Tíminn - 04.01.1966, Side 2

Tíminn - 04.01.1966, Side 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 4. janúar 1966 Kristján Eldjárn ÞjóðminjavörSur afhendir Jökli Jakobssyni verSlaunin, Agnar Þórðarson t. h. (Ljósmynd B. G) VERÐLAUNAAFHENDING ÚR RITHÖFUNDA OG TÓNSKÁLDASJÓÐI RÍKISÚTVARPSINS Mánudagur 3. janúar. NTB-Havana. — Fulltrúar frá um 100 ríkjum í Afríku, Asíu og Mið- og Suður-Ameríku komu í kvöld saman til níu daga ráðstefnu, þar sem rætt verður, á hvern hátt berjast skulu gegn heimsvaldastefnu, nýlendustefnu og hinni svoköll uðu nýlendustefnu í heiminum. Um 500 fulltrúar frá ríkisstjórn um, stjórnarandstöðuflokkum og einstaka skæruliðasamtök- um sitja ráðstefnuna. NTB-Tasjkent. — LeiStogar Indlands og Pakistands, með Shastri forsætisráðherra og Ayub Khan forseta í farar- broddi komu í dag til Tasjkent, höfuðborgar sovétlýðveldisins Uzbekistan, og var vel fagn- að. Þeir munu ræða þar um Kashmírmálið, en Kosygin for- sætisráðherra Sovétríkjanna, verður sáttasemjari á fundin- um, sem líklega stendur í eina viku. NTB-Stokkhólmi. — Meiri snjór er nú í Svíþjóð en nokkru sinni fyrr og hefur valdið mikl um truflunum á umferð. Sama er að segja um Danmörku og hluta af Noregi. Þá hafa verið flóð í Vestur-Þýzkalandi, og skipaferðir hafa tafizt vegna óveðurs. NTB-Salisbury. — Ian Smith fyfirskipaði i dag enn harðari benzínskömmtun í Rhodesíu, og hér eftir fá bændumir einung- is helming þess, sem þeir venjulega nota. Benzínskömmt- unin nær jafnvel til erlendra diplómata. Benzínskömmtun var komið á fyrir vibu siðan, og er olíubannið orsök hennar. Olíuleiðslunni frá Beira í Moz- ambiqur til Rhodesíu hefur verið lokað vegna olíuleysis. NTB-Moskvu. — Sovétstjómin skipaði í dag vestur-þýzkum diplómata að yfirgefa landið Ínnan fjögurra daga. Er hér um að ræða fyrsta sendiráðs- ritara, Alois Mertes, sem er ákærður fyrir ólöglega starf- semi. NTB-Hannover. — V-þýzkur Iögreglumaður var handtekinn í dag, er hann reyndi að ræna banka í Delmenhorst í Neðra- Saxlandi. Er talið að hann hafi áður rænt banka og sloppið með um 100 þúsund mörk. Hann hafði stungið • á sig um 100 þúsund mörkum, þegar gjaldkeri bankans afvopnaði hann. Margt fólk var í bankan- um, þegar lögreglumaðurinn gerði ránstilraunina. Hann vinnur hjá Hamborgarlögregl- unni. NTB-Cotonou. — Ríkisstjórnin í Dahomey hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi við Kínverska alþýðulýðveldið. NTB-Lagos. — Rfkisstjóm Níg- eríu ákvað í dag að halda hina fyrirhuguðu ráðstefnu Samveld isrikjanna í Lagos 11. janúar n.k., en ráðstefnana á að ræða Rhodesíumálið, og sitja hana forsetar og forsætisráðherrar viðkomandi ríkja. 22 ríki em í Samveldinu, og er talið lík- legt, að a.m.k. 18 muni sækja ráðstefnuna. FB-Reykjavík, mánudag. Á gamlársdag vom veitt verð- laxm úr rithöfunda- og tónskálda- sjóði Ríkisútvarpsins. Að þessu sinni hlutu rithöfundaverðlaunin þeir Agnar Þórðarson og Jökull Jakobsson og tónskáldaverðlaunin hlutq þeir Kart.O-, JtuúóTfsson, og Þórarinn Jónsson. Veittar voru 100 þúsund krónur í allt, eða 25 þús- und til hvers verðlaunahafa. Viðstaddir veitinguna voru Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Helgi Sæmundsson formaður menntamálaráðs og Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri. Formaður rithöfundarsjóðs Rík- isútvarpsins, Kristján Eldjárn þjóð minjavörður afhenti verðlaunin úr NTB-Stokkhólmi, mánudag. í þessari viku munu forsetar Norðurlandaráðs og ýmsar norræn ar nefndir halda fundi til undir- búnings 14. fundi ráðsins, sem hefst í Kaupmannahöfn í lok mán- aðarins. Um 30 mál verða á dag- skrá fundarins, allt frá hinni um- deildu tillögu um aukið efnahags- legt og viðskiptalegt samstarf Norð urlanda til tillagna um nýjar regl- FRÚ EL0ISE STOVER LÁTIN FB-reykjavík, mánudag. í gær andaðist í Washington frú Eloise Stover, kona Raymond Stovers, sem starfaði um nokkurra ára bíl við upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér á landi. Síðan Stover fór héðan hefur hann starf- að sem yfirmaður Evrópudeilar fréttastofu Voice of America — útvarpsstöðvarinnar Frú Eloise Stover hafði verið lengi veik, áður en hún lézt. rithöfundasjóðnum, og sagði m.a. við það tækifæri, að þetta væri í tíunda sinn, sem styrkurinn er veittur úr sjóðnum, og með þeim ur í sambandi við kaup á skatt- frjálsum vörum á ferðum milli Norðurlandanna. Forsetar Norðurlandaráðs koma saman til fundar í Stokkhólmi á morgun, þriðjudag, og ræða m.a. um aukið norrænt efnahagssam- starf, en er talið, að þetta verði eitt aðalmálið á fundinum í Kaup- mannahöfn. Það er einkum Sví- þjóð, sem hefur áhuga á auknu samstarfi á þessu sviði, en Dan- mörk og Noregur hafa takmark- aðan áhuga sem stendur. Þetta verður rætt nánar á fundi Efna- hagsnefndarinnar, sem kemur sam- an 21. janúar — viku fyrir 14 fundinn. Félagsmálanefndin kemur sam- an til fundar á miðvikudag og um- ferðamálanefndin á föstudag. Mun sú nefnd m.a. ræða um fyrirhugaða brú yfir Eyrasund sem er umdeild, og eins hugmyndina um norrænan stórflugvöll á Saltholmi Á sunnudag og mánudag heldur menningarmálanefnd ráðsins tveggja daga fund og mun m.a ræða nánara samstarf Norðurlanda á sviði sjónvarpsmála. höfundum, sem nú hlutu verðlaun- in, hefðu 19 höfundar hlotið þau. Vilhjálmur Þ .Gíslason útvarps- stjóri afhenti tónskáldaverðlaunin. Litlu jólin í Tónskólanum „Litlu jól Tónskólans," — nem- endatónleikar, sem haldnir eru um jólaleytið, fóru fram í Haga- skólanum sunnudaginn 19. desem- ber. Þar léku rúmlega hundrað nemendur á hljóðfæri sín einleik tvíleik eða í flokkum. Húsið var þéttskipað áheyrend- um, sem fögnuðu vel hinum ungu hljóðfseraleikurum. Með þessum tónleikum lauk fyrra námstímabili skólans i vetur. í skólanum voru alls 211 nemendur og fullskipað í nokkrum náms- greinum. Mest hafði nemendum fjölgað á harmoníum. harmoniku. píanó og gítar Nú er kennsla að hefjast í síð- ara námstímabilinu sem stendur til aprílloka og er nú hægt að veita viðtöku örfáum nýjum nemendum í öðrum námsgreinum en .gitar og rafbassa. Þær námsgreinar eru nú fullskipaðar. Innritun fer fram kl. 8—10 síð- degis í síma 19246 til næstu helgar. Spánverji slas- ast alvarlega í Hafnarfirði HZ-Reykjavík, mánudag. Alvarlegt bílslys varð á gaml- árskvöld í Hafnarfirði en þar lenti spánskur sjómaður fyrir bif- reið með þeim afleiðingum að hann stórslasaðist. í Hafnarfjarðarhöfn hefur legið norskt lýsisflutningaskip að und- anförnu. Á gamlárskvöld lögðu tveir spánskir hásetar leið sína upp í bæ og er þeir voru að fara yfir Strandgötuna á móts við skipa- smíðastöðina Dröfn kom þar Volks wagenbifreið akandi og annar há- setanna Ale Jandro Pervchena lenti fyrir henni. Kastaðist hann upp í loftið og skall síðan harka- lega niður á bifreiðina aftur og svo í götuna er bifreiðin hemlaði. Lögreglan og sjúkralið var þeg- ar kvatt á vettvang og hinn slas- aði var fluttur á Slysavarðstofuna og þaðan á Landspítalann þar sem hann liggur nú. í ljós kom að Ale Jandro hafði fótbrotnað á báðum fótum, kjálka- brotnað og kinnbeinsbrotnað og höfuðkúbubrotnað auk annarra minniháttar áverka. Blaðið hringdi í Landspdtalann og spurðist fyrir um líðan Spán- verjans. Árni Bjömsson læknir tjáði blaðinu að líðan hans væri góð eftir atvikum og búið væri að gera að meiðslunum. Gáfu út tímarit og hlutu fang- elsisvist fyrir NTB-Moskvu, mánudag. Hópur ungs fólks var i nóvember s.l. dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa gefið út tvö eintök af leyni- legu „frjálslyndu" tímariti, að því er áreiðanlegar heim- ildir í Moskvu sögðu í dag. Leiðtogi unga fólksins var dæmdur í sjö ára fanglesi. Átta aðrir úr hópnum, þar á meðal tvær ungar' konur, fengu 2—5 ára fangelsis- dóma. f tímaritinu kemur fram, að unga fólkið er ekki á móti grundvallarkenningum kommúnismans, heldur er það á móti þeirri tegund kommúnisma, sem ríkir í Sovétríkjunum í dag. Vill, unga fólkið fá meiri hugs- ana- og málfrelsi. Braut 21 rúðu í Þjóðleikhúsinu KJ-Reykjavík, mánudag. Síðastliðna nótt braut maður nokkur 21 rúðu í Þjóðleikhúsinu, og var all mjög æstur. Taldi hann sig hafa verið sviðsettan í Þjóð- leikhúsinu, og sömuleiðis í útvarps leikriti, og því ætlaði hann að hefna sín á þessum menningar- stofnunum með því að brjóta rúð ur í húsakynnum þeirra. Maður þessi er talinn vera geðtruflaður, og er nú í rannsókn hjá geðlækni. f"■■■■'■ .......................— Blaðburðarfólk óskast í eftjrtalin hverfi: Grettlsgötu NJálsgötu Skólavörðustíg Barónsstíg Leifsgötu Lindargötu í Upplýsingar eru gefnar á afgreiðslu blaðsins í Bankastræti \ 7, sími 1-23-23. Undirbúningur að 14. fundi Horðuriandarúðs að hefjast

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.