Tíminn - 04.01.1966, Page 3
ÞMÐJUDAGUR 4. janúar 1966
3
Geschichte der Papste. Höf-
undar: Franz Xaver Seppelt/
George Schwaiger.
Útgáfa: Kösel-Verlag, Miin-
chen 1964. Verð: DM 44,-
Ein var sú tíð, er Rómaborg
var andlegur höfuðstaður ís-
lendinga. Á þeim tímum lágu
allar leiðir til Róm, hvaðan-
æva úr Evrópu. Vel kristnir
menn lögðu á sig mikið erf-.
iði til að líta hina helgu borg,
sæti Péturs postula og arf-
taka hans, hina heilögu feður
fulltrúa Krists hér á jörðu. Það
eru skjalfestar heimildir um
ferðir íslendinga suður, sem
er gestabök klaustursins í
Reichenau (Eynni auðgu). k
þá bók eru rituð nöfn 13 fs-
lendinga, bæði karla og
kvenna, sem hafa gist í klaustr
inu á leið til Rómar á 12. öld.
Fleiri heimildir eru til um
ferðir manna hérlendra til
Rómar. Ágæt lýsing er til í
sögu Guðmundar biskups Ara
sonar áf sendiferð Ketils
prests til Rómar. Ketill þessi
var herbergisnautur biskups,
„mikill maður vexti og sterkr,
vel fallinn í lund og góðrar
hlýðni, en lærður lítt á bækr.“
Þennan klerk sendi Guðmund-
ur biskup með bréfum til páfa
til að hann mætti freista þar
nokkurrar leiðréttingar slnna
málefna. Ketill prestur „leggr
ei fót fyrr en hann kemr í
Romam.“ Prestur hafði sár-
lega afsakað sig við biskup,
kvaðst ófróður og ókunnugur
öllum leiðum og taldi að hon-
um yrði eigi sinnt í páfans
garði, fátækum og veslum,
hann kvaðst hafa spumir aí
því, að konungar og furstar
yrðu að bíða ár eitt eða tvö
áheyrnar, hvað þá hann. Bisk-
up lagði allt í hendi Guðs og
Ketill fór tíl Rómar. Hann
varð að bíða nokkuð lengi þar
til hann fær úrlausn, verður
harla feginn, „leggr land und-
ir fót, og hleypr svá norðr ept-
ir löndurn." Ferð hans frá
Róm til Rostock tók mánuð.
Biskup fær páfabréf og varð
harla feginn. Sá páfi, sem þá
sat stól heilags Péturs, var
Honorius III, sem var talinn
ljúfmenni en heilsulítill. Hann
hvatti mjög til krossferða, en
árangur varð minni en áhugi
páfa. Áhrifa páfanna gætti mis
munandi mikið úti hér, þegar
kirkjan var voldugust varð
barátta hennar hér á landi
stríðari og auk þessa gætti oft
sjálfræðishneigðar hjá ís-
lenzku kirkjunni. Sturla Sig-
hvatsson fór til Rómar til þess
að leysa mál sín og föður síns
árið 1233. Þá var páfi Gregor-
ius IX, sem þótti um margt
minna á Innocentius III. Sú
ferð Sturlu varð afdrifarík. Bar
átta leikmannavaldsins og
kirkjuvaldsins verður stríðust
um daga Guðmundar Arasonar
og svo í lok 13. aldar. Þá
deila þessi öfl um stóreignir
hérlendis, hin svonefndu Staða
mál. Við þessar deilur að-
skilja höfðingjavald og kirkju
vald og lýkur þessari þróun
með því, að kirkjan verður
ríki í ríkinu og loks voldug-
asta stofnun hérlendis. Þó ger-
ast hér atburðir á 15. öldinni,
sem rýra virðingu manna fyrir
þessari stofnun, en í lok aldar-
innar stendur kirkjan á há-
tindi veldis sins. Áhrifa páf-
anna gætir hér lítið á 14. öld-
inni, þá sitja þeir í Avignon
og eru nokkurs konar hand-
bendi frönsku konunganna. 111
víg togstreíta hefst með Þeim
og Rómarpáfum og gekk erfið
lega að kippa þessu í lag. Með
siðaskiptunum hefst hér mikil
barátta kirkjunnar fyrir til-
veru sinni, síðasti kaþólski bisk
upinn hér ritaði Páli páfa III.
bréf og baðst fyrirmæla hans
um hvernig hann skyldi snúast
í málum. Þetta bréf barst Páli
páfa 27. ágúst 1548. Svar við
þessu bréfi er dagsett 8. marz
1549, og í því þakkar páfi
Jóni biskupi aðstoð og hlýðni
við sig og leggur til að Róma-
skatti og Pétursfé skuli skipta
með fátækum. Þetta bréf varð
Jóni Arasyni mikil hressing.
Bein og persónuleg áhrif
páfanna hérlendis eru engin,
nema ef vera skyldu afskipfi
páfa af málefnum Guðmundar
góða og síðast nefnt bréf til
Jóns biskups, en því meiri eru
þessi áhríf óbein, og ef til vill
eru störf og aðgjörðir páf-
anna afdrifaríkust löngu fyrir
byggingu landsins. Trúboð
þeirra á meginlandi Evrópu og
á Englandi og írlandi, orkuðu
því þaðan bárust áhrif
kristninnar á Norðurlandaþjóð
ir, þannig var nokkur jarðveg-
ur fyrir kristni hér á landi
fyrir Kristnitökuna.
Með kristni hefjast bók
menntastörf hérlendis og bend
ir margt til þess, að íslending-
ar þekki eitthvað til engil-
saxneskra rita, en þar var mik-
il blómstran í bókmenntum og
bókagerð. Enskir dýrlingar
áttu hér sína vini og Hróðólf
ur i Bæ dvaldist hér 1030-1049.
Hann var einn þeirra biskupa,
sem Ólafur Harald9son hafði
með sér frá Englandi til Nor-
egs. Trúboðsáhugi Gregoríusar
mikla lifði lengi í ensku kirkj-
unni. Áhrifa ensku kirkjunnar
hér á landi á 11. öld gætti
mjög, og marka má þetta af
málinu, kirkjusiðum og kirkju-
lögum. Einnig berast frá
Englandi þau orð, er varða
bókagerð og bókmenningu, sbr
bókfell, ríta, stafróf. fslending
ar sniðu einnig stafróf sitt eft-
ir ensku stafrófi, þ-ið er kom-
ið í okkar starfróf úr forn
ensku. Þessara áhrifa gætir
minna síðar, þegar íslenzka
kirkjan er í fyrstu lögð undir
erkistólinn í Brimum Eftir
miðja 11. öld hjaðnar trúboð
Englendinga Viðhjálmur bast
arður kemur nýrri skipan á
ensku kirkjuna og þýzkra
kirkjuáhrifa tekur að gæta hér
lendis.
Bókmenntastarf hefst hér
með kristni, bókagerð og staf-
róf berst hingað fyrst með
enskum trúboðum. Ari fróði
getur eins hins merkasta höf
undar íslendinga í íslend-
ingabók og hin frægu orð Ara
sem oft er vitnað til ,,að hafa
það heldur, er sannara reyn-
ist“ eru keimlík orðum hins
virðulega Bedaprests í kirkju
sögu hans.
Trúboðsáhuga ensku kirkj
unnar má rekja til Gregoríusar
mikla. Hann var sá páfi, sem
hefur stundum verið nefndur
fyrsti miðaldapáfinn og einn
ig síðasti Rómverjinn. Hvor
tveggja hefur nokkuð til sfns
máls. Hann elst upp við forna
rómverska arfleifð og hann
stendur nær Evrópubúum en
kirkjufurstar Byzaantz, sem
kölluðust yfirmenn Rómarbisk-
upa. Hann mótar vestrænu
kirkjuálmuna og áhrifa hans
gætir svo vítt, sem trúboðar
hans fóru. Hann sendir heil
agan Ágústínus til Englands og
þaðan hefst síðar enska trúboð
ið sem löngu síðar mótar frum
kirkjunar hér á landi. Þannig
gætir áhrifa þessa páfa hér-
lendis, löngu efitr að hann var
allur. Einnig gætir áhrifa frá
ritum hans, „Dialogar" hans
voru þýddir á íslenzku (Heil-
agra manna sögur), og eru ef
til vill það sem snemma var
þýtt á íslenzku, auk þess setti
hann saman fleiri rit og hon-
um eru eignuð um 800 bréf
og ræður. Dialogarnir urðu vin
sælastir, sem eru uppbyggileg-
ar sögur af helgu og hreinlífu
fólki, sem páfi segir Pétri læri
sveini sínum. Þetta var mjög
vinsælt lestrarefni og ýmsir
hlutar þessa rits urðu fyrir-
mynd íslenzkra höfunda síðar
svo sem draumur Flosa í Njálu
er mótaður að fyrirmynd úr
Dialogum (sagan um Anastas
ius). Einnig hefur þessi bók
haft áhrif í íslenzkum þjóð-
sögum og fleiri ritum fslenzk
bókmenntasaga verður þvi
ekki skrifuð án þess að getið
sé áhrifa þessa ágæta páfa,
sem er talinn fæddur um 540
og deyr 12. marz 604. Hann
er ágætastur þeirra páfa, sem
báru nafnið Gregoríus og sá
fyrsti þeirra, en þeir eru alls
16 hingað til. Hann var trúar
leiðtogi, sem markaði stefnu
kirkjunnar, einnig merkur
stjórnmála- og samningamaður
honum tókst að semja
við Langbarða, sem um þetta
leyti óðu um á Norður-Ítalíu,
og voru heldur lítið siðaðir og
ágætur guðfræðingur. Beztu
menn kirkjunnar tóku hann
sér til fyrírmyndar og áhrifa
hans gætir enn.
í þessari bók eru upptaldir
þeir Rómabiskupar, sem uppi
hafa verið frá öndverðu og til
vorra tíma. Saga páfanna er
einnig saga Evrópu og með
henni er sögð saga kaþólsku
kirkjunnar. Höfundar eru
tveir, F.X. Seppelt og G.
Schvaiger. Sá fyrri lézt fyrir
átta árum, en sá hefur gefið
bókina út breytta frá fimmtu
útgáfunni 1949. Þessi saga páf-
anna er byggð á sex binda
riti (sjötta bindið ókomið) um
páfana, sem er einkum ætlað
fræðimönnum, þetta úrval er
úr því riti. Bókin er að veru-
legu leyti endurrituð af Schwei
ger og er því ekki talin sjötta
útgáfa. Bókin hefst með frá-
sögn af Pétri postula og síðan
arftaka hans, biskupa og páfa
í Róm. Hér koma þeir allir
í röð gegnum aldaraðirnar.
fyrst ofsóttir síðar þjónustu-
menn keisaranna, og þegar
kemur fram á þjóðflutninga-
tímana, verndarar og stjórn-
endur hinnar fornu höfuð-
borgar heimsins, eina vörn
Rómalýðs á hættulímum Með
Gregoríusi mikla kemst nokk-
ur festa á embættið, en lengi
vel var þetta embætti bitbein
rómverska aðalsins og síðar
taka keisararnir í Hinu heil-
aga þýzk-rómverska ríki að
hafa mikil afskipti af páfa-
vali Eftir árið 1000 taka vald
og áhrif páfanna að eflast,
kirkjan klofnar i rómversk og
grísk-kaþólska kirkju 1054 og
með Gregoríusi VII hefst
embættið til vegs. það svo að
keisarar urðu að lúta veldi
hans Vald kirkjunnar efldist
svo. að páfunum tekst að vekja
Evrópuþjóðir til krossferð
anna, sem höfðu svo afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir alla þró
Framhald á bls 12
NYJAR ERLENDAR BÆKUR
Á VÍÐAVANGI
Benzínverðið og „við-
• //
reisn
Á fyrsta degi þessa nýja árs
hækkaði útsöluverð á benzíni í
kr. 7,05 pr. lítra. Verð þettá
á hverjum benzínlítra skiptist
þannig:
1. Innnkaupsverð, flutningur
til landsins, dreifingarkostnað-
ur innnanlands. sölulaun og
allur annar kostnaður þar til
benzínið er seit, komið í benzín
geymir bifreiðar kr. 2,45.
2. Tollar og opinberir skatt-
ar kr. 4,60. — Samtals kr. 7,05.
í árslok 1958, er vinstristjórn
in fór frá völdum, var útsölu-
verð á benzíni kr. 2,89 pr. lítra.
Skattamir einir á hverjum
benzínlítra nú eru því orðnir
60% hærri en útsöluverð í
heild var á benzíni í árslok
1958. Heildarhækkunin á
benzíninu á þessu tímabili, eða
í tíð viðreisnar er hins vegar
144%. Gott sýnishom af við-
reisnarverði þetta.
Svik í kaupbæti
Nú munu ýmsir segja, að bót
sé í máli, að þessir miklu
benzínskattar fari í bætt vega-
viðhald og gerð nýrra vega,
sem mikil þörf er á, og sann-
gjarnt mun af mörgum talið, að
tollar og gjöld af bifreiðum og
skattar af umferð og akstri
standi að mestu leyti undir
vegagerð landsins og viðhaldi.
En því er ekki að heilsa. Fram
til 1958 var þetta hlutfall þó
jákvætt að því leyti, að fram
að þeim tíma var varið til vega
og brúa eins miklu eða meira
fé en fékkst í ríkissjóð sem
gjöld af bilum og bcnzíni. En
árið 1959 snerist þetta við, og
síðan hefur ríkið tekið æ meira
af bíla- og benzínsköttum til
almennrar ríkiseyðslu. Á þess-
um sjö ámm undir „viðreisnar"
stjóm hefur ríkið tekið af bfl-
unum um 2000 milljónir króna
umfram ríkisframlag til vega-
gerða og annarra framlaga tii
vega. Fyrir þetta fé hefði verið
hægt að leggja malbikaðan veg
norður á Akureyri og austur að
Þjórsá.
í haust keyrir svo alveg um
| þverbak, þegar ríkisstjómin
> þverbrýtur gefin heit og sam-
| komulag allra flokka á þingi
um afgreiðslu vegaáætlunarinn
| ar í fyrra. Þá hét hún að hafa
| a. m. k. ekki minna framlag af
Iríkisfé til vega en þá var eða
47 millj. kr. Nú er það framlag
tekið af fjárlögum, ríkið leggur
ekkert til vega en tekur i sín-
Iar þarfir 500 millj. króna af
bíla- og benzíngjöldum til eigin
þarfa. Þetta fá bflaeigendur í
kaupbæti ofan á 7 kr. benzín-
verð og á meðan grotna vegir
landsins sundur og engin ný
átök eru gerð til varanlegrar
vegagerðar.
| Engin Evrópuþjóð nema ís-
| lendingar mun nú hafa sam-
I göngur og bifreiðar að einum
■ stærsta tekjustofni sínum til
Iannarra ríkisþarfa. Flestar
leggja ekki aðeins allar tekjur
af bflum til vega, heldur og
miklar fjárfúlgur að auki, og
s þó mega íslendingar sízt allra
| þjóða við þessu háttalagi, þar
I sem þeir em enn að kalla vega-
laus þjóð.