Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 12
12
Visir. Föstudagur 23. nóvember 1973.
Pétur Guðjónsson:
SAMNINGSBUNDIN RÁNYRKJA
A stórveldi árið 1973 að haldast
uppi að rányrkja þá einu auðlind,
sem litil smáþjóð á til að lifa af og
beita' vopnuðu valdi til fram-
kvæmdarinnar, þar til algerri
auðn er náð? Á sú hin sama smá-
þjóð að undirgangast það ok að
samningsbinda þessa rányrkju?
Á þá niðurstaðan af útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 50 milur að
verða, þegar allt kemur til alls,
ekkert annað en „SAMNINGS-
BUNDIN HANYRKJA A IS-
LANDSMIÐUM?
Nú, þegar fyrir liggja skýrslur
frá Alþjóða hafrannsóknaráðinu
og okkar eigin stofnunum fyrir
áriö 1972, og athugaður er sá
samningsgrundvöllur, sem for-
sætisráðherra, Ólafur Jóhannes-
son, kom með frá London, blasir
við sú staðreynd, að forsendur
fyrir samningsgrundvellinum eru
gjörsamlega brostnar. Enginn ef-
ast um, að fyrir forsætisráðherra
hefur ekkert annað vakað en góð-
ur vilji og sú trú, að einhverju
væri fórnandi fyrir Iriðsamlegt
samband við okkar næstu ná-
granna. En allt á sin takmörk.
Samkomulagsgrundvöllurinn
var gerður á tvennum meginfor-
sendum. I lyrsta lagi að eölilegt
væri að gefa brezku togaraút-
gerðinni og þvi fólki, sem við
hana starfar, einhvern umþóttun-
artima vegna þeirra breytinga,
sem 50 milna úllærslan mundi
hafa á afkomu þess. t öðru lagi,
að þrátt l'yrir ýms hættuleikn við-
vikjandi öryggi stofna botnlægra
fiska við tsland, væru þeir ekki i
það bráðri hættu, að mögulegt
væri fyrir rikisstjórnina að veita
Bretum umþóttunartima án þess
að tefla fjárhag og Ijárhags-
öryggi tslands i bráða hættu, ef
ekki glundroða.
Ef athuguð eru þessi tvö atriði,
og menn vilja leggja til fyllstu
sanngirni i mati, verður eftirfar-
andi uppi á teningunum. Um-
þóttunartiminn var álitinn sann-
gjarn vegna tjóns og rasks vegna
minnkandi tekna. En hver hefur
orðið raunin og þróunin i þessu
tilliti? Fiskverð hefur farið upp
um helming eða meira á rúmu
ári, þvi hefði afkoma togaraút-
gerðar Breta orðið tiltölulega
óbreytt, þótt þeir hefðu komið
með helmingi minni afla aö landi,
sem hefði aldrei orðið þótt Bretar
hefðu virt 50 milurnar og sótt is-
landsmið fyrir utan 50 milurnar,
þvi mikil og góð togaramið eru
eftir fyrir utan 50 milurnar. Á
þeim tima, sem þeir hefðu átt að
halda vel i horfinu, hafa orðið þeir
uppgripatimar, að Bretar hafa
tekið úr legum úrelt gömul skip
og farið aö reka þau aftur vegna
hins óvenjulega hagstæða
rekstrargrundvallar. Á þennan
hátt hefur þessi svokallaöi um-
þóttunartimi verið leystur af
markaðsaðstæðum.
Hvað viðvikur öðru atriðinu bei
að lita á skýrslu Alþjóða hafrann-
sóknaráðsins frá 1971, en þar
kemur fram, að Bretar taka það
ár 34% af þyngdarmagni þorsk-
fiska á tslandsmiðum.
Ilór liggur þvi fyrir, staöfest af
alþjóðlegri hafrannsóknastofnun,
að Bretar stunda hér geigvænlegt
smál'iskadráp og hér er skjallega
sönnuð meginástæðan fyrir rán-
yrkjunni á lslandsmiðum. Uetta
mundi jafngilda þvi að Hússar
felldu annaðhvert tré i skógum
Finnlands og verra en það, réðust
á litlu og smávöxnu trén.
Samkvæmt okkar eigin skýrsl-
um fyrir árið 1972, sem nýlega
eru lullbúnar, kemur i ljós, að
90% af þorskstofninum er drepið,
áður en hann nær kynþroska
aldri, þannig að aðeins 10% af
Kerti í þúsundatali
Japönsk cr^tmeyama-, kerti
JAPAN
Norðurljós
Pólsk kerti
Hreins kerti
Þýzku
stillanlegum
kertin með
kveik komin.
Kerti í
gjafapakkningum.
Verð við allra hœfi,
fró kr. 28.00-2.300.-
Póstsendum.
BLÖMA&FER
Mióbæ Háaleitisbraut Arnarbakka2 Breiðliolti *r 83ssc
§5*í§5
heildarstofninum stendur undir
gotinu. Hvort þessi 10% nægja
eða ekki, hvort við erum hér
komnir niður fyrir lágmarkið,
getur enginn sagt neitt um, en
vist er, að ef viö erum ekki komn-
ir niður fyrir lágmarkið og eigum
þvi yfir höfðum okkar hrun i
þorskstofninum eins og i sildar-
stofninum, þá erum við alveg við
þetta mark.
Að halda áfram þessari rán-
yrkju á tslandsmiðum, svo maður
tali nú ekki um að veita út-
lendingum samningsbundinn rétt
til að halda henni áfram, er stefna
i öryggisleysi og efnahagslegt
hrun islenzka lýðveldisins.
Ástandið er orðið svo alvarlegt,
að við þolum ekki lengur, að got á
einu ári mistakist, kynþroska-
stofninn er orðinn svo litill. En
það er eins vist og tvisvar tveir
eru fjórir, að árgangagot eiga eft-
ir að mistakast hér el'tir sem
hingað til. Menn svari nú þeirri
spurningu, hvað hefði gerzt á ís-
landi, ef þorskstofninn hefði
brostið á sama tima og sildar-
stofninn brast.
l>að vilja vist flestir komast hjá
þvi að horfast i augu við þessa
spurningu og svara henni. En
þetta er ef til vill það, sem biður
okkar á næsta leiti. t>vi verður
rikisstjórnin að endurskoða allt
þetta mál og fá þvi framgengt i
samningum við Breta, að tryggt
verði, að Bretar hætti hér algjör-
lega smáfiskadrápi og jafnframt
aö brezk stjórnvöld tryggi það, að
það smælki, sem brezkir togarar
veiða á tslandsmiðum, verði ekki
markaðsvara á brezkum fiski-
mörkuðum, og væri það ef til vill
einfaldasta aðferðin. En svo lengi
sem hægt verður fyrir brezku
togarana að liggja hér við tsland i
smáfiskadrápi og selja þetta
smælki fyrir hátt verð i Bretlandi,
verður sami leikurinn leikinn
áfram, og ekkert getur raunveru-
lega komið i veg fyrir það svo
lengi sem brezkir togarar hafa
einhvern aðgang að þeim fiski-
miðum við Island, sem smáfiskur
heldur sig á.
A móti þeim umþóttunartima,
sem við veitum Bretum, þótt
markaðsaðstæður hafi þegar gert
það, verður að koma skilningur
og aðgerðir, sem stöðva algjör-
lega rányrkju á tslandsmiðum.
Uetta er algjör lágmarkskrafa,
og um þetta ættu allir, hvar sem
þeir annars standa, að geta orðið
sammála og staðið sem einn um.
Gagnvart okkar eigin sjómönn-
um er erfitt að fá skilning á nýj-
um fiskifriðunarlögum, sem
leggja á fyrir Alþingi nú i vikunni,
ef á sama tima á að samnings-
leyfa Bretum áframhald þeirrar
rányrkju, sem þeir hafa stundað
á tslandsmiðum, þess hluta rán-
yrkjunnar sem stærstur og alvar-
legastur er. Einnig er rétt að gera
sér Ijósa stöðuna, þótt ekki væri
um rányrkju að ræða og eingöngu
tekið tillit til heildarveiðanna, en
þar er niðurstaðan einnig hörniu-
íeg.
tslandsmið gefa af sér árlega
ca. 700.000 tonn. lslendingar taka
ca. 400.000, veita á Bretum
130.000, Þjóðverjum ca. 80.000,
Færeyingum ca. 15.000, Norð-
mönnum ca. 10.000, Belgum 10-
15.000 tonn, þetta gerir ca. 650.000
tonn. En þá á eftir að gera eitt-
hvað fyrir þær þjóðir, sem virt
hafa útfærslu íslendinga og dreg-
ið sin skip skilyrðislaust út fyrir
50 milurnar, en þær þjóðir eru
Sovétrikin, Austur-Þjóðverjar og
Fólverjar. Þótt hver þessara
þjóða fengi rúm 15.000 tonn hver,
væri mælirinn fullur, þvi þá er
talan komin upp i 700.000 tonn, en
þar er sú tala, sem álitin er of-
veiðitala, tala rányrkju.
Þá er spurningin, hvaða fisk
eiga öll nýju fiskiskipin að veiða?
Eingöngu stórkostleg minnkun
fiskveiða útlendinga strax og
fljótlega stöðvun þátttöku þeirra i
fiskveiðum við tsland. getur
tryggt verndun fiskistofnanna og
eðlilega aukningu tslendinga
sjálfra i nýtingu á þessari undir-
stöðuauðlind þjóðarinnar.
Frá sjónarmiði herfræðinnar
voru samningarnir við Breta nú
ótimabærir. Eru eftirfarandi
meginástæður sem valda þvi. Nr.
1: Vetur er að ganga i garð, og
svo vitnað sé i ummæli ýmissa
frammámanna i togaraútvegi
Breta, hefur komið staðfesting á
þvi, að Bretar geta ekki stundað
hér veiðar við óbreyttar aðstæður
annan vetur, eitt aðalvandamálið
væri að fá mannskap á skipin til
sliks. Nr. 2.: NATO er komið i
málið, og er þá kominn banda-
maður til okkar sem metur aðeins
stóru hagsmunina i málinu en
tekur ekki tillit til litilfjörlegra
héraðsaöstæðna, aðallega i
tveimur borgum i Bretlandi.
Að Bretar þurfi endilega að
fiska fisk, sem tslendingar geta
selt þeim og keypt iðnaðarvörur
af Bretum i staðinn eru fyrir-
sláttur, sem ekki er hlustað á, ef á
hinn bóginn er um að ræða stór-
atriði i sambandi við öryggis-
málin i Norður-Atlantshafi. Verð-
mætastærðarhlutföllin eru svo
óskapleg, að þau verða ekki sett á
skálar sömu vogar. Þessi banda-
maður hefir óendanlega meiri
hagsmuna að gæta en togaraút-
gerð Breta. Ef eitthvað er að
marka yfirlýsingar Luns og fleiri
i sambandi við hernaðarmikil-
vægi tslands þá gera þeir
nauðsynlegar ráðstafanir. Þvi
var máliö aldrei margbrotnara
en það að tefla taflinu i þá stöðu,
að NATO þyrfti að segja Bretum
fyrir verkum til þess að gæta
öryggis heildarinnar.
Taflið var komið i þá stöðu, en
hvað? Samningar við Banda-
rikjastjórn eru á næsta leiti um
Keflavik. Iivað er einfaldara en
að á móti skilningi tslendinga um
afnot Bandarikjanna og NATO af
Keflavikurflugvelli komi gagn-
kvæmur skilningur Bandarikj-
anna og NATO-þjóðanna á þeirri
einföldu staðreynd, að tslend-
ingar fái yfir 80% af undirstöðu
efnahagslifs sins af fiskveiðum.
Eins og nú er orðið ástatt með
fiskistofna og ásóknarmöguleika
geta lslendingar ekki sætt sig við
annað en að hafa einir algjör yfir-
ráð yfir þessum auðlindum. 1
fullkominni sanngirni geturengin
þjóð eins og tslendingar nú unað
þvi, að útlendingar geti með
aðgerðum sinum orsakað það, að
efnahagslegur grundvöllur
islenzka lýðveldisins bresti
Skilning á þessum óhrekjan-
legu staðreyndum verða Banda-
rikjamenn, Bretar og aðrar
NATO þjóðir að láta i té. Ef svo
furðulega skyldi vilja til, að
þessum þjóðum er um megn að
skilja eins einfaldar staðreyndir,
verða tslendingar neyddir til að
tefla djarfar en þeir vilja sjálfir i
sambandi við hermál Norður-
Atlantshafsins. Þvi þá virðist
ekkert það til, sem kennt gæti
þessum nágrönnum okkar og
samstarfsþjóðum i NATO undir-
stöðuatriðin i þjóðhagfræði
tslendinga, annað en missir
hernaðaraðstöðu i Keflavik. Það
er stundum erfitt verk að kenna
fólki, sem ekki vill læra.
Nei, taflið hafði verið teflt vel,
Bretar gert hvert asnastrikið af
öðru, vegna góðrar kynningar,
eins og viðurkennt hefur verið af
Austin Laing, var málstaður
tslendinga alltaf að vinna meir og
meirá, og þrátt fyrir mikinn fjár-
austur náði málflutningur og
áróður Breta ekki eyrum
almennings. Keyrði þó um þver-
bak hjá brezkum almenningi,
þegar brezka rikisstjórnin fór að
senda herskip á hendur von-
lausrar smáþjóðar eins og
lslendingum. NATO komið i
málið. Keflavikursamningarnir
framundan. En hvað svo?
Botninn úr öllu saman?
En nú liggja fyrir þær
upplýsingar um rányrkju og stór-
kostlegt hættuástand fiskistofn-
anna sem taka verður tillit til. Þvi
verður rikisstjórnin að endur-
skoða alla samninga við Breta og
Þjóðverja i ljósi þessara stað-
reynda. Rikisstjórnin getur treyst
á samstöðu þjóðarinnar til
öryggis og verndar fiskistofnanna
á tslandsmiðum. Einnig treysti
ég þvi, að ekki verði neitt afsal á
fullkominni lögsögu 50 milnanna
að ræða. Slikt mundi hafa enda-
laus vandræði i för með sér á
framkvæmd hvers þess
samnings, sem gerður yrði. Eins
er það athugandi, hvort Alþingi
eða rikisstjórn hafi rétt skv.
stjórnlögum tslands til þess að
gefa afslátt á fullkominni og
óskoraðri lögsögu tslands á
islenzku landi eða hafsvæði, sem
islenzkt er skv. islenzkum lögum.
Nú riður á að islenzk stjórnvöld
hafi til að bera eiginleika góðs
stjórnanda og átti sig fljótt á
breyttri vigstöðu vegna nýrra
upplýsinga og þróunar og taki
réttar ákvarðanir miðað við hinar
breyttu aðstæður. Mörg öfl eru
hér að verki, gæfa fylgi lslandi,
megi heill tslands mest.
Pétur Guðjónsson
Sigurður Sigurðsson
Hœstaréttarlögmaður
f. 22/11 1935 - d. 14/11 1973
Þegar úti kári hvin
og krummi er i þungu sinni.
Gott er að eiga gullin sin
og góða mömmu inni.
Segðu mamma sögu mér
um sumarið og blómin.
Una vil ég þá hjá þér
við þýða bliða róminn.
Hjartkæri tengdasonur okkar.
Aðeins örfá kveðjuorð.
Okkur langar til að byrja þau
með þessum litlu visum, sem
tengdafaðir þinn, Jón heitinn
Geirsson læknir á Akureyri, orti
til sonar sins, Geirs, barns að
aldri. t fyrsta sinn eru þær settar
á prent nú. Þú hefur nú eignazt
annan tengdaföður, sem þótt hef-
ur mjög vænt um þig. Þú kemur
til að hvila við hliðina á mági þin-
um, sem lézt daginn eftir að þú
fórst i fyrsta sinn i sjúkrahús. Þú
varst okkur ævinlega hugljúfur
og góður, og mun minning þin
geymast alltaf i huga okkar.
Ungum gáfum við þér
einkadóttur okkar unga, og var
þá gleðidagur hjá okkur öllum.
Nú fylgjum við þér öll, konan
þin og sonur, systkin þin og við
tengdaforeldrar þinir, hinztu
sporin, þar að auki allir sem vænt
um þig þótti.
Erfitt var striðið, sem þú þurft-
ir að heyja þessi siðustu fjögur og
hálft ár, en þú stóðst þig eins og
hetja, svo sjaldgæft er.
Við þökkum læknum og
hjúkrunarliði Borgarsjúkrahúss-
ins fyrir ómetanlega hjálp, svo og
samstarfsmönnum þinum.
Heimilislæknir ykkar, Jón
Gunnlaugsson, reyndist ykkur
lika á þann veg, hvort sem var að
nóttu eöa degi, að einsdæmi er.
Guð biessi hann ævinlega fyrir
það og hans góðu konu, sem alltaf
var tilbúin að taka boð til hans til
að likna þér.
Við kveðjum þig, elskulegi vin-
ur, með sorg og söknuð i hjarta
þrátt fyrir, að enginn veit betur,
hve mikið þú hefir þurft að liða og
varst farinn að þrá hvildina og
með þeim orðum, sem fylgdu
ykkur öllum, þegar þið fóruð eitt-
hvert i burtu „Guð fylgi ykkur”.
Að siðustu:
Far þú i friði
friður Guðs þig biessi,
hafðu þökk fyrir allt og atlt.
Tengdaforeldrar þinir.