Vísir - 22.12.1973, Side 10

Vísir - 22.12.1973, Side 10
Umsjon: Edda Andresdóttir m i Wk mm Vísir. Laugardagur 22. desember 1973. — ................................ JEr -þá einhver kominn í eru hér nokkur ágœt ráð tímaþröng? JÓLATRÉSSKRAUTIÐ HEIMA- TILBÚIÐ OG í EINUM LIT Kökurnar má hengja á vegginn eða á jólatréð Það er mjög vinsælt á þeim heimilum, sem yngri börn fyrir- finnast, að baka kökur, sem eru skornar út f ýmiss kunar mynztri, svo sem körlum, kerlingum, jólasveinum eða dýrum. Yfirleitt er notað piparköku- deig og form til þess að skera út og mynztur fást viða. Karlana og kerlingarnar má siðan skreyta með hvitu marsipani, og iiklega finnst börnunum fátt betra á bragðið um jólin, en ein- mitt þessar kökur. En það má gera annað við þær en að borða þær. Vantar ein- hvers staðar jólaskraut eða eitt- hvað skemmtilegt á vegginn um jólin, t.d. i barnaherbergið? Þetta er þá tilvalið, sem við sjáum hér á meðfylgjandi mynd. Karlarnir og kerlingarn- ar eru hengd upp á vegg, eða kannski veggteppi i böndum og gefa þar með hinn skemmtileg- asta svip. Kökurnar má svo einnig hengja i jólatréð. —EA AUSTURBÆJARBió er með nýja mynd, þar sem þau Barb- .ra Streisand og Ryan O'Neal fara með aðalhlutverkin. Heitir bióið þvi, að geta með þessari mynd skemmt hverjum þeim, sem sýningu myndarinnar sæk- ir. Segir sagan frá doktor nokkrum, sem kemur til San Fransiskó og vekur strax athygli ungrar stúlku, sem blandar sér stöðugt i öll hans mál, og kemur þvi jafnvel svo fyrir, að hún verði förunautur hans, þegar hann þiggur fin boð. Ruglingur á ferðatöskum hleyp- ir öllu i loft upp og enda ósköpin fyrir dómstólunum þar sem betra tekur ekki við. ■MMHBaaMI Leðurblakan og Valpone Ilér gefur að lita mynd aif einu atriði ..Leðurbiökunnar”, sem Þjóðleikhúsiö frumsýnir á annandag jóla. I Iðnó þann dag á aö sýna Fló á skinni, en Leikfélagið hyggst frumsýna nýtt ieikhús- verk siðasta laugardag þessa árs. Er það „Valpone” eftir Ben Jonson og Stefan Zweig. Brúðuleikhús fyrir þau yngstu Fyriryngri kynslóöina er sérstök dagskrá hjá Leikbrúðulandi. Leikbrúðuland er brúðuleikhús, sem er til húsa að Frikirkjuvegi 11. Leikbrúðuland sýnir meistara Jakob á hverjum degi milli jóla og nýárs. Sýningarnar eru allar klukkan 3. Fyrsta sýningin er á annan i jólum, og siðan eru sýningar 27., 28., 29., og 30. des. Sýningarnar eru sérstaklega sniðnar fyrir þau yngstu. Vísir. Laugardagur 22. desember 1973. ----------------------------—--- HVAÐ ER AÐ SJA í BÍÓ UM JÓLIN? NYJA Bió sýnir aðra mynd, þar sem Barbra Streisand fer með eitt aðalhlutverkanna. Sú mynd er gerð eftir þeim fræga söngleik ,,Hello,Dolly" og hefur farið sigurför um heiminn. Aðr- ir i myndinni, sem eitthvað kveður að, eru m.a. Walter Matthau og Michael Crawford. og svo stórstjörnurnar Louis Armstrong og Gene Kelly. Söngleikurinn er byggður á leik- ritinu ,,The Matchmaker" eftir Thornton Wilder. Segir sagan frá ungri og opinskárri ekkju, Dolly Levi, sem hefur gerzt eins konar hjúskaparmiðlari, eftir að maður hennar er fallinn frá. Hjúskaparmiðlun hennar geng- ur oft á afturfótunum, en Dolly er fljót að sjá við vandanum.... TóNABióætlar að sýna eina af nýjustu myndum þess vinsæla kvikmyndaleikstjóra Sam Peckingpah, sem hér á sér ófáa aðdáendur. Þetta er einmitt myndin, sem leiddi þau saman, Steve McQueen og Ali MacGraw, en það eru þau, sem fara með aðalhlutverkin 1 myndinni. Steve fer með hlut- Atriði úr teiknimyndinni „Hefðarkettirnir”, verk fanga, sem brýst úl úr fangelsinu og fremur bankarán ásamt unnustu sinni, sem leikin er af Ali MacGraw. Þau eru ekki hundelt af lögreglunni einni, heldur sömuleiðis af illskeyttum bófum á báðar hendur.... GAMLA Blótekur til sýningar athyglisverða teiknimynd frá Walt Disney, sem varð Disney- fyrirtækinu einhver mesta tekjulind siðustu tveggja ára. Segir myndin frá hefðarköttum og flækingsköttum — þeim hin- um sömu og Mogginn er að segja frá um þessar mundir, en sagan af „The Aristocats" hefur einnig komið út i bókarformi. Má ætla, að mörgum börnunum þyki fengur i mynd þessari og dragi foreldra sina með sér i Gamla bió að sjá myndina — báðum aðilum til ánægju. LAUGARASBtó hefur þegar fengið góða auglýsingu fyrir jólamynd sina i ár, en það er glæný mynd gerð eftir söng- leiknum „Jesus Christ Super- star”. Óþarft ætti aö vera að rekja efni myndarinnar, en hún greinir frá siðustu dögum Krists. Fékk myndin góöa dóma hjá kvikmyndagagnrýnanda Visis, sem skoðaði myndina hér á dögunum. LEIKHÚSIN Við erum ekki i vafa um það, að margir segjast nú vera komnir i timaþröng fyrir jólin. Það á eftir að kaupa jólagjöf handa ein- hverri frænkunni, sem alveg steingleymdist. Og hvað á það nú að vera? Sjálfsagt er pyngjan orðin hálf litil og létt á þessum mikla tima kaupæðisins, og það er orðið litið eftir til þess að kaupa fyrir handa þessari ónafn- greindu frænku. Með þessari siðustu Innsiðu okkar fyrir jólin, ætlum við þvi aö reyna að létta svolitið undir með þeim, sem sjálfsagt eru orðnir áhyggjufullir. Við birtum hér nokkur ágæt ráð, svo sem hvernig skreyta má jólatréð á fallegan hátt, ef það hefur gleymzt, hvað gefa má i jóla- gjöf, handa þeim, sem gleymd- ist og þar fram eftir götunum. Það er bara vonandi að jóla- undirbúningurinn fari ekki þannig meö nokkurn mann, að hann liggi sárþreyttur loks, þegar hátiðin gengur i garð. Og það má þá minna alla fjöl- skyldumeðlimi á það að hjálp- ast að i undirbúningnum og reyna að létta hann svolitið. —EA Við búumst ekki við þvi, að nokkur maður gangi i gegnum jóla- hreingerningarnar með sælubros á vör, og sjálfsagt er það mis- jafnt, hvað fólk hreinsar mikið til og leggur á sig fyrir hátíðarn- ar. En með þessari mynd má minna fóik á að ofþreyta sig ekki f öilum ósköpunum, og minna fjölskylduna á að hjálpast að. — Tilvalið fyrir börnin Jólatréð getur veriö mjög fallegt og skemmtilega skrcytt, þótt ekki sé eytt i það mörgum krónum. Kannski vantar ein- hvern jólaskraut, það gæti jafn- vel hafa glcymzt í öllum látun- um. Ef til vill vilja svo einhverj- ir breyta til og fá annað skraut á tréö en það, sem verið hcfur i gegnum árin. Þetta skemmtilega tré er skreytt á mjög ódýran hátt. Það gæti jafnvel verið hlutverk barnanna á heimilinu að skreyta tréð fyrir þessi jól, og þá er þetta góð hugmynd. Tréð er eingöngu skreytt með hvltum lit. Það eina, sem -þarf að kaupa, er englahár og hvitur pappir. Það má lika alveg eins nota bómull i stað englahársins. Englahárinu er komið fyrir við þau ljós, sem á trénu verða, en stjörnur, hjörtu og englar eru klippt úr hvitum pappir. Agætt er að hafa pappir- inn -dálitið þykkan, svo bann beri sig betur. Krakkarnir gætu dundað sér við þetta nú um helgina og geta þá klippt út hvers kyns hluti, sem þeim dettur i hug. —EA A SIÐUSTU STUNDU og þessi er skreytt með þvi, að á hana eru limdar stjörnur. Henni er lokað með köflóttum klút og hann hefur verið bryddaður með skábandi. Siðan er bundin slaufa utan um krukkuna með skábandi. Stjörnurnar eru gular, en klúturinn köflóttur, blár og hvit- ur. Skábandið er blátt. Aúðvitað má svo fylla krukkuna með ein- hverju öðru en sælgæti, en þetta er ágæt gjöf, t.d. handa barni. A mynd númer tvö eru matar- servéttur og tvö kerti. Þessi gjöf er skreytt með bláum borða og einhverju skemmtilegu jóla- skrauti. Gjöf, sem kannski er litil og ódýr, má gera skemmtilega með þvi að pakka henni inn á sérstæðan hátt. Hér hefur til dæmis verið saumaður poki ut- an um litil ilmvatnsglös, úr doppóttu efni. Siðan er bundið með borða utan um. Slfkan pi>ka má gera úr ein- hverjum jólapappir til dæmis og fylla svo af sælgæti, kökum eða einhverju, sem til fellur. —EA HAFNARBiÓ: Chaplin- myndin heitir „Nútiminn” og er gerð árið 1936, eða sjö árum eft- ir að tónninn hóf innreið sina i kvikmyndirnar. Chaplin hafði þó ekki gefið sig neitt að þeirri tækni fram að þvi, að hann gerði þá mynd, en freistaðist þó til að syngja eitt lag i þessari mynd. Myndin fjallar um ástandið á meðan heimskreppan rikti og atvinnuleysi, verkföll og hrak- farir voru að gera út af við allt og alla. Chaplin fer með hlut- verk verksmiðjuþræls, sem verður undir i haráttunni við tæknina, sem er að gera hann óþarfan. IIASKÓLABK) sýnir enn eina „Áfram "-myndina, en hinar fyrri hafa allar notið góðrar að- sóknar hérlendis. Þessi mynd heitir „Carry On Round The Bend” og er með sama sniði og þær, sem á undan eru gengnar, öllu fórnað fyrir sprellið og tvi- ræða brandara, sem persónur myndarinnar reyta af sér. Er þess jafnan gætt, að áhorfand- inn taki ekki að gruna einhverja persónu myndarinnar um að vera með vott af skynsemi. Stöðugt færist það i vöxt, að kvikmyndahús borg- arinnar taki til sýningar nýjar eða nýlegar myndir. Þannig munum við um þessi jól fá að sjá þrjár kvikmyndir, sem talizt geta glænýjar. Eru það myndirnar „Superstar", „Getaway" og „What's Up Doc?". Þá mun Hafnarbió sýna kvikmyndir, sem eru að visu komnar aII verulega til ára sinna, en hafa verið gerðar upp með ærnum tilkostnaði. Eru það nokkrar helztu myndir Charlie meistara Chaplin, sem nú má sjá á breiðtjaldi. (Jr myndiniii „Supcrstar”, sein Laugarásbió mun sýna. Stevc McQucen og Ali MacGraw i lilutverkum siuuin i myndinni „(íetaway” sem Tónabió mun sýna. Að ofan er Barbra Streisand i lilutverki Dolly.en hértiihliðar i myndinni „What’s Up, Doc?”, en þar er mótleikari hennar Ityan O’Neal. JÓLAGJÖF Og þá er það jólagjöf, sem liægt er að gefa á siðustu stundu, þvi það vill oft verða, að einhver gleymist. A þessum meðfylgjandi mynd um eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir, en það er um að gera að láta hugmyndaflugið ráöa. Margir vildu kannski gefa dýrari eða stærri gjafir, en þessar geta verið skemmtilegar samt, þótt litlar séu, og eru áreiðanlega vel þegnar. Á mynd númer eitt er krukka, sem er fyllt af sælgæti. Þarna "1 má til dæmis nota sultukrukkur,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.