Vísir


Vísir - 30.11.1973, Qupperneq 13

Vísir - 30.11.1973, Qupperneq 13
Visir. Föstudagur 30. nóvember 1973. 13 • skop Við háskólann i Tasjkent i Sovétrikjunum hafa fram undir þetta fengizt kevpt prófskirteini — reyndar mót öllum lögum og venjutn i Sovét — en svindlarar finnast þar eins og annars stað- ar. Blað eitt, sem gefiö er út á snærum samtaka bygginga- verkamanna i Tasjkent, sagði nýlega, aö þaö væri ekkert leyndarmál lengur, aö prófskir- teini gætu menn keypt eins og neyzluvarning. Blaðið sagði frá verkfræðingi einum eystra, sem langaði i forfrömun, en fékk ekki, þar eð próf hans var afspyrnu vont. Þá keypti MILLER „DUNDAR" VIÐ NÝTT LEIKRIT maðurinn sér nýtt og betra skir- teini og fékk stöðuna. Verðið mun vera misjafnt á prófunum, en yfirleitt mun hægt að fá gott fyrstu einkunnar skirteini fyrir svona hundrað þúsund krónur islenzkar. Þjónustustúlku. er starfaði á veitingastofu við flugvöllinn I Detroit, var um daginn sagt upp. Og orsök uppsagnarinnar var sú, að henni var svo fjári kalt i vinnunni vegna oliu-sköm m tunarinnar, að hún klæddi sig i peysu utan yfir einkennisbúninginn sinn. Það hét, sögðu vinnu veitendur hennar — að vanvirða búning- inn. Stéttarfélag stúlkunnar mun hafa málið til alvarlegrar könn- unar. Borgarstjórnin i London var nýlega harðlega gagnrýnd fyrir peningaeyöslu. Og sú eyösla, sem um var rætt, var vegna heimsóknar borgarstjórans i Moskvu til London. Herma fregnir, að reikning- urinn, sem almenningur i Lond- on greiddi fyrir uppihald rúss- neska borgarstjórans, hafi numið um það bil átta milljón- um króna. Moskvuborgarstjór- inn var viku i London og heim- sótti oft dýr veitingahús og næturklúbba. Upphæð, sem nefnd var, er sögð ámóta há og það fé, sem venjulegur Lundúnabúi greiðir i skatta alla ævi. Arthur leikritaskáld Miller ér ekki alveg hættur að skrifa, þótt fátt liafi af honum frétzt um stundarsakir. „Ameriska klukkan” heitir hið nvja leikrit Millers og verður frumsýnt næsta vor I Ann Arbor í Michigan, þar sem skáldið býr núna, en um þessar mundir starfar Miller við há- skólann I Michigan sem prófessor i leikritun. Leikritið, „Ameríska klukk- an", er byggt á sögu eftir Stud Terkel, sem heitir „Erfiðir timar", en sú bók fjallar um Arthur Miller kreppuna ntiklu i Bandarikjun- um á árunum upp úr 1‘KIO. Nýja leikrilið verður aðeins sýnt i örfá skipti i vor, þvi skáldið scgir, að þaö sé „enn aö þróast — mig langar að dunda nteira við það, eftir að það hefur kontið á sviö”. 3 B ro .Fjölskylda yöar getur sparaö mikiö fé árlega, ef hún notar Jurta á brauð og kex. Ótrulegt, en satt. Dæmiö er einfalt. Þér skulið sjálf reikna. 500 gr Jurta kosta 77 krónur. En dýrasta feitmetið kostar 156 krónur 500 gr. Meira en helmings munur! Jurta-neyzla landsmanna vex meö hverjum deginum sem líður. Enda nota þúsundir íslendinga Jurta á brauð og kex. Viö fengum nýtt tæki inn í sjálfvirku samstæðuna okkar, sem beinlínis fram- leiðir betra smjörlíki. Jurta er fyllra og þéttara, en áður. Þess vegna er auðveldara að smyrja með Jurta. Þannig nýtist Jurta betur og sparar enn meira. Jurta geymist betur. Öll fituefnin eru úr jurtaríkinu. Jurta er hollt og bragðgott. !• smjörliki hf. Ef reiknað er með að neyzla á meðal heimili sé 6 kg. á hvern mann á ári, má til gamans athuga eftir- farandi dæmi: Fimm manna fjölskylda Jurta: 60 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. Dýrasta feitmetið: 60 - (500 gr) x 156 - - - SPARNAÐUR: kr: 4.740.00 Fjögurra manna fjöiskylda Jurta: 48 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. Dýrasta feitmetiö: 48 - (500 gr) x 156 - - - SPARNAÐUR: kr: 3.792.00 kr: 4.620.00 - 9.360.00 kr: 3.696.00 - 7.488.00 Þriggja manna fjölskylda Jurta: 36 stk. (500 gr) x 77 kr. pr. stk. kr: 2.772.00 Dýrasta feitmetið: 36 - (500 gr) X 156 - - - - 5.616.00 SPARNAÐUR: kr: 2.844.00 Ert þú hagsýn húsmóðir, sem tekur verð og gæði með í reikninginn? gott veró/gott bragó

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.