Vísir - 24.11.1973, Side 20

Vísir - 24.11.1973, Side 20
VÍSIR Laugardagur 24. nóvember 1973. UNNIÐ Á NÝ HJÁ ICELAND PRODUCTS Verkfalli starfsmanna Iceland Products f Harrisburg I Bandarikjunum hcfur nú veriö aflýst. Væntanlega mun starfsfólk þessa dótturfyrirtækis SÍS hefja vinnu á mánudaginn. Vinnudeilan hafði staðið nokkra hríð, og verkfallið varaði í næst- um þrjár vikur. Guðjón B. ólafsson, fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar SIS sagði Vísi I gærdag að fyr- irtækið vestra hefði ekki skaðazt neitt vegna verkfallsins, þvf menn heföu veriö undir þaö búnir, nægar birgöir veriö fyrir hendi, þannig að starfsemin hélt áfram, þótt starfsmenn heföu lagt niður vinnu. Skrifstofumenn, verkstjórar, og vöruhúsamenn voru ekki i verkfalli, og þvi var hægt aö af- greiða pantanir. Starfsfólk Iceiand Products haföi samiö um kaup til þriggja ára, og nú þegar samningurinn rann út, vildu starfsmennirnir bandarlsku fá kaup sitt verð- tryggt og aðeins semja til eins árs. Þessar kröfur þóttu stjórnendum Iceland Products óaðgengilegar, og ,,við vildum sýna hörku — þaö kom ekki til mála að veröa við þessum kröf- um, og þvi kom til verkfalls, sem nú hefur verið leyst”, sagði Guöjón B. Ólafsson. — GG. Seðlabonkinn krefst lögreglurannsóknar ó sprautumólinu við Oðal „Vasapeloöldin" rennur aftur upp í Reykjavík - Vínlaus böll ó Hótel Sögu og víðar Seðlabankinn hefur farið fram á lögreglurannsókn á þeim fullyrðingum verkfallsvarða þjóna við veitingahúsiö Óðal, að sprautað hafi veriö á þá vatni úr húsakynnum Seölabankans, sem eru I sama húsi og veitinga- staðurinn. Þetta kom fram i frétt VIsis af atburðum við veitingahúsið ÓÖal, og sagði Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur Seöla- banka Islands, að stjórn bank- ans vildi ekki una slikum á- burði og mundi þvi krefjast lög- reglurannsóknar til aö hið sanna kæmi fram i málinu. Deila þjóna og veitingamanna er nú að komast á nýtt stig. A hádegi i gær hættu þjónar að veita hótelgestum þjónustu, og er þá öll stéttin komin i verkfall. Þetta kemur mjög misjafn- lega niður á hótelunum. Hótel Loftleiðir eru meö eigin mat- stofu, sem starfrækt er með sjálfsafgreiðslusniöi. Hótel Borg og Hótel Esja eru nærri stórum matsölustööum. Hótel Holt starfrækir væntanlega sina veitingasali með eigendur að störfum. Þeir munu hafa til þess öll tilskilin réttindi. Hótel Saga er aftur á móti verr sett. Þar er engin almenn matsala og enginn slikur staöur nærri. Við ræddum viö Konráö Guömundsson hótelstjóra og spurðum hann, hvernig þeir Sögumenn ætluðu að leysa sinn vanda. „Hér verða áfram leigö út herbergi til gesta, en það eina, sem við getum boöiö þeim upp á I matsal, er morgunveröur. Um hann munu nemar sjá eins og verið hefur lengi og teljum viö þaö fullkomlega löglegt. Þjónusta á herbergjum mun verða óbreytt eins og verið hef- ur. Hún hefur verið I höndum ó- faglæröra þjónustustúlkna og getur þvi haldið áfram eins og verið hefur. Óneitanlega hefur lokun veit- ingasalanna mjög slæm áhrif á rekstur hótelsins”, sagði Kon- ráð Guðmundsson ennfremur. „Héreru 170manns á launaskrá og ekki veitir af að halda öllum þáttum rekstursins gangandi, til að endar nái saman. Viö höfum þvi ákveðið að stofna til almennra dansleikja i Súlnasal um helgina og verður i fyrsta skipti opið að nýjum hætti i kvöld. Engar vinveitingar verða á boðstólum, en gos- drykkir verða seldir”. Við spurðum Konráö Guðmundsson að lokum að þvi, hvaö hann vildi segja um sam- komulagshorfur i deilunni milli þjóna og veitingamanna. „Viðræður eru alveg strand og ekkert hefur verið talazt við i nokkurn tima. Þjónar halda fast viö kröfur sinar um prósentu- hækkun á þjónustugjaldi. Við veitingamenn teljum ekki fært að fallast á það, en höfum boðizt til að tryggja þeim þær kjara- bætur, sem aðrir starfshópar fá I komandi samningum”. Almennur dansleikur verður einnig nú um helgina i Veitinga- húsinu að Lækjarteig 2 og jafn- vel fleiri stöðum, sem áöur hafa verið með vinveitingar. t frétt i Visi i fyrradag kom fram, að matsveinn veitinga- hússins Óðals hefði sagt upp störfum þar vegna aðgerða eig- enda hússins gegn verkfalls- vörðum. Rétt er að taka fram, að matsveinninn haföi aðeins starfað i þrjá daga á veitinga- staðnum. Einnig kom fram i viðtali við veitingamanninn, að félagar úr Glímudeild KR hefðu verið þar við dyravörzlu. Það mun rétt vera, en þar koma þeir fram sem starfandi dyraverðir og á engan hátt á vegum Glimu- deildar KR. —ÓG Þjónar fá baö frá eiganda ÓOals I vikunni. Flestir flugmanna Cargolux eru islendingar, en innan um eru menn frá ýmsum öðrum þjóöum. Hér eru tveir islendingar, Svli og Kanadamaður, ein fullskipuð áhöfn hjá Cargolux. F.v. hleösiustjóri, vélamaður, aöstoöarflugm., flugstjóri. Myndin er tekin á flugvellinum I Singapore. Um 100 íslenzkir flug- menn starfandi erlendis Um 100 islenzkir flugmenn eru nú starfandi erlendis. Upplýsingar þessar komu fram á Alþingi fyrir stuttu. Að sögn Björns Guðmundssonar, for- manns Félags atvinnuflug- manna, cru flcstir þessara flug- manna starfandi hjá flug- félaginu Cargolux, sem hefur aðalstöðvar sinar i Luxemburg. Nærri 300 manns eru nú bú- settir i Luxemburg, og vinna langflestir þeirra eitthvað i sambandi við flug, annaðhvort hjá Cargolux eða Loftleiðum. Þeir 100 islenzku flugmenn, sem starfa i Luxemburg, hafa ekki fengið atvinnu við flug hér á landi, og eru vist ekki þeir einu. Björn hafði engar tölur um þaö, hversu margir hefðu rétt- indi atvinnuflugmanns og fengju ekki starf, en þeir eru þó nokkrir. Flestir hafa orðiö að leita annarrar vinnu. — EA. Olían kemur illa við plastiðnaðinn: Hœtt við samdrœtti plastframleiðslu hér — skortur getur orðið á plastumbúðum I ,,Það er náttúrlega hætta á samdrætti í plastiðnaðin- um hér á landi, en það verður ekki stöðvun. Það ef ni, sem hér er mest notað við plastiðnað, er að mestu f ramleitt úr olíu, þannig að olíuvandræðin gætu haft áhrif á framleiðslu okkar seinna meir." Þetta sagði Árni Einarsson, framkvæmdastjóri Reykjalundar i viðtali við Visi i gær. Margir hafa velt þvi fyrir sér, hvort ekki gæti komið til stöðvunar plastiðnaðar sökum skorts á hráefni. Hráefni til plast- gerðar eru einmitt framleidd úr oliu. „Við höfum þegar gert ramma- samning við annaö fyrirtækið, sem við kaupum hráefnið af. Það er i Sviþjóð. t þeim samningi er gert ráð fyrir óbreyttu magni næsta ár frá þvi sem veriö hefur. En fyrirtækið, sem við kaupum hráefni af I Þýzkalandi hefur enn ekki viljað gera samning. Þeir vilja engu svara fyrr en eftir ára- mótin. En ef einhver niðurskurð- ur verður af þeirra hálfu, þá verður hann varla algjör. Viö er- um þaö gamlir viðskiptavinir þessa fyrirtækis, að hæpiö er, aö viö veröum settir út á gaddinn” sagði Árni ennfremur. Hætt er við, að samdráttur i plastiðnaði komi niður á al- menningi að einhverju leyti. Plastið, sem mest er notað, er m.a. notaöi allar plastfilmur og umbúðaplast. Einnig er það notað i rör. Plastverksmiðjan Sigurplast framleiðir mes.t af brúsum úr svipuðu plasti, sem er einnig að mestu unnið úr oliu. „Það má búast við miklum erfiðleikum i plastiðnaðinum viðast hvar vegna þessa ástands. En ætli við sleppum ekki sæmi- lega vegna fastra viðskipta og vegna þess hversu litið magn það er hlutfallslega, sem við kaupum af hráefnum,” sagði Arni að lokum. -ÓH. Mikill áhugi á kaupstaðarréttindum: Hreppurinn vill létta bvrðum af ríkissjóði Hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps býðst til að taka á sig ýmsan kostnað og veita fyrir- greiöslu til að auðvelda, að hreppurinn geti fengiö kaupstaðarréttindi. Hreppurinn er tilbúinn að leggja fram húsnæði fyrir bæjarfógetaembættið i húsi sveitarstjórnar og láta i té hús- næði vegna löggæzlu. Með þvi mundi hreppurinn létta af rikis- sjóöi útgjöldum sem ekki eru undir 5 milljónum króna. Hreppurinn býðst einnig til að taka að sér að annast innheimtu opinberra gjalda fyrir rikissjóð og verði höfö hliðsjón af fyrir- komulagi Gjaldheimtunnar i Reykjavik. Með þvi mundu greiðslur til rikissjóðs koma fyrr til skila en ella. Innheimta gjalda til sveitarsjóðs Sel- tjarnarneshrepps, hefur verið mjög góð, 93% á siöasta ári, og nokkuð jafnt innheimt yfir árið. Ibúar hreppsins munu greiða um 120 milljónir i beinum sköttum til ríkisins næsta árið. Hreppsnefndin bendir á, að vinnuálag sýslumanns- embættisins i Hafnarfirði hafi verið mikið og muni þvi við stofnun bæjarfógetaembættis á Seltjarnarnesi mega minnka yfirvinnu og launakostnað hjá sýslumanni og fá jafnari innheimtu yfir árið en verið hef- ur. Ibúar hreppsins eru nú um 2600.1 lok næsta kjörtimabils er áætlað, að þeir verði orðnir um 3600. Hreppsnefnd mælir eindregið með þvi frumvarpi, sem nú liggur fyrir á Alþingi um kaupstaðarréttindi. Allir þing menn Reykjaneskjördæmis styðja framvarpið. Það er nú i athugun i þingnefnd. -HH.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.