Vísir - 24.11.1973, Síða 5
Vísir. Laugardagur 24. nóvember 1972.
5
ERLEND MYNDSJÁ
Umsjón Guðmundur Pétursson
AFÁVÖXTUNUM
SKULUÐ ÞIÐ
ÞEKKJA ÞÁ
„Af ávöxtunum skuluö þið
þekkja þá,” auglýstu þeir lengi
hjá Silla & Valda, en hvort þeir
voru með eitthvað i huga, sem
hún Kathy Goldman i Houston i
Texas lét sér detta i hug, þegar
hún fann þetta aldin i garðinum
hjá bróður sinum — það er ekki
þar með sagt. Það skal tekið
fram, til þess að fyrirbyggja
allan misskilning, að likist
söguhetjan einhverri lifandi
persónu þá er það einskær til-
viljun.
- 4° v
i
FLEKARNIR KOMNIR
í LAND
Landafræðingurinn
Gabriel Salas frá
Chile fékk hlýjar
viðtökur hjá Dede
St. Clair-Telford, ein-
um af skipuleggjurum
,,BaIsa”-Ieiðangurs-
ins, þegar „Atzlan” —
balsaviðarflekinn,
sem Salas stýrði, var
dreginn til hafnar I
Ballina i Astralíu.
Hinir tveir flekarnir
komu þangað heilir á
húfi þann 20. nóvem-
ber eftir 8.500 milna
langa sjóferð yfir
Kyrrahafið frá
Suður-Ameriku.
Leiðangurinn var
farinn til þess að færa
sönnur á hugmynd
manna um, að
Huancavilca-Indiánar
frá Ecuador gætu hafa
fariðyfir Kyrrahafiö á
flekum fyrir hundruð-
um ára. Leiðangurs-
flekarnir lögðu af stað
27. mai.
sÆjfc 1 #
|K ■- §§ F’ ‘ifctrtisjr
NIXON AFLAR FYLGIS
Eins og fram hefur komiö, þá hefur Nixon forseti snúizt til sóknar, eftir að hafa legið lengi undir höggi
vegna Watergatemálsins. Hann fór á dögunum til Tennessee, þar sem rlkisstjórar úr Repúblikana-
flokknum sátu ráðstefnu, og var honum þar vel tekið, eins og myndin ber meö sér.
Belgia varð annað Evrópulandiö til þess að taka upp bann við sunnudagaakstri, en áður höfðu Hol-
lendingar neyözt til þess. Siðan hafa V-Þjóðverjar tekiö upp bann við sunnudagaakstri, og gildir það
fjórar helgar. Danir hafa orðið að gera ráöstafanir siðan, og Bretar horfa fram á svipaða framtlð. —
Eina austantjaldsrikið, sem þurft hefur að gera ráðstafanir vegna olluskömmtunar Arabarikjanna er
Rúmenía. Þar var tekin upp ströng bensin- og oliuskömmtun, lækkaður hámarkshraði ökutækja og
skammtað rafmagn og hiti.
MEÐ KYLFUR
Á LOFTI
Þetta er ein af fréttamyndum þeim, sem eftir á bárust frá Aþenu af
óeirðunum þar um siðustu hclgi. Sést hér hvar öryggislögreglan ræðst
tii atlögu við stúdenta tækniháskólans með kylfur á lofti. Ellefu létu lif-
ið i þessum átökum og um tvö hundruð særðust.