Tíminn - 04.01.1966, Side 8

Tíminn - 04.01.1966, Side 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUH 4. janúar 1966 Tákn Það væri synd að segja, að bókmenntafræðiiigar okkar bafi erfiðað úr hófi fram við að semja fræðilegar bækur um ævi og verk íslenzkra nútímaskálda á þessari öld fyrir ferðarmikillar bókaútgáfu um fjarskyldustu efni, mjög og lengi hefur verið vanrækt að gera úr garði sæmilegar heild- arútgáfur skáldrita sumra tíma mótamanna í bókmenntum okkar, þótt nokkuð hafi rætzt úr á því sviði hin síðari ár. Samt leið svo aldarafmæli Gests Pálssonar, án þess honum væri sýndur fuilur sómi í þvi efni En það vakti ekki litla tilhlökkun aðdáenda Gests, er fréttist, í haust, að von væri á miklu riti um Gest, er samið hafði einn okkar ungu bók- menntafræðinga, Sveinn Skorri Höskuldsson sendikennari í ís- lenzku við Uppsalaháskóla í Svíþjóð. Hefur Sveinn Skorri kannað allar hugsanlegar heim ildir um feril skáldsins, aðal- lega á þeim þrem stöðum, þar sem Gestur dvaldist eftir að hann óx úr grasi, í Reykjavík, Kaupmannahöfn, og Winnipeg. Kom þessi ritgerð út í tveim vænum bindum á vegum Bóka útgáfu Menningarsjóðs fyrir nokkrum vikum, án þess að höfundur væri viðstaddur. En í tilefni þessa skrifaði ég Sveini Skorra fyrir jólin og sendi hon um nokkrar spurningar um þetta mikla ritverk hans. Varð hann vel við þeirri bón að svara spumingum mínum til birtingar I Tímanum, og fara þau bréfaviðskipti hér á eftir. — Hvað olli því, að þú vald- ir þér Gest sem rannsóknar- og ritgerðarefni? Fékkstu snemma dálæti á sögum hans? — Ég var ungur, þegar ég kynntist sögum Gests fyrst, ég held sjö eða átta ára. Móður- afl minn, Bjami í Vatnshomi í Skorradal, átti stóra og merki- lega kistu. Húp var full af bók um. Þar var öll íslendinga- sagnaútgáfa Sigurðar Kristjáns sonar. Þar var gamla Iðunn, og þar var Draupnir Torfhild- ar Hólm, Búnaðarritið o. fl. o. fl. Ég man þær stundir, þegar svo mikið rigndí á sumrin, að maður var ekki sendur f neina snúninga, þá var gaman að leita í þessari gömlu kistu. Það var einn slíkan rigningardag, sem ég fann rifrildi af Þremur sögum. Þó voru fyrstu tvær söguroar heilar, en það vant- aði aftan á Vordraum. Sögu- lokin las ég ekki fyrr en löngu síðar. Bezt gæti ég trúað, að þessi bók hefði verið úr búi langafa míns, Björns Eyvinds sonar. Ég á hana nú og þykir heldur vænt um hana. Hins vegar hélt ég á þessum árum miklu meira upp á Skarphéð- in en nafna minn í tilhugalífi, og geri reyndar enn. En ég held, að ég hafi alla tíð síðan' haft sérstaklega gaman af þeim skáldskap, sem fjallað hefur um vandamál, félags- leg og mannleg. Gestur var mér ekkert sérstakt yndisefni umfram aðra, en ég ólst upp við að lesa samherja hans og sporgöngumenn: Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein, Þor- gils gjallanda, Jón Trausta, Stephan G., Þorstein Erlings- son og svo síðar Þórberg og Laxness. Ég man enn, hvað Það rigndi daginn, sem Krist inn Andrésson gaf afa mínum íslenzkan aðal. Sveítamönnum, sem ólust upp í Borgarfirðin- um í lok kreppuáranna, var l‘art pour l‘art heldur fjarlægt hugtak. Það sem þó varðaði mestu um þetta efnisval, var það, að fyrsta vetur minn í Háskólan- um hélt prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson fyrirlestra um höfunda raunsæisstefnunnar. Þessir fyrirlestrar vöktu áhuga minn á bókmenntasögu um- fram aðrar greinar íslenzkra fræða og féllu raunar saman við gamlar mætur mínar á þess um skáldum. Hjá prófessor Steingrími valdi ég síðan ann- að ritgerðarefni mitt til fyrri hluta prófs: Þrjár fyrstu sögur Einars H. Kvarans, sem prent- aðar voru. Til meistaraprófs var kjörsvið mitt raun- sæisstefnan í íslenzkum bók- menntum, og prófritgerð skrif- aði ég um Gest Pálsson og verk hans. Hana hef ég nú unnið upp í þessa bók, sem út kom í haust. — Hefur Gestur vaxið í þín um augum við nánari kynni? — Þessu er örðugt að svara. Ég held ég þekki hann betur. Mér finnst ég skilja hann bet- ur. Mér hefur þótt ae vænna um hann við nánari kynni. Ég veit ekki, hvort ég má orða það svo, að hann hafi orðið mér eins konar tákn — tákn hins eilífa uppreisnarmanns, efasemdamanns og leitanda — en umfram allt uppreisn- armanns. Ég hef að vísu enga lífsskoðun eða svoleiðis vanda- málapatent til að hampa fram- an í nágrannann. En ef ég hef einhverja skoðun, þá er það trú á rétt uppreisnar, rétt bylt ingar. Lífið sjálft er uppreisn gegn dauðu efni. Öll heilbrigð athöfn er bylting gegn því ástandi, sem var og er. Tolstoj orðaði þetta fallega í Upprisu, (sem því miður hefur ekki ver ið þýdd á íslenzku), Þeg ar hann sagði eitthvað á þá leið í upphafi, að jafnvel þótt mennirnir legðu veröld- ina alla gangstéttarhellum, myndi grasið vaxa upp um sprungur þeirra á vorin. Auðvitað eru slíkir upp- reisnarmenn ævinlega hund- eltir af múgnum. Við venjuleg ir borgarar. hötumst ekki eins við neitt og frumlega hugsun. Við viljum framar öllu fá að velta áfram á okkar venju- bundna þankaspori. Auðvitað reynum við öll að leyna þessu með hræsni og alls konar yfir- drepsskap, en flest erum við rígbundin vanahugsun frá vöggu til grafar. Þegar ein- staka menn, sem hlotið hafa þá guðagjöf að geta hugsað frumlega og sjálfstætt, gera uppreisn og benda á þessa hlægilegu skollablindu okkar smáborgaranna, þá grípa öll afturhaldsöfl til allra tiltæki- legra vopna. Það er óþarfi að nefna dæmi: Klerkdómur Par- ísar neitaði Moliére um leg í vígðri mold, og ekkjan fékk hann því aðeins grafinn í kirkjugarði (en það var henni áhugamál), að myrkt væri orð- ið af nótt! Brandes fór land- flótta árum saman. Sögu Gests hef ég reynt að segja. Um ára- tugi neitaði obbinn af fslend ingum því, að Laxness ætti til skáldgáfu, eða allar götur til þess, er Svíar nældu á hann vörumerki Nobels. í augum venjulegra smáborgara er svo vitanlega hvert hans orð síðan hafið yfir alla gagnrýni! Gestur var mikill menn íngarmaður, mikill uppreisnar maður og mikill sanr.leiksleit andi. Ég held hann hafi líka gert sér ljósa hina díalektisku framvindu, að sannleikurinn er aldrei samur stundinni lengur — Telurðu þá, sem ritaö hafa um hann, hafa gert það af sanngirni? — Þessi spurning er nú ekki léttari hinni fyrri. Sínum aug- um lítur hver á silfrið. Það liggur í augum uppi, að auð- veldara er að ræða hlutlægt um ævi og verk Gests nú en það var t.a.m. um síðustu alda- mót eða fyrr. Ég á örðugt með að hugsa mér, að nokkur taki að skrifa í fræðilegum eða fræð andi tilgangi um látinn höfund, ef honum er ákaflega í nöp við víðfangsefni sitt. Það setur satt að segja að manni hroll að sjá ritdómara segja frá því nú í hlakkandi ánægjutón, að fátækur stúdent hafi drekkt sér fyrir þremur aldarfjórðungum og tala um slíkt atvik sem for- sendu fyrir dómi um heila bókmenntastefnu og skáldakyn slóð. Hitt verð ég að segja, að mér finnst einhver undarleg ógæfa hafa stýrt penna Jóns Ólafssonar, er hann reit um Gest 1902, og langir kaflar í ritgerð Einars H. Kvarans 1927 eru teknir nær óbreyttir beint upp úr grein, sem hann skrif- aði um Gest i Lögbergi 1891, en þá var nýafstaðin hatrömm ritdeila á milli þeirra. Margar ritgerðir um Gest finnst mér hafa mikið gildi, einnig þær, sem eru skrifaðar frá huglægu og persónulegu sjónarmiði, eins og t.a.m. grein Einars Bene- diktssonar í Dagskrá 1896. En auðvitað á það við um allar ritgerðir um Gest, langar sem stuttar, frá hinni fyrstu til hinn ar síðustu, að þær eru meiri heimildir um höfunda sína en Gest. Beztu heimildir um hann eru verk hans sjálfs. .— Grunar þig, að vegur Gests sem sagnaskálds eigi eft- ir að vaxa á ný hjá lesendum? — í bókmenntasögunni heyr ir Gestur til ákveðnu tímabili, sem kennt hefur verið við raun sæi. Ef við lítum á sögu ev- rópskra bókmennta, sjáum við, að bókmenntastefnur ganga í öldum, fæðast og rísa, lækka og hverfa. Stundum ér ríkari þáttur, sem við getum kallað raunsæi — stundum rómantík. Nöfn þessara stefna eru ótelj- andi og blæbrigðin margvísleg, en við getum, ef við teiknum gróft, sagt, að áðurnefndir tveir þættir séu meginskautin sitt á hvorri hlið. Ég hygg, að segja megi, að nú um hríð hafi verið mikils ráðandi hjá yngstu og forvitni- legustu skáldakynslóðinni á ís- landi nokkuð rómantískt, ákveð ið -l‘art pour l‘art sjónarmið. Ég skal engu spá, hve langlíft það verður. Um frásagnartækni finnst mér hins vegar stund- um móderni rómaninn — með hinni nákvæmu smásjárathug- un sinni — minna ekki svo lít- ið á efnistök og tækni raun- sæishöfundanna gömlu. Ég veit ekki, hvort nokkur íslenzk- ur höfundur hefur verulega gert tilraunir í stíl móderoa rómansins franska nema Thor Vilhjálmsson. Þótt ég telji Gest stefnubund inn höfund, kann ég samt ekki að þekkja sígilt verk, ef t.a.m. Grímur kaupmaður deyr verð- ur ekki lengi í röð beztu smá- sagna íslenzkra. En hvað sem líður almenn- ingshylli raunsæisstefnunnar eða Gests sérstaklega, er mjög ánægjulegt sem lesandi og grúskari að hafa lent einmitt í þessu horni þins mikla vín- garðs bókmenntasögunnar. Ég hygg, að það séu fá bókmennta skeið, sem yngri kynslóð vís- índamanna, t.a.m. á Norður- löndum, sinnir nú jafnákaft sem einmitt realismanum, nat- úralismanum og impression- ismanum (allt þetta höfum við til þessa kennt við raunsæis- stefnu). Maður kemst ekki yf- ir að lesa nema brot af þvi, sem út kemur. Fyrir stuttu kom t.a.m. út í Gautaborg nýtt rit um Brandes og Niezsche, reist á áður óprentuðum frumheim- ildum, og þá erum við nú senni lega komnir yfir í nýróman- tík, en það verður gaman að lesa þetta. — Hvenær var farið að þýða sögur Gests á önnur mál og hve víða hefur það verið gert? — Ég hygg, að segja megi, að sögur Gests hafi á sínum tíma verið óvenjumikið þýdd- ar á erlendar tungur. Þjóðverj- ar voru sérlega duglegir að þýða. Að því er ég bezt veit, var Hans Vöggur þýddur fyrst sagna Gests. Hann kom á þýzku 1884. Síðan komu Kærleiksheim ilið og Sagan af Sigurði for- manni á þýzku 1891, og Þrjár sögur komu á þýzku 1894—96. Bréfaskipti við Svein Skorra Höskuldsson háskóla- kennara um Gest Pálsson skáld og fleira

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.