Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 19

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 18. desember Jólagjafahandbók Vísis 19 Hér er svo brauðrist til heimilisins. Þessi er dálítið óvenjuleg I útliti. Hún er ljósbrún og er af gerðinni Philips. Hún kostar 8.317 kr. og fæst i Heimilistæki, Hafnarstræti 3. A henni eru 5 hitastillingar. Það þykir hollt og gott að bregða sér i ljós öðru hverju, ef maður passar timann hverju sinni. Hér fáum við ljósa- lampa beint inn á heimilið, sem kostar 5.100 kr. Hann er með timamæli og er af gerðinni Philips. Fæst I Heimilis- tæki, Hafnarstræti 3. Flestir, sem átt hafa eða eiga kaffivél, hrósa þeim hlut og láta vel af. Ef að mann langar aðeins I tvo bolla af kaffi, þá er hægt að hella upp á i tvo bolla eingöngu. Þessi kaffi- vél er af Rowenta gerð og er v-þýzk. Vélin fæst I Vöru- markaðnum i Armúla. PYNGJAN HELDUR # ÞYNGD SINNI! Gjafir fyrir 500 kr. og minna Jólagjafir þurfa ekki að kosta mikið, en þær geta verið skemmtilegar fyrir það og frumlegar. Ilér er góð gjöf, sem ekki þarf að leggja meira i en 375 krónur. Þetta er asni, sem gerður er úr kaðli, og hann ber Ilát fyrir salt og pipar. Fæst I verzl. Hamborg á Klapparstfg. Hér er ágæt gjöf fyrir Iþróttaunnendur og þá sérstak- lega knattspyrnumennina. Þetta er kanna með merki ensks fótboltaliðs, en þær eru til meö flestum ensku merkjunum. Fást I Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarsson- ar, Klapparstig 44 og kosta 360 kr. Til eru aðrar á verðinu 190 kr. og 220 kr. Stækkunargler geta verið mjög þægileg, og hér er eitt ódýrt en þægilegt. Þaö kostar 353 krónur og fæst I Hans Petersen, Bankastræti 4. Ilér er skemmtileg jólagjöf fyrir hvern sem er og fyrir hvaða aldur sem er. Flestum finnst vist þægilegt að slappa af I notalegu baði. Púðinn hérna gcrir það enn þægilcgra. Hann er úr plasti og hægt er að fá slika I bláum, hvitum og blcikum lit. Fæst i J. Þorláksson & Norðmann Bankastræti 11. Kostar 227 kr. Þessar geysiskemmtilegu „figúrur” fást I Aiaska við Miklatorg og kosta 356 krónur hver dúkka. Þær eru með ýmsum áletrunum t.d.: World’s best mother, World’s best student og svo framvegis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.