bá var hafin borgarastyrjöldin i Laos og Berlinardeilan i algleymingi. Hann setti sér strax að auka virðingu Banda- rikjanna út á viö, og áður en árið var á enda, hafði hann átt fund með MacMillan forsætisráð- herra i Lundúnum og viðræður við de Gaulle for- seta i Paris, en mesta athygli vakti þó fundur hans með framkvæmdastjóra sovézka kommúnistaflokksins, Nikita Krusjoff, i Vinar- borg. Þetta fyrsta ár hans i embætti tókst ekki sem bezt til á sviði utanrikismála. Innrásin á Kúbu, sem kúbanskir útlagar stóðu að og gerðu frá bæði bandariskum og suður-ameriskum stöðv- um sinum, fór hrapallega og varð ægilegur ósig- ur andstæðingum Castros. Hún var afturkippur fyrir Bandarikin og hina nýju stefnu Kennedys, sem hann hafði varla náð að móta að fullu enn. Kennedy varð að taka á sig alla ábyrgðina af Svinaflóahneisunni. Fundurinn með Krusjoff i Vinarborg i júni 1961 bar keim af svipuðu mót- læti. bó gerði Kennedy það ljóst, að Bandarikin mundu standa við allar sinar skuldbindingar gagnvart bandamönnum sinum, og þar á meðal þær, sem lutu að Berlinarmúrnum. Krúsjoff varð ekki sérlega hrifinn af þeim yfirlýsingum, og um leið þótti honum þessi nýi forseti ungæðis- legur. Nokkrum mánuðum siðar var Berlinar- múrinn reistur. Umsjón Guðmundur Péfursson Sovétrikin reyndu þolrifin i hinum nýja forseta með ýmsum öðrum hætti. Meðal annars hófust á nýjan leik tilraunir með kjarnorkuvopn ofan- jarðar. En Kennedy lét i þetta sinn ekki undan, og eftir að báðir aðilar höfðu um sinn gert til- raunir með kjarnorkuvopn ofanjarðar, náðist samkomulag um bann við þeim 1963. Kúbudeilan 1962 var mun hættulegri. 1 októ- ber það ár hófu Sovétrikin að setja upp eld- flaugaskotpalla á Kúbu, greinilega fyrir nægi- lega langdrægar eldflaugar til þess að hæfa ýmsa mikilvæga staði i Bandarikjunum. Eftir viku, þar sem heimurinn stóð á öndinni, og eftir að Bandarikin höfðu sett hafnbann á Kúbu og sent Sovétrikjunum stranga aðvörun, voru eld- flaugaskotpallarnir teknir niður, og kreppan leið hjá. Kennedy hafði þar með áunnið sér vissa virðingu mótherja sinna. A þennan veg einkenndist forsetatið Kennedys af utanrikismálum, þótt hann að sjálfsögðu hafi viljað kjósenda sinna vegna beita sér fyrir ýms- um umbótum i þjóðlifi Bandarikjanna. Eftir á hafa menn orðið mun gagnrýnni á ýms- ar stjórnarathafnir Kennedys, og til eru þeir, sem álita, að sagan eigi eftir að dæma þennan ástsæla þjóðarleiðtoga sem einhvern lakasta forseta Bandarikjanna. Eitthvert áþreifanleg- asta dæmi þessara gagnrýnenda er Indó-Kina- styrjöldin, sem Lyndon Johnson, eftirmaður Kennedys, erfði eftir hann og átti eftir að baka honum miklar óvinsældir. Umbætur Kennedys innanlands mættu harðri andstöðu i þinginu, þar sem repúblikanar og ihaldssamari öflin voru i meirihluta þá. Tillögur hans um ellilifeyri og sjúkratryggingar fyrir aldraða voru felldar, þvi að þær þóttu of sósia- liskar. Sama andstaðan blés gegn tilraunum hans til að bæta kjör negra, og þá einkanlega i Suðurrikjunum. Tvivegis kom þingið i veg fyrir, að fjárlög hans næöu fram að ganga. bað var að- eins á sviði millirikjaverzlunar, sem þingið stóð með honum. Það samþykkti lögin um leyfi til handa forsetanum að veita vissar undanþágur löndum, sem veita Bandarikjunum undanþágur á sviði verzlunar. Dagana eftir morðið á Kennedy voru tvö mannanöfn önnur á hvers manns vörum. Þeir voru Lee Harvey Oswald, sem handtekinn var grunaður um morðið, og svo næturklúbbaeig- andinn Jack Ruby, sem réð honum bana, þegar Oswald var fluttur frá einni yfirheyrslunni til annarrar. Rannsóknarnefnd, sem fór höndum um málið og rannsókn þess, komst að þeirri niðurstöðu, að Oswald hefði verið einn að verki, en þvi hafa ekki allir viljað trúa. Hafa verið uppi ýmsar kenningar um, hvað að baki morðinu hafi legið, og. er það enn i dag ein af dularfyllri gátum mannsins, sem gefur honum tilefni til vanga- veltu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.