Vísir - 23.11.1973, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 2:t. nóvember 1973.
cTVIenningarmál
Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir:
Allt eins og það á að vera
Guörún frá Lundi:
UTAN FRA SJÓ
Fjóröa bindi
Leiftur 1973. 352 bls.
Guðrún frá Lundi
byrjar frásögn sina að
gömlum og góðum sið i
miðju kafi atburðanna,
sagan hefst „næsta
kvöld” eftir að frásögn
sleppti i þriðja bindi. Að
þessari sögu lokinni, 350
bls. siðar, sýnist fátt lik-
legra en næsti hluti sög-
unnar hefjist á sama
máta að ári, „daginn
eftir” að þessari sögu
lýkur eða svo.
Ég hef ekki lesið sögurGuðrúnar
frá Lundi, Utan frá sjó, nema
fyrstu söguna í flokknum sem út
kom árið 1970, og á að þvi skapi
öröugt að meta hvernig nýja' sag-
an standi af sér við hinar næstu á
undan. En kannski skiptir það
engu máli. Allténd virðist nýja
sagan ein af þeim þar sem gerist
svo sem ekki neitt, og svo kann að
vera um fleiri i flokknum —
kannski af þvi hvað þær eru likar
lifinu sjálfu.
í fyrsta hluta verksins sagði frá
systrunum i Múlavik, Dagbjörtu
og Þórnýju, æsku þeirra og ást-
um. Eins og gerist i ævintýrunum
fer misvel fyrir systrunum, illa
fyrir hinni björtu en vel fyrir
þeirri dökku. Þórný hreppti i sög-
unni bæði mannsefni og meira að
segja lika barn sinnar eftirlætis-
legu systur, og var að sögulokum
oröin farsæl búkona þar á næsta
bæ — i Brimnesi. En þaö gekk
verr með Dagbjörtu, sem lét
glepjast af spjátrungi til aö
bregðast æsku-unnusta sinum. 1
spjátrungnum reyndist auðvitað
enginn maður, hvorki heima i
Múlavik né i hans eigin byggðar-
lagi. Og að sögulokum var Dag-
björt komin heim aftur i skjól for-
eldra sinna með tvær ungar dæt-
ur.
Dauðans ráðaleysi
Þessar kringumstæður eru enn
óbreyttar i nýju sögunni hverju
sem fariö hefur fram i sögunum
tveimur sem á milli ber, öðrum
og þriðja hluta verksins. Dag-
björt situr enn heima i Múlavik og
unir litt við sinn hag, fýsir að búa
sjálfstæðu búi en festir hvergi
rætur heima. Hún er satt að segja
einn hinn mesti dauðans ráðleys-
ingi sem uppi hefur verið i skáld-
sögum, singjörn og nöldursöm úr
hófi, allt að móðursýki með köfl-
um.
Efnið i nýju sögunni kemur i
rauninni i þrjá staði niður. Þar er
I fyrsta lagi greint frá Tona
vesalingnum frá Lóni, öörum
ráðleysingjanum frá, að þvi er
virðist i beinu framhaldi þriðja
bindis. Það er að skilja að eitt-
hvert búskaparmakk hafi verið á
þeim Dagbjörtu i blóra við for-
eldra hennar. Nú flýr hann
dauðveikur i skjól Múlavikur-
fólksins heiman frá foreldrum
sinum i Lóni, en hjarnar smám-
saman við, kemst meira aö segja
með hægðinni undir fötin við eina
myndarvinnukonu þar á bænum.
1 ööru lagi er Sigurpáls þáttur
bilstjóra i Saltvik, og er það raun-
ar meginefni nýju sögunnar.
Dagbjört tekur það fyrir að ger-
ast ráðskona hans einn vetur og
flytur til hans með dæturnar, trú-
lega með nánara sambýli i huga
ef þetta takist vel. Það tekst nú
auðvitað ekki, eins og Dagbjört er
að sér til munns og handa, og að
veturvistinni lokinni hrökklast
hún enn heim i Múlavik.
1 þriðja lagi koma svo sögulokin
og gerast sex árum siðar en
meginefni sögunnar. Þar virðist
fitjað upp á efnivið nýrrar sögu,
fariðeraðdraga af gömlu hjón-
um i Múlavik, en Múlavikurbúi
enn óráðstafað og eftir að sjá ráð
fyrir Dagbjörtu. Areiðanlega má
vænta að minnsta kosti einnar
sögu enn áður en þetta efni verði
leitt til lykta.
Ævintýr og veruleikinn
Sú var tiðin að Guðrún frá
Lundi var talin einhverskonar
erkióvinur svonefndra góðra bók-
men'nta, listrækinna skáldsagna á
landinu, höfuðskáld kerlingabók-
menntanna. Þetta viðhorf hygg
égaðþráttfyrirallthafibreyst á
seinni árum, sumpart vegna vax-
andi virðingar manna fyrir elju
og afköstum hins aldurhnigna
höfundar, og vegna rótgróinna
vinsælda hennar, en sumpart
vegna þess að mönnum hafi með
hægðinni orðið ljósari en áður al-
veg raunverulegir verðleikar
bókanna á við margar aðrar
alþýðlegar skemmtisögur. Og
hvað sem liður verðgildi ein-
stakra sagna hennar hygg ég að i
heilu iiki muni verk Guðrúnar frá
Lundi brátt þykja merkilegt
menningarsögulegt rannsóknar-
efni, ferill sem hennar likast til
óhugsandi hvarvetna annars
staðar en hér á landi.
Utan frá sjó mun vera stærsti
ságnaflokkur Guðrúnar frá Lundi
að höfuðriti hennar, Dalalif, einu
undanskildu. En þrátt lynr
óbrigðul afköst er þess varla að
vænta að hátt á niræðisaldri sé
höfundurinn enn upp á sitt besta.
Óneitanlega er sagan lauslega
saman sett og jafnframt lang-
dregin úr hófi — sem hvort
tveggja mun raunar vera með
föstum höfundareinkennum
Guðrúnar. Sama er að segja um
hina einföldu persónugerð, fólk i
sögunni séð út i eitt skipti fyrir öll
og breytist ekki ýkja mikið úr þvi,
sbr. systurnar tvær i Utan frá sjó,
Dagbjörtu og Þórnýju. Vel má
vera að fróðlegt reyndist að huga
nánar að skyldleik með persónu-
sköpun Guðrúnar frá Lundi,
kvenhetjum hennar og þjóðsög-
Guðrún Arnadóttir frá I.undi.
um og ævintýrum. Annað eftir-
tektarvert einkenni er tiltölulega
einföld uppskipting fólks i sög-
unni i „góða” og „vonda", eða
kannski réttar sagt i „fólk” og
„hyski”. Múlavikurfólkið, Lóns-
hyskið i þessari sögu. Þessi
mannamunur á sér reyndar gilda
fyrirmynd i eldri bókmenntum,
sbr. bara Bollagarðahyskið i
Heiðarbýlissögum Jóns Trausta.
Heim til hversdagsins
Þvi er reyndar við þetta að
bæta að þótt menn séu eftir atvik-
um góðir eða vondir, miklir eða
litlir fyrir sér i sögum Guðrúnar
frá Lundi, eru þeir sjaldnast mjög
bölvaðir þrjótar né þá heldur
aftaka hetjur. Þótt persónusköp-
un hennar séeinföld er fólkið i sög
um Guðrúnar frá Lundi úr alveg
raunverulegu efni gert, einfaldir
manngervingar hversdagsfólks
og lifshátta. Og þar er komið að
hennar mesta styrk. Sögur henn-
ar gerast i umhverfi sem höfund-
urinn þekkir út og inn og lýsir af
alveg látlausu raunsæi. Sögurnar
gerast i sveitinni i fyrri daga, fyr-
ir þjóðtifsbyltingu en samt i næsta
námunda við okkar eigin tið,
liminn i sögum hennar er árið
sem liður sifellt með sama hætti,
daglegri önn hvers árstima, vet-
ur, sumar, vor og haust. Þaðhef-
ur oft verið gert gys að kafíi-
drykkjunum i sögum Guðrúnar
frá Lundi, og kaffi er ótæpilega
drukkið enn sem fyrr i hinni nýju
sögu. En það er lika eðlilegt við
raunsæisaðferð hennar, þá lát-
lausu rauntrúu lýsingu hvers-
dagslegra lifshátta sem er uppi-
staðan i öllum hennar verkum og
kannski undirrót vinsælda henn-
ar. Heim við það kemur leikni
hennaraðláta fólk tjá sig i sögu á
alveg náttúrlega töluðu máli.
Allt er þetta með sama hætti og
fyrrum, sinum réttu skorðum, i
nýju sögunni sem sjálfsagt á lfka
innangengt á dauðtryggan mark-
að lesenda. Það skiptir kannski
ekki mestu máli hvernig endan-
lega fer fyrir Dagbjörtu i Múlavik
og þvi fólki. Meira er um hitt vert
að sagan af þvi veitir sýn til
heims i föstum skorðum, þar sem
ltfið er einfalt, vel fer fyrir þeim
sem eru vel af guði gerðir, lakar
fyrir hinum sem miður reynast,
allt er eins og það á að vera. Hvað
sem annars má segja um sögur
Guðrúnar frá Lundi, ganga þær
fyrir rétt-stilltum episkum mótor.
Olga Guðrún Arnadóttir — nú
þarf Almannavarnir til.
HLJÓÐVARP: Nú eru
þeir aftur byrjaöir að
hamast á Olgu Guðrúnu.
Atgangurinn virðist ætla
að verða fjandi harður
þessa skammdegisdaga,
minnir mann helzt á
föður nokkurn, hálfærðan
af stolti, sem öskraði og
skipaði mönnum að horfa
á dóttur sína synda sprett
i laug: Horfið á hana!
allir á hana! állir á hana!
Og lesendadálkar blaðanna
fyllast af alls konar E. Sigurðs-
son, B. Haraldsdóttir og F.
Jónsson, sem lýsa þvi fjálglega,
hvernig þeir eða þær eða þau
fara heljarstökk aftur á bak á
hverjum morgni, þegar heyrist
rödd Olgu Guðrúnar i „Morgun-
stund bananna.”
F. Jónsson og frú hijóta að
vera orðin f jandi grönn og i góðu
Allir á
standi — likamlega — af að
bregða svo hart við til að
slökkva á útvarpstækinu.
Ég er nú svo heppinn að vera
byrjaður að vinna um „Morgun-
stundar”-leytið, eða þá að ég er
enn i strætó, þannig að hinn
viðurstyggilegi áróöur, sem
þsssi Olga Guðrún hefur svo
góð tök á, nær ekki eyrum min-
um: ég er ekki i tiltakanlegri
hættu.
En þvi miður, þá mun meiri-
hluti þjóðarinnar vera ofurseld-
ur stúlkunni. En islenzka þjóðin
er tápmikil og hefur ekki hingað
til látið vaða yfir sig á skitugum
skóm. Nærtækt er að benda á
Vestmannaeyjagosið. Þá kom i
ljós, aö þjóðin er jafnan i
viðbragðsstellingum, skynjar
hættuna á stundinni, og innan
skamms er allt á þurru aftur.
Þannig verður þetta núna.
Almannavarnir hafa sýnt og
sannað, að þær séu starfi sinu
vaxnar og ráða yfir þeim
græjum, sem til þarf að bjarga
þjóðinni.
Hvað á að gera við Olgu
Guðrúnu? Ég vil, að Almanna-
varnir taki við henni, þegar hið
vinstri sinnaða Útvarpsráð hef-
ur rekið hana enn einu sinni frá
útvarpinu. Ég vil að séð verði til
þess, að þessi stúlka komi ekki
framar i útvarpið. Aldrei!
Svona ungmenni, sem veður
uppi með svonaáróður , verður
að fá viðeigandi afgreiðslu, og
ég segi ekki meir — nema hvað
ég er róthneykslaður á istöðu-
ieysi almennings: Það mun rétt
vera, að fjöldi manna sé þessa
dagana seinn fyrir til vinnu,
vegna þess að þeir láta það eftir
sér aö hlusta á áróður þvætting-
inn i barnatimanum. Svei!
Hinir ábyrgu
Sjónvarp: Barnatimar eru
sannarlega veikur blettur á
öllum dagskrárrekstri út-
varpsins, og rétt að fara að gefa
þvi viðsjálsfólki gætur, sem
þeim stýrir.
Ekki er langt siðan leikþáttur
einn, sem fjallaði á hlutdrægan
hátt um bónusgreiðslu og vinnu-
kerfi frystihúsafólks, lak i gegn-
um ritskoðun sjónvarpsins og
beint á skerminn.
Viðeigandi ráðstafanir munu
nú hafa verið geröar,
ráðstafanir, sem koma i veg
fyrir, að slikir þættir, þar sem
hana!
skoðanir ákveðinna manna
koma berskjalda fram, vaði
uppi framvegis.
En vikjum að öðru.
Hornaþællir sjónvarpsins
sem svo eru stundum kallaðir,
eru greinilega að festast i lormi
— nema hvað sumir stjórnenda
þeirra eru enn taugaslappir á
skjánum — en það hlýtur að lag-
ast eins og annað.
Heimshorn, erlendi frétta-
skýringaþátturinn, er einkar
Iróðlegur á að horfa og hlýða,
enda vel tekizt með val manna
til hans.
Ég verð þó að kvarta undan
framsögn a.m.k. eins stjórnend-
anna. Björn Bjarnason. lög-
Iræðingur er greinilega fjandi
vel að sér á mörgum sviðum
alþjóðapólitikur — og raunar er
ekki ætlunin að setja út á þaö
efni, sem hann flytur — heldur
er ég viss um, að mun skemmti-
legra yrði að hlýða á Björn, ef
hann vandaði sig ekki alveg
svona mikið við að tala.
Það er eins og það sé
tegundareinkenni á ungum lög-
fræðingum — að tala sem
ábúðarmest og hægast. Þeir
koma ekki fram i fjölmiðlum
nema i vandlega úthugsuðum,
settlegum stellingum. Og þar
með er það gervi viðkomandi
sem áhorfandinn mænir á — og
missir fyrir vikið af innihaldi
oröa hans.
En það er vist vont að losna
frá tegundareinkennum, og
kannski ekki beint ástæða til —
hvernig færi t.d., ef fram-
sóknarmenn tækju upp á þeim
fjanda að villa á sér heimildir
með þvi að venja sig á að ganga
eins og annað fólk. Allir þekkja
kargaþýfisgöngulagið svo-
Gunnar
Gunnarsson skrifar
um útvarp:
kallaða, sem menn taka upp um
leiö og þeir ganga i Fram-
sóknarflokkinn. Og er verulega
gaman að sjá til l'ramsóknar-
manna á götum — enda er yfir-
leitt gaman að íramsóknar-
mönnum.
Fréttir— fréttaskýringar
Sem fyrr segir eru „Horna-
þættirnir” á góðri leið og verða
eflaust þegar fram i sækir, ein
hver helzti styrkur sjónvarps-
fréttanna.
Það er nú einu sinni svo, að
Iréttir i sjónvarpi vilja verða
hálfþunnar. Og það er ekki
fréttamönnum að kenna, heldur
einlaldlega heirri slaðreynd, að
sjónvarp er þunglamalegra og
dýrara tæki til til fréttaöflunar
heldur en t.d. dagblað eöa hljóð-
varp.
Það þarf miklu meira til að
afgreiða sakleysislega frétt i
sjónvarpi heldur en i dagblaði.
Fréttamaður sjónvarps dreg-
ur á eftir sér fjöldann allan af
hvers konar tæknimönnum, ef
hann þarf að hreyfa sig út úr
húsi á eftir fréttaefni. F'réttin
sjálf, skrifuð á blað og tilbúin til
lestrar, er einungis örlitill þátt-
ur i þeirri vinnu, sem á bak við
hana liggur.
Þess vegna eru vandaðir
fréttaskýringaþættir nauðsyn-
legir hverri sjónvarpsstöð — og
ekki sizt islenzka sjónvarpinu,
sem er vanbúiö fréttamönnum
og virðist eiga litið af peningum
til handa fréttastofu.
Reyndar hlýtur það að vera
vegur að efla fréttastofu
hljóðvarps til muna — en þvi
miður virðist þvi ekki sinnt
tiltakanlega.
Björn Bjarnason — Ilaraldur ólafsson og Arni Bergmann f
Heimshorni — fréttaskýringaþættir nauösynlegir, þar eö sjón-
varpsfréttir eru yfirleltt ófullnægjandi.